Þjóðviljinn - 22.09.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.09.1990, Blaðsíða 7
MENNING Myndir KHstinn Þióðleikhúsið Allt annað en sorgar- leikur Nýr íslenskur gamansöng- og dansleikur var frumsýndur í Islensku óperunni í gœr. Spaug- stofumenn bera ábyrgð á honum Leikritið og persónur þess eru kunnuglegar. Þetta er sakamálaleikrit eins og við þekkjum þau best úr Gufunni á fimmtudagskvöldum i gamla daga. Þrumur og eldingar, gamall bötier, gráðug fjölskylda og lík á stássstofugólfínu. En þegar áhorfandinn heldur sig vita hvert stefni birtast ótrúleg- ustu fígúrur á sviðinu og sér- kennilegir atburðir gerast sem eru alveg örugglega ekki í handritinu! Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi nýjan íslenskan gam- anleik með söngvum og dönsum í húsnæði íslensku óperannar, sem margir kalla enn Gamla bíó. Orfá sæti laus kallast þessi dularfulli, spaugilegi, spennandi og lygilegi söngleikur. Abyrgð á skáldskap þessum ber Spaugstof- ukvintettinn: Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þor- láksson, Sigurður Siguijónsson Söngur og sánsaukavein banjóleikara, sem taka til við að skemmta áhorf- endum þegar gera verður örstutt hlé á fjölskyldudramatfkinni. Öm Ámason og Kari Ágúst Ulfsson taka á sig alls kyns gervi á meðan á leiknum stendur. Ástarstand og framhjáhald f hvunndagsþrillemum Örfá sæti laus. Sigurður Sigurjónsson og Anna Kristfn Amgrfmsdóttir f einni af mörgum rullum sfnum og Öm Ámason. Handrit og söngtextar eru í höndum Karls Ágústs Úlfssonar, leikstjóri er Egill Eðvarðsson og Ándrew Lloyd-Webber íslands, Gunnar Þórðarson, samdi tónlistina. Jón Þórisson teiknaði leikmynd og búninga, en Ásdís Magnúsdóttir hannaði dansa. Magnús Kjartans- son stjómar hljómsveitinni og Páll Ragnarsson sér um lýsingu. Margir fleiri koma við sögu því að þetta er fjölmenn sýning: Á ijalimar stiga fimmtán leikarar, fjórir dansarar, auk hljómsveitar, sem trónar yfir sviðinu, og tækni- fólks sem er á við og dreif um húsið. í fféttabréfi frá Þjóðleikhús- inu segir að gamanleikurinn sé hugljúfur hvunndagsþriller með dularfullu, ef ekki beinlínis dul- rænu ívafi, að hluta til byggður á sönnum heimildum, en að öðra leyti argasta lygi ffá rótum. Þekktar persónur úr stjómmálum og hvunndagslífi skjóta upp koll- inum, auk leikpersóna á borð við Skugga- Svein, Ketil Skræk og Ástu í Dal. Eins og áður sagði var tútal- leikhúsverk þetta ffumsýnt í gær, en þegar er uppselt orðið á liðlega helminginn af þeim tólf sýning- um sem nú era komnar í sölu, svo að segja má að það séu örfá sæti laus í orðsins fyllstu. BE »■ Óþarfi er að kynna þennan kauða, hann er orðinn þjóðareign. Eitthvað hefur honum leiðst sýningin, því hann tók í sætavísuna til að hafa ofan af fyrir sér. Sigurður Sigurjóns- son og Lilja Þórisdóttir leikarar. Laugardagur 22. september 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.