Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 12
■ SPURNINGIN ■ Ætlar þú í leikhús í vetur? Einar Þór Karlsson skíðakennari: Að sjálfsögðu. Ég ætla að sjá Fló á skinni og ætli ég kíki ekki á sýn- ingu Herranætur MR líka. Andri Páll Sveinsson húsasmiðun Já, ég býst við því. Annars var ég i leikhúsinu á sunnudaginn og sá Örfá sæti laus, sem var mjög góð sýning. Hildur Rósa Jónsdóttir bara vinnur: Alveg örugglega en ég á eftir að kynna mér það sem verður á fjöl- unum. Amar Guðmundsson nemi: Já, ég ætla að minnsta kosti að sjá þrjár sýningar; Ég er meistarinn, Fló á skinni og Ég er hættur, far- inn. Eggert Þórarinsson nemi: Það getur vel verið. Sveifla á Langjökli Dixieland og íslenskir sjávarréttir í jökulauðninni Sá fágæti atburður átti sér stað um helgina að lifandi dixielandmúsík hljómaði um hvíta víðáttu Langjökuls. Það var Sveiflusextettinn sem blés af miklum þrótti fyrir rúmlega 100 sölumenn frá AMC verk- smiðjunum, en aðal framleiðsla þessarar samsteypu eru pottar og pönnur. Ferðaskrifstofan Atlantik sá um þessa sérstæðu ferð upp á jök- ulinn, þar sem sölumennimir, sem voru frá Grikklandi, Frakklandi, Spáni og Italíu fengu, að bragða íslenska sjávarrétti af ísköldu borði í réttu umhverfi. Rúsínan í pylsuendanum var svo sveiflan frá Sveiflusextettinum. Sveiflusextettinn skipa bæð- umir Guðjón og Bragi Einarssyn- ir á básúnu og klarinettu, Kristján Kjartansson trompet, Ami Elfar píanó, Guðmundur Steinsson trommur og Friðrik Theódórsson bassa. Að sögn Braga Einarssonar tókst ferðin í alla staði mjög vel, enda nutu ferðalangar aðstoðar þriggja hjálparsveita, úr Njarð- vík, Keflavík og frá Eyrarbakka, og veitti ekki af því sumir sölu- mannanna vom ekki klæddir fyrir jöklaferð á Islandi. Veður var misjafnt, fyrst sól en svo lögðust ský yfir jökulinn. Alls fóm 30 jeppar á jökulinn þennan laugardag og 15 snjósleð- ar. I gær fór svo annar hópur á vegum Atlantik á Langjökul til að hlýða á íslenska ■ sveiflu og smakka sjávarrétti. í þetta skipti vom það Þjóðveijar sem fengu þessar ísköldu móttökur í jökul- auðninni. -Sáf Iskaldur kokteill. Sjávarréttakokkamir. L'ORÉAL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.