Þjóðviljinn - 22.09.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.09.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Þvskaland Þing staðfesta sam- einingarsamning Samningurinn um samein- ingu Þýskalands var í gær samþykktur í Bundesrat, efri deild vesturþýska þingsins, þar sem sitja fulltrúar fylkjanna 11 er landinu er skipt í. Er þar með síðustu smáhindruninni rutt úr vegi formlegrar samein- ingar þýsku ríkjanna, er verður 3. okt. Síðusta hindrunin í vegi sam- einingarinnar, sem verulegu máli skipti, var raunar úr sögunni með samkomulagi þeirra Kohls sam- bandskanslara Vestur- Þýskalands og Gorbatsjovs Sovétríkjaforseta 16. júlí, er sovéska stjómin sam- þykkti fyrir sitt leyti að sameinað Þýskaland yrði í Nató. Austurþýska þingið sam- Verkamaður í Austur-Berltn á leið með rlkistákn Austur-Þýskalands á söguminjasafn, eftir að það hafði verið tekið af byggingunni þar sem eru skrifstofur ríkisstjómarinnar. Eftir tlu daga verður saga austurþýska ríkisins öll. þykkti sameiningarsamninginn í fýrradag og sama dag var hann samþykktur í neðri deild vestur- þýska þingsins. Voru þingmenn þar í hátíðaskapi og sungu þjóð- sönginn að samþykkt lokinni. Við umræður um sameining- una í Bundesrat vom menn ekki eins léttir í lund og sagði Walter Schauble innanríkisráðherra að fyrirsjáanlegt væri að ibúar þess svæðis, sem enn er austurþýska ríkið, myndu búa við allmiklu lakari lífskjör en íbúðar vestur- hlutans næstu árin. Ibúar þýsku ríkjanna beggja em samanlagt um 78 miljónir. Reuter/-dþ. Kína Háaldraður mar- skálkur látinn Xu Xiangqian marskáikur, fyrrum varnarmálaráð- herra Kína, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann hefur verið félagi í kínverska kommúnistaflokkn- um síðan 1927 og var með í Göngunni löngu, er meginher kommúnista iagði leið sína frá Kambódía Sáttaboð frá Sihanouk N sem að nafninu til er æðsti maður allra uppreisnarmanna i Kambódíu, lýsti því yfir í gær að hann væri reiðubúinn að samþykkja að Kambódíustjórn fengi sjö fulltrúa í æðsta þjóð- arráði svokölluðu gegn því að ^ RARIK RAFMAGNSVEITUR RfKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í reisingu á 113 staurastæöum í 66 kV há- spennulínu milli Valla við Hveragerði og Þor- lákshafnar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf- magnsveitnanna, Gagnheiði 400, 800 Selfoss, Dufþaksbraut 12, 860 Hvolsvöllur og Lauga- vegi 118, 105 Reykjavík frá og með fimmtudeginum 20. september 1990 og kostar kr. 700 hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins í Reykjavík fyrir kl. 14.00, miðvik- udaginn 17. október 1990, og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu: „RARIK- 90006 66 kV Þorlákshafnarlína. Staurareising". Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík Tiisjónarmenn Við viljum ráða fólk til tilsjónarstarfa með börn- um, ungmennum og fjölskyldum þeirra. Sveigjanlegur vinnutími. Umsóknarfrestur rennur út 1. október næst- komandi. Nánari upplýsingar veittar á Félagsmálastofn- un Kópavogs í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs stjórnin sætti sig við hann sem forseta ráðsins. Fyrsta fundi ráðsins, sem haldinn var í Bangkok, lauk í styttingi á mið- vikudag. Fundurinn komst í uppnám vegna þess að uppreisnarmenn kröfðust þess að fúlltrúar þeirra í ráðinu yrðu sjö alls, að Sihanouk meðtöldum, en fulltrúar stjómar- innar aðeins sex. Til ráðs þessa var stofnað í þeim tilgangi að það yrði samningavettvangur stjóm- arinnar og uppreisnarmanna, sem skiptast í þijá flokka er hafa með sér málamyndabandalag. Líkur eru á að stjómin sjái sér fært að taka þessu tilboði Sihano- uks, það eð hún mun hafa fallist á að hann yrði forseti ráðsins, en sætti sig hinsvegar ekki við að vera í minnihluta í því. Hinsvegar liggur ekki fyrir hveijar verða undirtektir uppreisnarmanna þeirra, sem ekki heyra undir Si- hanouk og em óháðir honum i raun. Hann mun ekki hafa haft samráð við þá áður en hann gerði Kambódíustjóm umrætt tilboð. Reuter/-dþ. Stríðshætta ekki mikil í bráð Byltingarráð Baathflokksins, ríkisflokks Iraks, endurtók í gær fyrri fullyrðingar þarlendra vald- hafa um að írak myndi ekki gefa eftir um þumlung í Persaflóadeil- unni og væri hvergi hrætt við stríð. OHi þessi yfirlýsing verð- falli á verðbréfum og hækkun ol- íuverðs á heimsmarkaði, en stjómarerindrekar og hermála- fulltrúar sendiráða í Bagdað telja hinsvegar litlar líkur á að til stríðs komi að svo stöddu. I áminnstri yfirlýsingu var skýrt tekið fram, að írak myndi ekki hefja stríð að íyrra bragði, og andstæðingar þess hafa enn ekki nógu mikinn landher í Saúdi-Ar- abíu til að geta gert sér sæmilegar vonir um að gersigra Iraka, sem nú hafa nálega 400.000 manna lið í Kúvæt og þar í grennd. Hun Sen, forsætisráðherra Kamb- ódlu - Sihanouk, sem óttast banda- menn slna Rauða kmera, er að llk- indum kappsmál að ná samkomu- lagi við stjóm hans. suðausturhluta landsins til fylk- isins Shensi norðvestan til. Xu var útnefndur marskálkur á sjötta áratugnum og var eftir það meðal þeirra áhrifamestu af hershöfðingjum Kínveija þar til hann lét af störfúm í stjómmála- ráði kommúnistaflokksins 1985 og í hermálanefnd flokksins 1987. Hann mun þó eftir það hafa haft nokkur áhrif bakvið tjöldin og kom við sögu er stúdentar kröfðust lýðræðis s.l. ár. 21. maí, daginn eftir að herlög vom sett í Peking með það fyrir augum að bæla niður kröfúaðgerðir stúdenta og fylgismanna þeirra, höfðu þeir Xu og Nie Rongzhen, annar aldr- aður marskálkur, samband við stúdenta og fúllyrtu að stjómin myndi ekki beita hemum gegn þeim. Málamiðlun í Gabon Fomstumenn stjómarandstæðinga í Mið-Afríkuríkinu Gabon sögð- ust í gær hafa samþykkt tilboð Omars Bongo forseta um að kosið yrði á ný f helmingi kjördæma. Stjómarandstæðingar sökuðu forsetann um kosningasvindl eftir kosningamar á sunnudaginn og kröfðust þess að kosið yrði aftur í öllum kjördæmum. í Libreville, höfúðborg landsins, er á kreiki orðrómur um að Bongo hafi mútað fomstumönnum stjómarand- stæðinga til samkomulags með bifreiðum og reiðu fé. írakar setjast að í Kúvæt Talsmenn Lýðræðisflokks Kúrdistans í Lundúnum héldu því ftam í gær að íraksstjóm hefði upp á síðkastið flutt til Kúvæts um 8000 manns frá Basra og nágrenni, látið fólkið setjast þar að og séð því fyrir fölsuð- um kúvætskum persónuskilrikjum. Undanfarið hafa öðm hvom borist fréttir um að íraksstjóm leitist við að greiða fyrir flótta Kúvæta úr landi, með það fyrir augum að þeir yrðu þar sem fæstir eflir. Er hermt að fyrir- ætlun stjómarinnar i Bagdað sé að ganga svo frá málum að allur þorri íbúa Kúvæts verði írakar og Palestínumenn þeim hlynntir. Hússein ennástúfana Búist er við að Hússein Jórdaníukonungur muni fara til Bagdað ein- hvem næstu daga ásamt utanríkisráðhemim Alsírs og Marokkó. Sagt er að þeir muni leggja til við Saddam Iraksforseta að hann rými Kúvæt gegn því að lið það er safnað hefur verið gegn honum i Saúdi-Arabíu verði kvatt þaðan. Síðan fari firam viðræður um ásakanir þær, sem Irakar komu fram með á hendur Kúvætum fyrir innrásina í land þeirra, og önn- ur deilumál í Austurlöndum nær. Er sumra ætlan að Saddam gæti „bjarg- að andlitinu“ með því að ganga að þessu. Syse segir varla af sér Líkumar á því að Jan P. Syse, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins þar, segi af sér eftir að hafa verið staðinn að brotum á lögum um hlutafélög, fara minnkandi heldur en hitt. Sjálfúr þvertekur hann fyrir að það komi til greina og af stjómmálaflokkunum hefúr aðeins einn, Sósíalíski vinstriflokkurinn, krafist afsagnar hans. Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn, sem eru í stjóm með Hægriflokknum, hafa verið fáorðir um málið. Fjórir strfðsaðilar Aðilar striðsins í Líberíu em nú orðnir fjórir, uppreisnarforingjamir Taylor og Johnson, leifar hers Does forseta og ECOMOG, liðsstyrkur sem Nígería, Ghana, Gínea, Gambía og Sierra Leone sendu til landsins. Herma fregnir að ekki sé alltaf ljóst hverjir séu með eða móti hverjum. Nígería og Ghana eru nú í þann veginn að senda meira lið til Líberíu og yfir ECOMOG hefúr verið settur nígerískur hershöfðingi, sem sagður er meira hörkutól en fyrirrennari hans, sem er Ghanamaður. Herman Co- hen, bandarískur ráðherra um Afríkumál, hefúr eftir þeim Taylor og Johnson að þeir séu allir af vilja gerðir til að semja frið. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.