Þjóðviljinn - 15.09.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
íslensk
leiklist
Um leið og haustið gengur í garð kviknar lífið á fjölum ís-
lensku leikhúsanna. Verkefnaskrá þeirra lofar góðu og það
vekur eftirvæntingu, hve margar frumsýningar íslenskra
leikrita eftir nýja höfunda verða í vetur. Leikfélag Akureyrar
frumflytur í næsta mánuði verk eftir Jóhann Ævar Jakobs-
son og um jólin nýjan gleðileik eftir Böðvar Guðmundsson,
,/Ettamnótið". Að vori verður svo tekið til flutnings samstarfs-
verkefni LA og Akureyrarkirkju, „Skrúðsbóndinn" eftir Björg-
vin Guðmundsson tónskáld, en um það leyti eru liðin 100 ár
frá fæðingu hans. Leikfélag Reykjavíkur æfir tvö ný íslensk
verk, sem bæði eru frumraunir höfunda á sviðinu, „Ég er
meistarinn" eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur og
verðlaunaverkið úr leikritasamkeppni LR vegna opnunar
Borgarieikhússins, „Ég er hættur, farinn", eftir Guðrúnu
Kristínu Magnúsdóttur.
Hlutur kvenna í leikritun og leikstjóm er mikill og árang-
ursríkur á íslandi og Alþýðuleikhúsið frumsýnir einnig í októ-
ber nýtt verk eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur, „Keli þó“,
sem ætlað er yngstu kynslóðinni. Fyrsta verkefni Þjóðleik-
hússins á leikárinu er svo gamansöngleikurinn „Örfá sæti
laus“ eftir fimmmenninga þá sem heilluðu þjóðina sl. vetur
með Spaugstofu-þáttum sínum í Sjónvarpinu. Þjóðleikhús-
ið tekur aftur til sýninga leikgerð Halldórs Laxness og Páls
ísólfssonar „Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar" og síð-
ar í vetur bamaleikritið Búkollu", en höfundurinn leynist enn
undir dulnefninu Álfur Ólafsson.
Þessi langa upptalning sýnir þrótt íslenskrar leiklistar í
nútímanum, auk þess sem ætla má að sjálfstæðir leikhópar
kynni ef til vill enn frekar innlenda leikritun. Með hliðsjón af
stuttri sögu íslenskrar leiklistar er það stórkostlegt, hve
henni hefúr tekist að hasla sér völl sem ein sterkasta undir-
staða þjóðlegrar, lifandi menningar. Leikhúsin bjóða auk
þess öll upp á sýningar á þýddum leiklistarverkum af mörgu
tagi.
Vart er þó hægt annað en harma í leiðinni, hve lágt risið
er á íslenskum kvikmyndaiðnaði á sama tíma. Ekkert verk
verður sent af íslands hálfu í Evrópusamkeppnina um Felix-
verðlaunin, sem fram fer á næstunni í Glasgow, menningar-
höfuðborg Evrópu 1990. Um þessar mundir standa yfir sýn-
ingar á myndræmunni „Pappírs-Pésa“, sem hlotið hefur
góða dóma, en að öðru leyti er listgrein þessi nær því í
dvala, enda nýtur hún hvorki þess stuðnings sem áskilinn er
af opinberri hálfu né hafa framleiðslufyrirtækin bolmagn til
að ráðast í stórframkvæmdir á eigin spýtur. Úthlutanir úr
samnorræna kvikmyndasjóðnum geta vonandi þokað ein-
hverjum verkefnum áleiðis, þótt smáar séu enn. Þau hand-
ritsefni sem þar voru valin lofa góðu. Hrafn Gunnlaugsson
fæst við stórverkefnið „Hvíti víkingurinn", sem er samstarfs-
verkefni norrænna sjónvarpsstöðva og miklar vonir er hægt
að binda við þann samstarfssamning sem undirritaður hef-
ur verið við Frakka um kvikmyndagerð, en Kristín Jóhann-
esdóttir ryður þar brautina með verkefni sem tengist „Po-
urquai pas?“-slysinu á Mýrum.
Hin lifandi mynd sækir drjúgt af lífsmagni sínu til leiklist-
arinnar, þótt tjaldskuggamir sæki fram á eigin forsendum.
Það vill oft gleymast, þegar býsnast er yfir opinberum fram-
lögum til leiklistar og óperu, vegna þess að of fáir skattborg-
aranna eigi kost á að njóta þeirra á sviði höfuðstaðanna
norðan lands og sunnan, að leiklistin og óperan er sá jarð-
vegur sem margt af ágætasta starfsfólki sjónvarps og kvik-
mynda hefur sprottið úr, í faldi hennar hlaut það þjálfun sína
og listrænan þroska. Sá sem skemmtir sér yfir Spaugstof-
unni í Sjónvarpi eða nýtur íslenskrar kvikmyndar, er að upp-
skera arðinn af stuðningi við leikhús og óperu.
Evrópusamþykkt
ungkrata
Eins og menn vita hafa ís-
lenskir stjómmálaflokkar til þessa
verið samstiga um að umsókn um
aðild íslendinga að Evrópubanda-
laginu sé ekki á dagskrá eins og
stendur. Þetta er merkiiegt, ekki
síst í ljósi þess að almennar skoð-
anakannanir bera því vitni að
meirihluti kjósenda hefur fest þá
trú á EB að þangað verði menn að
skunda sem fyrst ef þeir vilji lifi
og framforum halda.
Hitt er svo annað mál að
margt misjafnt leynist á bak við
það að stjómmálaflokkar segja að
EB-aðild sé ekki á dagskrá. Til
dæmis er það ljóst af málflutningi
að Alþýðuflokksmenn em upp til
hópa langsamlega Evrópufúsastir
þeirra sem sess eiga í hinu póli-
tiska litrófi. Það er því ekki nema
rökrétt að það er ungliðadeild Al-
þýðuflokksins, SUJ, sem verður
fýrst flokslegra samtaka til að á-
lykta að ,,ekkert sé því til fyrir-
stöðu að Islendingar sæki um inn-
göngu í Evrópubandalagið”.
Fyrirstaðan er til
Að vísu er þverstaða í á-
lyktuninni: um leið og sagt er að
„ekkert” sé umsókn til fyrirstöðu,
þá er bætt við fyrirvara: „að því
tilskildu að EB viðurkenni brýn-
ustu hagsmunamál Islendinga”.
Og þá fellur allt um sjálft sig, því
enda þótt Mitterrand Frakklands-
forseti sé okkur hollur í tali, þá
talar hann ekki fyrir munn Evr-
ópukratanna, sem em sýknt og
heilagt að ítreka það, að þeim
finnist alltof mikið um að EFTA-
ríkin veifi margskonar fyrirvömm
i sameiginlegum viðræðum sin-
um við EB. En það em einmitt
okkar sjávarútvegs-, fjárfesting-
ar- og vinnuaflsfyrirvarar sem em
þau „brýnustu hagsmunamál”
sem EB er ekkert fyrir að viður-
kenna í verki.
Jafnrétti í skötulíki
Þetta er nú allt heldur mein-
laust. Það er önnur klausa í álykt-
un ungra Alþýðuflokksmanna
sem er sýnu glæffalegri. En hún
er þessi: „Það er af fullkomnu á-
byrgðarleysi þegar einangrunar-
sinnar í íslenskum stjómmálum
tala um endalok sjálfstæðisins við
það eitt að taka upp samstarf á
jaftiréttisgrundvelli í hinni nýju
Evrópu. Slíkt hjal er móðgun við
ungt fólk”.
Hér er margt að ugga.
Það er eins og fyrri daginn:
formúlur em sleipar þótt þær sýn-
ist skýrar. Hvað er til dæmis
„samstarf á jafnréttisgmndvelli”?
Evrópubandalagið er þvílíkur risi,
að jafnrétti í samskiptum við það
er fremur formsatriði en raun-
vemleiki: EFTA-ríki hafa svosem
komist að því í sínum samninga-
viðræðum. Þær fara sem kunnugt
er fram á grundvelli þess ástands
sem komið hefúr verið á eða
væntanlegt er í EB, það er hlutur
viðmælanda að laga sig að því en
ekki öfúgt. Og þau frávik ffá EB-
reglum sem EFTA-ríki í heild eða
einstök EFTA-ríki fengju, þau em
fyrst og síðast hugsuðu af hálfú
Evrópubandalagsins sem bráða-
birgðaástand í vissri biðstöðu.
Við þessar aðstæður verður
jafnréttistalið nokkuð svo holt í
hljómi.
Nauðhyggjan nýja
Málið er ekki að EB vilji beita
t.d. Islendinga einhverskonar of-
beldi í anda gamallar heimsvelda-
stefnu. Ahrifamenn hjá þeirri
miklu blökk geta líka haff ýmis-
lega samúð og skilning á sérvisku
smáþjóðar eins og íslendinga. En
það sem mestu skiptir í þessu
máli er, að slík „samúð” er nokk-
uð á flökti og kannski bundin við
tilteknar persónur sem ekki em
eilífar. Samúðin er víkjandi fyrir
hinni römmu trú á „sögulegri
nauðsyn” Stór-Evrópu, þar sem
markaðurinn ræður og ekkert
múður, trú sem ræður ferðinni í
öllum megingreinum Evrópuþró-
unar. Það er innbyggt í þau við-
horf og framfylgd þeirra, að öll
frávik frá grundvallarreglum hins
fjórskipta markaðsfrelsis séu
tmflandi, eigi ekki að vera. Og
þessi sjónarmið stangast á við það
traust sem við höfum fest við full-
valda þjóðríki: það er nefnilega
svo að enginn getur sannað að
fúllvalda smáríki sé hin hag-
kvæmasta eining fyrir markaðinn.
Smáþjóðin á því um það að velja
að fóma einhveiju af hinni mestu
hagkvæmni í hinum besta af öli-
um markaðsheimum til að geta
haldið sjálfstæði sínu og fúllveldi
- eða þá að fóma drjúgum hluta
af sjálfstæðinu. Með því að af-
henda margskonar vald til alþjóð-
legra stofnana eins og EB-ríki
gera í vaxandi mæli.
Ábyrgðarleysið mesta
Það er einmitt þetta sem þeir,
sem vilja horfa til lengri framtíðar
með samkomulagi við EB en ekki
inngöngu í það, hafa verið að
benda á, hver með sínu nefi. Það
em væntanlega þessir menn sem
kallaðir em „einangmnarsinnar í
íslenskum stjómmálum” í sam-
þykkt ungkrata. Látum svo vera,
einangmnarsinni er svosem ó-
sköp meinlaus og máttlítil
skammaklisja. Hitt er svo fyrir
neðan allar hellur að þing ungra
jafnaðarmanna skuli saka þá
menn um „fúllkomið ábyrgðar-
leysi” sem segja að innganga í EB
þýði endalok íslensks sjálfstæðis
eins og menn hafa skilið það
hnoss í okkar sögu. Þeir em blátt
áffarn að minna af fúllri ábyrgð á
það að sjálfstæði smárrar þjóðar
er aldrei sjálfsagður hlutur, og að
„hægt mun að festast, bágt mun
úr að víkja” eins og Jón prófessor
Helgason kvað.
Fyrst ábyrgðarleysi er nefnt:
ábyrgðarleysi í þessu stórmáli er
einmitt að láta sem vandinn sé
ekki til. Láta sem íslendingar geti
bæði sleppt og haldið — verið
sjálfstæðir og lotið lögum EB um
leið. Láta sem allt hljóti af vera i
besta lagi í sameinaðri Evrópu
hins ffjóa markaðskærleika - ef
ekki væm nokkrir „einangmnar-
sinnar” uppi á íslandi, sem fíluðu
ekki hinn heillandi rokktakt tím-
ans. En það er einmitt þetta sem
skín út úr Evrópusamþykkt ís-
lenskra ungkrata, sem þar með er
orðin „móðgun” við unga sem
aldna.
ÁB
þJÓÐVILJINN
Síðumúla 37 —108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SiguróurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur
Þorieifeson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson,
Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn
Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Signjn Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður
Ingimundandóttir.
Útbreiðslu- og afgreiöslustjóri: Guðnjn Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar:
Síðumúla 37, Rvik.
Sími: 681333.
Símfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. september 1990