Þjóðviljinn - 02.10.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.10.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Sérfrœðingar Segja upp afsláttarsamningi Högni Óskarsson: Rekstrarkostnaðurinn í mörgum tilvikum hærri en tekið var mið af í samnings- gerðinni fyrir tveimur árum. Finnur Ingólfsson: Bœtt rekstrarskilyrði œttu að hafa skilað sér sem lægri tilkostnaður I æknafélag Reykjavíkur ** sagði á föstudag upp verk- takasamningi sérfræðinga sem gerður var við Tryggingastofn- un ríkisins fyrir tæpum tveim- ur árum. Um er að ræða samn- ing um sérfræðiþjónustu sem veitt er utan sjúkrahúsa. Samn- ingurinn rennur út um áramót- in og er honum nú sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. í samningnum fólst m.a. að sér- fræðingar veittu ríkinu afslátt eft- ir að ákveðnu þaki væri náð. Þannig að eftir að sérffæðingur hafði náð 450 þús. kr. brúttótekj- um á mán. veitti hann ríkinu 10 prósent afslátt af næstu 114 þús. kr. og 30 prósent afslátt af öllu því sem eftir kom. Þakið hjá þeim sérfræðingum sem einnig vinna á sjúkrahúsum er lægra. Evrópukeppni Glæsilegt hjá Fram Unnu stórsigur á sænsku meist- urunum Polizen í Evrópukeppni meistaraliða í kvennahandbolta 26:18 og eru komnar í aðra umferð Framstúlkur unnu glæsilegan sigur á sænsku meisturunum Polizen í Evr- ópukeppni meistaraliða í kvennahand- bolta í Laugardalshöll á sunnudag, með 26:18 og eru því komnar í aðra umferð. Sænsku meistaramir unnu fyrri leik liðanna í Stokkhólmi með 18:16 og því urðu Framstúlkumar að vinna það forskot upp ef þær ætiuðu sér að komast áfram í keppninni. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og höfðu Framstúlkumar þá aðeins eins marks forskot 11:10.1 síð- ari hálfleik vom þær sænsku bókstaf- lega stungnar af og munaði þar mest um hreint stórkostlega markvörslu Kolbrúnar Jóhannsdóttur. Það var ekki aðeins að hún sýndi markvörslu á heimsmælikvarða, heldur kórónaði hún frammistöðu sína í leiknum með því að skora eitt mark. Svíamir léku þá maður á mann og gerðu það svo vel að Kolbrún fékk óhindrað að fara upp all- an völl og skoraði framhjá sænska landsliðsmarkverðinum. -grh „Þetta vom hálfgerðir nauðung- arsamningar og viss hópur sér- fræðinga fer miklu verr útúr þessu en aðrir,“ sagði Högni Ósk- arsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hann sagði að af þeim 350 sérffæðingum sem vinna fyrir Tryggingastofnun ut- an sjúkrahúsanna hafi um 80 farið uppfyrir þakið. Um væri að ræða þá sem mestan rekstfarkostnað bæm í flestum tilvikum. Taldi Högni að þeir væm stundum að borga afsláttinn af launum sínum. En til þess að komast uppfyrir þakið þarf að vinna yfirvinnu, sagði Högni, og vegna afsláttar- ins fengju sérfræðingar lægri laun í yfirvinnunni og tíðkaðist slíkt ekki annarsstaðar í þjóðfélaginu. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmað- ur heilbrigðisráðherra, sagði að það væri ekkert athugavert við það að samningnum hefði verið sagt upp, enda rynni hann út um áramótin. Hann taldi rétt að menn settust niður og ræddu málin en að enn sem komið væri hefði ráðuneytið ekki vitneskju um kröfúr sérffæðinganna. „Þessi samningur, sem var gerður um áramótin 88/89, var sam- komulag sem menn komust að eftir nokkuð langar og strangar samningaviðræður og báðir aðilar þurfitu nokkuð að gefa eftir. Menn töldu þó, þegar upp var staðið, að skynsamlegt samkomulag hefði náðst, sem ég tel líka. Það þjónaði því meginmarkmiði að þeir sem væru allra hæstir gæfú mestan af- sláttinn og þetta voru sérffæðing- amir tilbúnir að gera á þeim tíma,“ sagði Finnur. -gpm Herra Ólafur Skúlason, biskup, vígir stækkun kirkjugarösins á Stað í Steingrlmsfirði, að viðstöddum forseta (slands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, og fjölda gesta. Mynd: ÓHT. Húsavernd Staðarkirkja í stakki nýjum Hátíðahöld vegna endurbyggingar Staðarkirkju í Steingrímsfirði. Eitt fyrsta hugðarefni Vigdísar Finnbogadóttur í forsetaembættinu komið Hátíðarguðsþjónusta var á sunnudaginn í kirkjunni á Stað í Steingrímsfirði í tilefni þess að nú er lokið endurbygg- ingu hennar, sem hófst 1986. Staðarkirkja er þriðja elsta hús á Ströndum, reist 1855. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var viðstödd athöfnina og lýsti því hvernig ábending Hjördís- ar B. Hákonardóttur, þá sýslu- manns í Strandasýslu, í forseta- heimsókninni á staðinn 1981 hafi kveikt í sér áhugann á að heilt í höfn gangast fyrir endurbyggingu þessa merka húss, sem var í af- ar bágbornu ástandi. Samtökin Minjavernd hafa annast við- gerðirnar, auk þess sem kirkju- garðurinn hefur verið stækkað- ur og girtur á ný. Verkstjórn- andi var Þorsteinn Bergsson, en Hjörleifur Stefánsson arkitekt sá um sérfræðiþjónustu og hönnun. Fullt var út úr kirkjudymm við guðsþjónustuna og mörg ávörp flutt í samkomuhaldi í Grunnskólanum á Hólmavík að henni lokinni. Héraðsprófastur- inn, sr. Guðni Þór Ólafsson á Melstað, og sóknarpresturinn, sr. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka, þjónuðu fyrir altari, en biskup ís- lands herra Ólafúr Skúlason préd- ikaði. Sr. Andrés Ólafsson, sem í 34 ár þjónaði á Hólmavík, skírði dóttur Jóns Halldórssonar og Ingibjargar Valdimarsdóttur bænda á Hrófbergi og hlaut hún nafnið Hekla Biörk. ÓHT Aðstoðarlæknar Taka sér frí Kjarasamningar aðstoðar- lækna á sjúkrahúsum hafa verið lausir síðan snemma í sumar. í dag taka þeir sér frí til að knýja á um að rætt verði við þá af fullri alvöru. Aðstoðarlæknar á sjúkrahúsum taka sér frí í dag til að knýja á um að gengið verði til samninga við þá af fúllri alvöm en kjarasamningar hafa verið lausir sfðan í sumar. Á sjúkrahúsum starfa sérffæð- ingar sem lokið hafa sémámi auk al- menns læknisnáms og aðstoðar- læknar sem hafa lokið læknisnámi t.d. frá Háskóla íslands en engu sér- námi. Það em þijú atriði sem að- stoðarlæknar vilja leggja áherslu á. „I síðustu kjarsamningum okkar var bókun um að taka ætti upp við- ræður um vaktir og greiðslur fyrir þær,“ sagði Jón H. Friðriksson, for- maður Félags ungra lækna. „Það var stofnsett nefnd um þessi mál en nið- urstaðan varð engin og við viljum að það verði tekið upp aftur og af al- vöm. í öðm lagi em kjarasamningar okkar lausir en engar almennilegar viðræður hafa fengist,“ sagði Jón og bætti við að enginn vilji væri til að ræða þessi mál af hálfú viðsemj- enda. í þriðja lagi vilja aðstoðarlækn- amir að aðstaða þeirra á sjúkrahús- unum verði bætt s.s. hreinlætisað- staða. „Við fomm ekki ffam á meiri kauphækkanir en þjóðarsáttin gerir ráð fyrir en við getum ekki sætt okk- ur við nýjan kjarasamning nema gjöldin fyrir almennu lækningaleyf- in og sérfræðingaleyfin verði lækk- uð,“ sagði Jón. Almennt lækningaleyfi hækkaði um síðustu áramót úr 4.000 kr. í 50.000 kr. en leyfi sérfræðings hækkaði í 75.000 kr. úr 14.300 kr. -gpm Kaupþing hf. Meirihlutinn seldur Pétur H. Blöndal, framkvæmda- stjóri Kaupþings hf., hefur selt 51% hlutafjáreign sína í fyrirtæk- inu. Það voru Búnaðarbanki ís- lands og Lánastofnun sparisjóða hf. sem keyptu hlut Péturs. Söluverðmæti þessa 51% hluta- fjár var 115,6 miljónir króna. Kaup- þing hefúr starfað í tæp átta ár og hefúr hagnaður verið yfir 20 miljón- ir síðustu þijú árin. Eigið fé fyrir- tækisins var 117 miljónir 1. maí sl. ns. Þær Guðrún Erla Sigurðardóttir, Sigríður Aradóttir, Helga Valdís Ámadóttir og Hanna Karitas Bárðardóttir afhentu Grími Laxdal varaformanni Flugbjörg- unarsveitarinnar i Reykjavik tæpar 6.500 krónur, sem þær höfðu safnað fyr- ir Flugbjörgunarsveitina með hlutaveltu. Happdrætti Átthagafélags Strandamanna Dregið hefur verið í happ- drætti Átthagafélags Stranda- manna í Reykjavík, sem haldið var til styrktar Félagsheimilinu á Hólmavík. Vinningar komu á eft- irtalin númer: 1. vinningur á nr. 1118, 2. vinningur á nr. 549, 3.-5. vinningur á nr. 20, 374 og 2958, 6.-13. vinningur: 21, 894, 913, 1698, 2543, 2589, 2683 og 7451. Vinninga má sækja til Sigurbjam- ar Finnbogasonar, í síma 73310, eftir 11. október. Gjafirtil Menntaskól- ans ísafirði í byrjun september var haldin vöm-, tækni- og þjónustusýning í Menntaskólanum á Isafirði á veg- um Lagnafélags Islands. Alls sýndu 37 fyrirtæki framleiðslu sína, vöm og þjónustu. Á sýning- unni bámst Menntaskólanum gjafir frá mörgum fyrirtækjanna, sem munu nýtast skólanum við kennslu. Skipasmíðastöð Mars- ellíusar á ísafirði gaf hillur, Póls- tækni á ísafirði gaf afslátt af tölvuvog, Félag slökkviliðs- manna Isafirði gaf eldvamateppi, Vélvirkinn Bolungarvík gaf pen- ingaupphæð, Jón Fr. Einarsson Byggingarþjónustan Bolungarvík gaf rafdrifið skrúfjám, Héðinn vélaverslun Reykjavík gaf sund- ursagaðan Danfoss loka, ísleifúr Jónsson Reykjavík gaf bók, Sindrastál Reykjavík gaf tölvu- stýrða borvél, Isaga Reykjavík gaf logsuðutækjasett, K. Auðuns- son Reykjavík gaf sundurtekið hreinsitæki, Hátækni Reykjavík gaf myndbandaspólu til kennslu, Bykó Kópavogi gaf sundurtekinn miðstöðvarofn, Húsasmiðjan Reykjavik gaf viftu, Tæknival Reykjavík gaf rafmagnshitamæli, Landssmiðjan Reykjavík gaf varmaskiptaplötu, Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins gaf bókina Hitun húsa, Iðntækni- stofnun íslands gaf bækur, O. Er- lingsen Reykjavík gaf topplykla- sett, Loflræstiþjónustan Reykja- vík gaf myndbandaspólu til kennslu. Guðrnn í stað Guðrúnar Guðrún Halldórsdóttir skóla- stjóri Námsflokka Reykjavíkur mun taka sæti á Alþingi í haust í stað Guðrúnar Agnarsdóttur, sem hefur sagt af sér þingmennsku frá og með 1. október. Þetta er í sam- ræmi við þá viðmiðunarreglu Kvennalistans, sem samþykkt var Kristján Fr. Guðmundsson sýnir um þessar mundir málverk á Biminum á Njálsgötu. Sýningin er opin frá 8.30 til 20 og lýkur 7. október. á landsfúndi 1986, um að engin kona gegni lengur fúlltrúastörfum á Alþingi eða í sveitarstjómum en að hámarki 6-8 ár. Guðrún Hall- dórsdóttir skipaði 4. sæti Kvenna- listans í Reykjavík í síðustu Al- þingiskosningum. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 2. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.