Þjóðviljinn - 10.10.1990, Side 12
Miðvikudagur 10. október 1990 190. tölublað 55. árgangur
VESTMANNA-
EYJAR
..atta daga
ARNARFLUG
INNANLANDS hf.
Reykjavíkurflugvelli - Sími 29577
■ SPURNINGIN ■
Notar þú
endurskinsmerki?
Daníel
6 ára:
Já, ég nota endurskinsmerki svo
að ég lýsist betur í myrkri.
Óli
6 ára:
Nei.
Davíð
6 ára:
Ég var með það, en það datt úr.
Ég er með eitt í vasanum.
Ég rata ekki heim, skælir Vala f strætó. Keli kotroskni að vestan þykist vera lögga og býðst til að fylgja stelpuhnokkanum heim. Völu leikur Steinunn Ólfna Þor-
steinsdóttir, en Keli er leikinn af Baltasar Kormáki. Myndir Jim Smart.
Umferðarfrœðsla
„Slys, ó þessi slys!“
Keli þó, barnaleikrit eftir þœr Iðunni og Kristínu Steinsdœtur, sýnt 6-9 ára börnum í skólum
landsins. Leiksýningin er samstarfsverkefni Alþýðuleikhússins, Umferðarráðs
. og menntamálaráðuneytisins
Fljótlega verður frumsýnt
nýtt íslenskt barnaleikrit
eftir þær Iðunni og Kristínu
Steinsdætur. Leikritið kallast
Keli þó og er ekkert venjulegt
leikrit, heldur umferðarfræðsla
í nýjum og skemmtilegum bún-
ingi. Það er Alþýðuleikhúsið
sem setur verkið upp í sam-
starfi við Umferðarráð og
menntamálaráðuneytið.
Farið verður með leikritið í
skólana og sýnt bömum á aldrin-
um sex til níu ára. Sýningin er
Qömg og spennandi og leikarar
ávarpa bömin og spyija þau
hvemig Kela beri að haga sér í
umferðinni. Keli er nýfluttur í
bæinn að vestan þar sem lífið í
umferðinni var ekki jafnflókið og
i borginni. Svo heppilega vill til
að hann kynnist jafnöldm sinni,
henni Völu, og hún kennir honum
umferðarreglumar.
í leikritinu er sungið og dans-
að, og fá bömin texta við lögin
eftir sýningu. Olafur Haukur
Símonarson samdi tónlistina, en
útsetningu og hljóðfæraleik ann-
ast Gunnar Þórðarson.
Eins og áður sagði em það
þær Iðunn og Kristín Steinsdætur
sem sömdu leikritið, en til þeirra
var leitað um að skrifa verk handa
bömum sem tengdist umferðar-
ffæðslu.
Alþýðuleikhúsið tók síðan að
sér að færa verkið upp og gera úr
því 40 mínútna sýningu, það tek-
ur því eina kennslustund í flutn-
ingi.
Leikstjóri verksins er Sigrún
Valbergsdóttir. Þrír ungir leikarar
fara með öll hlutverkin í leikrit-
inu, níu talsins. Það era þau Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir, Gunnar
Rafn Guðmundsson og Baltasar
Kormákur. GERLA hannar leik-
mynd og búninga.
Að lokinni sýningu fá bömin
afhenta möppu með ýmsum
kennslugögnum um boðskap
leikritsins, auk þess fá þau söng-
texta úr leikritinu og fleiri upplýs-
ingar sem því tengjast.
Landsbanki Islands er stuðn-
ingsaðili verkefnisins og mun
hann efna til myndasamkeppni
fyrir bömin sem sjá sýninguna.
Krakkamir mega mála eða lita
hvað sem þeim dettur í hug um
Kela og Völu í umferðinni og af-
henda í næsta útibú Landsbank-
„Langt frá götu leikum við
— láttu ei standa á þér!
I umferðinni bros og bið
besta ráðið er. “
ans
Hugulsami lögregluþjónninn ekur þeim Völu og Kela heim á leiö ettir ævin-
týralegan dag í umferðinni f miðbænum. Lögregluþjóninn leikur Gunnar Rafn
nus
Kristín
8ára:
Ég er ekki komin með það, en ég
er að hugsa um að fá mér endur-
skinsmerki.