Þjóðviljinn - 18.09.1990, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 18.09.1990, Qupperneq 2
FRETTIR Heilbrigðiskerfið Sérfræði- eða göngudeildaþjónusta? Hægt að spara án þess að draga úr gœðum þjónustunnar. Vænlegt til árangurs að efla samstarf sjúkrahúsa og jafnvel að sameina þau Amálþingi sem haldið var um helgina um það hvernig hægt er að spara í heilbrigðis- þjónustunni án þess að draga úr gæðum þjónustunnar, töldu margir vænlegt til árangurs að efla göngudeildir við sjúkra- hús, efla samstarf þeirra og jafnvel að sameina þau. Bjöm Matthíasson, hagfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu, sagði að á Landspítala og Borgar- spítala væm jafnmörg rúm ónot- uð og eru í notkun á Landakots- spítala. Rekstur Landakotsspítala kostar 1100-1200 miljónir króna, en það mundi kosta um 500 mil- jónir króna til viðbótar að reka hin sjúkrahúsin tvö á fullu. Þann- ig að spamaðarmöguleikar með sameiningu og skipulagsbreyt- ingum væm augljósir. Þá ræddi Bjöm ennfremur um ofljölgun sérfræðinga og spill- ingu sem yki lyfjakostnað. Nefhdi hann t.d. að nú væm sér- fræðingar í öndunarfærasjúkdóm- um í boðsferð hjá lyfjafram- leiðslufyrirtæki i London, sem framleiddi munnsprei fyrir asma- sjúklinga. Bjöm sagði að af ein- hveijum ástæðum væri það lyf Á Landspítala og Borgarspítala munu vera jafnmörg rúm ónotuð og em í notkun á Landakotsspítala. allsráðandi á markaðnum, þótt það væri mun dýrara en samskon- ar lyf frá öðm fyrirtæki, sem einnig er á markaðnum. Sigríður Snæbjömsdóttir hjúkmnarforstjóri taldi ávinning að sameiningu sjúkrahúsa hæp- inn. Þó væm sumir þjónustu- möguleikar þeirra vannýttir. Til dæmis mætti nota göngudeilda- þjónustu meira, því tækin og sér- fræðingamir væm til staðar. Svala Jónsdóttir hjúkmnarstjóri tók i sama streng og Rannveig Gunnarsdóttir lyfjafræðingur benti á að afgreiðsla lyfja beint til göngudeildarsjúklinga gæti dreg- ið úr lyfjakostnaði. Til upplýsingar skal á það bent að Læknafélagið hefúr í áætlunum sínum og athugasemd- um við áætlunina „Heilbrigði fyr- ir alla árið 2000“ lagst gegn göngudeildaþjónustu, enda em sérfræðingar með einkastofúr þar í meirihluta. Guðjón Magnússon, skrif- stofústjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, sagði að lokun öldmnar- deilda í sumar hefði verið leikur í tafli við fjárveitingavaldið. -hb/grh Hörpudeild Fram Islandsmeistari Um helgina lauk einu allra- skemmtilega íslandsmóti í knattspyrnu með sigri Fram, sem tryggðu sér titilinn með því að sigra Valsmenn 3:2 í æsi- spennandi úrslitaleik á Laugar- dalsvellinum. Staðan í hálfleik var 2:0 fyrir Val. Þessi leikur Reykjavíkurris- anna verður án efa lengi í minn- um hafður, jafnt hjá leikmönnum sem og áhorfendum. En þó kann- ski ekki síst fyrir leikmenn og stuðningsmenn KR sem vom komnir með báðar hendur á Is- landsmeistarabikarinn. En það Hjólhýsi Að gefnu tilefni vill embætti skipulagsstjóra ríkisins koma því á framfæri að hámarksbreidd á hjólhýsi er 2,50 metrar sam- kvæmt vegalögum. Ætli eigandi að láta hjólhýsi standa lengur en einn mánuð utan skipulagðra svæða, þarf hann að sækja um leyfi byggingamefndar viðkom- andi sveitarfélags. A undanfom- um ámm hafa verið flutt inn og seld hjólhýsi eða færanlegir sum- arbústaðir, málmgrindarhús sem em 3 metrar að breidd og ailt að 10 metra löng. Slík hús teljast ekki hjólhýsi, heldur innflutt verksmiðjuframleidd hús, sem þarf að fara með samkvæmt 13. grein byggingarlaga. Tvöfaldur pottur Það tókst engum tippara að ná 12 réttum í 37. leikviku íslenskra getrauna á laugardaginn. 16 vom með 11 rétta og hlaut hver 11.711 krónur. 197 vom með 10 rétta og hlýtur hver röð 951 krónu. Úrslit vom nokkuð óvænt en sérstak- lega vom það leikir í 2. deild sem léku tippara grátt. Það er því tvö- faldur pottur næsta laugardag. var bakvörðurinn snjalli úr Fram, Viðar Þorkelsson sem gerði vonir þeirra svarthvítu að engu með því að skora sigurmarkið gegn Val nokkrum mínútum fyrir leikslok. Á sama tíma unnu KRingar, sem lentu í öðm sæti, öruggan sigur á liði KA i Frostaskjólinu með tveimur mörkum gegn engu. KRingar vom með sömu stigas- tölu og Framarar, 38 stig, en með óhagstæðara markahlutfall. I þriðja sæti með 37 stig urðu ný- liðamir í deildinni, IBV, sem unnu Stjömuna i Garðabæ með fjórum mörkum gegn þremur. Sigur Eyjamanna var aldrei í hættu því Garðbæingar skomðu sitt þriðja mark á lokamínútu leiksins. Þá unnu FHingar lið Skaga- manna með tveim mörkum gegn einu í Kaplakrika og Þór frá Ak- ureyri vann góðan sigur á Víking- um með fjórum mörkum gegn einu. Markakóngur 1. deildarinnar varð Hörður Magnússon FH sem skoraði 13 mörk. Þetta er annað sinn í röð sem Hörður verður markahæstur í deildinni en hann var það einnig i fyrra. Mynd: Jim Smart Rokkað á himnum Á afmælisdegi rokkkóngsins Jerry Lee Lewis, laugardaginn 29. september, verður frumsýning á Hótel Islandi á söng-, leik- og danssýn- ingunni Rokkað á himnum. Hún er byggð á gullöld ameríska rokksins 1954-1964 og leikin verða sjötíu lög úr gamla djúkboxinu. Höfundar eru þeir Bjöm G. Bjömsson og Björgvin Halldórsson. Jón Kjell Selje- seth stjómar sjö manna rokksveit sem samanstendur af Stjóminni og fleirum. Tólf manna trítilóður dansflokkur, undir stjóm Helenu Jóns- dóttur danshöfundar, stígur skref í rétta átt. Þetta er án efa ein metnað- arfyllsta sýning sem Hótel ísland hefur ráðist í til þessa. Hér er á ferð- inni dálítil saga um sálina hans Jóns míns og Gullna liðið sem rokkar á himnum. Eins og í góðri sögu hrekkur Jón uppaf i byrjun leiks og fylgst er með ferðalagi píunnar hans, sem leggur af stað með sálartetrið, á kassettu til himna. Að ári leika Skagamenn og Þórsarar í annarri deild, en upp koma sigurvegarar í deildinni í ár, Viðir og Breiðablik. Markahæstir í annarri deild urðu þeir Grétar Einarsson Viði með 14 mörk og Kristinn Tómasson Fylki með 12 mörk. í þriðju deild féllu Leiftur ffá Ólafsfirði og Knattspymufélag Siglufjarðar. I stað þeirra spila í annarri deild að ári sigurvegarar þriðju deildar, Þróttur úr Reykja- vík og Haukar úr Hafharfirði. -grh Hershöfðingi íheimsókn í gær kom hingað til lands í boði Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanrikisráðherra Vigleik Eide hershöfðingi og formaður hermálanefndar Atlantshafs- bandalagsins. Eide mun eiga við- ræður við utanríkisráðherra, heimsækja herstöð Atlantshafs- bandalagsins á Keflavíkurflug- vclli og fara í skoðunarferðir. Hershöfðinginn mun dvelja hér- lendis ffarn á fostudag. Stjarnan vann Handknattleikslið Stjömunn- ar vann frækinn sigur á danska liðinu Helsingör IF með 27:25 í Evrópukeppni félagsliða í Garða- bæ í fyrrakvöld. Markahæstur Stjömumanna var Sigurður Bjamason með 11 mörk og Brynjar Kvaran varði alls 16 skot í marki Stjömunnar. Markahæstur í liði Helsingör var Pólveijinn Kaszmarek með fimm mörk. Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku eflir þijár vikur og verður að telja að róður Stjöm- unnar verði þungur ytra. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. september 1990 Jarðhræringar Nokkrir kippir Jarðskjálftahrina á Reykjanesi á laugar- dag. Einnig mældist skjálfti í Bárðar- bungu Skömmu eftir kl. 17 á laugar- dag hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesi sem stóð fram und- ir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 4,5 stig á Richters- kvarða. Nokkuð snarpur skjálfti mældist einnig um klukkan ellefu um kvöldið í Bárðarbungu á Vatnajökli. Að sögn Barða Þorkelssonar jarðskjálftafræðings hjá Veður- stofú íslands vom upptök skjálflanna á Reykjanesi skammt ffá Reykjanesvita. Þetta er vel þekkt skjálftasvæði, og mælast þar margir jarðskjálftar á ári. Síðastliðinn laugardag hófst hrinan laust eftir kl. 17 og stóð næstum til miðnættis. Stærsti skjálftinn mældist 4,5 stig, eins og áður sagði, og urðu menn hans varir í Keflavík, á flugvell- inum,í Grindavík, Höfnum og í Reykjavík og á Seltjamamesi. Skjálftamir vom flestir um 3 stig á Richterskvarða. Skjálftinn sem mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli um kl. 23 var 5,2 stig á Richterskvarða, en ekki er vitað til þess að nokk- ur hafi orðið hans var. Ekki er heldur óalgengt að skjálftar mælist í námunda við þetta svæði, þótt áðumefndur kippur hafi verið í snarpara lagi. BE

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.