Þjóðviljinn - 18.09.1990, Side 11

Þjóðviljinn - 18.09.1990, Side 11
Magnús H. Gíslason skrifar í DAG - Mikil hörmung er að heyra þetta með Pressuna. Fyrr má nú rota en dauðrota, að reka báða ritstjórana og segja upp öllum blaðamönnunum. Það er ekki auðvelt að átta sig á hvað þetta blessað fólk hefur til saka unnið en það hlýtur að vera töluvert að dómi þeirra manna, sem þarna ráða raunverulega húsum. Þarna stendur staðhæfing gegn stað- hæfingu. Við hittumst á Skothús- veginum. Vorum báðir að bíða þar eftir strætisvagni. Við höfðum nokkrum sinnum hist þarna í sömu erindum og vorum orðnir málkunnugir. Ég vissi að hann var staðfastur lesandi Press- unnar. - Jónína segir að þarna sé póli- tík í spilinu. Blaðið hafi ekki fengist til að styðja Nýjan vett- vang í borgarstjórnarbaráttunni og ekkert gert upp á milli stjórn- málaflokkanna, þegar það fjall- aði um pólitík. Þetta hafi mælst illa fyrir hjá Alþýðuflokknum og til þess sé að rekja ræturnar að brottrekstrinum. Stefán Frið- finnsson, formaður útgáfu- stjórnar Alþýðublaðsins og Pressunnar, neitar þessu alfarið. Aldrei hafi verið til þess ætlast að blaðið yrði pólitískt, segir hann. Hver hefur þarna rétt fyrir sér og hver rangt? Eftir standa uppsagn- irnar samt sem áður og til þeirra hljóta að liggja einhverjar ástæð- ur. Mér finnst við, lesendur Pressunnar, eigum heimtingu á að vita hverjar þær eru. Og nú hafa verið ráðnir nýir ritstjórar. Hvorugan þekki ég persónulega, Kristján er sagður flokksbundinn alþýðuflokks- maður og það orðar væntanlegur meðritstjóri hans á þann kurt- eislega hátt, að hann „hafi eitthvað verið að pissa utan í krata“. Hinn ritstjórann þekki ég aðeins af skrifum hans í blöð og þau eru nú sannast að segja svona og svona. Sjálfur er hann náttúr- lega hátt hafinn yfir alla pólitík og botnar bara hreint ekkert í hvaða erindi menn eiga í svo fáfengi- . legan félagsskap sem stjórnmála- flokka. Af sumum skrifum hans að dæma virðist það nú raunar vera ýmislegt fleira, sem hann botnar ekkert í. Ekki sé hægt að móðga sig á „subbulegri hátt“ en að orða sig við Alþýðuflokkinn. Og Jónínu, fyrrverandi ritstjóra, sé alveg afsakanlegt að segja bara að „éta skít“. Já, „vel er nú sung- ið, sonur“ og verður ekki annað séð en Stefáni Friðfinnssyni og félögum hafi tekist að draga að borði Pressunnar mann, sem ekki lætur prúðmennskuna verða sér til trafala. „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja“, er haft eftir Gröndal, þegar einhverjir voru að tala um að þeim gengi illa að skilja sum ljóðin hans. Ég verð nú að játa, að mér hefur stundum reynst erf- itt, jafnvel ofviða, að fá einhverja vitræna meiningu út úr sumum skrifum þessa væntanlega Pressu- ritstjóra. En hann getur þá bara tekið sér í munn orð Gröndals karlsins. Og hvað skyldum við svo geta átt von á að sjá í Press- unni þegar líður á haustið og þar hefur verið leiddur til hásætis maður, sem er svo vel að sér í blaðamennsku, að þar verður raunar engu við bætt? Jú, kann- ski verður okkur bent á, að „samansúrruð minnimáttar- kennd og mikilmennskubrjálæði séu eitt af megin einkennum okk- ar íslendinga"? Má varla seinna vera að á þetta sé minnt af manni sem mark er á takandi. Það verð- ur kannski minnt á að „Evrópu- bandalagið sé með vonda land- búnaðarstefnu" og því þyki ís- lenskum bændum sjálfsagt „að hafa hana líka“. Menn verða máski varaðir við því að hafa yfir- leitt nokkurn tilgang því, „eftir að prestar fóru að spyrja sjálfa sig að því hvaða tilgang þeir og kirkj- an hefðu í þjóðfélaginu, hefur þeim tekist að gera Guð leiðin- legan, en að óreyndu hefði ég ekki trúað að það væri hægt“. Þess verður sennilega getið, að list og peningar fari illa saman. „Við rekum þjóðleikhús af blindum metnaði. Afraksturinn er einhver furðulegasti rekstur, sem um getur...“. Grúi á leikara á launum árum saman „án telj- andi vinnuframlags". Ef einhver hallmæli þessu bruðli með almannafé þá sé það „nánast skógarsök" (sic). Heilbrigðismál- unum verður heldur ekki gleymt því „vanalega markast almenn umræða um heilbrigðismál af til- finningum eins og sá punktur sé ekki til að fólk segi hingað og ekki lengra. Við tímum ekki að bjarga þessu mannslífi ef það á að kosta svona mikið.“ (...„ykkar að skilja“). Og í öllum bænum, gleymum ekki að líta „jákvætt" á gjaldþrot atvinnufyrirtækja í „krummaskuðunum" út um land því „það mun tryggja betri af- komu fólks annarsstaðar á landinu“ og um leið knýja það fólk, sem þarna á allt sitt og þarna vill vera til þess að drattast burtu, sem því er auðvitað sjálfu fyrir bestu. - Og svo er það auðvitað þetta andvarp: „Það veldur hins vegar mörgum íslendingum mikilli óhamingju að lesa fslensk blöð eða horfa á íslenskt sjón- varp“ þegar þeir bera það saman við „massamediuna". En nú þurfum við ekki að líða fyrir þessi hörmulegu blöð okkar öllu lengur. Hamingjan er á næsta leiti í endurfæddri Pressu. Gott er þegar slík tíðindi gerast með þjóð vorri. Sessunautur minn snaraðist út úr vagninum og hvarf í mann- mergðina á Hlemmi. -mhg LESENDABREF Breytingar á félagskerfinu Sú skoðun er býsna almenn ineðal landbúnaðarmanna að þörf sé orðin ýmissa breytinga á félagskerfi landbúnaðarins. Er megin tilgangurinn með breyting- unni sá, að einfalda félagskerfið og gcra það um leið skilvirkara. Aðalfundur Stéttarsambands bænda ræddi þetta mál og bcnti á eftirgreind atriði: 1. Félagskerfi landbúnaðarins sé einfaldað með einni yfirstjórn yfir deildaskiptri starfsemi, svo sem kjaramálum, framleiðslu, leiðbeiningaþjónustu, fræðslu og rannsóknum. 2. Stefnt sé að endurskoðun á samþykktum Stéttarsambands bænda að loknu starfi þeirrar nefndar, sem nú vinnur að endur- skoðun á félagskerfi land- búnaðarins. 3. Mælt er með því að komið Tvær fyrirspumir .1) Af hverju fáum við Reykvíkingar einir landsmanna mjólk í umbúðum sem fara illa í hendi, gusast upp úr ef tekið er of fast um og er erfitt að opna og loka? Ekki þarf að fara lengra en austur í Hveragerði til að fá ágæt- ar umbúðir, eins lítra, ferhyrn- dar, auðvelt að opna þær og loka aftur. Og það sem meira er, þær eru merktar Mjólkursamsölunni. Erum við Reykvíkingar óæðri en allir aðrir landsmenn í augum MS? 2) Heyrst hefur að RÚV hygg- ist breyta dagskrá rásar 1 mikið með haustinu. Um heiminn fara miklir straumar aukins lýðræðis og væri það ekki leið til aukins lýðræðis hérlendis að við hlust- endur rásar 1 værum spurðir hverju við vildum breyta, hvað við vildum fá í staðinn? Það er varla við hæfi nú til dags að láta einn stjóra eða svo ráða hvað við hlustum á. Svavar gæti ef til vill látið álit sitt í ljós. Með fyrirfram þakklæti, Björn Jónsson. verði á beinni kosningu fulltrúa til Stéttarsambandsfundar. 4. Athugað verði með hvaða hætti megi fækka fulltrúum á Stéttarsambandsfundi. 5. Athugað verði hvernig sam- ræma megi kjörgengi, gjaldtöku, réttindi og sícyldur félagseininga Stéttarsambandsins. 6. Athugað verði með hvaða hætti sé hægt að auka þátttöku kvenna í félagsstörfum Stéttar- sambandsins. - í því sambandi bendir fundurinn á: a) Erindrekstur, þar sem kall- að sé sérstaklega eftir umfjöllun kvenna um málefni landbún- aðarins. b) Félagsgjöld búnaðarsam- banda og búnaðarfélaga séu sam- ræmd og lækkuð, eða miðað við atkvæðisrétt tveggja frá hverju lögbýli. c) Leitað sé eftir samstarfi við kvenfélög í sveitum. -mhg Vindgapar í vanda Mönnum hefur orðið tíðrætt um mótmæli BHMR fyrir utan stjórn- arráð íslands, þegar háskólamenn töldu sig vera að reisa níðstsöng gegn ríkisstjórninni, en fróðari menn bentu svo á að hér væri um vindgapa að ræða. Blaðinu bárust eftirfarandi vísur frá lesanda. Vindgapar í vanda brátt verða sér til skammar, þýðast ekki þjóðarsátt, þorskhaus hver og gjammar. Hausinn prýddi prýðisvel postulanna varnir. Hugsun mótar hugarþel höfðingjanna kvarnir. Þjóðviuinn FYRIR50 ÁRUM Churchill telur enn líklegt að Þjóðveijar reyni innrás í Bret- land í haust. Tvö þúsund óbreyttir borgarar í Bretlandi fórust en átta þúsund særðust af völdum loftárása Þjóðverja fýrri helming septembermán- aðar. Verkamönnum í Breta- vinnunni utanbæjar neitað um borgun nema fyrir aðra ferð- ina. Það verður tafariaust að kalla saman Dagsbrúnarfund og hindra þessa árás. 18. september þriðjudagur 261. dagur ársins. Sólampprás í Reykjavík klukk- an 06.58 og sólariag klukkan 19.44. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búöa vikuna 14. til 20. september er í Lyfjabúöinni Iðunni og Garðs Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frfdögum). Siöamefnda apó- tekið er opið ákvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliða hinu fýrmefnda. LOGGAN Reykjavík.................« 1 11 66 Kópavogur.................« 4 12 00 Seitjamames...............« 1 84 55 Hafnarfjörður.............« 5 11 66 Garðabær..................« 5 11 66 Akureyri..................w 2 32 22 Slökkvflið og sjúkrabílar Reykjavík..................« 1 11 00 Kópavogur..................* 1 11 00 Seltjamames................« 1 11 00 Hafnarflörður..............« 5 11 00 Garöabær....................« 511 00 Akureyri............................« 22222 UEKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn.Vitjanabeiönir, sfmaráðlegg- ingar og timapantanir i « 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyljaþjónustu em gefnar i sfmsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Siysadefld Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn, « 696600. Hafnarfjörðun Dagvakt, Heilsugæslan, « 53722. Næturvakt lækna,« 51100. Garöabæn Heilsugæslan GanöaflöL rr 656066, upplýsingar um vaktlæk "51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni, " 22311, hjá Akureyrar Apóteki," 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá kl 17 til 8 985-23221 (farsími). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar í " 14000. Vestmannaeyjan Neyðarvakt lækna, «11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar Landspitalinn: Alla daga Id. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga k). 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspltalans: Alla daga kl. 15 til 16, feöratími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarheimili Reykjavíkur v/Eiriksgötu: Almennurtími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatfmi kl. 29-21 alla daga. Öldrunariækningadeild Land- spítalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar ki. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stöðin við Barónsstig: Alla daga k). 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotssprtali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annama en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. St Jósefs- spítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamangötu 35,« 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráögjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum Id. 21 til 23. Símsvari á öðmm tímum. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf f sálfræðilegum efnum,« 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt I sima 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17,« 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra i Skógartilíð 8 á fimmtudögum Id. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styöja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra i« 91-22400 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýsingar um eyðni:« 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræð- ing á miövikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf:« 91- 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráögjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opiö þriðjudaga Id. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22,« 91-21500, simsvari. Sjálfshjálpartiópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum:« 91-21500, símsvari. Vmnuhópur um sifjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Sb'gamót, miðstöð fýrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vestungötu 3, « 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ 17. september 1990 Sala Bandarikjadollar.............56,35000 Steriingspund................107,06800 Kanadadollar..................48,47900 Dönsk króna....................9,48650 Norsk króna....................9,34340 Sænsk króna....................9,84970 Finnskt mark...................15,36050 Franskur franki................10,80540 Belgiskurfranki................ 1,76070 Svissneskur franki.............43,84700 Hollenskt gyllini.............32,11470 Vesturþýskt mark...............36,19720 Itölsk líra.....................0,04844 Austurriskur sch...............5,14490 Portúgalskur escudo........... 0,40800 Spánskur peseti................0,57470 Japanskt jen...................0,41202 Irsktpund......................97,12800 KROSSGÁTA Lárétt: 1 sléttu 4 öflug- ur 6 þjálfa 7 öruggur 9 ær12hög 14 skjót 15 ílát 16 spil 19 fóðri 20 hræddist21 viðburður Lóðrétt: 2 gjafmildi 3 loka4jafningi 5kjaftur 7drauginn8lóga10 efni 11 togir 13 horfi 17 greind 18 eyði Lausnásíðustu krossgátu Lárétt: 1 kvos 4 rupl 6 óri 7 stef 9 fólk 12 ilmur 14 rán 15 efi 16 nötri 19 Ieif20áðan21 glæða Lóðrétt: 2 vot 3 sófl 4 rifu 5 pál 7 skrölt 8 einn- ig10óreiða11 kvinna 13 mót 17 öfl 18 ráð Þriðjudagur 18. september 1990 ÞJÓÐVILJINN — Sfe)A 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.