Þjóðviljinn - 09.10.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.10.1990, Blaðsíða 1
Álmálið Nýtt orkusölufyrirtæki Áiver er óhagkvœm fjárfesting segir í trúnaðarskýrslu hagfrœðingahóps. Finnbogi Jónsson: Sannfœrandi rök að ýmsu leyti. Þórður Friðjónsson: Býsna gallað álit Áhœttan minnkar ef stofnað verður nýtt orkusölufýrirtæki utan Landsvirkjunar. Haukur Tómasson: Ekki verið að nýta alla vœnlegustu virkjunarkostina Þórður Friðjónsson,forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir í tilefni umræðna um áhættuna af samningsdrögunum við Atl- antsál, að það hafi borið á góma, .hvort rétt sé að stofna sérstakt fyrirtæki um virkjan- irnar og orkusöluna í þessu til- viki og skilgreina þannig áhætt- una innan eins fyrirtækis. Áhættusala orku til stóriðju sé annað en orkusala til heimila og annarra fyrirtækja. Þórður bendir á að þessi kostur sé þeim mun fýsilegri að margra mati vegna þess að fjármagna mætti þetta nýja orkusölufyrirtæki að hluta með fjármagni frá einka- geiranum. Þjóðviljanum er kunnugt um að innan framkvæmdavaldsins hefur verið viðraður sá möguleiki að losa Landsvirkjun og þjóðina þannig undan áhættunni og bent á að þessi háttur sé víðast tíðkaður erlendis. Þórður Friðjónsson upplýsti þetta vegna umræðna um trúnað- arskýrslu um stóriðjumál sem Sjónvarpið skýrði frá á sunnu- dagskvöldið. Skýrslan var kynnt sem hagfræðileg úttekt virtra og reyndra hagfræðinga sem teldu nýtt álver ekki hagkvæma fjár- festingu og að enginn hagnaður yrði af orkusölu til Atlantsáls- hópsins. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að sér og sérfræðingum stofnunarinnar sýndist af fréttum að þetta væri býsna gallað álit, en erfitt væri að rökræða óséða skýrslu. Varðandi þjóðhagslegu áhrifm virtist ótví- ræður ávinningur af nýju álveri. En af sjónarhóli Landsvirkjunar sé óneitanlega talsverð viðskipta- leg áhætta í dæminu og eðlilegt að spyija hvort hún sé of mikil. Síld Vertíðin hafin „Við bíðum eftir að hann fari að dimma áður en við reynum við síldina. Að vísu höfum við ekki mikið orðið varir, en það þýðir ekki annað en að vera bjartsýnn á vertíðina,“ sagði Ingvi Rafn skipstjóri á Guðmundi Kristni. Þeir voru seinni partinn í gær á Berufjarðardýpi um 50 sjómílur frá landi og ásamt fjórum öðrum síldarbátum. Á hádegi á sunnudag gátu þeir sem hafa til þess tilskilin leyfi byrjað að veiða síld. Nokkrir bátar fengu þó leyfi nokkru áður til að veiða síld í frystingu. Af afla þeirra að dæma virðist síldin bæði vera stór og góð. Alls hafa 87 bátar leyfi til síld- veiða á vertíðinni sem er þremur bátum fleira en í fyrra, og kvóti hvers báts er um 1.100 tonn. Leyfi- legt er að veiða alls 98 þúsund tonn. -grh Samvæmt frétt Sjónvarspins segir í leyniskýrslunni að verið sé að binda vænlegustu virkjana- kosti landsmanna til langs tíma, orkuverðið 18,3 mills sé byggt á villandi útreikningum Lands- virkjunar, 17 mills sé nærri fram- leiðsluverðinu. Spár um álverð séu of háar og óraunhæft að reikna með 98% nýtingu álvers- ins. Sé Blönduvirkjun ekki talin með í orkuverðsútreikningum hljóti hún að teljast gífúrleg fjár- festingarmistök. Skuldsetning vegna orkuframkvæmda muni hafa neikvæð áhrif á lánskjör Is- Iands og að þjóðartekjur muni að- eins aukast um 0,2-0,5% með til- komu álversins. Áhættumat Þjóð- hagsstofnunar sé rangt og ástæða sé til að efast um opinberar niður- stöður og útreikninga og viðmið- anir varðandi áhrif nýs álvers. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar sagði erfitt að rökræða við huldumenn. Hins vegar vildi hann eindregið fá höf- unda skýrslunnar í heimsókn og fara rækilega yfir efni hennar svo menn geti að minnsta kosti verið sammála um hvað þeir séu ósam- mála. Bæði Þórður og Finnbogi Jónsson, stjómarmaður í Lands- virkjun sögðust telja það ffáleitt að stytta afskriftartíma virkjan- anna, eins og hagfræðingamir vildu, ffekar ætti að lengja hann. Þjóðhagsstofnun telur mjög ólík- legt að raunvextir verði 6% eða hærri næstu áratugina, með við- miðuninni um 5,5% raunvexti væri frekar borð fyrir bám. Síðar í vikunni skilar Þjóðhagsstofnun endurskoðaðri greinargerð ffá því í apríl vegna nýrrar stóriðju. I þjóðhagsáætlun sem verður birt á fimmtudaginn er sérkafli um ál- ver og áhrif þess á þjóðarbúið. Finnbogi Jónsson segir margt í ffétt af leyniskýrslunni mjög sannfærandi og að það liggi fýrir að íslendingar græði hugsanlega ekkert á þessum samningi. Of mikil bjartsýni sé að miða við 5,5% raunvexti, stjóm Lands- virkjunar hafi ekki sagt sitt álit og iðnaðarráðherra beri einn ábyrgð á málinu. Haukur Tómasson, forstjóri vatnsorkudeildar Orkustofhunar segir það alrangt hjá hagffæðing- unum sem sömdu skýrsluna um- deildu, að verið sé að binda væn- legustu virkjunarkosti íslendinga til langs tíma með drögunum að orkusölusamningi við Atlantsál. Skilgreina þurfi í hveiju tilviki fyrir sig hveijir séu bestu kostim- ir og við séum rétt að byija virkj- anaferli okkar. ÓHT Landsbergis kemur að Hótel Sögu I gændag. Mynd: Kristinn. jyr Landsbergis Island hefur hjálpað Landsbergis: Mun rœða við íslenska ráðamenn um frekari stuðning Islendinga. Steingrímur Hermannsson: Kemur vel til greina að gera viðskiptasamninga við Litháen Landsbergis forseti Litháens kom í heimsókn tii íslands í gær, í boði Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra. Við komuna tii landsins sagðist Landsbergis mjög glaður að vera kominn til Islands og hann hlakkaði til að skoða sig um næstu daga. „Island hefúr hjálpað Litháen mikið pólitískt,“ sagði Lands- bergis. Hann byggist við að ræða áframhaldandi stuðning íslend- inga i viðræðum sínum við ís- lenska ráðamenn. En í dag á Landsbergis fund með forsætis- ráðherra og Jóni Baldvini Hanni- balssyni utanríkisráðherra. Að mati Landsbergis er möguleiki á að Litháar nái að gera samkomulag við Sovétmenn innnan árs. Slíkt samkomulag myndi verða um lagabreytingar um samskipti rikjanna sem tryggðu Litháum sjálfstæði eftir fimmtíu ára innlimun. Steingrímur Hermannsson sagði Landsbergis koma hingað til lands að ósk Litháa, en það væri sér mikil ánægja að taka á móti honum. Tilgangurinn með heimsókninni væri að kynna ís- lenskum ráðamönnum stöðu Lit- háens og ræða á hvem hátt Islend- ingar gætu stutt við bakið á Lithá- um. „Við höfúm reynt að styðja þá á öllum alþjóðlegum fúndum og þeir hafa kunnað að meta það,“ sagði forsætisráðherra. íslending- ar hefðu alltaf undirstrikað að þeir viðurkenndu sjálfstæði Lit- háen fullkomlega. En það mætti segja að ákveðin undirstrikun á þeirri viðurkenningu fælist í boði Landsbergis til landsins. Að sögn Steingríms kemur vel til greina að gera viðskipta- samninga við Litháen, þó hann gæti ekki sagt hversu hagstæðir þeir gætu orðið. „Eg hef líka hreyft þeirri hugmynd við forsæt- isráðherra Norðurlandanna, að þau gerðu til að mynda menning- arsáttmála við Litháen,“ sagði Steingrímur. Hann teldi að allir slíkir samningar væm til að stjTkja Litháa. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.