Þjóðviljinn - 15.09.1990, Síða 12
■n SPURNINGIN i
Hverjir verða íslands-
meistarar í knattspymu?
Stefán Baldursson
nemi:
Fram, er það ekki?
Siguröur Halldórsson
nemi:
Ætli það verði ekki Fram.
Jón Ingi Guðmundsson
mjólkurfræðingur:
Ætli það verði ekki KR.
Guðbjörg Jónsdóttir
sölumaður:
KR.
Tómas Tómasson
verkfræðingur:
Hmm. Ætli það verði ekki Valur.
SÍMI 68 13 33
SÍMFAX
6819 35
Sæmundur Valdimarsson við Móðurgleði. Segir hann verkið sýna hversu
stolt móðirin er af bömunum sínum tveimur. Geirvörtur hinnar stoltu móður
em úr þurrkuðum morgunfrúm. Myndir: Jim Smart.
Kiarvalsstaðir
Oxin er
áhrifamesta
verkfærið
Sæmundur Valdimarsson opnar sýningu í dag
á skúlptúrum úr rekaviði
Sæmundur Valdimarsson
listamaður opnar í dag í
vesturforsal Kjarvalsstaða sýn-
ingu á skúlptúrum úr rekaviði.
Margir kannast eflaust við
mannverur Sæmundar. Hann hef-
ur unnið stærri skúlptúra úr reka-
viði síðan um miðjan áttunda ára-
tuginn. Fyrstu einkasýningu sína
hélt Sæmundur árið 1983, en þær
eru nú orðnar átta talsins. Fyrir ári
hélt hann sýningu í Osló, og ófáir
lögðu leið sina til Hafnarfjarðar á
sýningu Hafnarborgar á nævum
listamönnum í sumar, þar sem
Sæmundur átti nokkur verk.
Sæmundur tekur á móti
blaðamanni Þjóðviljans á Kjar-
valsstöðum og gengur með hon-
um milli verkanna. Hann bendir á
ungan mann með þijá rauða
vængi í skýlu úr fiskroði.
- Þetta verk kallast Sólþrá.
Hann flygi til sólarinnar ef ekki
vantaði á hann einn væng. Flesta
vantar eitthvað til að geta orðið
það sem þá langar til. Þessa þama
hárprúðu nefni ég Sú var tíðin.
Þegar gamlar konur minntust
æskunnar hér áður fyrr sögðu þær
ofl: Sú var tíðin ég hafði hár. Hár-
ið gerði ég úr þangi. Ég vinn mest
með efni úr náttúrunni; þara, trjá-
lauf, blóm og fiskroð. Spýtimum
safna ég á Reykjanesi og á Suður-
landi, auk þess fæ ég stundum
efni sent austan af ströndum. Öx-
in er áhrifamesta verkfærið, spor-
jám og raspa nota ég einnig, en
allt em þetta handverkfæri. Reka-
viðurinn er maðksmoginn, og
sjiringur allur þegar hann þomar.
Eg þarf að gera við hann jafhóð-
um, og reka í hann fleyga til að
halda honum heilum. Að baki
þessari sýningu liggur tveggja ára
vinna.
Á sýningunni er fjöldi karla
og kvenna, og kynjavera ýmiss
konar: Drottningin af Saba, Rósa
Ingólfsdóttir, Friðmey, sem er í
eigu frú Vigdísar Finnbogadóttur,
arabar, dansmeyjar og íjörufólk.
Þar hitta gestir líka fyrir spengil-
egan ungan mann sem Sæmundur
kallar Draum daladætra og haf-
mey að stíga upp úr sjónum.
Sýning Sæmundar verður
opnuð í dag kl. 14, og stendur til
30. þessa mánaðar. Kjarvalsstaðir
em opnir daglega frá kl. 11-18.
BE
fÍP*lllÍÍfp
Fyrsta ballið kallast þetta verk al
ungri stúlku, sem er að stlga sín
fyrstu skref I samkvæmisllfinu.
Þessi sérkennilega vera með hjarta-
lagaðan rauðan hjálm er geimfari.
Hann er að sögn Sæmundar ekki
mennskur, eins og sjá má á fúrðu-
legu andliti hans.