Þjóðviljinn - 15.09.1990, Síða 5

Þjóðviljinn - 15.09.1990, Síða 5
ÞJOÐMAL Atvinnumál á Suðurnesium Staðsetning á Keilis- nesi ekki meginmálið r Olafur Ragnar Grímsson: Arður Landsvirkjunar verði notaður til jöfn- unar orkuverðs. Keilisnes líklegur staður en engin lausn fyrir Suðurnes- in. Mannvirki hersins verði nýtt fyrir stórkostlegan „ heilsuiðnað “. End- urskoðunarákvæði mikilvægari en upphaflegt orkuverð Alþýðubandalagið í Keflavík og Njarðvíkum efndi í fyrrakvöld til opins fundar um atvinnumál á Suðurnesjum og hafði Ólafur Ragnar Grímsson framsögu. Mjög fjölmennt var á fundinum og mátti þar sjá marga fulltrúa úr sveitar- stjórnum og atvinnulífinu á svæðinu. Hugsanlegt álver á Keilisnesi var efst í huga margra fundarmanna og Eyj- ólfur Eysteinsson fundarstjóri benti á að þrátt fyrir mikla Qöl- miðlaumfjöllun væri þetta fyrsta umræðan á opinberum vettvangi um stöðu atvinnu- mála á Suðurnesjum í Ijósi ál- málsins. Fjármálaráðherra fjallaði hins vegar einnig um at- vinnumál íslensku þjóðarinnar og efnahagsástand heimsins í breiðari skilningi, enda taldi hann það forsendu þess að unnt væri að ræða af skynsemi um málefni einstakra svæða. Alusuisse brást í fyrra Fjármálaráðherra upplýsti á fundinum, til að skýra hve mikil- vægt væri að ná hagstæðum skil- málum í væntanlegri samninga- gerð við Atlantsál, að ekki hefði farið hátt hingað til, hvemig reynt var í fyrra árangurslaust að fá orkusölusamningnum við Alusu- isse breytt á grundvelli svo- nefndrar „hardship clause“, vegna erfíðrar stöðu. Orkusamn- ingur vegna nýs álvers, sem tryggði endurskoðun, væri mikil- vægari en byijunarákvæði um orkuverð. Kæmi á daginn að eftir 10-15 ár yrði vetnisframieiðsla eða orkusala um streng til Bret- lands hagstæð, þá væri mikilvægt fyrir okkur að geta tekið upp samninginn. Hins vegar lægi eng- inn texti enn fyrir um slíkt endur- skoðunarákvæði. Ólafur Ragnar skýrði ffá því, að á mánudaginn yrði fyrsti fúnd- urinn sem ríkisstjómin heldur með forsvarsmönnum Lands- virkjunar um álmálið og taldi að hægt væri að ljúka samningagerð fyrir 1. október, en mikilvægt væri að fara að sjá fyrir endann á málinu. Meginatriðin þrjú Evrópa siglir hraðbyri í það að verða eitt markaðssvæði fjár- magnshreyfmga, þjónustu og vinnuafls. Islendingar geta ekki slitið sig úr samhengi við þessa þróun. Stærstu þáttunum í mótun efnahagsþróunarinnar, sem við þyrflum að tileinka okkur og taka mið af, skipti Ólafur Ragnar í þrennt: 1) Þróun þjónustu og há- tæknigreina, með sérstakri áherslu á menntað vinnuafl, 2) Breytí lífsviðhorf og lifn- aðarhætti, sem auðveldaði okkur að markaðssetja landið sem heilsulind, 3) Lok vígbúnaðarkapp- hlaupsins sem veldur því að fyrir- tæki leita nýrra leiða og stað- bundnar herbækistöðvar glata þýðingu sinni. Þessir þættir snerta alla, en at- vinnulíf Suðumesja sérstaklega, vegna vem vamarliðsins, sem hefúr verið ein meginuppistaða atvinnumála á svæðinu. Ólafúr Ragnar sagðist hafa lagt það til í rikisstjóm, að strax yrði hugað að framtíð atvinnulífs á Suðumesjum, ekki ef, heldur þegar herstöðin verði lögð niður. Þrátt fyrir allar bollaleggingar um álver þurfí að grípa til gagnráð- stafana og athuga, hvemig nýta megi mannvirki vamarliðsins og aðstöðu þess um land allt. Heilsurækt í stað hersins Ólafur Ragnar viðraði þá hug- mynd, að við brottfor hersins væri hægt að hagnýta byggingar og að- stöðu á Keflavíkurflugvelli í öfl- ugustu heilsuræktarstöð Islands, þar sem reyndi á hugvit til að markaðssetja hana á alþjóðavett- vangi. Fjármálaráðherra telur að tími stóm fisksölusamtakanna sé lið- inn. Markaðsstarf framtíðar verð- ur tengt fyrirtækjunum sjálfum og það þurfa þau að búa sig undir. Efnahagsleg og þjóðhagsleg rök hnígi öll að því að allan fisk eigi að selja á innlendum mörk- uðum, svo innlend fyrirtæki eigi kost á að keppa við erlend. íslendingar eigi í framtíðinni að setja stíf skilyrði varðandi þann stuðning sem Evrópuþjóðir veita fiskvinnslufyrirtækjum. Gagnstætt því sem oft er hald- ið á lofti, er íslenska hagkerfið einna smátækast varðandi ríkis- sfyrki til atvinnulífsins og aðeins Sviss lægra af Evrópulöndum. Nær vonlaust er fyrir íslenskan sjávarútveg að keppa við erlend fiskvinnslufyrirtæki sem em jafn- vel rúmlega 100% byggð fyrir ríkissfyrki. Ólafur Ragnar vill að þeir sem nýti fiskimiðin greiði veiði- leyfagjald með einhveijum hætti. Kvótann þurfi að binda við byggðarlögin svo ekki skapist byggðastríð um hann. A næstu 2 ámm, gildistíma nýju fiskveiði- laganna, þurfi að hugleiða nýtt kerfi, þar sem allur afli verði seld- ur innanlands. Þá muni möguleik- ar Suðumesja styrkjast á ný vegna nálægðar við flutningaleið- ir í lofti og á legi. Skilyrði okkar Ólafúr sagði að samningurinn við Atlantsál væri ekki í höfn og á viðkvæmu stigi. Mikilvægustu þættimir sem þyrfti að hugleiða væm þessir: 1) Nógu hagstætt orkuverð. Staðsetningarumræðan ein og sér væri lítils virði. Væm verð og skattamál óhagstæð, skipti stað- setningin engu. Gagnrýni Al- þýðubandalagsins á Straumsvík- ursamningana hafi nú loks valdið því að Islendingar létu sér ekki lengur nægja lágt orkuverð, tryggingarlausa samninga, sem alþjóðleg verðbólga og lækkandi dollaragengi hefðu leikið grátt. Skynsamlegra væri að tengja orkuverðið að hluta við markaðs- verð á áli heldur en einhveijar mills-tölur, en hafa þyrfti bæði gólf og þak í orkusamningnum. Nýtt álver eins og nú væri rætt um yrði stærsta fjárfesting í sögu lýð- veldisins. Þrátt fyrir von um arð- semi væm þar talsverðir óvissu- þættir. Næstu vikur ætti að nota til að bregða ísköldu, viðskiptalegu mati á það, hvort áhætta okkar væri of mikil. Ólafur Ragnar vill fá óháða sérfræðinga, t.d. frá Háskóla ís- lands, til að meta hagkvæmni og áhættu samningsdraganna fyrir okkur. 2) Umhverfismálin. Fróðlegt væri að bera saman umræðuna nú og kringum 1960-1970. Andstætt því sem þá var séu nú allir sam- mála um að hér eigi að gilda ströngustu umhverfisvemdar- kröfur. 3) íslenskt forræði. Reynsl- an hefði sýnt, að meirihlutaeign væri ekki nauðsynleg og jafnvel óæskileg. Mikilvægast sé að fyr- irtækið lúti íslenskum lögum og dómstólum. Það sé mikilvægur áfangi að hafa náð því inn í fyrir- liggjandi samningsdrög. Sterk rök fyrir Keilisnesi Ólafur Ragnar benti á, að ál- ver gæti bæði fært byggðarlögum kosti og vandamál. Hann taldi að enn væri ekki fullreynt, hvort aðr- ir staðir á Suðumesjum en Keilis- nes kæmu til greina, en rétt væri að hugur hinna erlendu samn- ingamanna stæði heldur til þess, enda hefði þeim ekki verið boðið upp á annan kost á þessu svæði. Ólafúr las beint upp úr skýrslu Byggðastofnunar, þar sem færð em rök að því að 10% mannafla við álver á Keilisnesi myndu í byijun koma af Reykja- nesi, en 90% af höfúðborgar- svæðinu. Ólafur Ragnar sagði að álver- ið í Straumsvik væri fomaldar- rokkur borið saman við nútíma- verksmiðjur og varasamt að hafa það í huga til viðmiðunar. Nú- tímaáliðnaður byggðist á há- tæknibúnaði, vélmennum og sér- hæfðu vinnuafii. Hann benti einnig á að sam- setning vinnuaflsins yrði önnur en í Straumsvík og minnstur hluti þessara 10% úr Verkalýðs- og sjómannafélaginu í Keflavík, heldur úr tæknistéttarfélögum. Skýrsla Hollustuvemdar um umhverfisþættina væri ókomin, en jákvæð niðurstaða hennar gæti enn styrkt stöðu Keilisness. Ef arðsemisútreikningar mæltu einn- ig með Keilisnesi væm mjög sterk efnisleg rök fyrir að stað- setja það þar. en þá yrði að tryggja að niðurstaðan yrði já- kvæð fyrir þjóðarbúið í heild. Til að tryggja samstöðu allra byggð- arlaga væri það góður kostur að nota hluta af tekjum Landsvirkj- unar af orkusölunni til að jafna orkuverð yfir allt landið og gera samkeppnisaðstöðu allra fyrir- tækja og hitunar- og orkukosmað á landinu hinn sama. Þetta þyrfti að vera byggt inn í sjálfan samn- inginn og lögin um hann. Hins vegar væri nýtt álver engin allsheijar súkkulaðiterta á borð þjóðarinnar. Mikið átak þyrfli að gera í atvinnumálum Suðumesja, hvort sem álver kæmi á Keilisnes eða ekki. Stjómmálafiokkar sem vilja reka ábyrga efnahagsstefnu verði að svara því, hvemig þeir vilji haga efnahagsframkvæmdum á þessu tímabili. Hér þurfi að grípa til tímabundinna aðgerða í 2-3 ár til að varðveita stöðugleikann og halda verðbólgunni niðri. Næsta ríkisstjóm verði að sýna kjark við fjárlagatillögur ffam á árið 1995; ef ekki verði beitt „fómarskött- um“ og aðhaldi, yrði affaksturinn enginn. Keilisnes eða Kanada? I almennum umræðum sagði Jón Gunnarsson oddviti Vatns- Ólafur Ragnar Grímsson f ræðustóli I Glóðinni I fyrrakvöld, á fjölmenn- asta stjómmálafundi sem lengi hef- ur verið haldinn f Keflavfk. Næst púltinu sitja Sólveig Þórðardóttir Ijósmóðir, bæjarfulltrúi f Njarðvíkum og Einar Gunnarsson trésmiður. Mynd: Kristinn. leysustrandarhrepps meðal ann- ars, að ffesta ætti gildistöku kvótalaganna um áramót, því annars yrði útgerðin komin á ör- fárra hendur eftir 2 ár. Hann gagnrýndi vinnubrögð Byggða- stofnunar varðandi spár um upp- runa vinnuafls við álver í Keilis- nesi. Logi Þormóðsson fiskverk- andi minnti á að Straumsvíkur- verið hefði valdið öngþveiti á bátafiota Suðumesjamanna með því að soga til sín vélstjóra og yf- irmenn og þéttbýlisstaðimir á Norðurlandi mundu flosna upp ef álver færi í Eyjafjörð. Annars vildi hann byggja á gullkistu hafsins ffekar en stóriðju. Logi taldi það lagabrot eftir gildistöku nýju kvótalaganna, þar sem auð- Iind sjávar er lýst sameign lands- manna, ef allur fiskur verður ekki seldur á innlendum mörkuðum. Jóhannes S. Guðmundsson velti því upp hvort eðlilegt væri að þjónustufyrirtækin græddu svo mikið að þau drægju fiskvinnslu- fyrirtækin upp á núllið i yfirliti yfir afkomu fyrirtækja 1989. Oddbergur Eiriksson skipasmiður vildi að það væri gert opinbert nú eftir 20 ára rekstur í Straumsvík hvað við hefðum í raun og vem haft upp úr raforkusölunni, í ljósi þeirra fúllyrðinga Sjálfstæðis- manna á sínum tíma, að svipull væri sjávarafli og ekki á hagnað af honum treystandi. Sigurbjöm Ólafsson vélsmiðjustarfsmaður taldi að fiskvinnslan þyrfti að eiga helming kvótans og fúrðaði sig á því að anga lénsskipulagsins skyldi haldið í nýju fiskveiðilög- unum. Sólveig Þórðardóttir yfir- ljósmóðir og bæjarfúlltrúi í Njarðvíkum spurði hvort það væri rétt að ef álverið kæmi ekki á Keilisnes yrði það byggt í Kan- ada. Ólafur Ragnar taldi það nær útilokað, því við hefðum tolla- samninga inn í Evrópu sem Kan- ada hefði ekki. Sr. Oddur Einars- son starfsmaður sveitarfélaganna í álversmálum taldi hins vegar að erlendu aðilamir hefðu augastað á Kanada ef ekki yrði af ffam- kvæmdum hér. Meginatriðið væri að álver yrði staðsett þar sem hag- kvæmast væri fyrir þjóðarheild- ina, arðinum mætti deila á lands- byggðina alla. Hörður Hallsson spurði hvort Suðumesjamenn fengju kvóta í staðinn fyrir „Ál- bak“, sem hann fúllyrti að Akur- eyringar nefndu skipið sem þeir keyptu nýlega af svæðinu. Fjár- málaráðherra benti á að ef nýtt kerfi kæmist á í kvótamálum yrði skráningarstaður skipa ekki aðal- atriðið, þegar allir hefðu jafna möguleika til að kaupa aflann. Styrkir til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir um- sóknum um styrki til kvikmyndagerðar. Umsóknum skal skilað ó skrifstofu Kvik- myndasjóðs, Laugavegi 24, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 1990. Sérstök eyðublöð fóst ó skrifstofu Kvikmynda- sjóðs og eru umsóknir því aðeins gildar að eyðublöð Kvikmyndasjóðs séu útfyllt sam- kvœmt skilyrðum sjóðsins. Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands Laugardagur 15. september 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.