Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 25. september 1990 —179. tölublað 55. árgangur Verðhrun og sölutregða Rœkjuverð hefur lœkkað um 20% í erlendri mynt Umtalsverð birgðasöfnun hjá rœkjustöðvum. Á sama tíma hefur rœkjuveiði verið mun betri en ifyrra. Hráefnisverð á rækju lækkar um 5% A'" sama tíma og rækjuveiðar hafa verið með besta móti hefur verð á rækju lækkað um 20% í erlendri mynt og sala á Evrópumarkaði verið Iítil sem engin. Þetta hefur leitt til um- talsverðrar birgðasöfnunar hjá rækjustöðvum. Þá hefur yfimefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins samþykkt 5% lækkun á hráefnisverði á rækju með atkvæðum oddamanns og fuiltrúum seljenda, gegn at- kvæðum kaupenda. Guðmundur Sigurðsson hjá rækjuverksmiðjunni Meleyri á Hvammstanga segir að trúlega sé rækjuiðnaðurinn enn að súpa seyðið af verðhækkunum sem urðu í rækjunni fyrir nokkrum ár- Oliuverð Hækkar um tugi prósenta Olíufélögin biðja um fjörutiu prósenta hœkkun á gasolíu. Ögmundur Jónasson formaður BSRB: Nú ríður á að olíufyrir- tœkin skeri niður gróðann Olíufélögin hafa sótt um hækk- un á bensíni, svartolíu og gasolíu til Verðlagsstofnunar. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans er sótt um 12-13% hækkun á bens- íni, 16-17% á svartolíu og um 40% hækkun á gasolíu. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir að menn verði að huga að því að miklar hækkanir á þessu sviði muni hafa áhrif á allt verðlag i landinu og þar af leiðandi endur- skoðun kjarasamninga þegar að því kemur að launaliðir þeirra verða endurskoðaðir. „Þetta ættu menn að hafa rækilega í huga áður en þeir hleypa miklum hækkunum í gegn. Nú ríður á að olíufyrirtækin skeri niður gróðann," segir Ög- mundur. Aðspurður hvort þessar hækkanir gætu sprengt þjóðarsátt- ina sagði Ógmundur að vissulega gætu hækkanimar breytt öllum forsendum hennar. Beiðnin um hækkun er vegna ástandsins við Persaflóa, en olía hefur hækkað gífúrlega vegna þess. Heimsmarkaðsverð á olíu hefúr ekki verið hærra en nú er frá því í desember 1980. Tunnan af ol- íu kostar nú um 40 dollara. Beiðni olíufélaganna mun ekki hafa verið tekin fyrir á fúndi verð- lagsráðs enn, en farmar með dýru olíunni em þegar komnir til Iands- ins. ns. um. Hátt verð á kaldsjávarrækju úr Norður- Atlantshafinu varð þá til þess að hin svokallaða heit- sjávarrækja mddi sér til rúms á mörkuðunum, enda mun ódýrari. Akvörðun yfimefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins að lækka hráefnisverð á rækju um 5%, gildir ffá miðjum september til 15. janúar næstkomandi. Sam- kvæmt því lækkar verð á óskel- flettri rækju í fyrsta flokki, þar sem 230 stykki eða færri em í hverju kílói, úr 81 krónu í 77 krónur. Bjami Lúðvíksson annar fulltrúi kaupenda í yfimefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins segir að fyrir utan verðfall og sölutregðu, séu eftirstöðvar rækjudeildar úr gamla Verðjöfh- unarsjóðnum uppmnnar. En út- greiðsla úr honum nam um 8% af tekjum vinnslustöðva. Af þeim sökum hefðu kaupendur viljað fá fram enn meiri lækkun á hráefhis- verði en raun varð á. A sama tíma og verðfall hef- ur orðið á rækjuafurðum á Evr- ópumarkaði hefur rækjuveiði fyr- ir Norðurlandi verið óvenjugóð í sumar. Samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskifélags íslands var afl- inn orðinn um 11.175 tonn í lok ágústmánaðar á móti 7.230 tonn- um á sama tíma í fyrra. Sem dæmi var búið að landa 1.584 tonnum af rækju á Hvammstanga, en að- eins 813 tonnum í lok ágúst árið 1989. Þá hefjast veiðar á innfjarðar- rækju um miðjan næsta mánuð, en sú rækja er mun minni en út- hafsrækjan sem veidd hefúr verið í sumar. Samkvæmt bráðabirgða- ákvörðunum verður um aukningu að ræða í rækjukvóta bæði i Am- arfirði og ísafjarðardjúpi á vertíð komanda. -grh Landréttir í Áfangagili. Réttað var í Landréttum í Áfangagili sl. föstudag eftir erfiðar göngur. Á myndinni reka gangnamenn og aðstoðarmenn þeirra hluta af safninu í gerðið. Mynd G.T.K. Nvtt álver Ekkert álver, engin orka Alþýðusamband Austurlands: Orkan frá Fljótsdalsvirkjun aðeinsfyrir álver á AusturlandL Sigurður Ingvarsson: Stjórnvöld hafa enga atvinnumálastefnu. Samband sveitarfélaga: Keilisnes ekki hagkvæmast ing Alþýðusambands Aust- urlands, sem var haldið á miðvikudag, telur það grund- vallaratriði, að meginhluti orku Fijótsdalsvirkjunar komi til nýtingar á Austur- og Norður- landi. I ályktun þingsins er lýst yfir ánægju með áform um Fljótsdalsvirkjun og þær vænt- ingar settar fram að virkjunin verði undirstaða fjölbreyttara atvinnulífs á Austurlandi. „Komi ekki til þess að hag- kvæmt þyki að reisa álver við Reyðarfjörð, ber að tryggja orku til þess utan Austurlands," segir orðrétt í ályktuninni. Þá beri að leita annarra leiða til að nýta orku Fljótsdalsvirkjunar, sem falli bet- ur að staðháttum á Austurlandi. Tímabært sé að taka skipulag orkumála til endurskoðunar. Sigurður Ingvarsson formað- ur Alþýðusambands Austurlands sagði Þjóðviljanum, að röklegt samhengi væri á milli þess hvað- an orkan kemur og hvar álver rís í þessu tilviki, vegna þess að um stöðu landsbyggðarinnar væri að ræða. Stjómvöld ættu að móta stefnu í atvinnumálum en byðu ekki upp á neinn annan kost en láta menn beijast um álver. „Eg hélt í upphafi að menn væm að meta kosti varðandi stað- setninguna og væru í þessu mál- efnalega. Nú get ég ekki séð ann- að en búið sé að draga menn á asnaeyrunum allan þennan tíma til að breiða yfir það að stjómvöld hafa enga atvinnumálastefnu," sagði Sigurður. Atvinnuástand hefúr verið slæmt á Austurlandi og sagði Sig- urður síðasta vetur hafa verið sér- staklega slæman og ekkert benti til þess að næsti vetur verði betri. Það væri samdráttur í fiskistofn- unum sem væm undirstaða at- vinnulífsins á Austurlandi og Austfirðingar þyrftu að fá eitt- hvað í staðinn. Annars héldi fólksflóttinn af svæðinu áfram. Stjóm Sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi fund- aði einnig á mánudag. Stjómin harmar að ýmsir ráðherrar virðist hafa gleymt fyrirheitum i stjóm- arsáttmála ríkisstjómarinnar um eflingu atvinnulífs á landsbyggð- inni. Ekki sé hagkvæmast að stað- setja álver á Keilisnesi eins og ljóst og leynt hafi verið reynt að sannfæra þjóðina um. Sambandsstjómin varar stjómvöld eindregið við því að láta heildarhagsmuni þjóðarinnar víkja fyrir hagsmunum hinna fjár- sterku á suðvesturhomi landsins. Skorað er á Alþingi og ríkisstjóm að nota nú einstakt tækifæri til að snúa óheillavænlegri byggðaþró- un við, með því að ganga til raun- hæfra viðræðna við Atlantsál, með það markmið að álver rísi á landsbyggðinni. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.