Þjóðviljinn - 10.10.1990, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.10.1990, Qupperneq 4
móÐinUINH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Þingmaður íleitað hugsjón Ámi Gunnarsson alþingismaður skrifaði á föstudag grein í Alþýðublaðið um stöðuna í íslenskum stjómmálum í dag og það sem hann kallar tilvistarvanda jafnaðarmannaflokks. Ámi getur þess réttilega að eftir að menn misstu trúna á þjóðnýtingar í atvinnurekstri og nokkuð breið samstaða náðist um velferðarkerfið, þá skorti jafnaðarmenn baráttu- mál sem „vakið geta eldmóð og eflt baráttuþrek". Hann svip- ast um eftir slíkum málum og fer þá helst í fótspor Oskars Lafontaines hins þýska. Jafnaðaramenn á vorri tíð, segir þar, eiga að hafa forystu í umhverfis- og þróunarmálum. Þeir eiga að hætta að trúa á þann hagvöxt sem kemur litlum minnihluta mannkyns til góða og kostar umhverfisspjöll. Ámi hleypir sér í hugsjónaham, talar um nauðsyn nýs gildismats og „fráhvarf frá þeirri stefnu síðustu áratuga sem kalla má hagvaxtarstefnuna". Á öðrum stað fer hann hörðum orðum um „hina svokölluðu framfara- og framleiðnistefnu" sem fylgt hefur verið og tekið mið af hagvexti - hvað sem hann kostaði. Gott og vel. En nú er frá því að segja, að í sömu grein skýtur Ámi Gunnarsson þingmaður óspart á Alþýðubanda- lagið og einkum þá ráðherra þess flokks sem hafa vantrú á ágæti þeirra álsamninga sem iðnaðarráðherra Alþýðu- flokksins hefur lagt á borð. Þessir menn fá á baukinn fyrir „afturhaldssemi og neikvæða íhaldssemi". Þingmaðurinn telur menn þessa svo mjög úr takti við samtímann, að það eitt sé skynsamlegt í stöðu íslenskra stjómmála í dag aö Al- þýðufiokkurinn bindi trúss sitt við Sjálfstæðisflokkinn og leggi upp með „viðreisnarstjóm" (næstu kosningum. Vænt- anlega til að koma álmáli í höfn (sem Ámi er þó óánægður með sem Norðurlandsþingmaður) og til að „taka mikilvæg- ar ákvarðanir varðandi Evrópubandalagið“ sem getur eins og á stendur verið feluformúla fyrir undirbúning að inngöngu í það. Hér rekur eitt sig á annars hom. Álmálið eins og það er lagt upp er, hvað sem öðru líður, ofur venjulegt dæmi um áframhald þeirrar „hagvaxtarstefnu“ sem þingmaðurinn var áður að fordæma í nafni hugsjóna jafnaðarstefnunnar! Hrifning af Evrópubandalaginu og sá fúsleiki að koma þang- að sem mjög er sterkur í Alþýðuflokknum og Þorsteinn Páls- son er búinn að setja á dagskrá hjá sér - allt er það dæmi- gerð hagvaxtarhyggja. Sem er alltaf að halda því að okkur að ef við höfum eitthvað minni hagvöxt en svarar til OECD- meðaltals, þá sé úti um okkar gæfu og gengi. Þegar svo Al- þýðubandalagið eða drjúgur hluti þess hefurfyrirvara um ál- samninga og Evrópuhrifninguna þá er sá hugsunarháttur reyndarekkitengdur„neikvæðri íhaldssemi". Heldurfyrstog fremst því, að í þeim flokki hrærast mun meir með mönnum þær hugmyndir sem Ámi Gunnarsson skrifar sjálfur upp á þegar hann er að horfa yfir heiminn í heild. Hugmyndir sem eru fyrst og síðast gagnrýni á bláeyga hagvaxtartrú. Gagn- rýni á það hvemig hagvöxtur er gerður að mælikvarða á þjóðfélög án þess að menn geri í alvöru tilraun til að átta sig á því, hvað það er í hagvexti sem horfir til betra lífs og hvað það er sem ýtir undir sóun og spillir lífsmöguleikum þjóða þegar til lengri tíma er litið. Þegar verið er að hugsa um stöðu þessara mála allra er mönnum stundum ráðlagt að láta það fara saman að hugsa um hnöttinn allan og reyna að breyta í þeim anda ástandinu heima hjá sér. Ámi Gunnarsson fer í öfuga átt: hann skrifar upp á það sem stækir markaðshyggjumenn kalla „dalakofa- sósíalisma" þegar hann hugsar afstrakt um heiminn og hag- vaxtartrúna. En þegar komið er að íslandi hér og nú, þá er allt óbreytt, gagnrýni á hagvaxtarhyggjuna einföldu lögð til hliðar og tekin bein stefna á nýjar ástir samlyndra hjóna, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Þetta þreytta lamb þáði stuðning Heimis Kristinssonar (göngunum um árið. En menn falla auðveldlega ( gildmr þegar meta skal heildarstuöning við landbúnaðinn, eins og sannast hefur f umræðunum um AMS-gildin. Mynd: ÓHT Landbúnaðardæmið Misskilningur á tölum sem landbúnaðarráðuneytið sendi til GATT vegna alþjóðaviðskipta með búvörur hefur haft afleiðing- ar víða í fjölmiðlum og túlkun manna. DV, Stöð 2 og Þorvaldur Gylfason prófessor (í Morgun- blaðsgrein í gær) hafa m.a. gefið til kynna að nýju upplýsingamar um svonefnd AMS-gildi staðfesti tölur sem settar voru fram fyrr á árinu af gagnrýnendum landbún- aðarkerfisins um kostnað þjóðar- búsins af landbúnaðinum. Meira að segja Þjóðviljinn birti á laugar- daginn að liðurinn „markaðs- stuðningur“ í AMS-útreikningun- um þýddi framlag íslenska ríkis- ins til landbúnaðarmála. Þessu er ekki svona varið. AMS- markaðsstuðningstalan er í raun munurinn á heimamarkaðs- verði á ákveðinni vöru og verðinu þar sem varan fæst ódýrust í heiminum. Dæmi: Ef kartöflur eru ódýr- astar í Hollandi, þá er reiknað út hve mikill munur er á kartöflu- verðinu þar og í öðrum löndum. Þessi reiknistærð, munurinn, er svo hluti af AMS-gildinu. Komi það svo t.d í ljós að kartöflur kosti það sama í Belgíu og á íslandi, þá væri AMS-gildið hið sama í þess- um tveim löndum, miðað við botnverð Hollands. Og þama er gildran sem DV, Stöð 2, Þorvaldur Gyldason og fleiri hagfræðingar féllu í. Svo notuð séu orð Steingríms J. Sig- fússonar um þetta á opnum fúndi á Húnavöllum sl. sunnudag: Sam- anburðurinn miðast við það að við ætum vömna hráa út úr vöm- geymslum erlendis. AMS-gildið lýsir nefnilega ekki fjárframlögum ríkis, ekki raunvemd í krónum talið í tiltekn- um ríkjum, heldur er það reikni- stærð sem hægt er að nota í al- þjóðlegum samanburði, áður en skilgreindir em allir kostnaðar- þættimir sem mynda loks verðið til neytenda. Þannig segir AMS-talan etv. lítið og kannski ekkert um stuðn- ing ríkisins við kartöflufram- leiðslu í Hollandi, Belgíu og á Is- landi. Hugsanlegt er að mikill munur sé í löndunum á niður- greiðslum, búsetustyrkjum, sölu- og dreifingarkostnaði, virðis- aukaskatti á mat osfrv., sem reyndar er víðast raunin. Efiir er svo að athuga, hvað það mundi kosta neytendur í löndunum tveimur í aðfiutningskostnaði og öðmm gjöldum að fá hollensku kartöflumar fiuttar til sín, hveijar hugsanlegar niðurgreiðslur em osfrv. Mergurinn málsins er sá, að Alþjóðatollabandalagið vill fá tölur frá aðildarþjóðum um það, hvað það kostar að framleiða bú- vömr í heimalandinu, miðað við það verð þar sem varan fæst ódýr- ust. Þannig er það laukrétt hjá Gunnlaugi Júlíussyni hagfræð- ingi í Þjóðviljanum í gær, að sé markaðsstuðningurinn skv. AMS- gildinu 8,7 miljarðar á núvirði á Islandi, þýðir það ekki fjárfram- lag ríkisins. Um er að ræða reikn- aðan mun á lægsta heimsmark- aðsverði og íslensku verði. Til þess að fá botn í dæmið þarf að reikna m.a. aðfiutnings- gjöld, dreifingarkostnað og álagningu, fyrir nú utan það hvað það mundi yfirleitt kosta okkur að framleiða ekki búvörur. Fjárfest- ingar, vinnuafl og margfeldisáhrif landbúnaðarins em mikil stærð, sem þyrfti að meta með ná- kvæmni til að geta svarað því til fulls, hver yrði hagur okkar af því að draga úr búvömframleiðsl- unni. Miljón króna áhættan Það er áhættufjármagn á fleiri vígstöðvum en í stóriðjumálum. DV upplýsir í gær, að þeir sem taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavík, þar sem þingsætið er „dýrast“ að mati blaðsins, geti reiknað með því að þurfa að eyða í það svo sem einni miljón króna hver. Einn kandídat- anna, þekktur þingmaður segir DV, reiknar með 300 þús. kr. út- gjöídum í prófkjörsbaráttuna. Og blaðið bendir jafnframt á að ein miljón sé um það bil árslaun þing- manns eflir skatta. Hins vegar sé líklegt að sumir þeirra geti leitað lil fyrirtækja um fjárhagslegan stuðning. Það væri fróðlegt að sjá lík- indareikninga um arðsemisvon- ina af þessu áhættuljármagni. 17 manns vilja róa upp á hlut í próf- kjöri Sjálfstæðismanna, og 17 miljóna fjárfesting er talsverð út- gerð. Ákveddu nú prófkjörsfram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins að leggja niður allt skrum og aug- lýsingastarfsemi og veija kosn- ingafénu, eins og DV áætlar það, t.d. til Landgræðslusjóðs, þá mundi ráðstöfúnarfé hans aukast um tæp 450%. Og 2 miljóna af- gangur væri af kosningafénu ef frambjóðendurkysu að létta af ríkinu kostnaðinum i ár við skóg- ræktarátakið á Fljótsdalshéraði. Hitt sætir þó etv. jafhmiklum tíðindum, að einum væntanlegra ffambjóðenda, Friðriki Eysteins- syni, var hafhað af Sjálfstæðis- flokknum. Skýringin var sú, að tveir meðmælendur hans voru ekki formlega gengnir í flokkinn og fylgdu þó inntökubeiðnir þeirra með prófkjörstilkynningu Friðriks til Valhallar. Friðrik segir flokkinn hafa tafið fyrir því að þessir tveir meðmælendur hans fengju eyðublöðin i hendur. En Friðrik Eysteinsson vill fá að eyða sinni áhættumiljón eins og aðrir og fróðlegt verður að teljast, að Sjálfstæðisflokkurinn hafni inngöngubeiðnum. Friðrik hefur kært úrskurð yfirkjörstjómar flokksins og nú reynir á frelsið. Allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík nema Ragnhildur Helgadóttir gefa kost á sér í prófkjörinu og þingmaður Borgaraflokks/Sjálfstæðisflokks, Ingi Bjöm Albertsson, er líka með. Bjöm Bjamason, aðstoðar- ritsstjóri Morgunblaðsins og son- ur Bjama Benediktssonar, fyrrum forsætisráðherra, bættist svo í hópinn á síðustu stundu ásamt Davíð Oddssyni. Fjórar konur reyna nú fyrir sér i prófkjörinu, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Rannveig Tryggvadóttir, Sólveig Pétursdóttir og Þuríður Pálsdóttir. ÓHT þlÓÐVKIINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjórí: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guömundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorteifsson, Elias Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Nanna Sigurdórsdóir, Olafur Gíslason, Þrbstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson. Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310,681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í iausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1100 kr. 4 SfÐA— ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 10. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.