Þjóðviljinn - 02.10.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.10.1990, Blaðsíða 12
þJÓOVIUINN Þriðiudaaur 2. október 1990 —183. töiublað 55. áraanaur SPURNINGIN Þriðjudagur 2. október 1990 —183. tölublað 55. árgangur SÍMI 68 13 33 SIMFAX 68 19 35 RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjonusta Sími 641012 Ætlarðu á eitthvert námskeið í vetur? Alma Ragnarsdóttir nemi: Nei, ég held ekki. Ég hef aldrei farið á neitt námskeið. Sennilega vegna þess að ég hef bara ekki látið verða af því. Þeir félagar Ari Kristinn Jónsson og Agnar Jónsson í Þjóðarbókhlöðunni þar sem sýningin Tölvur á tækniöld verður opnuð á morgun. Mynd: Krisb'nn. Hlín Gylfadóttir nemi: Nei, það er svo mikið að gera hjá mér. Ég hef ekki gefið mér tíma til þess. Bragi Eyjólfsson verkstjóri: Nei, ég fer ekki á neitt námskeið. Ég hef aldrei farið á slíkt. Ætli það sé ekki bara framtaksleysi hjá manni. Sólveig Kristinsdóttir húsmóðir: Nei, ég geri ekki ráð fyrir því. Ég hef vissulega áhuga á einhverju slíku, en ég er alltaf svo sein að taka ákvörðun. Ég fer kannski eft- ir áramót. Tölvusýning Tölvurá tækniöld Tölvunarfrœðinemar í HI standa fyrir mikilli tölvusýningu í Þjóðarbókhlöðunni. Yfir 30 sýnendur með alltþað nýjasta í tölvutækni í Þjóðarbókhlöðunni verður opnuð á morgun gríðarmikil tölvusýning, sem tölvunarffæði- nemar við HÍ standa fyrir. Sýn- ingin ber yfirskriftina Tölvur á tækniöld og stendur til 7. október. Það hefur skapast hefð fyrir þvi að tölvunarfræðinemar standi fyr- ir sýningum sem þessari og sú síðasta var fyrir tveimur árum. Það er talið nauðsynlegt að hafa svona sýningar á minnst tveggja ára fresti, því þróun í tölvuiðnaði er mjög ör. Agnar Jónsson og Ari Krist- inn Jónsson eru meðal þeirra sem standa að sýningunni og segja þeir að sýning sem þessi sé mjög stórt og áhugavert verkefni og gott fyrir þá að koma i fram- kvæmd þvi sem tölvunarfræði- nemar hafa verið að læra. Og ástæðan fyrir því að tölvunar- ffæðinemar sjá um sýninguna sé ekki síst sú, að þetta er aðalfjár- öflunarleið þeirra fyrir námsferð næsta sumar. - Er ekki óvenjulegt að nem- endur standi fyrir svona sýningu? Eru það ekki oftast fyrirtæki eða hagsmunaaðilar sem gera það? - Nei, það er eiginlega orðin venja. í byrjun voru það einhver kaupstefhufyrirtæki sem sáu um sýningamar, en síðan komst það á að tölvunarffæðinemar tækju svona verkefni að sér. Fyrirtækin hafa treyst okkur til að sjá um þetta. Þetta er í fjórða eða fimmta sinn sem tölvunarffæðinemar sjá um svona sýningu. Það byijaði smátt en hefur stækkað með áiun- um og sýningin fyrir tveimur ár- um var mjög stór og við ætlum að gerajafnvel og þá. - Hvað verða mörg fyrirtæki með í sýningunni? — Það verða yfir þrjátíu fyrir- tæki. Það er alveg fullbókað og öll pláss farin. - Hvers vegna haldið þið sýninguna í Þjóðarbókhlöðunni? - Við ætluðum upphaflega að hafa hana í Laugardalshöll, en vomm of seinir vegna sjávarút- vegssýningarinnar. Þá fórum við á stjá og fundum loks þennan stað. Eftir mikið skraf og ráða- gerðir við byggingamefhdina var ákveðið að við fengjum þetta hús gegn því að við stæðum fyrir og borguðum allar framkvæmdir sjálfir. Það kemur í staðinn fyrir leiguna á húsnæði og kemur eig- inlega jafnt út og ef við hefðum verið í Laugardalshöllinni. Síðan seljum við fyrirtækjunum pláss, en hin eiginlega fjáröflun er sala á aðgöngumiðum á sýninguna. - A sýningunni verða ýmsar nýjungar i tölvutækni. Hveijar em þær helstu? - Það er til dæmis flugherm- ir. Það er æfingatæki fyrir bæði tilvonandi flugmenn og starfandi flugmenn. í flugherminum em menn þjálfaðir í að bregðast við ýmsum óþægilegum uppákomum sem mögulega geta komið uppá í flugi. Þá ætla þeir Helgi Olafsson og Margeir Pétursson stórmeist- arar að tefla fjöltefli við nýjustu og sterkustu skáktölvumar á markaðnum. Þá verður kynning á tölvu- veiram, bæði hveijar þær em og hvemig á að varast þær. Tölvu- stýrt LEGO verður kynnt og það er í fyrsta sinn sem slíkt er sýnt á Islandi. A sýningunni gefst böm- um tækifæri til að smíða og for- rita eigin róbóta, teiknara, lyftara, umferðarljós og hvað sem þau vilja. Ættfræðiforritið Espólín verður kynnt og líka ÍSBLISS sem er tjáskiptaforrit fyrir fatlaða. Nýjasta tækni í tölvutónlistar- heiminum verður kynnt, og von- andi fáum við einhvem tónlistar- mann á sýninguna. Myndlistar- maður verður á sýningunni og sýnir gestum hvemig hægt er að nota tölvur í myndlist, og fleira og fleira. Sem fyrr segir verður sýning- in opnuð á morgun og verður op- in frá kl. 19-22. Á fimmtudaginn verður hún opin frá kl. 14—22, á fostudaginn frá 14-22, á laugar- dag frá kl. 10-20 og á sunnudag frá kl. 10-20. ns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.