Þjóðviljinn - 25.09.1990, Page 11

Þjóðviljinn - 25.09.1990, Page 11
MINNING l DAG Stefán Jónsson Framhald af 9 síðu ætlar að byrja með“. Ég kvað þeta sjálfsagt og sagði að eitthvað ættum við á gömlum segul- böndum. Tæpum tveimur tímum síðar hringdi Stefán og aftur tók ég símann. Hann spurði hvort Magnús bæjarstjóri hefði talað við okkur. Eg svaraði því játandi og hvað hann hefði beðið um. Þá varð ógnvænleg þögn í símanum og svo sagði Stefán: „Já, hann er svolítið ruglaður þessa dagana hann Magnús eins og þið allir Vestmannaeyingar, en frá og með morgundeginum eigið þið Arnþór að sjá um fimmtán mínútna langan Eyja- pistil á hverjum degi. Þetta verð- ur ekkert vandamál, þættinum verður skipt niður í nokkur hólf og hann Gunnar Sigurmundsson prentari verður ykkur til aðstoð- ar af hálfu bæjarstjórnar". Ég get ekki lýst því hversu illa mér brá og öskraði í símann: „Þú lýgur þessu, Stefán“. Stefán svaraði mjög hvasst og ákveðið: „Nei, það er búið að ákveða þetta og ykkur þýðir ekk- ert að neita þessu. Við sjáumst niður á Skúlagötu á morgun klukkan 1, á sjöttu hæð“. Og svo var símtólið lagt á. Ég ætla ekki að lýsa frekar því uppistandi sem varð hjá okkur bræðrum, en læt þess þó getið að félagar okkar tóku þessu eins og hverjum öðrum brandara og Arnþór bróðir minn varð ókvæða við, en þó mættum við niður á Skúlagötu daginn eftir, eins og um var talað. Stefán varð leiðbeinandi okkar og kennari. Þvílíka skólun hef ég aldrei hlotið fyrr né síðar. Kennslan var ákveðin og hrein- skilin með afbrigðum. Eitt það fyrsta sem ég gerði sem útvarps- maður var að taka að mínu mati alveg frábært viðtal við Sigurgeir Jónsson kennara, sem þá var staddur í Hveragerði. Samtalið var tæpar þrjár mínútur. Ég lét Stefán lærimeistara okkar heyra og gaf hann frekar lítið út á það. Síðan var farið að setja saman þáttinn og kom nú að þessu frá- bæra samtali mínu. Þegar aðeins hluti þess hafði verið settur inn í þáttinn, tæp mínúta að mig minnir, sagði Stefán: „Stopp, það er komið nóg“. Ég mótmælti og kvað heilmikið eftir. Þá sagði Stefán: „Aðalatriðin eru komin, hitt er bara kjaftæði og þegar þú ert með svona stuttan þátt með mörgum efnisatriðum, verðurðu að kunna að taka aðeins aðal- atriðin“. Ég reyndi að mótmæla, en hnefi Stefáns skall harkalega í borðið, ég varð lítill inni í mér og fokvondur, en komst svo að því um kvöldið að Stefán hafði rétt fyrir sér. Stefán ræddi mikið við okkur um útvarpsþáttagerð og hvernig menn ættu að bera sig að. Eitt var það sem hann laumaði að okkur, að þegar við værum búnir að vinna við þetta í mánuð, þá þætt- umst við svo góðir að við færum að slá slöku við. Þetta reyndist rétt. Við hlustuðum eitt sinn á einn þáttinn og komumst að því að við bræður værum afleitir út- varpsmenn og reyndum því að taka okkur á. Ég mun minnast Stefáns sem eins skemmtilegasta manns sem ég hef kynnst. Hann var hafsjór af fróðleik og skemmtilegum sög- um sem hann kunni frá ferðum sínum um landið. Hann gerði líka óspart grín að mönnum og ekki síst sjálfum sér og gervifætinum, sem hann gekk á. Eg fór að veita því athygli fljótlega að Stefán leysti vind oftar og harkalegar en aðrir menn og var það sérstak- lega ef hann hafði setið nokkuð lengi og stóð upp. Einhvem tíma ákvað ég að færa þetta í tal við Stefán og spurði hvort hann gæti ekki haft svolítið lægra þegar hann leysti vindinn. Þá sagði Stefán: „Ég skal segja þér að þetta er ekki ég, heldur helvítis löppin. Það þrýstist loft á milli gervi- fótarins og stúfsins og það er ein- hver loftventill sem lætur svona. Mér fannst þetta leiðinlegt, sérstaklega þegar andskotans löppin rak við, t.d. niðri í Austur- stræti, þá sneru menn sér gjarnan við og ég ákvað frekar að þegja heldur en að segja afsakið, þetta var ekki ég, heldur fóturinn.“ Eftir þetta barst þetta aldrei í tal. Stefán var frægur fyrir margar vísur sínar sem virkuðu ákaflega meinyrtar, sumar hverjar. Ég spurði hann eitt sinn hvað lægi að baki svona kersknisvísnagerð. Hann svaraði því til að menn hefðu gaman af góðum og vel kveðnum nfðvísum, en þó vildi hann meina að sumar vísurnar hefðu orðið svona óvart. Sem dæmi sagði hann mér eftirfarandi sögu af Lárusi heitnum Salómonssyni lögregluþjóni, sem Stefán mat ákaflega mikils. „Það var einu sinni þegar fréttastofan var uppi á Klappar- stíg að hann Lárus kom til mín, lagði skjalatösku á borðið hjá mér, opnaði hana og tók fyrst upp byssu, og síðan brúnt umslag sem hann rétti mér. Ég spurði hann hvað hann væri að gera með byssu og þá sagðist Lárus ganga um og skjóta flækingshunda, og búðu nú til vísu Stefán. Ég byrj- aði að hugsa og sagði: (Síðan fór Stefán með vísuna slitrótt og hugsi): Langt af.. sínum bræðrum ..ber, betri .... verka...nýtur, lítið yfir .. lætur sér, Lárus .... hunda....skýtur Lárus varð himinlifandi með þessa vísu, skrifaði hana hjá sér og fór svo með hana fyrir starfsfé- lagana með eðlilegum hraða og hrynjandi. Starfsfélagarnir í lög- reglunni gripu síðustu hending- una á lofti og aumingja Lárus leit mig ekki réttu auga í marga mán- uði á eftir, það þótti mér heldur leiðinlegt." Nú, þegar Stefán er horfinn yfir móðuna miklu, verður vand- fyllt það tómarúm sem er hér í heimi við andlát hans. En hann skilur eftir sig ómælda fjársjóði á segulböndum og rituðu máli og eins í minningu þeirra sem hann þekktu. Hafðu heila þökk fyrir allt, Stefán. Gísli Helgason Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress. Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans sími 681333 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalags Selfoss og nágrennis verður hald- inn þriðjudaginn 2. október að Kirkjuvegi 7 kl. 20.30 Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mjál. Margrét Frímannsdóttir mætir á fundinn. Stjórnln Málefnafundur í kvöld - búvörusamningur Hópur um landbúnaðar- og neytendamál hittist í kvöld, þriðju- dagskvöld, frá 20.30. Umræðuefni: Drög að búvörusamningi Fundarstaður Punktur og pasta (gamla Torfan). Hópnefnd Félagsfundur á fimmtudaginn Arthúr Óskar Litið tii veðurs Félagsfundur fimmtudagskvöld frá 20.30 í Tæknigarði. Litið til veðurs í stjórnmálum næstu mánuöi, rædd tíðindi og lögð á ráðin um starf og hlutverk Birtingar í vetur og vor. 1. Stjórnmálaástandið 2. Þingkosningarnar 3. Landbúnaðarmál - sagt frá starfinu í haust. Arthur Morthens og Óskar Guðmundsson vekja umræður. Mætum vel á fyrsta fund vetrarins. Stjórnin ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ARUM Upplýsingar Þjóðviljans um kartöflukaup brezka setuliðs- ins bera árangur. Þjóðstjómar- blöðin verða að viðurkenna uppkaupin og að landsmönn- um veiti ekki af kartöflunum sjálfum. Loftskeytamálið: Þjóð- stjómarblöðin vilja engin mót- mæli gegn ofbeldi Breta. Al- þýðublaðið viðurkennir land- ráð ríkisstjómarinnar. Fólkið verður ekki tekið frá flöskunni - þessvegna verður að taka flöskuna frá því. 25. september þriðjudagur. 268. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.18-sólarlag kl. 19.19. Viðburðir Gestur Pálsson skáld fæddur árið 1852. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búöa vikuna 21. til 27. september er í Apóteki Austurbæjar og Breiöholts Apóteki. Fyrmefnda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Siðamefnda apó- tekiö er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliöa hinu fyrmefhda. LÖGGAN Reykjavík « 1 11 66 Kópavogur. « 4 12 00 Seltjamames « 1 84 55 tr 5 11 66 Garðabær. « 5 11 66 Akureyri.......................« 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavik « 1 11 00 Kónavoaur. tr 1 11 00 Seltjamames « 1 11 00 « 5 11 00 tr 5 11 00 Akureyri «22222 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamar- nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- artrringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg- ingar og tímapantanir í« 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru getnar I slmsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Bongarspitalans er opin allan sólarhring- inn,« 696600. Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan, ■n 53722. Næturvakt lækna,« 51100. Garðabæn Heilsugæslan Garöaflöt, « 656066, upplýsingar um vaktiæk «51100. Akuneyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni,« 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá kl 17 til 8 985-23221 (farslmi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar I « 14000. Vestmannaeyjan Neyðarvakt lækna, «11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartiman Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæöingardeild Landspítalans: Alla daga Id. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til 20:30. Fæöingarheimili Reykjavíkur v/Eiríksgötu: Almennurtími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunariækningadeild Land- spltalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgarkl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stööin við Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitall: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs- spítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Aila daga ki. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Aila daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsiö Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauöa kross húsið: Neyðarathvarffýrir unglinga, Tjamargötu 35, « 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 til 23. Simsvari á öðmm tímum. « 91-28539. Sálfræðistööin: Ráðgjöf f sálfræðilegum efnum,« 91-687075. Lögfræðiaðstoö Orators, félags laganema, er veitt í síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opiö virka daga frá kl. 8 til 17, « 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra I Skógartilíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styöja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra I« 91-22400 og þar er svanað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: « 91-622280, beint samband við lækni/hjúkmnarfræð- ing á miðvikudögum k). 18 tS 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf:« 91- 21205, húsaskjól og aöstoö við konur sem be'ittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauögun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opiö þriðjudaga Id. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og Id. 20 til 22,« 91-21500, sfmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem onðið hafa fyrir sifiaspellum:« 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 tS 17. StígamóL miðstöð fyrir konur og böm sem orð'ið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt ( « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ 24. september 1990 Sala Bandarikjadollar.............56,80000 Stertingspund.................105.53400 Kanadadollar.................49.35100 Dönsk króna.....................9,48640 Norsk króna.....................9,34060 Sænsk króna.....................9,84570 Finnskt mark...................15,18920 Franskur franki...............10,80670 Belgiskurfranki................ 1,75960 Svissneskur franki.............43,40850 Hollenskt gyllini..............32,10220 Vesturþýskt mark...............36,18530 (tölsklíra......................0,04853 Austurriskur sch................5,14280 Portúgalskur escudo............ 0,40820 Spánskur peseti.................0,57720 Japanskt ien....................0,41734 Irskt pund.....................96,91500 KROSSGÁTA Lárétt: 1 lafði 4 köld 6 hlé 7 verkfæri 9 röng 12 hindra14eyktamark 15 óhróður 16 rík 19 Ioga20nöldur21 ílát Lóðrétt: 2 borða 3 ein- stigi4planta5skel7 karlmannsnafn 8 ríki 10 bandingjarll hug- þekkt 13 tími 17 svei 18 eira Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 næða4skap 6rek7sigg9Emil12 litla 14 lúa 15 gæf 16 negla19efni20ónáð 21 iðjan Lóðrétt:2æði3argi4 skel5ami7sælleg8 glanni10magann11 lofaði 13tóg 17eið 18 lóa Þriðjudagur 25. september 1990 ÞJÖÐVIUINN — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.