Þjóðviljinn - 10.10.1990, Page 5

Þjóðviljinn - 10.10.1990, Page 5
ÞJOÐMAL Már Guðmundsson Sífellt sannfærðari um kostina Már Guðmundsson hagfræð- ingur, efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar fjármála- ráðherra, var frummæíandi um álmálið hjá Alþýðubandalaginu í Kópavogi í fyrrakvöld ásamt Sigurbjörgu Gísladóttur efna- verkfræðingi og ræðir einnig um það ásamt Hjörleifi Gutt- ormssyni alþingismanni á fundi Alþýðubandalagsins í Reykja- vík í kvöld. - Þú gagnrýnir allharkalega niðurstöður í trúnaðarskýrslu ónefndra hagfræðinga um óhag- kvœmni samninganna við Atlant- sál. - Það er erfitt að leggja mat á skýrslu sem maður hefur ekki séð enn þá. Öllum er ljóst að þessi fjárfesting er áhættusöm eins og allar meiri háttar atvinnuvegafjár- festingar. Sjálfur hef ég reynt að sloða alla þætti álmálsins með gagnrýnum huga, en því meira sem ég skoða það, þeim mun vænlegri finnst mér þeir kostir sem nú bjóðast. Hagnaður okkar mundi felast í fjórum liðum, af sköttum, af launagreiðslum í ál- veri og störfum tengdum þvi, vegna kaupa á innlendum aðföng- um og vegna orkusölunnar. Ahættuþættimir tengjast fyrst og fremst orkusölunni. Hins veg- ar era sterk rök fyrir því að álverð muni haldast og að minnsta kosti vera nálægt söguiegu meðaltali sl. 30 ár og jafnvel hækka. Jafnvel þótt raunvextir verði 5,5%, sem ég tel of hátt mat sem líklegt meðaltal á 25-35 áram, og jafnvel þótt álverð reynist allt að 10% lægra en spáð er, þá verður hagnaður af orkusölunni sam- kvæmt samningsdrögunum. En það þarf að fara gegnum allt mál- ið með vönduðum hætti, því þetta er ein mikilvægasta ákvörðun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir í fjárfestingarmálum. Væn- leg leið til að draga úr áhættunni fyrir Landsvirkjun, ríkið og al- menning, er að stofnað verði sér- stakt hlutafélag sem mundi reisa orkuver- in, en tryggi- lega þarf að ganga frá því að það sé með takmarkaðri á- byrgð og hefði eignir sínar sem tryggingar fyrir skuldbindingum, en ekki ríkisábyrgð. Nýja fyrirtækið þyrfti sjálft að annast lántökur er- lendis til að byggja orkuverin, og þá mundi reyna á mat alþjóðlegra sérfræðinga á hagkvæmni alls málsins. Hugsanleg þyngri lánskjör yrðu þá tryggingariðgjaldið sem við greiðum til að losna við á- hættuna af álverðstengingunni. Þetta er sama leið og Atlantsál- fyrirtækið ætlar sjálft að fara, mynda hér hlutafélag og taka á- hættulán sem bera ekki meiri á- byrgðir en nemur hlutafé og eign- um fýrirtækisins. Með þessum hætti mætti búa þannig um hnút- ana að íslenska þjóðin gæti notið arðsins af þessum ffamkvæmd- um, en þyrfti ekki að bera allar klyfjamar, ef allt færi á versta veg. Sigurión Pétursson Fjórða lægsta orkuverð íheimi Sigurjóni Péturssyni, borgar- fuiltrúa í Reykjavík og stjórn- armanni í Landsvirkjun, líst illa á hugmyndir um nýtt orku- sölufyrirtæki og hann telur samningsdrögin við Atlantsál afleit. Hann vitnar í nákvæmar tölur Landsvirkjunar frá öðr- um löndum, en Halldór Jón- atansson forstjóri Landsvirkj- unar kannst ekki við að þekkja þær. I Sjónvarpsfréttum í gær- ALMALIÐ kvöldi sagðist Siguijón hafa gögn undir höndum um orkuverð til ál- vera, sem sýndu að samnings- drögin við Atlantsál fælu í sér fjórða lægsta orkuverð í heimin- um 1990, og annað lægsta verð á Vesturlöndum, aðeins Isal-samn- ingurinn væri lægri. Gólf og þak væra langtum hærri en hér er ráð- gert, afsláttartímabilið væri lengra í Atlantsál-samningnum en annars staðar, og að tengingin við álverð ætti að standa þangað til álverð risi veralega á ný, skv. spám. Og annars staðar væri orkuverð 20% af álverði, en væri 16% í okkar samningsdrögum. Halldór Jónatansson tjáði Sjón- varpinu, að hann gæti ekki tjáð sig um þær tölur sem Sigurjón nefhdi í einstökum samningum fyrirtækja í Kanada, á Ítalíu og víðar, þekkti þær ekki, enda væra þær yfirleitt viðskipta- eða ríkis- leyndarmál. Sigurjón Pétursson tjáði Þjóðviljanum hins vegar í gærkvöldi að þessar tölur heföi hann úr gögnum Landsvirkjunar. - Til þess að stofna nýtt orku- sölufyrirtæki vegna Atlantsáls þyrfti miklu meiri lántökur en ella, segir Sigurjón, því nú er gert ráð fyrir því að Landsvirkjun leggi fram hlut af sínu eignarfé. Nýja fyrirtækið mundi þurfa að taka yfir Blönduvirkjun, upp á 12,5 miljarð. Annað væri eigna- upptaka. Þessi hugmynd er i raun gamla fossasölustefnan endurbor- in. Vissulega era dæmi um það annars staðar við stóriðjufram- kvæmdir, að erlendir aðilar byggi og reki orkuverin og afhendi þau síðan heimamönnum í lok samn- ingstímans. Þetta er ekki aðlað- andi fyrir okkur, en hentar þróun- arríkjum sem ekki kunna fót- um sínum for- ráð. Eftir að hafa séð drögin að orkusamningn- um við Atlantsál má reyndar líkja okkur við þróun- arríki. Ef Lands- virkjun treystir sér ekki til að ganga að núverandi drögum, þá er vonlaust að nýtt fyrirtæki geti það. Og það er fá- ránleg hugmynd að við séum laus allra mála, ef nýtt orkusölufyrir- tæki fer á hausinn. Þá yfirtaka er- lendir aðilar orkumarkaðinn og við verðum þeim háðir. Halldór Jónatansson Erfittí framkvæmd Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, gerir margar athugasemdir við „hagfræð- ingaskýrsluna” sem Sjónvarpið sagði frá á sunnudagskvöld og er efins um að hugmyndin um nýtt orkusölufyrirtæki sé raun- hæf. - Stærstu annmarkamir era að nýtt orkusölufyrirtæki heföi ekki sama lánstraust og Landsvirkjun, vegna sterkrar fjárhagsstöðu hennar, og fengi því ekki jafnhag- kvæm lán, og ennffemur að það heföi ekki sama aðgang að vara- aflsvirkjunum og við. Oiyggið er meira í samtengdu neti okkar. Með virkjanaáætlun okkar eram við heldur ekki bara að virkja fyr- ir Atlantsál, heldur almenna markaðinn líka. Oneitanlega væri það samt heppilegt markmið að skilja á milli sölu til hans og stór- iðjunnar. En það era til leiðir til þess að hindra að verð til hennar mengaðist yfir á almenna mark- aðinn. - Hagfræðingaskýrslan sem Sjónvarpið vitnaði í er röng í mörgum atriðum. Söluverð mið- að við 25 ár yrði 18 mills en ekki 17. Álverðsspáin er varkár, gerð af virtum sérfræðingum og miðar við að álverð verði ekki hærra en að meðaltali sl. 20 ár, þótt líkur séu á að það fari hækkandi. Nýt- ing ísal hefur reynst 97% sl. 5 ár og Alumax-verksmiðjan í Mount Holy hefur haft 100% nýtingu frá upphafi. Á tímum hás álverðs era öll álver rekin á fullu. ísland not- ar einna stystan afskriftartíma virkjana í heiminum, 40 ár, víða er hann 50-60 ár. Raunvextir af lánum Landsvirkjunar hafa verið 3,6% að meðaltali sl. 20 ár og raunvextir á öllum skuldum þjóð- arinnar 1,7% sl. 30 ár. 5,5% raun- vextir sem við notum í útreikn- ingum era í hærra lagi og fela í sér varúðarálag. Atlantal greiðir fyrir umframorkuna sem fyrirséð er í Blönduvirkjun, þvi hún er inni í útreikningum okkar um 18- 18,3 mills meðalverðið í 25-35 ár. Atlantal er ekki að ræna okkur vænlegustu virkjunarkostunum, því þess er gætt að orkuverðið sem almenningur býr við á samn- ingstímanum miðist við hagstæð- ustu virkjunarröð sem völ er á fýrir almennan markað eingöngu. Loks hafa kostnaðaráætlanir Landsvirkjunar staðist, því í þeim er innifalið 14-20% varúðarálag. Ástæða er til að ítreka vegna misskilnings, að aðeins 1% líkur era samkvæmt líkindareikningum á þvi að arðsemi eiginfjár verði neikvæð með orkusamningnum við Atlantsál. Hins vegar era lík- umar á að arðsemi eiginfjár verði meiri en 5% metnar 73%. Það þýðir að 27% líkur era á að við fengjum minna en 5% arð miðað við það að við heföum sama íjár- magn á 5% raunvöxtum í banka. Álsamningurinn hefur mikið þjóðhagslegt gildi og mesta á- hætta okkar núna er að gera ekk- ert. ÓHT HM - einvígið í New York Kasparov teflir ekki undir sovéska fánanum Kasparov og Karpov hafa teflt 130 skákir, staðan 66:64 þeim fyrr- nefnda í vil. Að loknum fjórum heimsmeistara- einvígjum og nokkrum skákum öðr- um samtals 130 viðureignum eru þeir loksins staddir á Manhattan eyju Garri Kasparov og Anatoly Karpov og halda áfram við sitt kalda strið sem hófst fyrir alvöru í Moskvuborg haustið 1984. Og stórkarlalegar yfir- lýsingar eru ekki sparaðar: „Það er kominn tími til að ég gangi frá honum í eitt skipti fyrir öll,“ sagði glað- hlakkalegur heimsmeistari í sjón- varpsviðtali eigi alls fyrir löngu og bætti því við að hann fyndi blóðlykt. „Sé hann velkominn,“ svaraði Karp- ov drjúgur með sig að vanda. Hann er ekki maður orða en hefur orðið að svara ásökunum um að reyna að múta aðstoðarmönnum Kasparovs, lyfja- notkun og misbeitingu pólitískra áh- rifa. Einvíginu verður tvískipt. Fyrri hlutinn fer fram í New York og seinni hlutinn í Lyon í Frakklandi þar sem heimsmeistarinn verður krýndur. Skiptingin hefur verið ákveðin þann- ig að nái annar 6Vi vinning í færri en 12 skákum mun einvígið flytjast til Lyon. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að aðeins fari fram tíu eða ellefu skákir í New York. Einvígið var sett við hátíðlega at- höfn í hinu sögufræga Waldorf Ástor- ia hóteli og þar var dregið um liti og sá David Dinkins borgarstjóri í New York um þá athöfn að hluta. Það kom í hlut Karpovs að stýra hvítu mönnum en það hefur verið hlutskipti hans í öllum fyrstu skákum fyrri einvígja að öðru einvíginu undanskildu. Kl. 22 að íslenskum tíma sl. mánu- dagskvöld settust þeir svo að tafli í Hudson leikhúsinu sem er á 44. stræti. Kasparov gaf atburðinum há- pólitfska merkingu með því að neita að tefla undir sovéska fánanum, held- ur kaus þann rússneska og vildi þann- ig undirstrika óbeit sína á sovéska kommúnistaflokknum. Verðlaunaféð sem lagt er í þennan atburð nemur 3 miljónum bandaríkj- adala (tæplega 180 miljónir ísl.) en lítill hluti þeirrar upphæðar rennur til alþjóðaskáksambandsins FIDE og GMA, samtaka stórmeistara. Þetta er hæsta upphæð sem keppt hefur verið um í skáksögunni en árið 1975 buðust Filippseyingar til þess að borga 5 miljónir bandaríkjadala fyrir einvígi Fischers og Spasskís en Fisc- her reyndist ófáanlegur að taflborð- inu. Hefur sáralítið til þess glataða sonar New York-borgar spurst. Svo við snúum okkur að skiákinni þá beitti Kasparov kóngsindverskri vörn sem sáralítið hefur sést í einvígj- um um heimsmeistaratitilinn. Hann jafnaði taflið örugglega og virtist vera að ná yfirhöndinni er Karpov tókst með nokkrum nákvæmum leikjum að veikja peðastöðu hans drottningar- megin. Sérfræðingar í skáksalnum gengu meira að segja svo langt að halda því fram að ÍCasparov væri í taphættu, en hann reiknaði dæmið allt til enda, lét peð af hendi um stundarsakir en náði því aftur með þvingaðri leikjaröð. 1. einvígisskák: Anatoly Karpov - Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 (Karpov lék fyrsta leiknum umsvifa- laust.) 1. .. Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 (Kasparov ætlar sýnilega að gera kóngsindversku vörnina að aðalvopni sínu í þessu einvígi. Hann beitti Grúnfelds vörn, sem kemur upp eftir 3. .. d5, í þriðja og fjórða einvígi en þau voru háð í London/Leningrad og Sevilla á Spáni.) 4. e4 d6 5. D (Karpov velur Samisch-afbrigðið úr fjölmörgum leiðum. Það hefur löngum verið talið eitt besta vopn hvíts gegn kóngsindverskri vörn.) 5. .. 0-0 6. Be3 c6 (Kasparov hefur margoft mætt Samisch-afbrigði og er íslenskum skákunnendum í fersku minni hin glæsilega sigurskák hans yfir Jan Tim- man á heimsbikarmóti Stöðvar 2. Hann hefur hins vegar aldrei valið þessa áætlun sem byggist á peðaárás á drottningarvæng.) 7. Bd3 a6 8. Rge2 b5 9. 0-0 Rbd7 10. Hcl e5 11. a3 exd4 12. Rxd4 Bb7 13. cxb5 cxb5! (Karpov hefur tcflt byrjunina var- færnislega eins og hans er von og vísa og svartur á við enga erfiðleika að etja eftir byrjunina.) 14. Hel Re5 15. Bfl He8 16. Bf2 d5 (Langnærtækasti leikurinn. Svartur hefur jafnað taflið fyllilega og senni- lega gott betur.) 17. exd5 Rxd5 18. Rxd5 Dxd5 19 a4! (Með þessum leik setur hvítur skyndi- lega pressu á drottningarvænginn. Kasparov getur leikið 19. .. b4 sem má svara með 20. Rb3! Til greina kemur að leika 19. .. bxa4 með u.þ.b. jafnri stöðu en Kasparov velur annað framhald.) 19. .. Bh6!? 20. Hal (Freistandi var 20. Hc7 en svartur á svarið 20. .. Rc4 með betri stöðu.) 20. .. Rc4 21. axb5 axb5 22. Hxa8 Hxa8 23. Db3 Bc6 (Karpov hefur á lipurlegan hátt náð að snúa taflinu dálítið við, en ekki nóg. Hér kemur til greina að leika 24. Rxcó en eftir 24. .. Dxc6 er jafntefli líklegustu úrslitin. Hins vegar strand- ar 24. Hdl á 24. .. Re3!) a b c d e f g h 24. Bd3 Rd6! 25. Dxd5 BxdS 26. Rxb5 (Vinnur peð um stundarsakir, en Kasparov hefur reiknað dæmið til enda.) 26. .. RxbS 27. Bxb5 Bg7 28. b4 Bc3 29. Hdl Bb3 30. Hbl Ba2 - Jafntefli. Næsta skák verður tefld í kvöld en kapparnir tefla þrisvar í viku, þ.e. á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Helgi Ólafsson Miðvikudagur 10. október 1990 ÞJÓÐVILJINN—SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.