Þjóðviljinn - 18.09.1990, Page 5

Þjóðviljinn - 18.09.1990, Page 5
Skák og sam félag Kasparov í pólítískum ólgusjó Menn eru vanir að líta svo á að skákin sé utan við stjórnmál. Margir hafa til dæmis talið að jafnmargir hæfileikamenn so- véskir og raun ber vitni hafi helg- að sig skáklistinni vegna þess, að þar gátu þeir verið tiltölulega lausir við pólitíska duttlunga. Eða öllu heldur: þótt pólitískir duttlungar hafi komið við sögu, þá hafí skákin að því ieyti verið „stikkfrí“ að þar er um að ræða mælikvarða á getu og hæfíleika sem pólitískir ráðamenn fá engu um breytt. En hvað um það: það vekur óneitanlega mikla athygli, að Garri Kasparov heimsmeistari hefur nú gefíð sig að stjórnmálum og látið kjósa sig varamann í nýj- um flokki sem nefnist Lýðræðis- flokkur Rússlands (LR). Ekki síst vegna þess að nú er stutt í það að hann verði að setjast að einvígi um heimsmeistaratitilinn við Karpov, sem er ekki aðeins gam- all andstæðingur í skákinni held- ur og pólitískur andstæðingur um leið. Þvert á skynsemina í grein eftir Alexej Srebnítskíj (apn) sem hér er stuðst við, er það haft eftir Kasparov sjálfum, að víst sé þetta undarleg uppá- koma. Hann segir: „Frá sjónarmiði skákmanns og heilbrigðrar skynsemi er þetta brjálæði - það virðist blátt áfram heimska að fara að fást við eitthvað sem krefst mikils tíma og orku einmitt á því ári þegar keppt er um heimsmeistaratitilinn og skákmaður hlýtur að skera sem mest niður allt sem ekki kemur taflmennsku við.“ í þessu sambandi hefur ýmsum dottið í hug að minna á það að Gari Kasparov er sem skákmað- ur frægur fyrir dirfsku sem virðist ekki alltaf rökrétt. Sjálfur út- skýrir hann áhuga sinn á því að demba sér í pólitík á þessa leið: „Sá sem hefur fylgst vel með at- burðum í landinu sl. tvö ár, eink- um í suðri, þeir sem voru í Bakú í janúar leið, þeir taka margar á- kvarðanir ekki á grundvelli heilbrigðrar skynsemi heldur láta þeir stjórnast af einhverskonar dýrslegri eðlisávísun." í þessu sambandi má minna á það, að Kasparov, sem er sonur 65 ára í dag armenskrar konu, neyddist til þess að flýja ásamt ættingjum sín- um frá fæðingarborg sinni Bakú í Azerbædsjan þegar þar hófust miklar ofsóknir gegn Armenum. Hann býr nú í Moskvu ásamt konu sinni ungri. Út úr fílabeinsturni Borgarstríð milli Armena og Azera hefur sem sagt haft veruleg áhrif á þá ákvörðun heimsmeist- arans að gefa sig að stjórnmálum. En hér kemur fleira til. í viðtali við nýtt blað, „Lýðræðis- Rússland“, segir Kasparov á þessa leið: „Ég er atvinnumaður í skák, ég ætla ekki að binda trúss mitt við stjórnmálin ein saman. En núna er nafn mitt, vinsældir mínar og þekking mín nauðsyn- leg þeim sem berjast fyrir lýðræð- isþróun ( samfélaginu.“ Sem fyrr segir hafa menn jafn- an gengið út frá því sem vísu að skák væri ópólitísk. Flestir höfð- ingjar skákborðsins hafa lifað í einangrun, gott ef ekki ffla- beinsturni, sinnar listar. Að vísu hefur Karpov, helsti keppinautur Kasparovs um langt skeið, skipt sér af stjórnmálum. En hann sýndi aldrei neitt sjálfstætt frum- kvæði á þvi sviði, í raun var hann ekki að gera annað en styðja við bakið á þeim sem með völdin fóru á Brézhnevstíma. Hinsvegar byrjaði Kasparov mjög snemma að láta til sín taka sem andófs- maður. Hann gekk í Kommúnist- aflokkinn (og úr honum síðar) en hann ætlaði bersýnilega aldrei að Kjartan Helgason bóndi í Unaðsdal á Snœfjallaströnd „Ólafur jafnakollur nam land frá Langadalsá til Sandeyrarár og bjó í Unaðsdal," segir í Land- námabók Ara prest sins fróða, og hefur landnám hans tekið við af landnámi Vatnsfirðinga, er náði að Langadalsá að vestanverður. Hefur Unaðsdalur löngum verið stórbýli og þangað var kirkja flutt frá Stað á Snæfjöllum um miðjan sjöunda áratug liðinnar aldar. Kjartan Gunnar tók við búi í Un- aðsdal um 1950, en þá hafði móð- ir hans Guðrún Ólafsdóttir frá Strandseljum í Ögursókn (móð- ursystir Jóns Baldvins ráðherra) búið þar, ekkja, en hún missti mann sinn Helga Guðmundsson 1945, mikinn dugnaðar- og at- orkumann. Börn þeirra hjóna urðu mörg og ólst Kjartan upp í glaðværum systkinahópi, - hinn fimmti í röðinni. Ég minntist í upphafi þessara fáu orða á landnámsmann í Un- aðsdal og er ljóst, að hann tók sér bólfestu þar sem honum hefur þótt bezt henta, og má vel hugsa sér að þar hafi skógur vaxið og verið bæði búsældarlegt og fag- urt. En bændur á 20. öld gerðust og landnámsmenn í vissum skiln- ingi og nutu þeirrar tækni er hér varð kunn uppúr síðustu styrjöld; varð Kjartan eigi eftirbátur neins í þeim leik. Tún eru þar nú geysi- leg og hefur þurft margt hand- takið til að færa út hið ræktaða land. Nýtízkulegt íbúðarhús, stórt og hentugt reistu þau hjón Kjartan og Stefanína laust fyrir 1960, og er öll jörðin vel hýst, bú stórt og gagnsamt. Er oft mannmargt í Unaðsdal á sumrin er sól tekur að verma jörð eftir kaldan vetur. Þá er eigi síður margt um manninn f stoíu Kjart- ans og Stefaníu eftir venjulegar messugerðir, svo og ennfremur ef eitthvað sérstakt þarf að inna af höndum í Unaðsdalskirkju. Er gestrisni mikil hjá þeim hjónum svo sem var í tíð Helga heitins og Guðrúnar. Kjartan varð snemma nokkuð framámaður í málefnum sveitar sinnar. Oddviti til margra ára, sýslunefndarmaður og löngum í skólanefnd. Var gott með honum að starfa. Hin síðari ár hefur hann verið meðhjálpari í kirkj- unni og farizt það vel úr hendi jafnan. Er mér ljúft bæði og skylt að þakka það starf, svo og hitt, að þá veður var hryssingslegt eða snævi þakin jörð var oftlega brugðið á það ráð að flytja guðs- þjónustu í stofu þeirra hjóna. Var þar allt til reiðu er hafa þurfti, kertaljós á borði, dúkað hvítu og kann ég þeim hjónum hinar mestu þakkir fyrir móttökur all- ar. Svo vill til, að sami múrari múr- aði bæði hér og í Unaðsdal. Barst eitt sinn í tal, eitthvað um aðstoð- armenn, oft kallaðir handlangar- ar hjá slíkum, og man ég að hann taldi sig eigi hafa haft röskari mann í slflct en Kjartan. Kom mér það eigi á óvart og munu allir er til þekkja lipurðar og dugnaðar afmælisbarnsins, ekki undrast slík ummæli. Kona Kjartans, frú Stefanía, er Ingólfsdóttir frá Skjaldþingsstöð- um í Vopnafirði. Er mjög jafnræði með þeim hjónum, svo sem sagt var til foma. Dugnaðar- kona og er allt snyrtilegt og hrein- legt innanhúss, en þó hefur hún löngum haft í ýmsu að snúast við sjálf bústörfin. Eiginlega er tvöfalt afmæli í Dal, með því húsmóðirin á sitt þann 17., þótt eigi séu þau jafn- aldra. Beztu kveðjur til ykkar, með þökk fyrir góð kynni. Sr. Baldur Vilhelmsson, prófastur Vatnsfírði Kasparov: Þetta er náttúrlega brjálæði, en samt... vera þar til þess eins að segj a j á og amen við öllu sem að honum væri rétt. Það vatt upp á sig Afskiptasemi hans byrjaði með óánægju með margt í hinum sovéska skákheimi, óánægju sem hann dró enga dul á, heldur viðr- aði óspart m.a. í viðtölum við fréttamenn af Vesturlöndum. Slikt þótti síst við hæfi þá, og uppskar Kasparov mikinn fjand- skap þeirra sem réðu ríkjum í íþróttanefnd ríkisins (sem er einskonar íþróttaráðuneyti). Oddvitar nefndarinnar drógu enga dul á að þeir gerðu allt til að tryggja það að Karpov væri áfram heimsmeistari og voru þarmeð reiðubúnir til að leggja hnullunga í götu Kasparovs. Sumir hafa legið Garri Kaspar- ov á hálsi fyrir það, að á þessum árum leitaði hann stuðnings eins helsta valdamanns Kommúnist- aflokksins, Alíjevs, flokksfor- manns í Azerbædsjan. En Alíjev er einn þeirra sem hafði margt misjafnt á samviskunni eins og í ljós kom síðar í birtu málfrelsis- ins. Kasparov segir á þá leið um þennan tíma, að honum hefði aldrei tekist að komast alla leið að heimsmeistaratitlinum ef hann hefði ekki átt sína áhrifa- miklu verndara. En það sem mestu skipti: Ég, segir Kasparov, notaði aldrei þessa aðstoð áhrifa- manna til að skaða aðra. Hvað vill hinn nýi flokkur? Eftir að breytingaskeiðið, kennt við Gorbatsjov, hófst, hef- ur Kasparov látið til sín taka í hópi þeirra sem hafa viljað gera einna róttækastan uppskurð á kerfinu. Um leið er það ljóst að hann rekst ekki vel í flokki. Þegar á stofnþingi „Lýðræðisflokks Rússlands“ lenti hann upp á kant við aðalforingja hans, Nikolaj Travkín, sem vildi sem óskertast foringjavald yfir hreyfingunni. Travkín hafði sitt fram, en þó tel- ur Kasparov sig hafa óbundnar hendur og hefur stofnað innan LR sína órólega deild „frjálsra demókrata“. Hvað vill hinn nýi flokkur Kasparovs? Það verður ekki svo glöggt séð af almennum yfirlýs- ingum um pólitískt og efnahags- legt frelsi, um skýran valkost sem leyfir ekki að „okkar flokki sé ruglað saman við hina“. Undir eitthvað slíkt taka svotil allar pól- itískar hreyfingar í Sovétríkjun- um um þessar mundir. Eitt er víst: flokkur Kasparovs leggur áherslu á að hann sé andkomm- únískur. Kasparov útskýrir þetta á þá leið, að hann hafni bolsé- vismanum, þeirri hugmynda- fræði sem vill leggja í rústir til að byggja á ný, hugmyndafræði sem þolir ekki önnur sjónarmið. Garri Kasparov er, sem fyrr segir, varaformaður hins nýja flokks. Auk þess er hann formað- ur hlutafélags, sem stofnað hefur verið til að reka flokkinn. Þetta hlutafélag gefur út blaðið „Lýðræðis-Rússland" og ætlar að stunda m.a. útgáfustarfsemi. Kasparov, sem hefur rekið fjár- mál sín af kunnáttu og talsverðri hörku, leggur sjálfur fram drjúg- an hluta hlutafjár. Og svo á hann að tefla við Karpov nú í október... Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu Soffíu Sigurhelgu Sigurhjörtur Pálmason Anna Pálmadóttir Haukur Pálmason Hreinn Pálmason Friðrik Pálmason Sigríður Pálmadóttir og barnabörn Sigurhjartardóttur Unnur Vilhjálmsdóttir Guðmundur Guðmundsson Aðaiheiður Jóhannesdóttir Karóla Sander Kristján Sæmundsson Maðurinn minn og faðir okkar Stefán Jónsson rithöfundur og fyrrverandi fréttamaður lést á heimili sínu, Dunhaga 21, aðfaranótt 17. sept. Fyrir hönd aðstandenda Kristíana Sigurðardóttir og börn hins látna Þriðjudagur 18. september 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.