Þjóðviljinn - 10.10.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.10.1990, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. október 1990—190. tölublað 55. árgangur Bvggðastefnan Ríkisþensluna út á land Fimm af hverjum sex nýjum störfum hafa orðið til á höfuðborgarsvœðinu. Flest ný störf verða til íþjónustu og í opin- berri starfsemi. Krafa um að ríkið frystiþenslu sína á höfuðborgarsvœðinu á nœstu árum Rúmlega 18 þúsund ný störf urðu til á árunum 1981- 1988, en þar af varð aðeins eitt af hverjum sex til utan höfuð- borgarsvæðisins. Þessi störf eru nánast öll í opinberri starfsemi og þjónustu og mörg eru til komin vegna beinna ákvarðana stjórnvalda. Byggðastofnun hefur bent á það sem leið til jafnvægis í byggðamálum að ríkið stöðvi þenslu sína á höfuð- borgarsvæðinu, en hleypi henni þess í stað út á landsbyggðina á næstu árum. Fulltrúar Háskólans á Akur- eyri vöktu athygli á þessu á ráð- steftiu byggðanefndar forsætis- ráðherra um mótun byggðastefhu, sem haldin var í Borgamesi á mánudaginn. „Ef það á að vera pólitískt markmið byggðastefnu að snúa við þeirri þróun sem nú er í gangi verður að gera það með því að segja: Næstu 10 þúsund störf i op- inberri starfsemi og þjónustu eiga að vera utan höfuðborgarsvæðis- ins. Þjónustustigið á landsbyggð- inni verður að vera það sama og á höfuðborgarsvæðinu ef stöðva á búseturöskunina," sagði Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávar- útvegsdeildar Háskólans á Akur- eyri. Gert er ráð fyrir því að ný Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóöanna um vamir gegn náttúnjhamfönjm er í dag, en á allshetjaiþingi SÞ í fýrra var samþykkt að helga síðasta ára- tug aldarinnar baráttu gegn tjóni af þeirra völdum. Markmið með áratugnum er að minnka hratt og með markvissu átaki, mann- og eignatjón og félags- og efna- hagslega upplausn sem verður í náttúruhamförum, svo sem jaröskjálftum, fellibyljum, fióðum, aurskriðum, eldgosum, gróðurbrunum, engisprettufaröldmm, þurrkum og öðrum náttúruógnum. I tilefni dagsins hafa Almannavamir riksins látið gera ffæðslumynd um vamir gegn náttúruhamförum og hvemig fólk á að bregðast við þeim. í kvöld verður myndin sýnd á báðum sjónvarpsstöðvunum. Á myndinni er Guðjón Petersen fbrstöðumaður Almannavama í stjómstöð þeirra sem vonandi mun aldrei reyna á. Mynd: Jim Smart W Almálið Ahættunni má verjast Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra, hafnar „hagfræðingaskýrslunni“ og hvetur til stofnunar nýs orkusölufyrirtœkis Iheild tel ég að trúnaðar- skýrsla hagfræðinganna sem Sjóvarpið sagði frá sé byggð á misskilningi, segir Már Guðmundsson, efnahagsráð- gjafi Ólafs Ragnars Grímsson- ar fjármálaráðherra. - Aukning þjóðartekna með nýju álveri verður að mínu mati 1,5-2%, jafvel meiri, segir Már, en þeir spá 0,4-0,5%, sem er út í hött, skattapakkinn einn eykur þjóðartekjur um 0,7%. Það er líka ffáleitt hjá þeim að miða við 6- 7% raunvexti á öllu tímabilinu, 25-35 árum, þótt það hafi gerst á stuttu tímabili upp úr 1980 vegna vitlausrar hagstjómar Reagans Bandarikjaforseta. Vextir hafa farið lækkandi á dollamum á al- þjóðlegum lánamörkuðum, voru um 4% sl. 6 mánuði á Libor-vog, og á þeim lánum sem Landsvirkj- un er að greiða af. Það gengur einfaldlega eklci að raunvextir verði yfir hagvexti um lengri tíma. Endurskoðunarákvæði í ál- samningnum eru mjög mikilvæg. En stofnun nýs orkusölufyrirtæk- is er besta leiðin til að firra okkur áhættunni af því að tengja orku- verðið álverði á heimsmarkaði. Það er hæpin ráðstöfun að fyrir- tæki eins og Landsvirkjun selji orku á almenna markaðinn og sé einnig háð svo stórri áhættufjár- festingu sem nú er rætt um. Nýja fyrirtækið mundi selja Atlantsál orkuna, gæti að meirihluta verið í innlendri eigu, en með takmark- aðri ábyrgð og veði í hlutafé sínu og eignum. Það mundi reisa orku- verin og eiga þau í t.d. 35 ár, eða þangað til við eignumst þau við lok samningstímans, þegar þau eru búin að borga sig upp. Fari orkusölufyrirtækið á hausinn verður það eign lánardrottna til loka samningstímans, en við sleppum við áfallið ef allt fer á versta veg í orkusölumálum. ÓHT Sjá viðtöl á bls. 5. störf á íslandi í framtíðinni haldi áffam að verða til í opinberri Starfsemi og þjónustu, enda er það í samræmi við þróunina á Norðurlöndunum. Hins vegar mun störfum í landbúnaði og sjávarútvegi halda áffam að fækka. Á árunum 1981-1988 fækkaði störfum í landbúnaði um 1147 og um 1291 í fiskvinnslu, samkvæmt tölum ffam Byggða- stofnun. Margrét Tómasdóttir, for- stöðumaður hjúkrunarsviðs Há- skólans, sagði á ráðstefnu byggðanefndar í Borgamesi að ef fjöldi lækna og hjúkrunarffæð- inga á Akureyri, Húsavík og á Sauðárkróki væri hlutfallslega sambærilegur við það sem er í Reykjavík, gætu orðið til hundruð nýrra starfa nyrðra. Margrét segir hundruð ef ekki þúsund ársverka í heilbrigðis- þjónustu á höfuðborgarsvæðinu byggja á þjónustu við íbúa lands- byggðarinnar og spyr: Er þetta byggðastefna? -gg Miðstjórnarfundur Ekki uppgjör á fund- inum „Fundurinn er af okkar hálfu fyrst og fremst hugsaður til að veita upplýsingar um álmálið, en forystumenn flokksins munu ekki Ieggja fram neina tillögu um efnislega afgreiðslu þess. Eg tel að málið sé allsekki á því stigi núna að eitthvert uppgjör geti farið fram um það innan flokks- ins,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son formaður miðstjórnar AB um boðaðan aukafund mið- stjórnar, sem haldinn verður í Hamraborg á laugardag. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis og er stefnt að því ef unnt reynist að honum ljúki á laugardagskvöld. Á fundinum verða flutt nokkur stutt ffamsöguerindi um ákveðna efnisþætti álmálsins. Siðan munu fara fram umræður. Dagskrá fund- arins hefiir verið póstlögð til mið- stjómarmanna. „Við teljum mjög mikilvægt að þeir miðstjómarmenn sem eiga heimangengt komi og fái upplýs- ingar og ræði þetta stóra mál,“ sagði Steingrimur. Steingrímur bætti því við að til þess gæti komið að áður boðuðum aðalfundi miðstjómar, sem halda á 26. til 28. október, verði ffestað. Komi til þess verður það tilkynnt fljótlega. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.