Þjóðviljinn - 02.10.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Kvikmyndasióður
Engir
peningar til
Þorsteinn Jónsson: Erum búnir að biðja um fé
frá öðrum Norðurlöndum og okkur er varla
stœtt á að segja núna: „Nei takk Svavar
Gestsson: Svarið í dag er að það eru engir
peningar til
Fulltrúar Kvikmyndasjúðs
íslands gengu á fund
menntamálaráðherra á föstu-
dag og báðu um 50 milljón kr.
aukafjárveitingu svo hægt væri
að gera íslenska kvikmynd á
næsta ári í samvinnu við hin
Norðurlöndin. Svavar Gestsson
sagðist myndu leggja málið fyr-
ir ríkisstjórn nú í vikunni.
ivMálið er að við báðum um
90 milljón kr. aukaíjárveitingu í
júlí til þess að taka þátt í samnor-
rænu verkefni sem er fólgið í því
að öll Norðurlöndin framleiði
hvert sína leiknu mynd og íjár-
magni þær sameiginlega. Til þess
að Island geti tekið þátt í þessu
þarf kvikmyndasjóður á aukafjár-
veitingu að halda,“ sagði Þor-
steinn Jónsson _ forstöðumaður
Kvilariyndasjóðs íslands.
Astæður þess að nú er farið
fram á næstum helmingi lægri
upphæð en í júlí er sú að norræni
kvikmyndasjóðurinn hefiir lofað
að styrkja íslensku myndina. „Þar
reiknum við með 30 millj. kr.,“
sagði Þorsteinn. „Síðan hef ég
fengið samþykki norrænu kvik-
myndastofnananna að leggja
helmingi meira fram í okkar
verkefni heldur en við leggjum
fram í þeirra verkefni, sem þýðir
20 millj. kr. mismun."
Þannig að verk sem ætti að
kosta 90 til 100 millj. kostar ís-
lendinga 50 millj., auk þess yrðu
myndimar markaðssettar sameig-
inlega á hátt sem við myndu
aldrei annars hafa efni á,“ sagði
Þorsteinn.
Svavar Gestsson, mennta-
málaráðherra, sagði að staðan í
dag væri hinsvegar að engir pen-
ingar væm til, en að hann hygðist
leggja málið fýrir ríkisstjómar-
fund seinna í vikunni. „Ég neita
að trúa að þetta fáist ekki,“ sagði
Þorsteinn og bætti því við að Is-
lendingar hefðu ekki efni á að
henda frá sér þessum peningum.
„Enda getum við ekki staðið í því
að vera búnir að biðja um peninga
ffá hinum Norðurlöndunum og
segja svo „nei takk“.“
„Staðan i Kvi kmyndasj óðn-
um í dag er að til íslenskra kvik-
mynda emm við búnir að fá 104
milljónir kr. og hefur það aldrei
verið meira,“ sagði Svavar. „70
millj. komu úr kvikmyndasjóði,
16 millj. úr norræna kvikmynda-
sjóðnum, 5 millj. í aukafjárveit-
ingu og 12 millj. úr evrópska
kvikmyndasjóðnum. Svo er verið
að biðja um meira. En það er klárt
að svarið i dag er að það em eng-
ir peningar til, en spumingin er þá
hvort menn fara að reyna að
öngla einhveiju saman og það
munum við athuga,“ sagði Svav-
ar.
-gpm
Sveitarstiórnarmenn
Vilja verkalýðinn úr
húsnæðisnefndum
Sveitarstjórnarmenn vilja
losna við fulltrúa verka-
lýðsfélaga úr húsnæðisnefnd-
um, en verkalýðshreyfingin á
nú þrjá fulltrúa af sjö í nefnd-
unum. Húsnæðisnefndir hafa
umsjón með öllu félagslegu
húsnæði sveitarfélaga, en deil-
ur hafa sprottið upp undan-
farna mánuði um verksvið
nefndanna og skipan þeirra.
Húsnæðisnefhdir taka við
hlutverki stjóma verkamannabú-
staða samkvæmt nýjum lögum
um Húsnæðisstofhun ríkisins. I
ályktun Sambands íslenskra
sveitarfélaga segir brýnt að
Taflfélag Reykiavíkur
Evrópukeppni
í Reykjavík
í dag og á morgun fer fram
viðureign keppnissveitar Taflfé-
lags Reykjavíkur og vestur-
þýska liðsins Solingen. Viður-
eignin er liður í Evrópukeppni fé-
lagsliða í skák og er T.R. komið i
fjögurra liða úrslit.
Þessi keppni er mjög sterk og
sem dæmi má nefha að í liði So-
lingen era Nigel Short og Boris
Spassky. Asamt T.R. og Solingen
em í fjögurra liða úrslitunum tvær
sovéskar sveitir. Ef T.R. vinnur So-
lingen mun það keppa við aðra sov-
ésku sveitina um titilinn Evrópu-
meistari félagsliða 1989-90. ns
breyta ákvæði laganna um skipan
nefhdanna þannig „að lýðræðis-
lega kjömar sveitarstjómir skipi
alla fulltrúa húsnæðisnefnda án
tilnefningar utanaðkomandi að-
ila, enda er sveitarfélögunum ætl-
að að bera fulla ábyrgð á verkefn-
um nefhdanna".
Sem kunnugt er hafa víða
komið upp deilur milli verkalýðs-
félaga og sveitarstjóma um skip-
an og verksvið þessara nýju
nefhda, enda em ákvæði laganna
um þessi atriði mjög óskýr og
reglugerð hefur enn ekki litið
dagsins ljós.
Þannig telur stjóm fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna í
Reykjavík sig eiga að tilnefna tvo
menn í húsnæðisnefnd borgarinn-
ar. Félagsmálaráðherra tekur und-
ir þá skoðun. Borgarstjómar-
meirihlutinn bað hins vegar ein-
stök félög launafólks að tilnefna í
nefndina og þau hafa orðið við
því.
I Hafharfirði hafa orðið vem-
legar deilur um verksvið húsnæð-
isnefndar. Eins og Þjóðviljinn
skýrði ffá siðast liðinn laugardag
hefur bæjarstjóm Hafnarljarðar
ráðið nefhdinni framkvæmda-
stjóra gegn vilja meirihluta
nefndarmanna. Ekki er séð fýrir
endann á þessum deilum milli
húsnæðisnefndar og bæjarstjóm-
ar í Hafnarfirði, en reglugerðar
með lögunum er beðið með
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra f ræðustóli, en á miðri myndinni situr Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, nýkjör-
inn formaður stjómar Sambands fslenskra sveitarfélaga. Vilhjálmur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og tekur við
fomaennsku af flokksbróður slnum á Seltjamamesi, Sigurgeiri Sigurðssyni.
Mikilvæg baráttumál í höfn
Samskipti ríkis og sveitarfé-
laga voru í brennidepli á
þingi Sambands íslenskra sveit-
arfélaga sem haldið var i
Reykjavík fyrir helgi, enda
hafa ýmsar breytingar verið
gerðar í þeim efnum á undan-
förnum árum. Þar ber hæst ný
lög um tekju- og verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga.
Mestur tími þingfulltrúa fór þó
í deilur um lagabreytingar og
skipan fulltrúaráðs og stjórnar
sambandsins næstu fjögur árin.
Þegar skipað er í þessi trúnað-
arstörf þarf að gæta vel að jafn-
vægi milli flokka annars vegar og
milli landshluta hins vegar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
yfirburðastöðu í sveitarstjómum
landsins eftir kosningasigurinn í
vor. Þetta á ekki síst við um
Reykjavík, þar sem flokkurinn
vann sinn stærsta sigur frá upp-
hafi. Kosning Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar í embætti formanns
stjómar sambandsins þarf því
ekki að koma á óvart. Vilhjálmur
er einn af þungavigtarmönnunum
í borgarstjómarliði Sjálfstæðis-
flokksins, en hann tekur við emb-
ættinu af flokksbróður sínum á
Seltjamamesi, Sigurgeiri Sig-
urðssyni.
AB missir stjórnar-
mann
Stjómarmenn skiptast sam-
viskusamlega milli landshluta
annars vegar og milli flokka hins
vegar. Jón G. Tómasson er annar
fulltrúi Reykjavíkur og Sjálfstæð-
isflokksins. Ingvar Viktorsson er
annar tveggja fulltrúa Alþýðu-
flokksins í stjóminni. Hann er
bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og því
jafnframt fulltrúi Reykjaness.
Hinn Alþýðuflokksmaðurinn er
Ingvar Ingvarsson, bæjarfulltrúi á
Akranesi og fulltrúi Vesturlands.
Ólafur Kristjánsson er bæjarstjóri
í Bolungarvík, fulltrúi Vestíjarða
og Sjálfstæðisflokksins. Valgarð-
ur Hilmarsson, oddviti í Engihlíð-
arhreppi í Austur- Húnavatns-
sýslu, er Framsóknarmaður og
fulltrúi Norðurlands vestra. Sig-
ríður Stefánsdóttir er eini fulltrúi
Alþýðubandalagsins i stjóminni,
en hún er forseti bæjarstjómar á
Akureyri og þvi um leið fulltrúi
Norðurlands eystra. Alþýðu-
bandalagið átti tvo fulltrúa í frá-
farandi stjóm, Þórð Skúlason og
Kristin V. Jóhannsson. í ljósi
slakrar útkomu flokksins í síðustu
kosningum og þeirrar staðreyndar
að Þórður er verðandi fram-
kvæmdastjóri sambandsins, þykir
rétt að flokkurinn eigi aðeins einn
fulltrúa í stjóminni.
Sárabót Reyknesinga
Framsóknarmaðurinn Krist-
ján Magnússon, hreppsnefndar-
maður á Vopnafirði, er annar full-
trúi Framsóknarflokksins og full-
trúi Austurlands um leið. Fulltrúi
Suðurlands er oddviti Sjálfstæð-
isflokksins á Selfossi, Bryndís
Brynjólfsdóttir.
Sjálfstæðisflokkurinn á því
fjóra fulltrúa af níu, þar á meðal
formann stjómar. Framsóknar-
flokkurinn á tvo, Alþýðuflokkur-
í BRENNIDEPLI
Samskipti ríkis og sveitar-
félaga voru í brennidepli
áþingi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga sem
haldið var í Reykjavík jyr-
ir helgi, enda nafa ýmsar
breytingar verio gerðar í
þeim ejnum á unaanförn-
um árum.
inn tvo, en Alþýðubandalagið
einn.
Reyndar kom fram tillaga um
að stjómarmönnum yrði fjölgað
úr níu í tíu svo koma mætti að
viðbótarfulltrúa frá Reykjanesi,
en tillagan var felld. Reyknesing-
ar fengu þó nokkra sárabót í skip-
an fulltrúaráðs og eiga nú einn
fulltrúa þar umffarn önnur kjör-
dæmi utan Reykjavíkur. Fulltrúa-
ráðið var áður skipað 34 fulltrú-
um, en þeim hefur nú verið fjölg-
að i 45. Reykvíkingar eiga þar níu
fulltrúa, Reyknesingar sex, en
önnur kjördæmi eiga fimm full-
trúa hvert. Aður áttu Reykvíking-
ar fjóra fulltrúa, en hin kjördæm-
in þijá hvert.
Ölvismál endurtaka
sigekki
Sú breyting var jafnframt
gerð á lögum sambandsins að
stjómarmenn verða jafhffamt að
eiga sæti í fulltrúaráðinu. Sú til-
laga kom fram að fulltrúaráðið
réði skipan stjómarinnar, en hún
var felld. Þess í stað samþykkti
þingið breytingartillögu Guð-
mundar Áma Stefánssonar, bæj-
arstjóra í Hafnarfirði, um að þing-
ið kjósi stjómarmenn úr röðum
fulltrúaráðsmanna.
Af öðmm lagabreytingum
má nefna að eftirleiðis sitja menn
í stjóm á milli þinga, en ekki að-
eins ffam að næstu kosningum.
Eins og menn rekur minni til kom
upp deila um seturétt ÖIvis Karls-
sonar í stjóminni þegar ráða átti
ffamkvæmdastjóra sambandsins i
sumar. Ölvir lét af störfiun í sveit-
arstjóm eftir kosningar og sam-
kvæmt lögum sambandsins átti
hann þess vegna ekki seturétt
lengur. Breytingin á að koma i
veg fýrir uppákomur eins og þá
sem varð í sambandi við ráðningu
ffamkvæmdastjóra.
Baráttumálíhöfn
Samband sveitarfélaga er
fýrst og ffemst hugsað sem sam-
eiginlegur vettvangur sveitarfé-
laga gagnvart ríkisvaldinu. Yms-
ar breytingar hafa orðið á þessum
samskiptum á siðustu ámm, en
hæst ber ný lög um verka- og
tekjuskiptingu.
í skýrslu fráfarandi stjómar
segir að með þessum lögum hafi
helstu baráttumál sambandsins
komist í höfn. Nýju lögin um
tekjustofna sveitarfélaga inni-
halda ákvæði um jöfnunarsjóðinn
og að áliti fráfarandi stjómar geta
þau skipt sköpum um að gera
minni sveitarfélögum kleift að sjá
„íbúum sínum fýrir þeirri þjón-
ustu, er samfélagshættir nútíma
þjóðfélags krefjast", eins og segir
i skýrslu stjómar.
Áður var jöfnunarsjóðurinn
stöðugt bitbein ríkisins og sveit-
arfélaganna, enda skerti rikið
ffamlög til sjóðsins ár frá ári.
Auknum álögum mót-
mælt
Megininntak verkaskiptalag-
anna er að saman fari ffumkvæði,
ffamkvæmd og fjárhagsleg
ábyrgð. Það þýðir að sveitarfélög
sjá nú alfarið um ffamkvæmd og
fjármögnun ákveðinna verkefna,
en losna jafnffamt við verkefhi
sem þau höfðu lítil sem engin
áhrif á fjárhagslega. Nú er bygg-
ing skólahúsnæðis til að mynda
alfarið í höndum sveitarfélaga, en
ffamlög þeirra til atvinnuleysis-
trygginga og til sjúkrasamlaga
falla niður.
En samtímis þessum nýju
lögum tóku gildi lög um virðis-
aukaskatt. I skýrslu stjómar er
fullyrt að þau hafi numið brott að
verulegu leyti þann ávinning sem
sveitarfélögin áttu að fá af nýju
lögunum um verkaskiptingu. Éft-
ir gildistöku laga um virðisauka-
skatt hafa verið gefnar út reglu-
gerðir um endurgreiðslu skattsins
á ýmissi þjónustu sveitarfélaga,
en sveitarstjómarmenn telja ekki
nógu langt gengið. Þingið sam-
þykkti ályktun þar sem harðlega
er mótmælt auknum álögum á
sveitarfélög vegna upptöku virð-
isaukaskatts. Þar er einnig skorað
á stjóm sambandsins að beita sér
fýrir því að virðisaukaskattur af
framkvæmdum og lögbundinni
þjónustu sveitarfélaga verði end-
urgreiddur.
-gg
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3