Þjóðviljinn - 22.09.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.09.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Dagvistarvandinn Tillögu um lausnir vísað frá Starfsfólk vantar í 44 stöðugildi á dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar. Minnihlutinn í borgar- stjórn: Leitað verði leiða til lausnar á vandanum. Meirihlutinn: Tillagan óþörf Verðlagsmál Jakinn bakaður Bakkelsi verðlagt í anda þjóðarsáttar segja bakarameistarar. Ekki vegsauki fyrir for- mann Dagsbrúnar að fara með fleipur Landssamband bakarameistara átelur harðlega þau ummæli Guðmundar J. Guðmundssonar og Leifs Guðjónssonar hjá Dags- brún í útvarpsviðtali fyrir skömmu að bakkelsi bakaría hefði hækkað óhóflega og því væri full ástæða til að fara fram á verðstöðvun á framleiðsluvöru bakaría. Benda bakarameistarar á að könnun sem gerð var á meðal flestra bakaría í landinu sýni svo vart verði um villst að staðhæfing- ar þeirra Guðmundar J. og Leifs eigi ekki við rök að styðjast. Verð- hækkanir bakaría samræmist fylli- lega þeim verðlagsmarkmiðum sem sett voru í sk. þjóðarsáttar- samningum í febrúar sl. Frá því að samningar voru gerðir hafa 11 bakarí af þeim 45 sem könnunin náði til hækkað verð á framleiðslu sinni. I flestum til- fella hafa verðhækkanir ekki verið umfram fimm af hundraði og a.m.k. eitt bakarí hefur lækkað verulega verð frá því að samningar voru undirritaðir. Þá benda bakarameistarar á að þau bakarí sem hækkað hafa verð á vöru sinni hafi haft fullt samráð við verðlagsyfirvöld áður en hækkanimar tóku gildi. „Það er lágmarkskrafa að þeir sem láta fara frá sér slíkar fullyrð- ingar færi rök fyrir þeim. Forsvars- menn verkalýðshreyfingarinnar gerðu það ekki í þessu tilviki og er það síst til að auka hróður þeirra,“ segir í tilkynningu ffá Landssam- bandi bakarameistara vegna þessa máls. -rk ASÍ Ein hækkun í október Launanefnd Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasam- banda (VSÍATVIS) kom saman í fyrradag til að ræða viðbrögð við því að vísitaian fór 0,27 prósent fram yfir rautt strik um mánað- mótin síðustu. Nefndin komst að þeirri niður: stöðu að hver félagsmaður í ASI fái eina 550 króna greiðslu 1. októ- ber, en ekki 0,27 prósent hækkun einsog launanefndir annarra verka- lýðsfélaga hafa ákveðið. Félagar í fullu starfi fá 550 kr., aðrir hlutfallslega. Launin hækka síðan um 0,27 prósent hinn 1. des- ember. Opinberir starfsmenn fá hins- vegar prósentuhækkun strax sem þýðir að séu launin t.d. 60.000 kr á mánuði fást 162 kr. aukalega í um- slagið um næstu mánaðamót. Því hærri laun.þeim mun fleiri krónur. Félagar ASÍ fá 550 kr. óháð því hver laun þeirra eru. -gpm Vísitala Hækkar lítillega Lánskjaravísitalan hækkaði um 0,7 prósent síðasta mánuð. Vísi- talan 2934 gildir fyrir október. Umreiknuð til eins árs jafhgild- ir þetta 11,1 prósent hækkun, en 4,1 prósent sé umreiknað til þriggja mánaða. -gpm Enn vantar starfsfólk í 44 stöðugildi á dagvistarheim- ilum Reykjavíkurborgar. Þá er ástandið þannig á níu dagvist- arheimilum í borginni að þar starfar aðeins ein manneskja með uppeldisfræðimenntun. Fjöldi barna á þessum heimil- um er á bilinu 39 til 114. Minnihlutinn lagði til í borg- Bæjarstjórn ísafjarðar verð- ur að taka aftur fyrir beiðni Haraldar L. Haraldssonar bæj- arstjóra um lausn frá starfi bæjarfulltrúa. Félagsmála- ráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt að málum staðið þeg- ar Haraidi var veitt lausn frá starfi bæjarfulltrúa. Haraldur L. Haraldsson er sem kunnugt er oddviti I-listans á Isafirði, lista óánægðra Sjálfstæð- ismanna. í-listi og D- listi náðu samkomulagi um myndun meiri- hluta eftir kosningamar í vor og hluti af samningi þessara aðila fólst í að Haraldur yrði áffam C yrirtækin Týli hf., Fókus og r Hárgreiðslustofan Cleo hafa verið kærð til rannsóknar- lögreglunnar af hálfu Verðlags- stofnunar. Ástæðan er sú að þau hafa ekki orðið við tilmæl- um um bætta verðmerkingu. Það var í ágúst sl. að farið var í u.þ.b. 500 fyrirtæki á höfúð- borgarsvæðinu og 100 á lands- byggðinni til að kanna verðmerk- ingar. Hjá 65 íyrirtækjum á höf- uðborgarsvæðinu var verðmerk- ingum ábótavant og hjá 21 fyrir- tæki á landsbyggðinni. Þessum fyrirtækjum var veittur tveggja daga ffestur til að bæta verðmerk- ingar sínar og að þeim tima lokn- arstjóm á fimmtudagskvöldið að leitað yrði leiða til lausnar á starfsmannaeklunni, en borgar- fúlltrúar Sjálfstæðisflokksins vís- uðu tillögunni frá. I bréfi fagdeildar Dagvistar bama ffá í ágúst er þess farið á leit við stjóm Dagvistar bama að hún taki starfsmannamálin til umfjöll- unar og leiti leiða til úrbóta. bæjarstjóri. Þegar gengið ffá ffá bæjar- stjóraráðningunni sótti Haraldur um lausn frá störfum bæjarfull- trúa þann tíma sem hann gegnir starfi bæjarstjóra. Bæjarfúlltrúar minnihlutans á Isafirði vom ósáttir við þessa af- greiðslu og leituðu eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins. Félags- málaráðuneytið hefúr nú úrskurð- að að fyrri lausnarbeiðni Haraldar geti ekki talist gild, enda samrým- ist hún ekki sveitarstjómarlögum. Haraldur verður því að leggja ffam aðra beiðni og tilgreina hvort farið sé ffam á endanlega eða tímabundna lausn ffá starfi um var athugað hvort þau höfðu orðið við því. Eftir þá athugun vom enn 33 fyrirtæki með ófúllnægjandi verðmerkingar, þar af tvö utan höfúðborgarsvæðisins. Þeim var þá sent bréf þar sem enn var veitt- ur tveggja daga frestur til úrbóta. Ef ekkert hafði verið gert í málinu var þeim tilkynnt að mál þeirra yrðu send til rannsóknarlögregl- unnar. Af þessum 33 fyrirtækjum höfðu fyrrgreind 3 fyrirtæki ekki orðið við tilmælum Verðlags- stofnunar um bætta verðmerk- ingu og þau þvi kærð til rann- sóknarlögreglu. ns. í bréfinu er bent á að fóstmr í Reykjavík hafa dregist mjög aftur úr fóstmm í nágrannasveitarfé- lögum hvað laun snertir. Það sama á við um ófaglært starfsfólk dagvistarheimila. Fóstra sem byijar á heimili í Reykjavík fær 55,550 krónur i mánaðarlaun. Fóstra sem byrjar á heimili í ná- grannasveitarfélögum fær rúm- bæjarfulltrúa. Sé um tímabundna lausn að ræða þarf Haraldur að tilgreina hve lengi. -gg lega 60 þúsund krónur. í bréfinu frá fagdeild kemur einnig ffam að starfsfólk í nágrannasveitarfélög- um fær greidda unna eða óunna yfirvinnu. Þessi munur í launum hefúr leitt til þess að nýútskrifað- ar fóstrur fara mun ffekar til starfa hjá nágrannasveitarfélögum en í Reykjavík. Að áliti fagdeildar stendur fóstmskorturinn mest í vegi fyrir „þróttmiklu og árangursríku upp- eldisstarfi á dagvistarheimilum Dagvistar bama“. Hugmynd minnihlutans var að reyna að leysa starfsmanna- skortinn í sameiginlegu átaki stjómar Dagvistar bama, foreldra og starfsfólks. I ffávísunartillögu borgarfúll- trúa Sjálfstæðisflokksins segir að stjóm Dagvistar bama vini jöfn- um höndum að góðu starfi dag- vistarheimila borgarinnar. Þar segir einnig að starfsmannaeklan sem verið hefur að undanfömu sé nú um það bil að leysast. í þvi ljósi telur meirihlutinn tillögu minnihlutans óþarfa. Á fundi í stjóm Dagvistar bama í vikubyijun kom hins veg- ar ffam að starfsfólk vantaði í 44 stöðugildi. Líflegar umræður spunnust um dagvistarmál á þessum fyrsta fúndi borgarstjómar eftir sumar- leyfi. í tilefni af ffávísun meiri- hlutans lögðu borgarfúlltrúar minnihlutans ffam bókun þar sem þeir harma „viljaleysi meirihlut- ans til þess að vinna að bættum kjömm starfsmanna svo betur megi tryggja stöðugleika í starf- semi þcirra“. Minnihlutinn telur eðlilegt að gripa til aðgerða nú þegar, þrátt fyrir þjóðarsáttina. En jafhffamt telur minnihlutinn nauðsynlegt að leggja línur fyrir samninga sem gerðir verða að lokinni yfirstand- andi þjóðarsátt. Í þessu sambandi benti Davíð Oddsson borgarstjóri á stöðu kjaramála í landinu og minntist bráðabirgðalaganna sem ríkis- stjómin setti vegna áformaðrar hækkunar til félaga í BHMR. -gg Laugardagur 22. september 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 HELGARRUNTURINN SJÓNÞING Bjama H. Þórarinssonar verður sett í Gallerí 1 1 við Skóla- vörðustíg 4a í Reykjavík kl. 16 í dag. Þar kynnir og sýnir hinn fjölhæfi listamaður nýjustu uppfinningar sínar á sviði sjónháttarffæða, en þær era vísíólist og vísihandrit. Vísíólist er alíslenskt fyrirbrigði, þróuð úr ís- lenskum jarðvegi, fyrst sinnar tegundar á íslandi, er hafl eftir Bjama. Sjónþingið stendur öllum opið til ffóðleiks, visku, vísyndis og viðskipta. HARMONÍKULEIKARINN landsþekkti Karl Jónatansson heldur tónleika í Dillonshúsi í Árbæjarsaíhi á sunnudaginn milli kl. 15 og 16 síðdegis. Uti á landi era tónleikar í boði með Caput-hópnum á Ísafirði á sunnudag og kammerhljómsveitin Camerata leikur ljúfa tónlist fyrir Austfirðinga. Camerata treður upp í Egilsbúð í Neskaupstað í kvöld kl. 20.30 og í Valaskjálf á Egilsstöðum á morgun kl. 14. Að loknum verkum eftír Mozart og fleiri leikur sveitin verk eftir austfirsk tónskáld. Vardo Rumessen einn fremsti listamaður Eistlands heldur píanótónleika í Nor- ræna húsinu á morgun kl. 17. Mun hann leika verk eftir tónskáld frá Eystrasaltslöndunum. í sama húsi standa nú yfir tvær sýningar. Önnur er grafiksýning landa Vardos, Kaljo Pollu, sem nefnist Bam vatns og vinda. Hin er i kjallara hússins, þar sýnir ung litaglöð finnsk listakona að nafni Mari Rantanen. Báðum þessum sýningum lýkur nú um helgina. LOKSINS LEIKHÚSHELGI. Flestum þykir nóg um hversu snemma á ferðinni vetur konungur er að þessu sinni, en kuldahrollinn er nú hægt að hrista úr sér með hlátri. Borgarleikhúsið býður upp á hinn sígilda gleði- farsa FIó á skinni í kvöld og annað kvöld. Og Þjóðleikhúsið hefúr sitt leikár með glænýjum grín-, söng- og dansleik sem kallast Örfá sæti laus. Ekki er hins vegar víst hvort nokkur sæti séu Iaus á gamanleikinn þann í kvöld og annað kvöld. Virgil litla kannast kannski margir krakkar við. Leikfélag Kópavogs hefúr nú hafið aftur sýningar á bamaleikritinu um hann Virgil, og verður það sýnt tvisvar bæði í dag og á morgun kl. 14 og 16.30. BÍÓSALUR MÍR hefúr vetrarstarfið á morgun. Fyrsta sýning haustsins er syrpa af teiknimyndum úr ýmsum áttum. Sýningamar að Vatnstíg 10 era alltaf á sunnudögum og hefjast kl. 16. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Hollywood í Hafnarfjörð. I dag tekur Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri I Hafnarfiröi fýrstu skóflustunguna að ným' 103 íbúða byggð í svonefndu Fjárhúsholti, efst I Setbergslandi. Byggðin hefur hlotið nafnið Setbergshlíð og mun rísa á næstu þremur ámm. Það eru SH-Verktakar sem hafa annast allt skipulag byggðarinnar, ásamt hönnun húsa, gatna og sameiginlegra svæða. Þeir munu jafnframt annast allar framkvæmdir við byggingu hverfisins og ffá- gang þess. Mynd: Kristinn. ------------------------------------------------------------------ Isafjarðarmeirhlutinn Ekki rétt að málum staðið Félagsmálaráðuneytið: Bœjarstjórinn verður aftur að biðjast lausnar frá störfum bœjarfulltrúa Verðlagsstofnun Þrjú fyrirtæki kærð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.