Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Tómas Arnason Vfsitölur óæskilegar Tómas Árnason seðlabanka- stjóri segir engar ákvarðan- ir hafa verið teknar varðandi afnám lánskjaravísitölunnar, en forsætisráðherra hefur skrifað Seðlabankanum bréf þar að lútandi. Tómas segist þeirrar skoðunar að einhver skerf eigi að taka í þessum efn- um, en ekki sé hægt að afnema lánskjaravísitöluna í einum hvelli, enda sé það heldur ekki hugmynd forsætisráðherra. Það er álitamál hversu stórt skref á að taka i afnámi lánskjara- vísitölunnar, að sögn Tómasar. Almennt séð teldi hann æskilegt að engin vísitala væri í notkun. Það væri þó mikilvægt að halda trausti spariíjáreigenda og þeirra sem ættu peninga, þannig að var- hugavert væri að gera of róttækar breytingar. Þær gætu valdið því að peningar streymdu út úr bankakerfinu, spamaður minnk- aði og erfitt yrði að fjármagna rík- issjóð og aðra aðila. Að sögn Tómasar hefur Seðlabankinn sent viðskiptaráðu- neytinu greinargerð vegna bréfs forsætisráðherra. Engar endan- legar ákvarðanir hefðu þó verið teknar í þessum efnum. -hmp Verðlag Húsaleiga hækkar ekki Engin hækkun hefur átt sér stað á húsaleiguvísitölunni síðustu þrjá mánuði, samkvæmt upplýs- ingum Hrannar Helgadóttur hjá Hagstofu Islands. Húsaleiga ætti því ekki að hækka neitt um næstu mánaðamót hjá þeim sem gert hafa leigusamning bundinn þessari vísitölu. Hagstofa íslands reiknar húsa- leiguvisitöluna út á þriggja mán- aða fresti og var hún síðast reiknuð 1. júlí. Leigjendasamtökin, Neyt- endasamtökin og Verðlagseftirlit verkalýðsfélaganna hvetja húseig- endur til að taka tillit til þess stöð- ugleika sem náðst hefur í verðlags- málum og hækka ekki húsaleigu. „Þjóðarsáttin svo nefnda hefur skilað ótvíræðum árangri í barátt- unni við verðbólguna og engin þörf á sérstökum verðhækkunum eins og málum er háttað í dag,“ segir í tilkynningu samtakanna þriggja. Húsaleiguvísitalan hafi ekkert hækkað undanfama þrjá mánuði og byggingarvísitalan að- eins um 0,4%. En sumir leigu- samningar miða við byggingarvísi- tölu. -hmp Ingiríöur ofurhugi (Elfa Gfsladóttir leikkona), nýtent. Hún var ekki aldeilis af baki dottin og hélt þmmandi ræðu um um- ferö og umferðarmenningu yfir áhorfendum á Hagatorgi. Bak viö hana sést ( Rúnar Rúnarsson fallhlífastökkvara. Mynd: Jim Smart. Bætt um ferðarmenning Varða reist við Kúagerði | gær stökk Ingiríður ofur- hugi í fallhlíf niður á Haga- torg, þar sem hún lenti Ijúflega í fylgd Rúnars Rúnarssonar fallhlifarstökkvara. Tilefnið var að vekja athygli á umferð- arátaki sem áhugahópur um bætta umferðarmenningu stendur fyrir þessa viku. Áhugahópurinn ætlar að reisa vörðu við Kúagerði, sem er sá staður þar sem umferðarslys eru hvað tíðust. Og nú þegar aksturs- skilyrði fara versnandi óskar hóp- urinn eftir samstarfi við lands- menn alla um að taka höndum saman og bæta umferðarmenn- inguna. Varðan sem reist verður nk. sunnudag, verður tveir og hálfúr metri á hæð og verður kross á henni til minningar um þá sem hafa látið lífið í umferðarslysum. Varðan er hönnuð og hlaðin af Þorkeli Einarssyni garðyrkju- meistara. Aðalstöðin hefúr gengið til liðs við áhugahópinn og þessa viku verður áróðursherferð á stöðinni í tengslum við söfnun, sem ætluð er til að kosta vörðuna og frekara átak hópsins. Einstak- lingum og fyrirtækjum gefst kost- ur á að kaupa steina sem kosta 5000 krónur hver. Á sunnudaginn verður varðan svo vígð og það verður séra Jóna Kristín Þor- valdsdóttir sem stýrir helgistund og biður fyrir fómarlömbum um- ferðarslysa, aðstandendum þeirra og vegfarendum öllum. Takmark áhugahópsins er að byggja vörður um landið allt til að minna ökumenn á að akstur er dauðans alvara. Slagorð þessa átaks er Vertu á verði! Þeim sem vildu taka á með umferðarhópnum er bent á gíró- reikning nr. 243000. -ns. Þióðviljinn KrókhálslO seldur Gengið hefur verið frá samningi um sölu á fasteign Þjóðviljans að Krókhálsi 10. Hér er um að ræða 730 fermetra hæð sem átti að verða framtíðarhúsnæði blaðs- ins. Að sögn Halls Páls Jónssonar, framkvæmdastjóra Þjóðviljans, var söluverð hússins vel viðun- andi. Hann sagði ástæðuna fyiir sölunni vera margþætta. í fyrsta lagi vantaði blaðið allnokkurt fjár- magn til þess að ljúka við húsnæð- ið. Þá hefur ný tækni við umbrot og setningu orðið til þess að for- sendur fyrir því að flytja að Krók- hálsi eru ekki lengur fyrir hendi. ,4Júsnæðið að Síðumúla 37, sem blaðið er núna í, hentar starf- seminni mjög vel og við vonumst til að verða hér til frambúðar," sagði Hallur Páll. -Sáf Knattspvrna Sævar og Vanda best Magnea og Steinar efnilegust Á uppskeruhátíð knattspyrnu- manna, sem haldin var um helg- ina, voru Sævar Jónsson Val og Vanda Sigurgeirsdóttir ÍA kosin bestu leikmenn íslandsmótsins í sumar. Efnilegustu leikmennimir voru kosin þau Steinar Guðgeirsson Fram og Magnea Guðlaugsdóttir ÍA. Markakóngur Hörpudeildar annað árið í röð varð Hörður Magnússon FH sem skoraði 13 mörk. Grétar Einarsson Víði úr Garði var kosinn besti Ieikmaður í 2. deild, besti sóknarleikmaðurinn og að auki varð hann markakóngur deildarinnar. Bróðir hans, Daníel Einarsson, var kosinn besti vamar- leikmaðurinn, ólafúr Pétursson ÍBK besti markvörðurinn og einn- ig sá efnilegasti. Þá var Guðmund- ur Baldursson Fylki kosinn besti miðvallarleikmaður deildarinnar. Prúðasta lið Hörpudeildarinnar reyndist vera Stjaman úr Garðabæ og í öðm sæti urðu KRingar. -grh Stjórnmálamenn sleipir í skák Sveit alþingismanna sigraði á Frægmóti Taflfélags Reykjavíkur sem haldið var á sunnudag í húsi TR að Faxafeni 12. Hlaut sveitin 29,5 vinninga af 36 mögulegum. Þijár sveitir hlutu 20 vinninga, sveit borgarstjómar, sem varð í öðm sæti, sveit Ríkisútvarpsins í þriðja og sveit kraflajötna í fjórða sæti. Alls tóku tíu sveitir þátt í mótinu. Kynning á björgunarsveit Björgunarsveitin Ingólfur verður með kynningu á starfsemi sinni í kvöld kl. 20 að Granda- garði 1. Allir velkomnir. Námskeið í skyndihjálp í dag kl. 17 hefst námskeið í skyndihjálp á vegum Reykjavík- urdeildar Rauða kross Islands. Námskeiðið er haldið að Fákafeni 11, 2. hæð. Auk dagsins í dag er kennt 27. september, 2. október Musica Antiqua ásamt Mörtu G. Halldórsdóttur. Musica Antiqua í Listasafni Sigurjóns í kvöld kl. 20.30 heldur trióið Musica Antiqua tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar ásamt Mörtu G. Halldórsdóttur sópransöngkonu. Flutt verða verk eftir Telemann, Bach og Handel, en þessa sömu dag- skrá flutti Musica Antiqua á tónlistarhátíð í Finnjandi í sumar. Musica Antiqua skipa Camilla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri Öm Snorrason en tríóið sérhæfír sig í tónlist frá endurreisnar- og bar- okktímabilinu. _______________ og 4. október. Námskeiðið er 16 kennslustundir. Öllum 15 ára og eldri er heimilt að vera með. Meðal þess sem kennt er á nám- skeiðinu er endurlífgun. Skráning þátttakenda er í síma 688188 á skrifstofutíma. Leiðbeinandi er Guðlaugur Leósson. Reykjavík- urdeildin útvegar leiðbeinendur til að halda námskeið fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem þess óska. Lífrænt brauð Sú náybreytni hefúr verið tek- in upp hjá Bakaríinu Grímsbæ að baka brauð úr lífrænt-bíódynam- ískt ræktuðu komi. Meðal þess sem er á boðstólum em súrdeigs- brauð úr nýmöluðu komi og er ekkert ger notað í þau. Söluaðilar þessara brauða, auk bakarísins að Efstalandi 26, em Verslunin Yggdrasill Kárastíg 1, Náttúm- lækningabúðin Laugavegi 25, Garðarsbúð Grenimel 12 og Ferska Sauðárkróki. Átak í reykingavörnum Krabbameinsfélögin á Norð- urlöndum efna í ár til sameigin- legs átaks í reykingavömum. Þjár norrænar vinabæjakeðjur munu keppa sín á milli um fjölda þátt- takenda í fjpgurra vikna reyk- bindindi. Á íslandi og i Svíþjóð nær átakið ekki aðeins til vina- bæjanna heldur til alls landsins. Um er að ræða verðlaunasam- keppni í október 1990 og mun hvert land um sig verðlauna nokkra reykingamenn sem halda út reykbindindið í fjórar vikur. Hver þátttakandi má tilnefna stuðningsmann sem reykir ekki. Vinni þátttakandinn til verðlauna fær stuðningsmaður hans líka vinning. Sérstök verðlaun verða auk þess dregin út fyrir stuðn- ingsmenn og veitt óháð því hvort reykingamennimir sem þeir studdu hafi staðið sig eða ekki. Skráning þátttakenda hófst i gær. Þátttakendur eiga að vera hættir að reykja 15. október. Dregið verður úr innsendum þátttökutil- kynningum 12. nóvember og reykingamenn sem dregnir eru út til verðlaun verða að sanna reyk- leysi sitt með þvi að gangast und- ir líffræðilegar prófanir. Aldurs- takmark er 16 ára fyrir reykinga- menn og 12 ára fyrir stuðnings- menn. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.