Þjóðviljinn - 09.10.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.10.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Sérkennsluvandi hinna stóru skóla og fjölmennu bekkja Föstudaginn 21. sept. birtist í brennidepli Þjóðviljans grein eftir Ragnar Karlsson blaðamann er fjallaði um sérkennslumál í Reykjavík. Kjaminn í grein þessari var lýsing á þeim alvarlegu erfiðleik- um sem skólar í Reykjavík standa frammi fyrir í sérkennslumálum margra nemenda sinna. Fram kom í greininni að 17- 18% nem- enda þurfa á sérkennslu að halda, vegna margvíslegra erfiðleika, bæði námslega, félagslega og til- finningalega. Sérstaða Reykja- víkur, sem vaxandi stórborgar með þeim félagslega vanda sem því fylgir, var dregin fram í stuttu máli. Grein þessi verður síðan Guð- mundi Inga Leifssyni, fræðslu- stjóra á Norðurlandi vestra, tilefni til vægast sagt undarlegrar rit- smíðar í Þjóðviljanum 29. sept. sl. Grein hans ber þess öll merki að hún er skrifúð af vanstillingu. Þar eru þung orð látin falla, sem betur hefðu verið ósögð. Það sorglega er, að greinin er byggð á misskiln- ingi. Þó svo að sérkennsluvandi Reykjavíkur sé dreginn fram í blaðagrein, þá er svo langt því frá að verið sé að „níða niður skó- inn“ af Guðmundi Inga eða ein- hveijum öðrum. Slíkum ásökun- um vísa ég alfarið á bug sem hveiju öðru asnasparki. Við smíði nýrrar sérkennslu- reglugerðar, er tók gildi nú 1. ág- úst, lagði undirritaður ásamt öðr- um áherslu á, að öll böm ættu rétt á því að fá kennslu í sínum heimaskóla, ef þess væri nokkur kostur. Slíkt er auðvitað ekki gert nema með markvissu þróunar- starfi í hveiju fræðsluumdæmi fyrir sig, þar sem tekið er á öllum þáttum sérkennslunnar, ytra skipulagi, menntun og gæðum þeirrar sérkennslu sem veitt er. Aldrei datt nokkrum okkar, sem unnum að reglugerðinni, til hugar að hægt væri að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd án þess að það kostaði aukin útgjöld ríkisins til allra fræðsluum- Arthur Morthens skrifar dæmanna. Nauðsynlegt væri að efla hvert fræðsluumdæmi sem best til að leysa sinn sérkennslu- vanda heima í héraði. Þessa af- stöðu mína hefur Guðmundur Ingi vitað lengi, enda hef ég hvergi legið á henni, hvorki í ræðu né riti. Vitandi þessa afstöðu mína eru viðbrögð hans við um- mælum mínum mér með öllu óskiljanleg. Sérkennsla Grunnskólinn er fyrir öll böm og unglinga á skólaskyldualdri og skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. „Nem- endur skulu eiga kost á að stunda nám i almennum gmnnskóla í sínu skólahverfi“ segir í nýrri sér- kennslureglugerð. Þrátt fyrir slíka stefnumörkun í grunnskólalögum, aðalnámskrá og sérkennslureglugerð, er skól- inn um margt vanbúinn að veita nemendum sínum kennslu og uppeldi við þeirra þroska og getu. Nemendur em jafn misjafnir og þeir em margir, þeir koma úr mjög mismunandi umhverfi og þurfa því mismunandi námstil- boð. Almenna kennslan fullnægir því ekki, miðað við ríkjandi að- stæður, þörfum allra nemenda. Sérkennslan er tæki sem fræðsluyfirvöld og skólafólk not- ar til að reyna að fullnægja ákvæðum laga um kennslu við hæfi hvers og eins. Sérkennslan er því nánari útfærsla á mark- miðsgrein grannskólalaga. Hér er um sérhæfða kennslu að ræða sem krefst aukinnar menntunar kennara og mikillar fæmi í starfi. Sérkennsiuþörf Sérkennsluþörf ræðst af sam- spili einstaklinga og umhverfis og er háð viðhorfúm og aðstæðum í hverju tilviki. Ytri aðstæður, að- búnaður, staða heimilis, viðhorf skóla, kennsluhættir, félagslegt samspil í bekk, stærð bekkjar ásamt líffræðilegum þáttum skipta mestu. Erlendar rannsóknir, t.d. OMJ-rannsóknin norska og sér- kennsluathugun danska mennta- málaráðuneytisins frá mars 1988, sýna að þörfin fyrir sérkennslu er mjög mismunandi eftir landsvæð- um. Sérkennslukönnun ffæðslu- skrifstofu Reykjavíkur sýnir að 2400 nemendur þurfa sérkennslu um lengri eða skemmri tíma, sem em um 17-18% af heildaríjölda nemenda. Upplausn fjölskyld- unnar og langur vinnudagur for- eldra hefur vitaskuld áhrif á upp- eldisskilyrði bama um allt land. Félagsleg vandamál hrannast upp og aukin starfsemi félagsmála- stofnana sýnir svo ekki verður um villst að staða bama hér á landi er verri en æskilegt er. Vitaskuld hafa þessir þættir áhrif á skólast- starfið. Alvarleg hegðunar- og til- finningaleg vandamál nemenda em meiri nú en áður að mati margra kennara. Jafnframt hefur vanlíðan fleíri bama í yngstu bekkjum vakið athygli þeirra. Stórir skólar og fjöl- mennirbekkir Vissulega em stórir og fjöl- mennir skólar, eins og tíðkast hér í Reykjavík, oftast erfiðari í stjómun og skipulagi en litlir og fámennir skólar. Ég vil þó taka fram, til að fyrirbyggja allan mis- skilning, að litlu og fámennu skólamir eiga svo sannarlega við sinn vanda að etja með sam- kennslu, tíð kennaraskipti og oft- ar en ekki réttindalausa kennara. í Reykjavík em 13 skólar með yfir 500 nemendur og þar af em þrír með yfir þúsund nemend- ur hver. Fjölmennir bekkir em einkennandi fyrir skólastarf í Reykjavík. I skólunum em að meðaltali 22 nemendur í bekk og em allt að 29 nemendur í einstök- um bekkjum. Fjölmennir bekkir hafa margvíslegan vanda í for með sér fyrir kennara og nemend- ur. T.d. má Ijóst vera að í flestum tilvikum er erfiðara að sinna nem- endum með sérþarfir í fjölmenn- um bekkjum, heldur en í fámenn- um bekkjum. Kennarasamband Islands lítur á fækkun í bekkjum sem eitt af framskilyrðum þess að hægt sé að framkvæma markmið gmnnskólalaga um kennslu við hæfi allra bama. Þessir Qölmennu bekkir gera vanda Reykjavíkur, til að sinna öllum nemendum sín- um, enn meiri en ella. Til saman- burðar má benda á að skólaárið 1988-1989 vom 15 nemendur að meðaltali í bekk á Norðurlandi vestra. Af 21 skóla í því fræðslu- umdæmi vom 13 skólar með 14 nemendur eða færri að meðaltali í bekk. (Jón Torfi Jónsson, mars 1989.) I dag em í Reykjavík 21 sér- deild og athvörf fyrir nemendur sem eiga við að glíma alvarlega náms- eða félagslega örðugleika. I þessum sérdeildum og athvörf- um em nú 230 nemendur af2400. Tekið skal fram að öll em þessi úrræði yfirfull og komast mun færri að en sótt er um fyrir. Þessi sérúrræði taka nálægt 36% af sér- kennslukvótanum. Að lokum þetta: A undan- fomum áratug hefúr komið til stórfelld aukning á fjánnagni til sérkennslunnar í gmnnskólum. Þessi aukning hefur nánast öll farið til að jafha þann óeðlilega mun sem orðið hafði milli Reykjavíkur og annarra fræðslu- umdæma. Það er auðvitað gleði- leg þróun og liður í að styrkja jafnrétti til náms hér á landi. (Það skal þó tekið fram að þeir em því miður sorglega margir sem sjá of- sjónum yfir því fjármagni sem varið er til sérkennslumála.) A sama tíma og þessi gleði- lega þróun hefur átt sér stað, með aukið fjármagn til sérkennslu ut- an Reykjavíkur, hefúr hlutur Reykjavíkur nánast staðið í stað í fjöldamörg ár. Á þessum tíma hefur orðið stórfelld aukning á þörf fyrir sérkennslu í Reykjavik og mál þyngst. Slíkt getur ekki gengið lengur án þess að aukið fjármagn komi til. Það er gleði- legt að Guðmundur Ingi Leifsson skuli lýsa því yfir að hann skilji vanda Reykjavíkur. Slíkan banda- mann er nú gott að eiga að bak- hjarli þegar farið verður fram á lausn á þeim mikla sérkennslu- vanda sem kennarar hinna stóm skóla og fjölmennu bekkja standa frammi fyrir í Reykjavík. Arthur Morthens er sérkennslu- fulltrúi Fræðsluskrifstofu Reykja- víkurumdæmis. Sérkennslukönnun frœðsluskrifstofu Reykjavíkur sýnir að 2400 nemendur þurfa sérkennslu um lengri eða skemmri tíma, sem eru um 17-18% afheildarfjölda nemenda. Sameining Þýskalands 3. október - daginn er skipt- ingu Þýskalands lýkur - em tíma- mót mikils hugarléttis, gleðitími. Það finnst öllum þorra samlanda minna, karla og kvenna. Framhjá því skyldi ekki horft, að uppi eru aðrar skoðanir. Ofáum ungmennum i Vestur- Þýskalandi gengur illa að sætta sig við til- hugsunina um einingu (landsins). Nokkrir - sem em ekki úr hópi sístu samborgara okkar - óttast, að lagt verði út á villigötu þjóð- emishyggju. Ymsum íbúum Sam- bandslýðveldisins er væntanlegur kostnaður af sameiningunni áhyggjuefni. Og í hinu fyrra Aust- ur-Þýskalandi hefur margt manna ekki reiknað með að þeirra biði atvinnuleysi eða samfélagslegar þrengingar. Eg er þess fullviss, að innan fárra ára verði allt þetta að baki okkur. Hins vegar er ég ekki viss um viðbrögð evrópskra granna okkar og annarra vinríkja við til- komu stórs Sambandslýðveldis. Eðlisþungi Þýskalands í Evrópu er á ný orðinn íhugunarefni. Spurt er: Neyta Þjóðverjar efnahagslegs og stjómmálalegs máttar síns skynsamlega? Mér finnst ekki undarlegt að slíks skuli spurt. En ég vona að þeir sem horfa til Þýskalands í dag missi ekki sjónar á þrennu, sem miklu varðar: Uppskipting Þýskalands með hervaldi gat ekki verið síðasta orð sögunnar. Hún varð trautt talin trygging stöðug- leika. í öðm lagi, sú lýðræðisskipan, sem á var komið í Þýskalandi fyr- ir rétt liðlega 40 ámm á vestur- svæðunum, hefur sannað að hún stendur af sér áveður. Sú skipan lýðræðis og vestrænnar frjáls- hyggju verður nú yfirfærð á fyrr- eftir Willy Brandt verandi hemámssvæði Ráðstjóm- arríkjanna í Þýskalandi. I þriðja lagi er Þýskaland ekki lengur þjóðriki af hinum gamla toga. Þvert á móti er á því sam- bandsskipan - og verður enn frek- ar í framtíðinni. Þýskaland á þeg- ar sess í Evrópu, ekki einvörð- ungu að samningum, heldur líka í meðvitund fólks. Þýskaland getur nú orðið frumkvöðull að evr- ópskri einingu, sem lengra gengi því sem þegar hefur verið á kom- ið í hinu evrópska samfélagi. Þeir, sem enn ala með sér áhyggjur, skyldu leiða hugann að þeim ytri þáttum, sem stuðluðu að því að 3. október rann upp. Á lög- mæti vesturlandamæra Póllands hefur nú skýlaust verið fallist. Þýskaland verður áfram í Atlants- hafsbandalaginu, en með minni herafla. Afsal kjamorku-, líf- fræði- og efnavopna er að áliti Þjóðverja sjálfra heillaráð, en ekki nauðarráð þeim til auðmýk- ingar. Sovéskur her verður kvaddur á brott og um stærð vestræns her- afla verður á kveðið í samningi. Þetta myndar tilhlýðileg skilyrði til uppsetningar friðarskipanar í Evrópu. Það er meira en vænst var fyrir ári. Fyrir tólf mánuðum átti enginn von á að svo fljótt yrði endi bundinn á skiptingu Þýska- lands - ég veit, að mér a.m.k. kom það ekki til hugar. Vissulega dylst mér ekki, að þessar breytingar hefðu ekki get- að orðið í landi okkar án bylting- anna í austurblokkinni fýrrver- andi. Mér er líka ljóst, að ótrygg staða mála í Ráðstjómarríkjunum og um miðbik Austur-Evrópu get- ur valdið okkur öllum talsverðum vandamálum - ekki aðeins okkur í Þýskalandi. En jafnvel gegnt þessu bak- sviði trúi ég því, að hið útvíkkaða Sambandslýðveldi auki á stöðug- leika. Þýskaland mun leggja af mörkum til breytingarferla á skip- an mála í Austur-Evrópu. Það framlag má ekki og mun ekki verða til þess, að þess gæti síður í öðmm hlutum Evrópu. Við mun- um heldur ekki láta okkur úr minni líða, að heiminum öllum er búin kvöð af gjánni á milli norð- urs og suðurs. Aukin alþjóðleg ábyrgð hvílir nú á Þýskalandi og ég efa ekki, að ÞJóðveijar taki henni vel. Þegar ég horfi í kringum mig, sé ég enga ástæðu til að ég fagni ekki því, sem dagur þessi færir okkur: Lok tímaskeiðs tilbúinnar uppskipt- ingar. (Þýtt úr Financial Times.) Þriðjudagur 9.október 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.