Þjóðviljinn - 18.09.1990, Síða 12

Þjóðviljinn - 18.09.1990, Síða 12
■ SPURNINGIN Tekurðu slátur? Halldóra Sæmundsdóttir útivinnandi Nei, það geri ég ekki. En ég hef oft gert það, og ætla að kaupa mér það að þessu sinni þvi mér þykir það gott. Lee Reynir hreingemingamnaður Nei, ekki geri ég það nú. Eg hef að vísu keypt það fyrir móður mína, og ég hef mikið yndi og ánægju af því að borða slátur. Helga Steinþórsdóttir verslunarstjóri Nei, það geri ég ekki því að mér finnst það vont. Berglind Hansen nemi Tek ég slátur? Nei, en mér þykir það gott. Hanna Einarsdóttir nemi Eg hef oft hjálpað ömmu minni að gera slátur. Eg sauma saman keppi og fleira. Hagsýnir húsfeður og -mæður, sem hafa tíma aflögu, taka slátur á haustin. Á myndinni ber Bára Sigurðardóttir, starfemaður Þjóðviljaris, sig fagmannlega við að hræra blóðið. Sláturtíð Færri dilkar - fleiri slátur Talið að hátt í sex hundrað þúsund lömbum verði slátrað nú, sem er litlu færra en síðast- liðið haust. Búist við nær helmings aukningu í sláturtöku frá því í fyrra þessu hausti yrði kjötmagnið ámóta og í fyrra vegna þess að féð virtist vænna nú en það var þá. Enn væri þó of snemmt að segja nákvæmlega til um fjölda dilka og meðalfallþunga þeirra þar sem sláturtíðin væri rétt að heíjast. Búist væri við því að um sex hundruð þúsund dilkum yrði slátrað, og fækkunin yrði tæplega þrír af hundraði frá því á síðasta ári. A landinu eru nú ríflega tut- tugu sláturleyfishafar, og tæplega þrjátíu sláturhús. Blóðmör erbúbót Nú er komin sú tíð er séðar húsmæðm standa í ströngu við að Mú er sláturtíðin að hefjast og kaldir karlar farnir að brýna hnífana í sláturhúsum úti um land. Áætlað er að nær sex hundruð þúsund dilkum verði slátrað á þessu hausti, en það er tæplega 3% fækkun frá því í fyrra. Hins vegar ætla menn að húsmæður og -karlar landsins verði duglegri en í fyrra við að taka slátur. Vænir gimblar Gísli Karlsson hjá Fram- leiðsluráði Stéttarsambands bænda sagði í viðtali við Þjóðvilj- ann að þrátt fyrir fækkun dilka sem áætlað er að slátrað verði á L'ORÉAL Innmatur er hollur, þótt ekki þyki öllum krökkum hann góður. Nú fara slátur- húsin að fyllast af dugnaðarforkum úr sveitum og bæjum landsins, þvf að tími er til kominn að leiða fjallalömbin til slátmnar. hræra í slátur blóðugar upp fyrir olnboga, og karlinn og krakkamir sitja við eldhúsbekkinn og troða í vambir og sauma fyrir. Gott er að eiga keppi í matinn þegar kólna fer. Jón Magnússon sölustjóri hjá Afúrðasölu Sambandsins upplýsti Þjóðviljann um það að fimm slát- ur i kassa út úr búð myndu nú kosta 2745 krónur. Mun það vera hækkun um fimm af hundraði frá því í fyrra. Á síðasta ári seldust 24 þúsund slátur, en að sögn Jóns var þá aldrei til nóg og því voru gerð- ar ráðstafanir nú til að geta annað eftirspum. Áætlað er að 35- 40 þúsund slátur seljist á þessu ári, sem er er mikil aukning frá því í fyrra. Jón sagði að salan yrði ef- laust góð því að mikill spamaður væri að því fyrir fjölskyldur að taka slátur. BE Sláturtíðin er að heflast og áætla landbúnaðarfróðir menn að tæplega sex hundruð þús- und dilkum verði slátrað á þessu hausti. ■5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.