Þjóðviljinn - 02.10.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.10.1990, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Barna- menningin í tengslum við Alþjóðaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um bamavemd um helgina hefur athygli beinst að kjörum ungmenna um víða veröld. Nýtt Helgarblað Þjóðviljans birti yfirfit um þær efnahags- og félagslegu aðstæður sem valda m.a dauða 40 þúsund bama á hverjum sólarhring vegna vannæringar og sjúkdóma. Þessar upplýsingar eru þeim mun hrikalegri þegar þess er gætt að tiltölulega litla Ijármuni þarf til að lina þjáningar þeirra og koma í veg fyrir dauðfsföll. Hins vegar ná tímabundnar hjálparaðgerðir skammt, með- an ekki verða grundvallarbreytingar á stjómmála- og efna- hagskerfi þróunarríkjanna og þeim gert kleift að taka á eði- legan hátt þátt í markaðskerfi heims. Sú lota GATT-við- ræðnanna sem kennd er við Úrúgvæ og Ijúka skal á þessu ári, beinist ekki hvað síst að því að jafna samkeppnisað- stöðu fátæku þjóðanna með því að koma í veg fyrir undir- boð og markaðsstýringu iðnríkjanna. Iðnríkin hafa það á samviskunni að vemda innlenda framleiðslu þannig að þró- unarríki hafa á mörgum sviðum ekki haft raunhæfa mögu- leika á að flytja út hráefni sín og afurðir vegna þess ofur- valds sem ríku þjóðimar hafa beitt í eiginhagsmunaskyni. Verði sú raunin, að takist að draga úr eða afnema niður- greiðslur, útflutningsbætur og ívilnanir þær sem iðnríkin hafa beitt til að vemda innlenda framleiðslu, ættu að geta skap- ast nýir möguleikar til þeirrar raunhæfu bamavemdar sem eykur lífslíkur og velferð, eftir því sem hagkerfum þróunar- ríkjanna vex fiskur um hrygg. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra var einn ræðumanna á bamaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og minnti á, að þótt lífslíkur bama á íslandi séu þær bestu í heimi, hafi velferð bama ekki komið af sjálfu sér, heldur hafi ísland risið úr fátækt. Á nítjándu öldinni dóu um skeið 50% bama á íslandi innan árs frá fæðingu. Við þekkjum þær að- stæður sem ríkja í mörgum þróunarríkjanna núna. Forsæt- isráðherra lagði sérstaka áherslu á menntun og læsi í ræðu sinni hjá Sþ. Svo mikil áhersla var lögð á þessa þætti hjá ís- lendingum, að „það gat hent að menntunin nyti forgangs fram yfir nauðsynlega heilsugæslu", eins og Steingrímur Hermannsson komst að orði. En læsið pg menntunin varð lykillinn að nútímaþjóðfélaginu, þar sem ísland hefur skipað sér í fremstu röð meðal þjóða. Forsætisráðherra vék hins vegar að mikilvægi eigin menningararfleifðar og þjóðar- ímyndar, sem þyrfti að skjóta sterkari stoðum undir, „áðuren alþjóðleg kerfi og tækni ná þar að hafa áhrif. Þjóðir þriðja heimsins ættu einnig að hafa eigin menningu að leiðarljósi, en ekki annarra, er þær byggja upp menntakerfi fyrir eigin ungviði", eins og Steingrímur orðaði það. Þessi ábending á að vísu fullt eins mikið erindi til okkar sjálfra og til þróunarríkj- anna. Þótt við höfum að minnsta kosti til skamms tíma stát- að af styrkri þjóðlegri hefð og menningu, sem verið hefur bakhjarl bamamenningarinnar, er ekki laust við að sumum þyki hin erlendu áhrif gægjast alltof víða fram og skyggja jafnvel á það sem hingað til hefur verið talið traustast og helgast í arfleifð íslendinga. Menntamálaráðuneytið gengst fyrir átaki um þessar mundir undir heitinu „Bömin skapa heiminn" og reynt er inn- an ramma þess að virkja æskuna til frjórrar sköpunar, ekki síður en að kynna þeim listir og menningu í návígi. Kynnin við þjóðlegan arf eru sannariega mikilvæg, en sjálfur kjam- inn í þjóðmenningunni er sköpunarmátturinn. Það er ekki nóg að vemda eldri verðmæti og siði, nýsköpun á þjóðleg- um grunni er hin eiginlega og eilífa sjálfstæðisbarátta. ÓHT Hverjum skal trúa? Þegar mikið er í húfi eins og þegar tekist er á um álver, hvar það eigi að rísa og með hvaða skilmálum, þá kemur upp eilífð- arspuming: hverjum ber helst að trúa? Sá sem vill trúa stjómmála- mönnum fær fljótt á baukinn fyrir sina trúgimi. Honum er sagt: Þeir mæla svo sem atkvæðin vilja. Þeir láta stjómast af sinni stöðu í flokki og kjördæmi og gera þau rök að sínum sem þeir þurfa á að halda. Og sjá ekki önnur. Vísaðá sérfræðinga Þar með er mönnum vísað á sérfræðinga. Sérffæðinga í hag- vexti, orkuverði, eftirspurn eftir málmum. Þeir hljóti að sitja uppi með sannleikann í málinu. En sú trú er lika skammgóður vermir.I fyrsta lagi er ekki eins auðvelt að fínna „óhlutdræga“ sérfræðinga og menn halda. Þegar miklar ffamkvæmdir em í vænd- um getur fjöldinn allur af hag- fróðum, verkfróðum og markaðs- fróðum átt von á glaðningi í ábatasömum verkefnum. Og látist stjómas af þeirri von. Við vitum líka að sérfróðum hefur oft skjátl- ast eins og þegar verið var að gera raforkusamninga við Alusuisse á sínum tíma. Þá gengu margir sé- fróðir hart fram í því, að heimta að Islendingar gengju strax að mjög gölluðuðm samningi á þeirri forsendu að nú væri hver síðastur að koma vatnsorku í verð. Atómorkan væri að koma og hún væri svo ódýr og hagstæð að engu væri líkt. Misvísandi spár Og svo er annað: Við heyrum mjög misvísandi spár frá sérfróð- um. Einn slíkur getur til dæmis hamast mjög á því að verð sé hátt á áli um þessar mundir og ffam- tíðarhorfur góðar. Annar dregur í Iand sem mest hann má og rekur hátt álverð til tímabundinna að- stæðna og útsmoginnar spákaup- mennsku. (Það var til dæmis ver- ið að vitna í hvorutveggja sjónar- miðin i Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins nú um helgina.) Tíminn er að velta þessum hlutum fyrir sér í sínum helgar- boðskap og leggur þá út af böl- sýnisspá Þráins Eggertssonar um ffamsókn fátæktar á íslandi. Tím- inn rekur með nokkrum armæðu- svip hvemig hver sérfræðingur- inn af öðrum bombardérar lands- menn með rökum með eða móti tilteknum lausnum í orkupólitík, stóriðju o.fl. svo enginn veit leng- ur sitt ijúkandi ráð. (Klippari hef- ur reyndar séð spáskýrslur eftir einn og sama mann um þróunar- horfur í stóriðju og i orkuffam- leiðslu - sú fyrmefnda var svart- sýn en hin síðamefnda bjartsýn, blátt áfram vegna þess að mis- munandi forsendur vom lagðar til gmndvallar.) Nema hvað, Tíma- bréfshöfundur dæsir nokkuð og segir svo: „Þeir sem reyna að fylgjast með lærðum skrifum vel mennt- aðra manna og trúa rökum þeirra sveiflast því iðulega milli bjart- sýni og bölsýni varðandi hinar ýmsu atvinnugreinar, auðlindir, byggðarlög, fijálsa markaðskerf- ið, velferðina og hvaðeina sem um er fjallað af sannfærandi rök- hyggju.“ Stjórnmálamenn og hagfræðingar Við íslendingar emm svosem ekki einir um að vera í nokkmm vanda þegar menn ætla sér að meta saman málflutning stjóm- málamanna og svo sérfræðinga. Merkileg dæmi um þetta sama höfum við úr Sovétríkjunum um þessar mundir, þar sem hart er deilt um áætlun kennda við hag- fræðinginn Shatalín og hans starfshóp, en með henni á að koma á markaðsbúskap í landinu á 500 dögum. Gorbatsjov forseti hallast á sveif með Shatalín, en hefur samt hikað við að skrifa upp á áætlun hans eins og hún er. Þessi staða var til umræðu í bandaríska vikuritinu Times á dögunum. Þar vom menn spurðir álits á áætlun Shatalíns og við- brögðum stjómmálamanna við henni. Einn þeirra sem svarar er Robert Heilbroner hagffæðipró- fessor. Hann kemst svo að orði þegar hann ræðir um hið erfiða einstigi milli bráðlætis og sein- lætis í efnahagsmálum: „Gorbatsjov hefur verið gagn- rýndur fyrir of mikla varkámi og hálfvolgar ráðstafanir, en hann kemur fram eins og stjómmála- maður sem verður að bera ábyrgð á þeim erfiðleikum sem breyting- amar hljóta að hafa í for með sér. Shatalín er hagffæðingur og hag- ffæðingar em ávallt reiðubúnir til að taka mikla áhættu vegna þess að þeir eiga lítið á hættu, þeir bera reyndar ekki ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut.“ Venind og vitund Hér er giska vel að orði kveð- ið. Við emm vön því að stjóm- málamenn séu þeir sem haldnir eu óskhyggju, sjá eða sjá ekki það sem þeim kemur vel. En í raun- inni er stjómmálamaður þrátt fyr- ir allt líklegri til að hugsa með ábyrgð um afleiðingar breytinga og nýmæla en hinir sérfróðu. Hann þarf að taka mið af þver- stæðum heildarhagsmuna um- ffam hinn sérffóða, sem hefur til- hneigingu til að hreinsa af borði sínu allt sem tmflar hans útreikn- inga. Og í því íslenska áldæmi sem minnst var á í upphafi kemur það þá í hlut nokkurra stjómmála- manna að hafa markverðar áhyggjur af byggðaröskun og tví- sýnu í orkusölu og mengun, með- an hinir bráðlátu úr sama hópi sanka að sér þeim sérfræðinga- álitsgerðum sem best falla í þeira kram. Og á nú vel við að vitna í Karl gamla Marx sem sagði: „Vemnd ákveður vitund“ - þeas. staða manna í samfélaginu ræður ótrú- lega miklu um það hvemig þeir hugsa. Eða hugsa ekki. þJÓÐVIUINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdasfjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Ami Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdls Ellertsdóttir, Dagur Þorfeifsson, Elías Mar (pr.), Garöar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hiidur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigrfður Siguröardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guörún Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdótör, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingan Síðumúla 37, Rvlk. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.