Þjóðviljinn - 25.09.1990, Page 5

Þjóðviljinn - 25.09.1990, Page 5
ERLENDAR FRETTIR 40.000 bom deyja daglega Um 40.000 böm deyja í heiminum dag hvem en koma mætti í veg fyrir tvö af hverjum þremur þessara dauðsfalla með bólusetmngum og með þvi að gefa bömunum vam blandað sykri og salti til að verja þau vessaþurrð. Fátækt og fdfræði vaida mesm um að mikill mísbresmr er á því að til þessara ráða sé gripið bamslífum til bjargar. Kom þetta firam í viðtali við James Grant, íiramkvæmdastjóra Bamahjálparsjóðs Samein- uðu þjóðanna (UNICEF), í nýjasta tölublaði timaritsins Newsweek. Sonarsonur formanns Wang Xiaozhi, 18 ára gamall dóttursonur Maós Kinaformanns og síðusm konu hans Jiang Qing, er einn þeirra sem þjóna til borðs íþrótta- mönnum frá mörgum Asíuiöndum, sem eru í Peking á Asíuieikunum. Tekur blaðið Wen Hui Bao fram að Wang sé einti þeirra sem þurrki af borðunum í matsal íþróttamannanna á kvöldin, Hann stundar nám í skóla, þar sem ncmar fá fræðslu um utanríkismál og túrisma, og fær að sögn blaðsins hrós firá bæði skólafélögum og iþróttamönnunum. Æðstaráð Sovétríkia Stóraukin völd til Gorbatsjovs Fær víðtækt umboð til ákvarðanatöku um efnahags- ogfélagsmál Austur-Þýskaland ur Varsjárbandalagi Austur-hýskaland, sem hættir að vcra til sem ríki eftir viku, gekk I gær formlega úr Varsjárbandaiaginu. Samning um þetta undirrituðu í Austur-Berlín sovéski hershöfðinginn Pjotr Lushev, yfirhershöfðingi bandaiagsins, og Rainer Eppelmann, prestur og ffiðarsinni, sem er og verður síðasti vamarmáiaráðherra Austur-Þýskaiands. Stríðshótun hækkar olíuverð Olíuverðið á heimsmarkaðnum rauk í gær upp í 40 doliara á tunnu og hefur ekki verið hærra i áratug. Hefúr oliuverðið þá hækkað um heiming frá því að innrásin var gerð í Kúvæt 2. ágúst. Ótti greip um sig á markaðnum eflir að Saddam Hussein íraksforseti hótaði árásum á ísrael og oliulindir í Arabíu ef írösku þjóðinni iægi við „kyrkingu“ af völdum viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna. Rós í stjörnu stað Sósíalistaflokkurinn, sem fer með völd í Búlgaríu og áður hét Kommúnistaflokkur, heíúr aflagt flokkslákn sitt, rauða sljömu, og tck- ið í staðinn upp rós með sama iit. Tilkynnti Andrei Lúkanov forsætis- ráðherra þetta í gær. Hússein rekinn í arma Saddams Horfur eru á að sú ákvörðun vaidhafa Saúdi-Arabíu að stöðva oliu- útflutning tii Jórdaníu geri að verkum að síðamefnda ríkið verði enn háðara Irak en áður, því að varla fær Hússcin konungur olíu annarsstað- ar frá i bráðina. Jórdanía fékk fyrir stöðvunina hclming olíu sinnar frá Saúdi- Arabíu. Talið cr að Saúdíaröbum gangi f þcssu til gremja út af hálfgiidings stuðningi Jórdana við írak og sérstaklega kváðu saúdiarab- ískir vaidhafar hafa reiðsl þessum grönnum sinum erþeir fréttu af fundi foringja ýmissa írasksinnaðra samtaka í Amraan í síðustu víku. Fundar- menn hvöttu til þess að olíufurstum Arabiu yrði steypt af stóli. ðsta ráð Sovétríkjanna samþykkti í gær að veita Míkhaíl Gorbatsjov, forseta, stóraukið vald um efnahags- og félagsmál fram til 31. mars 1992. Tillagan um þetta var samþykkt með miklum meiri- hluta atkvæða, eða 305 gegn 36, en 41 þingmaður sat hjá. Aður en atkvæðagreiðslan fór ffam ávarpaði Gorbatsjov þingið og skoraði á það að veita sér um- rætt umboð, þar eð vegna hins af- arslæma ástands í efnahagsmál- um væri nauðsyn á að ekki dræg- ist á langinn að taka áríðandi ákvarðanir. Margir þingmenn, sem efins voru um að heppiiegt væri að forsetinn, sem hefúr mik- ið vald fyrir, fengi enn meira vald, greiddu eigi að síður tillög- unni atkvæði, langþreyttir orðnir á seinaganginum á ráðstöfúnum í efhahagsmálum. Undanfamar vikur hefur æðstaráðið haft til umræðu þijár áætlanir um þau efni en ennþá hefur ekki niður- staða fengist. Ástandið í efna- hagsmálum fer stöðugt versnandi og þykjast nú margir sjá ffam á upplausn í samfélaginu og jafnvel hungursneyð, ef ekki takist að finna ráð til bóta innan skamms. Gorbatsjov - neyðarráðstöfun vegna afarslæms og versnandi efnahagsástands. Þingheimur er nokkum veg- inn sammála um að taka upp markaðskerfi, en ágreiningur er um hversu langt skuli gengið í því og hve fljótt. Stefnt er að því að samkomulag hafi náðst um að bræða eina áætlun saman úr hin- um þremur fyrir miðjan okt., en vegna síversnandi lífskjara og annars sem bendir til þess að ástandið þoli enga bið er hugsan- legt talið að Gorbatsjov muni knýja ffam að gengið verði ffá áætiun fyrr. Líkur em á að þessi samþykkt æðstaráðsins valdi hörðum deil- um milli sovésku miðstjómarinn- ar og stjóma lýðveldanna, sem óttast að hin auknu völd forsetans verði notuð til að skerða sjálf- stjóm þeirra. Rússneska stjómin með Borís Jeltsín í broddi fylk- ingar lét t.d. í ljós eindregna and- stöðu við tiilögima. Sögusagnir hafa komist á kreik um að í ffam- haldi af samþykktinni muni Gor- batsjov leysa upp rússneska þing- ið og iýsa yfir neyðarástandi. Gorbatsjov og talsmenn hans segja þetta tilhæfulaust og leggja áherslu á að engri áætlun um efnahagsmál verði hrundið í framkvæmd fyrr en æðstaráðið hefði samþykkt hana. Júríj Golík, stuðningsmaður Gorbatsjovs sem Iagði tillöguna fyrir æðstaráðið, sagði hana fela í sér að það af- henti forsetanum aðeins iítinn hluta valda sinna um skamman og tiltekinn tíma. Andstæðingar til- lögunnar líta hinsvegar svo á að valdaafsal æðstaráðsins hafi verið meira en lítið. Reuter/-dþ. Tekst Saddam að þrauka? Sýnir engan lit á að sleppa Kúvœt. Her hans þar er of öflugur til varnar til að líklegt sé að andstæðingar hans hætti á sókn gegn honum á næstunni Síðustu tvær vikurnar eða svo hafa írakar verið önn- um kafnir við að efla her sinn í Kúvæt og vestur þaðan við landamæri Saúdi-Arabíu. Fyrir tveimur vikum höfðu þeir þar um 265.000 manna lið, en nú hefur sá her stækkað upp 1 um 360.000 manns, að sögn banda- rísku yfirherstjórnarinnar. Samkvæmt öðrum heimildum er íraski herinn þarna nú varla undir 400.000 manns. Hann hefur þar til taks um 2800 skriðdreka. Saddam Hussein Iraksforseti samþykkti á dögunum að Iran fengi ráð yfir fljótinu Sjatt ei-Ar- ab til jafns við Irak og var þar með helsta deiluatriði ríkja þess- ara úr sögunni. Það varð til þess að Saddam taidi sér óhætt að kveðja frá írönsku landamærun- um mikinn hluta þess hers, sem hafði verið þar á verði gegn Irön- um frá því að íransk-íraska stríð- inu lauk, og með því liði var her- inn við saúdiarabísku landamærin efldur. írakar fylkja til varnar Bandarikjamenn segja að Saddam hafi nú fylkt Iiði sínu þar mjög á sömu lund og var lengst af í átta ára kyrrstöðustríði hans við íran. Svo er sem sé að sjá að hann búi sig undir vamarstríð. Hann hefur þannig fært skriðdrekana, sem em sóknarvopn fyrst og fremst, aftur fyrir fremstu línur. I fremstu línum em nú mest- anpart fótgönguliðssveitir, þær bestu sem Irak hefur á að skipa. Herfræðingar Pentagons telja að enda þótt Irakar fylki til vamar, sé það á þann hátt gert að með litlum fyrirvara væri hægt að fylkja upp á nýtt til sóknar. Mikill liðsmunur Á móti stórher þessum hafa Vesturlönd nú um 130.000 manna landher og um 400 skriðdreka. Mestur hiuti þess liðs er banda- rískur. Af arabaherjum þeim er standa gegn Saddam munar mest um þann saúdiarabíska, en í hon- um em nú rúmlega 90.000 manns. Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra hafa dijúga yfirburði i lofti og með íraska sjóhemum er ekki reiknað sem merkilegum andstæðingi. Á landi er jiðsmun- ur hinsvegar svo mikill Irökum í hag, að í ljósi þess er ólíklegt að andstæðingar þeirra leggi til at- lögu á næstunni. Þess em ærin dæmi úr stríðum aldarinnar að yf- irráð í lofti em ekki einhlít til sig- urs, ef öflugum landher er að mæta, og reglan hjá hemaðar- fræðingum er að ganga út frá því að til þess að hafa sæmilegar von- ir um skjótan sigur þurfi sóknar- her að vera þrefalt stærri en her- inn sem hann ræðst á. Oft hefur þó sóknarher farið með sigur af hólmi án siíks liðs- munar sér í hag og þá notið betri útbúnaðar og þjálfunar, hugrekkis fram yfir andstæðinginn, óvæntra árása, betri herstjómar og fleira mætti nefna. Nærtæk dæmi em sumir sigra lsraela á arabaríkjum og sigur Breta á Argentínumönn- um í Falklandsstríði. Ekkisameiginleg herstjórn Umdeilt er hversu skæður andstæðingur Iraksher kynni að reynast, ef allt færi í bál og brand þar syðra. Arabar hafa sjaldan skarað fram úr sem hermenn frá því að sigurvinningar þeirra dæmafáir á sjöundu og áttundu öld vom á enda. I íransk-íraska stríðinu var frammistaða hvomgs aðilans nokkurt abragð, nema síð- ur væri, og herstjóm léleg á báðar hliðar. En vera má að reynslan úr því stríði hafi komið íraska hem- um að einhverju gagni. Andstæðingum íraka háir að þeir hafa ekki sameiginlega her- stjóm, ekki einu sinni vestrænu herimir, og arabaríkin sem em þeirra megin virðast ófús til inn- rásar í Irak og Kúvæt. Vesturlandaríkin halda áfram að efla her sinn á Persaflóasvæði, en eins og sjá má af ofangreind- um tölum eiga þau langt í land til þess að verða íraska hemum að miklum mun yfirsterkari á landi, hvað tölu hermanna og þunga- vopna viðvíkur. Kemst hann upp með þetta? Með þetta í huga gerir Sadd- am sér að líkindum vonir um að þess verði enn langt að bíða að andstæðingar hans þori að fara í hann. Varla fer það heldur fram- hjá honum að andstæðingamir hafa ekki einu sinni sameiginlega herstjóm og em ekki að öllu leyti sammála um markmið. Vafasamt er að Bandaríkin hætti á stríð við Irak ein eða án stuðnings arab- ískra bandamanna; þessháttar gæti leitt til þess að Saddam tæk- ist það, sem hann stöðugt reynir en hingað til með takmörkuðum árangri - að fá mikinn þorra al- mennings í arabaheiminum yfir- leitt á sína sveif. Að þessu athug- anum komist Saddam upp með að uðu er alls ekki útilokað að á end- halda ránsfeng sínum Kúvæt. Þriðjudagur 25. september 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.