Þjóðviljinn - 15.09.1990, Page 11
I DAG
Fullorðinsfrœðsla
Kostnaður um 800 miljónir
Tœplega 30% fullorðinna sœkja einhvers konarfullorðinsfrœðslu.
Aætlað að konur séu í miklum meirihluta
Hátt í 45.000 manns tóku þátt í
einhverskonar fullorðinsfræðslu
á síðasta ári, eða um 30% lands-
manna á aldrinum 19-75 ára.
Heildarkostnaður þessarar full-
orðinsfræðslu er áætlaður hátt í
800 miljónir króna. Þetta kemur
fram í könnun sem menntamála-
ráðuneytið gerði sl. vetur og birt-
ist í fréttabréfinu FF-fréttir.
Könnunarblað var sent um 300
aðilum sem hugsanlega hefðu
einhverja fullorðinsfræðslu á sín-
Kvennalistinn
Telja vetni
vænlegra
en ál
Kvennalistinn telur stjórnvöld
einsýn og íhaldssöm í viðleitni
sinni við að koma orku í verð og
segist vilja beita sér fyrir
breyttum áherslum í þessum efn-
um. Kvennalistinn bendir sér-
staklega á framleiðslu vetnis sem
vænlegan kost í þessum efnum.
Þetta kemur fram í ályktun
sem samþykkt var á ráðstefnu
Kvennalistans um atvinnu- og
umhverfismál.
„Kvennalistakonur átelja
stjórnvöld harðlega fyrir að hafa
sóað dýrmætum tíma og gífur-
legum fjármunum til þess eins að
fá útlendinga til að reisa hér nýtt
álver, sem mundi hafa í för með
sér verulega umhverfismengun
og búseturöskun. Ennfremur
hefur öll sú málsmeðferð valdið
úlfúð og togstreitu milli lands-
hluta,“ segir í ályktuninni.
Kvennalistakonur telja allt
benda til þess að vetni verði elds-
neyti framtíðarinnar og benda á
þann kost vetnisframleiðslu að
hún veldur ekki umhverfis-
mengun.
-gg
Hjálparstofnunin
Styrkir
flóttafólk
Stjórn Hjálparstofnunar kirkj-
unnar ákvað á fundi á miðviku-
dag að senda 5.000 dollara eða
300.000 krónur til hjálpar flótta-
fólki frá írak og Kúvæt. Beiðni
kom frá Alkirkjuráðinu í byrjun
vikunnar og verður fénu varið til
að útvega fólkinu lyf, teppi, tjöld
og fæðu.
Á þessu ári hefur stofnunin
sent rúmlega sex miljónir króna
til erlendra verkefna og varið yfir
þremur miljónum til innlendra
verkefna. Á næstunni mun
stjórnin ákveða hvernig verja
skuli því fé sem landsmenn láta af
hendi rakna í næstu jólasöfnun.
-vd
um vegum á síðasta ári. 67%
þeirra svöruðu og hjá þeim var
heildarfjöldi þátttakenda í full-
orðinsfræðslu 42.666. Það eru um
26% allra landsmanna á aldrin-
um 19-75 ára. Þar sem nokkrir
hafa ekki svarað enn, má reikna
með að hátt í 45.000 manns hafi
tekið þátt í fullorðinsfræðslu á ár-
inu 1989. Af þessum fjölda er
áætlað að konur séu í miklum
meirihluta.
í könnuninni er einnig reynt að
fá upplýsingar um kostnað. Ef
lagður er saman kostnaðurinn
hjá þeim sem upplýsingar veittu
um hann, kemur fram að hann er
um 540 miljónir króna. Ef
reiknað er með að 45.000 manns
hafi tekið þátt í fullorðinsfræðslu
má áætla að heildarkostnaðurinn
hafi verið um 800 miljónir.
Framlag ríkisins til fullorðins-
fræðslu var um 270 miljónir á sfð-
asta ári, eða tæplega 35% af
heildarkostnaðinum. ns
Mývatn
Tími örra breytinga
Sumarið sem nú er senn á enda
hefur verið tímabil örra
breytinga að því er lífríki Mý-
vatns og laxár varðar. Vissir átu-
og fuglastofnar hafa tekið við sér
svo um munar, aðrir standa í
stað, en fækkað hefur í enn öðr-
um stofnum. Þetta kemur fram í
fréttabréfi Rannsóknastöðvar-
innar við Mývatn.
Fjöldi anda um vorið jókst um
9% miðað við sama tíma í fyrra er
fuglastofnar voru í lágmarki eftir
hrun átustofna árin 1983 og 1988.
Andategundirnar hafa þó tekið
misjafnlega við sér. Mest var
fjölgunin hjá hrafnsönd um 45%,
hjá húsönd um 25% og hjá dugg-
önd um 16%, en þessir stofnar
hafa látið mjög á sjá á undan-
förnum árum. Skúfönd fjölgaði
um 10%. Stofn rauðhöfða og
straumandar stendur í stað en
litlu gráönd, hávellu og toppönd
fækkaði.
Öndum f sárum fækkaði frá
sama tíma í fyrra. Fækkunin er að
meðaltali 28%, mest hjátoppönd
53%, skúfönd 46% og hjá dugg-
önd 24%. Flúsöndum fjölgaði
hinsvegar um 6%. Toppöndum í
sárum hefur fækkað mikið
undanfarin tvö ár og bendir það
til þess að hornsílum fari fækk-
andi í vatninu.
-Sáf
Frœðsluráð Vestfjarða
Jafnrétti til náms hrein öfugmæli
„Ráðherra hefur skipað starfs-
hóp sem í sitja auk mín fræðslu-
stjórarnir á Akureyri og Suður-
landi og við munum skila tillögum
fyrir lok þessa mánaðar,“ sagði
Pétur Bjarnason fræðslustjóri
Vestfjarða í samtali við Þjóð-
viljann, en fræðsluráð Vestfjarða
hefur lýst þungum áhyggjum yflr
kennaraskorti vestra, erflð-
leikum við að fá réttindafólk til
starfa og tíðum kennaraskiptum.
Um helmingur kennara á Vest-
fjörðum eru leiðbeinendur og
enn hefur ekki tekist að ráða í
allar stöður. Aðspurður sagði
Pétur að ýrnsar hugmyndir til
lausnar hefðu komið ti! tals, m.a.
að fá Kennaraháskólann í lið með
fræðsluembættunum og færa
æfingakennslu í auknum mæli út
á land. Einnig að hraða kennara-
menntun fyrir leiðbeinendur,
kynna kennaranemum betur
dreifbýlisskólana og kanna hug
yfirvalda til aðferða sem Norð-
menn hafa notað til að fá
réttindafólk í dreifbýlli héruð, en
þar fá kennarar í nyrstu héruðun-
um námsstyrki og ýmsar kjara-
bætur aðrar.
„Sveitarfélögin hafa veitt
flutningsstyrki, greitt niður húsa-
leigu, borgað staðarupbætur og
jafnvel prósentutölur ofan á laun
kennara. Ríkinu ber að greiða
kennurum samkvæmt verka-
skiptalögunum. Þetta þarf að
skoða innan viðmiðunarramma
kjarasamninga," sagði Pétur.
-vd
ÞJÓÐVILJINN
FYRIR 50 ÁRUM
Vestur-lslendingar segja
Þýzkalandi stríð á hendur.
Brezka útvarpið skýrði svo frá
I gær, að Islendingar í Vestur-
Kanada ætluðu sér að hjálpa
Bretlandi til að vinna styrjöld-
ina. Hefðu þeir komið saman á
Gimli og samþykkt ályktun í þá
átt.
15. september
laugardagur. 258. dagur árs-
ins. Sólampprás í Reykjavík
kl. 6.49 - sólarlag kl. 19.55.
Viðburðir
Þjóðhátíðardagur Honduras,
Guatemala, El Salvador,
Costa Rica og Nicaragua.
DAGBÓK
APOTEK
Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfja-
búöa vikuna 14. til 20. september er I
Lyfjabúöinni löunni og Garös Apóteki.
Fyrmefnda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til
9 (til 10 á frldögum). Siðamefnda apó-
tekið eropiö á kvöldin kl. 18 til 22 virka
daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sanv
hliöa hinu fyrmefnda.
LÖGGAN
Reykjavík.................« 1 11 66
Kópavogur.................« 4 12 00
Seltjamames...............« 1 84 55
Hafnarfjöröur.........rr 5 11 66
Garðabær..................« 5 11 66
Akureyri..................® 2 32 22
Slökkvilið og sjúkrabflar
Reykjavík.....................« 1 11 00
Kópavogur....................tr 1 11 00
Seltjamames...................« 1 11 00
Hafnartjöröur................rr 5 11 00
Garöabær....................« 511 00
Akureyri.....................rr 2 22 22
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar-
nes og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð
Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8,
á laugardögum og helgidögum allan sól-
arhringinn. Viljanabeiönir, simaráðlegg-
ingar og tímapantanir i rr 21230. Upplýs-
ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru
gefnar i símsvara 18888. Borgarspital-
inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir
þá sem ekki hafa heimilislækni eöa ná
ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild-
in er opin frá kl. 20 trl 21. Slysadeild
Borgarspitalans er opin allan sólarhring-
inn,« 696600.
Hafnarljörður: Dagvakt, Heilsugæslan,
n 53722. Næturvakt lækna,» 51100.
Garðabær Heilsugæslan GaröaflöL
u 656066, upplýsingar um vaktlæk
rr 51100.
Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á Lækna-
miðstöðinni,r» 22311, hjá Akureyrar
Apóteki, r» 22445. Nætur- og helgidaga-
vakt læknis ffá kl 17 til 8 985-23221
(farsími).
Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I
rr 14000.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna,
rr 11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar Landspitalinn: Alla
daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-
spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30,
um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu-
lagi. Fæðingardeild Landspítalans: Alla
daga kl. 15 til 16, feöratími kl. 19:30 til
20:30. Fæðingarheimili Reykjavíkur
v/Eiriksgötu: Almennurtlmi kl. 15-16 alla
daga, feöra- og systkinatimi kl. 20-21 alla
daga. Öldrunariækningadeild Land-
spítalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til
20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um
helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar-
stöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til
16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali:
Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19.
Bamadeild: Heimsóknir annarra en for-
eldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs-
spítali Hafharfiröi: Alla daga kl. 15 til 16
og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla
daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra-
hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til
16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til
16 og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKl: Neyöarathvarf fyrir
unglinga, Tjamargötu 35,« 91-622266,
opið allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svaraö er I upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21
til 23. Símsvari á öðmm tímum.
tr 91-28539.
Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálffæðilegum
efnum,rr 91-687075.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags
laganema, er veitt i síma 91-11012 milli
kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga
frá kl. 8 til 17,« 91-688620.
„Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga
og aöstandendur þeirra i Skógartilið 8 á
fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styöja smitaða og sjúka og
aöstandendur þeirra Irr 91-22400 og þar
er svarað alla virka daga.
Upplýsingarum eyðni:» 91-622280,
beint samband við lækn'r/hjúkmnarffæö-
ing á miövikudögum kl. 18 til 19, annars
símsvari.
Samtök um kvennaathvarf: tr 91-
21205, húsaskjól og aöstoð viö konur
sem beittar hafa veriö ofbeldi eöa orðið
fyrir nauögun.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-
götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22,
fimmtudaga Id. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til
22, r» 91-21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa
fýir siljaspellum: n 91-21500, símsvari.
Vinnuhópur um sifjaspellsmál:
rr 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
StigamóL miðstöð fyrir konur og böm
sem orðiö hafa fýrir kynferöislegu ofbeldi.
Ráögjöf, ffæðsla, upplýsingar, Vesturgötu
3, tr 91-626868 og 91-626878 allan
sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
rr 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I
rr 686230.
Rafveita Hafnarfjaröar: BilanavakL
rr 652936.
GENGIÐ
14. september 1990 Sala
Bandarikjadollar..............56.65000
Steriingspund................106.81400
Kanadadollar..................48.73700
Dönsk króna....................9,46930
Norsk króna....................9,33740
Sænsk króna....................9,83760
Finnskt mark................ 15,35850
Franskur franki...............10,77410
Belgískurfranki............... 1,75580
Svissneskur franki............43,39170
Hollenskt gyllini.............32.02460
Vesturþýskt mark..............36,09540
Itölsk líra....................0,04839
Austumskur sch.................5,12670
Portúgalskur escudo........... 0,40800
Spánskur peseti................0,57450
Japanskt jen...................0,41471
Irskt pund....................96,85700
KROSSGÁTA
Lárétt:3dæld4rán6
gruni 7 viölag 9 mann-
eskjur 12 angan 14 sjór
15 vaf i 16 skjálfi 19 af-
gangur20 nýlega 21
efla
Lóðrétt: 2 blaut 3 kúst-
ur 4 slitu 5 reku 7 skark
8 líka 10glundroði 11
kona13Íundur17
kraftar18ræna
Lausnásíðustu
krossgátu
Lárétt: 1 púkk4segg6
ull7valt9ókum 12
jarða14sjó15pár16
svima19noti20álfa21
atall
Lóðrétt: 2 úða 3 kuta 4
slóð5góu7visinn8
Ijósta10kapall11
merkan 13 rói 17 vit 18
mál
Laugardagur 15. september 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA11