Þjóðviljinn - 10.10.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.10.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR BHMR Ávarpa þingmenn Páll Halldórsson beinir orðum sínum til þing- manna á leið þeirra tilþingsetningar. Hann höfðar til sjálfstæðis þingmanna Við þingsetningu í dag hyggj- ast BHMR-félagar ávarpa þingmenn er þeir ganga frá guðsþjónustu til þingsetningar. Páll Halldórsson, formaður fé- lagsins, mun krefjast þess að al- þingi taki tafarlaust fyrir stað- festingu bráðabrigðalaganna frá því í sumar og hnekki þeim. Félagamir safnast saman á Austurvelli kl. hálfþijú og eftir að Páll hefur ávarpað þingmennina verður fundað á Hótel Borg. BHMR-menn telja mannrétt- indabrot felast í bráðabrigðalög- unum og hafa fyrir hönd eins fé- lagsmanns síns lagt inn stefnu fyrir bæjarþingi Reykjavíkur til kröfu á þeim 4,5 prósentum af launum sem afnumin voru með bráðabirgðalögunum. Stéttarfé- lagið telur setningu laganna bijóta í bága við 2. gr. stjómar- skrárinnar, sem kveður á um þri- skiptingu valdsins, sem og 67. gr., 73. gr. og 28. gr. stjómarskrárinn- ar. Þar sem Alþingi fjallaði um öll tilvik málsins þar með lagasetn- ingu telur BHMR 28. gr. hafa ver- ið brotna. 67. gr. fjallar um eign- arréttarákvæði og sú 73. íjallar um félagafrelsi. Einnig hefur BHMR kært vinnubrögð íslensku rikisstjóm- arinnar til Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar. Bent er á að annar tveggja samningsaðila geti ekki haft rétt til að ómerkja meginefni samnings þegar honum hentar. Líka er bent á að bráðabirgðalög- in ómerki niðurstöðu æðsta dómsvalds um kjör launamanna. Einnig er m.a. bent á að bráða- birgðalögin hafi verið sett með vitund annarra stéttarfélaga sem í sínum samningum hafi gert ráð fyrir að samningur BHMR-félag- anna yrði ómerktur. Páll Halldórsson sagði í gær að málsóknin fyrir bæjarþingi beindist gegn lögunum. „Við vilj- um að aðferð stjómvalda verði hnekkt þannig að stjómvöld verði alvarlega að hugsa sig um áður en sett verði bráðbrigðalög," sagði Páll en hann sagði BHMR fara dómstólaleiðina af fullum þunga því með lögunum frá i sumar sé verið að grafa undan réttarríkinu og BHMR geti ekki tekið þátt í þeirri niðurrifsstarfsemi. Með fundinum í dag og ávarpinu vonast BHMR-félagar til að höfða til einstakra þing- manna svo þeir taki sjálfstæðar ákvarðanir og snúist til vamar lýðréttindum í landinu. -gpm Byggðastofnun Eigið fé aukist um þrjá miljarða Stjórn Byggðastofnunar: Sammála hugmynd- um um atvinnusvœði. Meginforsendan að eigið fé Byggðastofnunar aukist í fimm miljarða Stjórn Byggðastofnunar tel- ur að auka verði eigið fé stofnunarinnar úr 1700 miljón- um króna í fimm miljarða. Þetta telur stjórnin meginfor- sendu þess að hægt verði að hrinda hugmyndum um at- vinnusvæði á landsbyggðinni í framkvæmd. Þetta kemur fram í bókun sem stjóm Byggðastofnunar sam- þykkti fyrir helgi í tilefni af tillög- um byggðanefndar forsætisráð- herra um mótun byggðastefnu. Hugmyndir byggðanefndar vom kynntar á ráðstefnu í Borg- amesi á mánudaginn, þar sem saman vom komnir fulltrúar flestra helstu samtaka og aðila at- Vöruskipti Óhagstæð fágúst I ágúst voru fluttar út vörur fyr- ir tæpar 7.400 miljónir kr. en inn fyrir rúmar 7.900 miljónir kr. Þannig varð vöruskiptajöfnuð- urinn óhagstæður um nær 600 miljónir kr. í sama mánuði í fyrra var hann hagstæður um 1.800 miljónir kr. Fyrstu átta mánuði ársins var vömskiptajöfnuðurinn hagstæður um 3,6 miljarða en var hagstæður fyrstu átta mánuðina í fyrra um 7 miljarða kr. á sama gengi. Sjávar- afurðir vom um 78 prósent alls út- flutnings sem er um tíu prósentum mcira en í íyrra. Að frádregnum sérstökum inn- flutningi, s.s. skipa og flugvéla, hefur innflutningurinn aukist um fjögur prósent miðað við sama tima í fyrra. -gptn vinnulífsins. Þessir fulltrúar viðr- uðu viðhorf sin til byggðamála í erindum á ráðstefnunni og byggðanefnd mun byggja á tillög- um þeirra í starfi sínu. Hugmyndir byggðanefndar byggja á myndun atvinnusvæða þar sem atvinnuþróunarfélög munu stuðla að uppbyggingu at- vinnulífs í samvinnu við banka, stéttarfélög, fyrirtæki og opinbera aðila. Gert er ráð fyrir að upp- bygging atvinnulífs byggist á frumkvæði heimamanna, en að þeir njóti aðstoðar hins opinbera. Byggðastofnun er ætlað vem- legt hlutverk í þessum áformum, en stofnunin telur sig ekki hafa fjárhagslegar forsendur til þess eins og málum er háttað nú. Til þess að stofnunin geti lagt at- vinnuþróunarfélögunum til áhættufé þarf vemlega aukin framlög ríkisins til stofnunarinn- ar, að mati stjómar Byggðastofn- unar. „Án þess er betur heima set- ið en af stað farið,“ segir í bókun stjómarinnar. Stjóm Byggðastofnunar er hins vegar sammála tillögum byggðanefndarinnar um atvinnu- svæði, enda hafa ámóta hug- myndir lengi verið ræddar í stofn- uninni. Jafnframt telur byggða- nefndin að stofnunin þurfi á vem- lega auknu fjármagni að halda. Að sögn Matthíasar Bjama- sonar, formanns stjómar Byggða- stofnunar, hafa ríkisframlög verið að dragast saman á undanfomum ámm, án þess að verkefni hafi minnkað. Því hefur vemlega gengið á eigið fé stofnunarinnar, en framlög hennar til byggðamála hafa að vemlegu leyti byggst á er- lendu lánsfé. -gg Loftbrú: Færeyjar- Grænland- Island Aform eru uppi um að stór- efla flugsamgöngur milli Islands, Færeyja og Græn- lands. Samgönguráðherrar landanna hafa rætt á nokkrum fundum í ár nauðsyn þess að efla samstarf landanna í flug- málum. Á síðasta fundi ráðherranna sem haldinn var fyrir skömmu í Grænlandi var ákveðið að gera úttekt á þessum málaflokki og það kannað hvaða leiðir væm vænlegastar til að flugsamgöngur milli landanna gætu verið sem greiðastar. Margir um hituna Um árabil hefur reglubundnu áætlunarflugi verið haldið úti milli Islands, Grænlands og Fær- eyja. Hins vegar er ekki um að ræða beina tengingu flugs milli Grænlands og Færeyja og hafa ferðalög manna þar á milli verið nokkmm takmörkunum háð. Odin Air og Grönlands Fly annast áætlunarflug milli Islands og Grænlands. Síðar nefnda fé- lagið flýgur reglubundið i sam- vinnu við Flugleiðir á Narsasuak á Vesturströndinni, en Odin Air hefur verið með reglubundna áætlun til Kulusuk á austur- ströndinni. Þetta flug er í tengsl- um við innanlandsflug þessara fé- laga í Grænlandi. Þá hafa Flugleiðir, Sverrir Þóroddsson og Amarflug - Innan- lands annast leiguflug héðan til Grænlands. I áravís hafa Flugleiðir haldið úti reglubundnu flugi milli Is- lands og Færeyja. Flogið er tvisv- ar í viku. Það er vissum erfiðleikum bundið að henda reiður á fjölda flugfarþega á þessum leiðum. Enginn einn aðili hefur slikar upplýsingar skráðar og mörg flugfélög koma við sögu. Þær upplýsingar fengust hjá Odin Air að íjöldi þeirra farþega sem félagið hefur flutt milli land- anna hafí að mestu staðið í stað frá því að félagið hóf reglubundið flug til Grænlands. í fyrra fluttu Flugleiðir á flug- leiðinni Færeyjar-ísland riflega 3700 farþega, en það sem af er ár- inu virðist sem farþegum muni nokkuð fækka í ár. Hins vegar fengust þær upp- lýsingar hjá Flugleiðum að nokk- ur farþegaaukning hefði verið í leiguflugi félagsins til Kulusuk. Flugmiðstöð á Éslandi - Flugsamgöngur milli land- anna hafa verið stirðar, og það er full þörf á að bæta og samræma í BRENNIDEPLI Samgönguráð- herrar Islands, Fœreyja og Grœnlands hafa hug á að efla samstarf land- anna á sviði flugsamgangna flug milli íslands, Færeyja og Grænlands. Við Islendingar get- um þar átt mikilvægra hagsmuna að gæta. Fyrjr það fyrsta gerir miðlæg staða Islands landið mjög heppilegt til að vera eins konar miðstöð samgangna milli land- anna og eins við hinn stóra heim, sagði Steingrímur J. Sigfússon samgöngumálaráðherra, og minnti hann á að mun eðlilegra væri að miðstöð samgangna um norð-vestur-svæðið sem svo er nefnt í embættismannakerfinu, þ.e. ísland, Færeyjar og Græn- land, væri hér á landi fremur en í Kaupmannahöfn eins og nú er. - Annað atriði sem gerir ferðalög í lofti milli landanna örðug er ósamræmi á flugáætlun- um þeirra flugfélaga sem halda uppi samgöngum milli landanna. Að sögn Jytte Marcher hjá Odin Aír er erfitt að sjá það að hægt sé að samræma flugáætlanir milli landanna. - Aðstæður til flugs til og frá Grænlandi eru mjög erfiðar. Veð- ur og birtuskilyrði gera það að verkum að það er mjög erfitt að láta áætlanir í Grænlandsflugi standast. Þar er um allt aðrar að- stæður að ræða en hér á landi eða í Vestur-Evrópu, sagði Jytte. Samstarí - sameining í færeyska blaðinu 14. sept- ember er nýlega haft eftir sam- gönguráðherra Færeyja, Jóngerði Purkhús, að þar sem samgöngur þessara landa í millum byggist f.o.f. á flugi sé mikið hagsmuna- mál að samgöngur mjlli þeirra verði sem greiðastar. I því efni nefnir frúin að hugsanlegt sé að á fót verði komið sameiginlegu flugfélagi landanna þriggja. Hún nefhir að sameiginlegt flugfélag yrði mun styrkara rekstrarlega heldur en mörg og smá félög, en flugfélög í Grænlandi og Færeyj- um hafa átt í umtalsverðum rekstrarerfiðleikum upp á síðkast- ið. Steingrímur J. Sigfusson sagði að tíminn einn yrði að skera úr um hvort sú yrði reyndin að löndin sameinuðust um flugrekst- ur. Hitt væri nærtækara að efla samstarf þeirra flugfélaga sem annast nú flug milli landanna. - Ég hef þegar rætt þessi mál við forsvarsmenn Grönlands Fly og þeir hafa tekið mjög vel í hug- myndir um aukna samvinnu við Islendinga. Sömuleiðis hafa Flug- leiðamenn lýst sig fylgjandi því að ræða möguleika á frekara sam- starfi en þegar er. Á fundi ráðherranna i síðasta mánuði var Steingrími falið að gera tillögur um frekari samvinnu landanna i flugmálum. - Ég býst fastlega til þess að geta lagt þær fyrir á fundi samgöngumálaráð- herra Norðurlanda sem boðaður er í næsta mánuði. Jafnframt samþykktu ráðherr- amir að hlutlausum aðila yrði fal- ið að gera úttekt á samgöngum milli landanna og meta hvaða kostir væru vænlegastir til að efla flugsamgöngur þeirra í millum. Leitað verður eftir stuðningi norrænna sjóða til fjármögnunar á athuguninni. Gagnkvæmur ávinningur - Það þarf ekki að rökstyðja frekar þá gagnkvæmu ávæninga sem löndin hafa af auknu sam- starfi á þessu sviði. I þessu sam- bandi má nefna að við Islendingar höfum boðið Grænlendingum og Færeyingum formlega aðild að okkar landkynningarstarfi erlend- is. í reynd hefur það verið svo, að við höfum óbeint rekið landkynn- ingu fyrir hin löndin, sérstaklega Grænland, en talsverður hluti þeirra ferðamanna sem þangað leggur leið sína hefur haft ísland fyrir áfangastað, sagði Steingrím- ur. -rk ÞJÓÐVIUINN —SÍÐA3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.