Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Skipulag ABR Samráði við Birtingu hafnað Fimm manna nefnd skipuð til að kanna áhrif breytinga á lögum félagsins um skipulag 1988 Félagsfundur Aiþýðubanda- lagsins í Reykjavík skipaði í síðustu viku fimm manna nefnd til að kanna hvaða áhrif breyt- ingar á lögum ABR sem gerðar voru 1988 hafi haft á starfsem- ina og að gera tillögur um breytingar á skipulagi félagsins ef þurfa þykir. Einnig ber nefndinni að fylgjast með til- lögugerð starfsháttanefndar Ai- þýðubandalagsins. Skipbrot Tveimur bjargað Tveimur mönnum var bjargað á sunnudagskvöld eftir að bátur þeirra, Armann SH frá Ólafsvík sökk. Vatn hafði flætt inn I bát- inn og sökk hann fljótlega. Slysið varð rétt fyrir utan höfnina á Rifi. Skipstjóranum tókst að blása upp gúmmíbátinn og bjarga félaga sínum um borð. Þeim tókst að senda upp neyðarblys og það var trillan Jóa sem kom þeim til að- stoðar. Mönnunum varð ekki meint af volkinu. -ns. Til umræðu var einnig tillaga ífá Gunnlaugi Júliussyni sem var svipuð þeirri sem var samþykkt, utan hún fól í sér að samráð ætti að hafa við stjóm Birtingar, en höfúndurinn dró tillögu sína til baka eftir heitar umræður. „Mín tillaga var markvissari í þá átt að menn færu í beinar við- ræður um ífamtíðarskipulagið í Reykjavík,“ sagði Gunnlaugur. Á siðasta miðstjómarfúndi á Egils- stöðum í sumar kom fram gagn- rýni ffá landsbyggðarmönnum á skipulagið í Reykjavík. „Eg get ekki annað sagt en að þetta hlýtur að sýna að samstarfs- vilji ABR er ekki meiri en þama hefur komið í ljós,“ sagði Kjartan Valgarðsson formaður Birtingar, en Birting hefúr farið ffam á að kjördæmisráð verði stofnað i Reykjavík þar sem félögin stæðu þá jafnfætis. Sigurbjörg Gísladóttir, for- maður ABR, sagði að með breyt- ingu á skipulagi félagsins þar sem kjördæmisráð yrði stofnað væri verið að stíga skref affurábak til tímans fyrir 1988. Það þætti því rétt núna að meta áhrif lagabreyt- inganna ffá 1988. -gpm Húsnœðiskerfið Stjórnvöld fá góða einkunn 78% telja breytingar á húsnæðiskerfinu af hinu góða tla má að þorri lands- manna sé sæmilega sáttur við þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæðislánakerf- inu upp á síðkastið. Allavega er það álit 78% þess fólks á aldrin- um 18-75 ára sem þátt tók í þjóðmálakönnun Félagsvís- indastofnunar 5-9. september sl., en einn liður könnunarinnar var að meta afstöðu lands- manna til nýafstaðinna breyt- inga á húsnæðiskerfinu. Marktækur munur reyndist á afstöðu svarenda til breytinga á húsnæðiskerfmu eftir stéttar- stöðu. Breytingamar virðast njóta meira fylgis meðal sérfræðinga og á meðal atvinnurekenda en verkafólks. Um 71% verkafólks i könnuninni telur að stjómvöldum hafi tekist vel eða sæmilega upp við breytingamar, á móti 83% þeirra sem tilheyra hópi hinna fyrmefndu. Varðandi spuminguna um það hvaða kost í húsnæðismálum af þremur menn vildu leggja mesta áherslu á í framtíðinni, sögðust flestir eða 41% vilja íjölga kaupleiguíbúðum, 38% vildu helst efla húsbréfakerfið og 21% vildu efla félagslega íbúða- kerfið. Þeir sem yngri em virðast frekar áfram um að leggja áherslu á húsbréfakerfið en þeir sem eldri em. Sömu sögu er að segja um sérffæðinga og atvinnurekendur sem virðast mun hlynntari hús- bréfakerfmu en verkafólk. Hins vegar reyndust aðeins 11% sér- fræðinga og atvinnurekenda vilja leggja mesta áherslu á félagslega húsnæðiskerfíð á móti 30% verkafólks. Marktækur munur reyndist einnig vera á afstöðu manna til þessara kosta eftir stjómmálaaf- stöðu. Um helmingur stuðnings- manna Alþýðuflokks og Kvenna- lista vilja leggja mesta áherslu á íjölgun kaupleiguíbúða. Afstaða stuðningsmanna annarra flokka við þessa þijá kosti er jafnari, að því þó undanskildu að áhersla á eflingu félagslega íbúðakerfisins er langminnst á meðal stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins. Að- eins 10% Sjálfstæðismanna sögð- ust vilja leggja mesta áherslu á fé- lagslega íbúðakerfið. Svarendur skiptust nokkuð í tvö hom varðandi spuminguna um það hvort nota eigi skattfé til að greiða niður húsnæðiskostnað íbúðareigenda. Um 45% lýstu sig hlynnta, en 55% vom andvígir. 89% þeirra sem lýstu sig hlynnta slíkri niðurgreiðslu töldu að greiðslumar ættu að miðast við tekjur og eignir viðkomandi. Viðlika gegnir með afstöðu svarenda til þess hvort leigjendur eigi að njóta húsaleigubóta ffá því opinbera. Um 55% svarenda lýstu sig fylgjandi en um 45% andvíga. Könnunin, sem var simakönn- un, tók til 1000 manns sem valdir vom með hendingaraðferð úr þjóðskrá, en alls fengust svör frá 675 manns. Þegar frá upphaflegu úrtaki hafa verið dregnir þeir sem ekki náðist í, vom látnir eða veik- ir, erlendir ríkisborgarar og þeir sem dvöldust erlendis var svara- hlutfall 71%. Könnunin veðurþví að teljast sæmilega marktæk. -rk Afríska þióðarráðið Tim Maseko, aðalfulltrúi Affíska þjóðarráðsins fyrir Danmörku, (s- land og Færeyjar. Mynd: Jim Smart. Kynt undir ofbeldi „Ástæðan fyrir ofbeldinu í borgimum nálægt Jóhannesarborg uppá síðkastið erþátttaka lögregl- unnar í Inkatha- hreyfingunni,“ sagði Maseko. „Við höldum því fram að lögreglan færi Inkatha- menn frá einum stað til annars til að kynda undir ofbeldi. Stór hluti lögreglunnar og hersins em hvítir menn sem ekki hafa áhuga á af- námi aðskilnaðarstefhunnar, því afnámið myndi eyðileggja lífs- máta þeirra. Lögreglan notar Ink- atha- hreyfinguna til að kynda undir ofbeldi svo það líti út sem blökkumenn séu að beijast við blökkumenn," sagði Maseko, en hann sagði að einnig væri verið að koma Inkatha-hreyfingunni á sama pólitíska plan og þjóðarráð- ið. „Fólk hefúr verið að segja að Nelson Mandela eigi að tala við Mango Suthu Buthelezi til að koma í veg fyrir ofbeldið, líkt og það sé Buthelezi og Inkatha- Viðskipta- þvinganir virka Tim Maseko: Þá áfanga sem hafa náðst í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku undanfarið má þakka viðskiptaþvingunum Um þessar mundir er stadd- ur hér á landi aðalfuiltrúi Afríska þjóðarráðsins fyrir Danmörk, Island og Færeyjar, Tim Maseko. Hann mun tala á fundi sem Móttökunefnd Nel- sons Mandela gengst fyrir á Hótel Borg laugardaginn 29. september kl. 15:00. Hann ræð- ir hér þjóðarráðið og ástandið í Suður-Afríku. Friðarviðræður „Friðarviðræðumar sem nú standa fyrir dymm milli Afríska þjóðarráðsins og stjómvalda er stórt skref ffamávið í áralangri baráttu A.þ. gegn aðskilnaðar- stefnunni," sagði Tim Maseko. Hann bætti við að margir pólitísk- ir fangar hefðu verið leystir úr haldi s.l. ár, þar á meðal Nelson Mandela, og taldi hann það mik- inn áfangi fyrir A.þ. „Við emm F.W. de Klerk þakklátir fyrir hans afstöðu. En ástandið í Suður-Afríku í dag er ekki tilkomið vegna góðs vilja de Klerks. Ástæðumar em tvær. I fyrsta lagi má nefna viðskipta- þvinganir sem neyddu stjómvöld til þess að fara í Álþjóðabankann og taka þar lán árið 1986. En stríðsrekstur S-Afríku í Namibíu og Angólu hefúr verið mjög kostnaðarsamur semog rekstur- inn á aðskilnaðrstefnunni. Hin ástæðan er pólitísk andstaða fólksins í S-Áffíku s.l. tíu ár. Þetta em ástæður þess að de Klerk er nú að fjarlægast aðskiln- aðarstefnuna,“ sagði Maseko. Stjórnarskrárþing A.þ. og stjóm de Klerks munu að öllum líkindum hefja viðræður snemma á næsta ári um endalok aðskilnaðarstefnunnar. Maseko sagðist ávallt kalla þetta friðarviðræður því stríðsástand hefði verið í landinu alla tíð. Þjóðarráðið var stofnað 1912, en árið 1961 var tekin upp vopnuð barátta gegna hvíta minnihlutan- um sem síðan var aflögð í ágúst s.l. I þessum fyrirhuguðu viðræð- um mun A.þ. fara ffam á að kom- ið verði á nokkurs konar milli- þingastjóm sem myndi koma á kosningum þar sem kosið yrði stjómarskrárþing. Á þinginu yrði samin ný stjómarskrá þar sem hver íbúi S-Affíku hefði atkvæð- isrétt. „Öðmvísi verður aðskiln- aðarstefnan ekki lögð niður,“ sagði Maseko. Hann bætti við að de Klerk gæti ekki boðað til nýrra kosn- inga, þar sem einungis hvítir hefðu atkvæðisrétt, því hann myndi sannanlega tapa þeim kosningum, slík væri andstaðan gegn honum á hægri vængnum. Kjörtímabilið rennur út 1993 og em menn í A.þ. vongóðir um að eitthvað gerist fyrir þann tíma. Hægrimenn hættulegir „Milliþingastjómin verður að vera mynduð af fúlltrúum allra pólitískra viðhorfa í S-Afriku, ekki einungis A.þ. og stjómvalda. Tryggt verður að vera að kosið verði til stjómarskrárþingsins eft- ir lýðræðislegum leiðum. Við er- um vongóðir um að þetta verði þróunin, okkar sjónarmið er að þetta sé eina leiðin sem okkur er fær,“ sagði Maseko, en hann taldi helst að fólk lengst til hægri i s- affískum stjómmálum gæti tmfl- að framgang málsins. En Maseko telur lungann af hvítu fólki í S- Afríku nú standa til hægri við de Klerk. hreyfingin sem hafi vald til að stöðva ofbeldisverkin.“ Maseko sagði að þar sem lögreglan kynti undir ofbeldi væri það ekki i valdi Inkatha að stöðva það og þvi eng- in ástæða fyrir Mandela að ræða við þá. A.þ. væri í baráttu við stjóm hvita minnihlutans, en ekki Inkatha. Hann taldi að Buthelezi væri einungis að reyna að koma sjálfum sér að við samningaborð Á.þ. og stjómvalda. Þess vegna vildi hann bara viðræður æðstu maima, þ.e. sín og Mandela. Þjoðarvandamál Þjóðarráðið og Inkatha-hreyf- ingin munu þó hittast að máli hinn 26. þessa mánaðar til að reyna að stöðva ofbeldið í land- inu, sagði Maseko. Hann sagði að ekki væri um að ræða bardaga tveggja ættbálka, þ.e. Súlú- manna og Xhosa, heldur væm farandverkamenn að drepa sak- laust fólk. „Við höfúm miklar áhyggjur af þessu drápi á sak- lausu fólki og það verður að stöðva, en það em ekki bara Ink- atha og A.þ. sem eiga að ræða það heldur allir aðrir því ofbeldið er vandamál allrar s-affísku þjóðar- innar. Það er saklaust fólk sem hefúr verið drepið, en ekki ein- ungis áhangendur þjóðarráðsins," sagði Maseko. Upphafið á endinum I lokin vildi hann leggja mikla áherslu á það að viðskiptaþving- animar hefðu átt stóran þátt í að skapa það andrúmsloft sem nú tryggði ffiðarviðræður milli A.þ. og stjómvalda. Hann sagðist von- ast til þess að þær yrðu upphafið á endinum. -gpm Þriðjudagur 25. september 1990 ÞJÖÐVIUINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.