Þjóðviljinn - 23.10.1990, Page 2

Þjóðviljinn - 23.10.1990, Page 2
FRETTIR Háhyrningaveiðar Mótmælt hástöfum Mótmælabréfum rigniryfir Steingrim Hermannsson vegna veiða Fauna á háhyrningum. Magnús Skarphéðinsson: Fauna fœr 33 miljónir fyrir hvert dýr Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur fengið fjöldann allan af bréfum þar sem mótmælt er veiðum fyrirtækisins Fauna á háhyrn- ingum. Steingrímur segir að öll bréfin fari til sjávarútvegsráðu- neytis og málið sé þar. Mótmælabréfin koma frá dýravemdunarsamtökum víða um heim. Skorað er á forsætisráð- herra að stöðva veiðamar, en Fauna hefur fengið leyfi til að veiða 4 háhyminga sem seldir em í dýragarða. I bréfunum er þvi hótað að verði veiðamar ekki stöðvaðar, muni þessi samtök sniðganga íslenskar vömr og hvetja aðra til þess sama. Fóstrur Leikskólinn er mennta- stofnun Fóstrufélag íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að leggja fyrir al- þingi frumvörp, sem gera ráð fyrir að málefni leikskóla og dag- heimila tilheyri bæði félagsmála- ráðuneyti og menntamálaráðu- neyti. A haustþingi félagsins, sem haldið var um helgina, var sam- þykkt ályktun þar sem félagið harmar þá óvæntu stefnubreytingu ríkisstjómarinnar að hverfa firá íyrTÍ skilgreiningu á leikskóla með því að leggja til að yfirstjóm leik- skólamála tilheyri félagsmálaráðu- neytinu. „Leikskólinn er fyrsti skóli bamsins og hefur Island verið í far- arbroddi norrænna þjóða hvað varðar að skilgreina leikskólann sem uppeldis- og menntastofnun. Menntunarlegar forsendur liggja því að baki innra starfs leikskóla í dag,“ segir í ályktuninni. t>á krefst Fóstmfélagið þess að tekið verði tillit til athugasemda fé- lagsins og skorar á alþingismenn að þeir komi í veg fyrir að fmm- vörpin verði samþykkt óbreytt. -Sáf Garöar Cortes og Óiöf Kolbrún Haröardóttir Óperuhátíð á Hótel Íslandí Nk. sunnudag verður haldin hátíð á Hótel íslandi til styrktar íslensku ópemnni. Kór og ein- söngvarar íslensku ópemnnar munu m.a. syngja valda kafla úr Fyrirtækið Fauna er dótturfyr- irtæki Sædýrasafnsins sem rekið var í Hafnarfirði og hefur fengið leyft til háhymingaveiða til að greiða niður skuldir Sædýrasafns- ins. Magnús Skarphéðinsson tals- maður Hvalavinafélags íslands segist hafa ömggar heimildir fyrir því að hvert dýr sé selt á 100 milj- ónir króna. Fauna fái 33 miljónir, eða 1/3, Sea World fyrirtækið í Bandaríkjunum og Sealand í Kanada fái sömu upphæð. Magn- ús segir að síðastliðin 6-7 ár hafi Fauna veitt yftr 20 háhyminga, þannig að fyrir þau dýr hefúr fýr- irtækið fengið um 660 miljónir. Ekki náðist í Helga Jónasson stjómarformann Fauna í gær. „Fauna fékk þessi leyfi til að reyna að greiða þær skuldir sem féllu á það og marga einstaklinga þegar Sædýrasafnið fór á höfúð- ið,“ segir Steingrímur Hermanns- son. „Það er búið að lofa þeim þessu og það er erfitt að ganga á bak þeirra loforða. Hins vegar er alveg nauðsynlegt að fylgjast ná- kvæmlega með því að þessi dýr fái góða meðferð og fari á staði þar sem vel er farið með þau. Og fari þangað án tafar. Það þýðir ekkert að veiða dýrin og hafa þau hér í lélegum búrum í langan tíma. En ég held að þeir í sjávar- útvegsráðuneytinu telji sig skuld- bundna í þessu máli og vilji að því ljúki sem fyrst. Að minnsta kosti vildi ég það,“ segir Stein- grímur Hermannsson. ns. Stjömuprýtt liö Barcelona tók léttar æfingar á Laugardalsvellinum í gær. Mynd: Kristinn. Evrópukeppni Fram-Barcelona Hvalreki á fjörur knattspyrnuáhugamanna Fyrri leikur Fram við spænsku bikarmeistarana Barcelona í annarri umferð Evrópukeppni bikarhafa fer fram í dag á Laugardalsvellin- um og hefst Ieikurinn Idukkan 15.30. Barcelona er án efa eitt sterk- asta félagsliðið í Evrópu í dag og er koma þess hingað til lands hvalreki á íjörur knattspymu- áhugamanna. Frá því Fram og Barcelona áttust síðast við árið 1988 hafa orðið verulegar breyt- ingar á liði Börsunga. I fyrra komu Daninn Michael Laudrup frá Juventus og Ronald Koeman frá PSV Eindhoven til liðs við spænska liðið og í ár þeir Fem- ando Munoz frá Sevilla og Sto- ickov markakóngur Búlgaríu. Framarar verða án Péturs Ormslevs og Viðars Þorkelssonar sem afþlána eins leiks bann, en að öðm leyti munu Framarar stilla upp sínu sterkasta liði. -grh verkefnaskrá Óperunnar sl. 10 ár, svo og þekkt atriði úr ópemm, óperettum og söngleikjum. Allir sem að hátíðinni standa gefa sitt framlag. Á það jafnt við um mat, húsnæði Hótel Islands, matseld, undirbúningsvinnu, sem og fram- lag allra listamanna. Aðgangseyr- irinn kr. 5.500 fer óskertur til ís- lensku ópemnnar. Húsið opnar kl. 18.30, en miðasala og borðpant- anir em á Hótel Islandi. Kynning á Siðmennt Siðmennt - félag áhugafólks um borgaralegar athafnir mun standa að borgaralegri fermingu vorið 1991. Undirbúningsnám- skeiðið hefst með skálaferð fyrstu helgina í nóvember, en vikulegir fyrirlestrar og umræðutímar byija í janúar. Til þess að kynna starfið nánar er boðað til opins fundar um borgaralega fermingu þriðju- daginn 23. október. Fundurinn verður haldinn í húskynnum Fé- lags bókagerðarmanna að Hverf- isgötu 21, við hliðina á Þjóðleik- húsinu, og hefst kl. 20.00. Námskeið f skyndihjálp Námskeið í skyndihjálp verð- ur haldið á vegum Reykjavikur- deildar Rauða kross Islands. Það hefst nk. fimmtudag kl. 17 að Fákafeni 11,2. hæð. Kennsludag- ar em 25. og 29. október og 1. og 5. nóvember. Námskeiðið er 16 kennslustundir. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Á nám- skeiðinu verður meðal annars kennd endurlífgun, meðferð sára, skyndihjálp við bmna og bein- brotum, auk margs annars. Þá er haldið endurmenntunamámskeið í skyndihjálp fyrir almenning 31. október og 6. nóvember. Það er ætlað fólki sem hefur sótt nám- skeið í skyndihjálp á síðustu 4 ár- um. Leiðbeinandi á báðum nám- skeiðunum verður Guðlaugur Le- ósson. Skráning í síma 688188. Hegðun misþroska bama Foreldrafélag misþroska bama stendur íyrir fúndi á morg- un í Æfingadeild Kennaraháskóla íslands kl. 20.30. Finnborg Sche- ving ráðgjafarfóstra heldur lyrir- lestur um Hegðun misþroska bama og þörfina fyrir ráðgjöf. Rætt verður um hegðunarvand- kvæði misþroska bama, foreldra- ráðgjöf, viðbrögð foreldra og þörf þeirra fyrir ráðgjöf. Fundurinn er öllum opinn. Frjálst verð á síld Á frindi Verðlagsráðs sjávar- útvegsins í gær var ákveðið að gefa frjálsa verðlagningu á síld til frystingar og söltunar á síldarver- tíðinni í haust. Virðisauki á skráningu eigendaskipta Nýskráning og skráning eig- endaskipta ökutækja hækkar um 24,5% 1. nóvember nk. þar sem ríkisskattstjóri hefúr ákvarðað að innheimta skuli virðisaukaskatt af þessari þjónustu. Fram til þessa hefur Bifreiðaskoðun íslands ekki innheimt virðisaukaskatt af AB Vesturlandi Efasemdir um álver Kjördæmisráð AB Vesturlandi: Ríkis- stjórnarþátttaka AB skoðist í Ijósi þess hvaða vægi sjónarmið flokksins fá í álmálinu „Ríkisstjórnarþátttaka verður að vera til stöðugs endurmats í Ijósi þess árangurs sesm næst, og flokkurinn getur engan veginn sætt sig við að vera stillt upp við vegg í jafn veigamiklu máli og álmálið er. Afstaða til þess, og ríkisstjórnarþátttöku til vors, verður að skoða í Ijósi þess hvaða vægi samstarfsflokkarnir gefa sjónarmiðum Alþýðu- bandalagsins í málinu,“ eru lokaorð stjórnmálaályktunar aðalfundar kjördæmisráðs AI- þýðubandalagsins á Vesturlandi, sem haldinn var í Borgarnesi á laugardag. I ályktuninni segir að álmálinu hafi verið veifað framan í lands- byggðarfólk sem lausn á vanda í byggðarmálum, en það komi þó stöðugt betur i ljós að takmörkuð heilindi voru að baki því, og að alltaf hafi verið stefnt að byggingu álversins á Suðumesjum. „Forsendur Alþýðubandalags- ins fyrir samþykkt við álver hafa verið að það lúti íslenskum lögum, þar með skattalögum, að orkuverð standi vel undir kostnaði, að bygg- ing og rekstur valdi ekki byggða- röskun og að ítrustu mengunar- vömum verði beitt. Aðeins fyrsta atriðinu er fullnægt til þessa. Orkuverð og verðtrygging þess er vægast sagt vafasamt, ekkert hefúr komið fram um hvemig bregðast eigi við þensluáhrifum við bygg- inguna né hvemig nota eigi meint- an hagnað til byggðaþróunar. Kröfúr um mengunarvamir virðast við það miðaðar að þær styggi ekki hina erlendu aðila,“ segir í álykt- uniimi. í ályktuninni segir að þátttaka Alþýðubandalagsins í ríkisstjóm hafi í ýmsu borið árangur, en erfitt sé að kyngja öðmm málum. Verð- bólga hafi vissulega náðst niður, en að mestu á kostnað launafólks. Þá segir að bráðabirgðalögin á BHMR-samningana sl. sumar hafi gengið þvert á meginstefnu flokks- ins um samningsrétt launafólks. -Sáf þessari þjónustu þar sem félagið taldi að um væri að ræða opinbera skráningu ökutækja sem væri undanþegin þessari skattheimtu. UNIFEM á íslandi Framhaldsstofnfúndur félags- ins UNIFEM á íslandi verður haldinn annað kvöld á Hótel Holiday Inn kl. 20.30. Félagið var stofnað 18. desember 1989 þegar tíu ár vom liðin frá því að al- þjóðasamningurinn um afnám alls misréttis gegn konum var samþykktur. Tilgangur félagsins er að styrkja konur í þróunarlönd- unum til sjálfsbjargar með því að leggja fram fé til UNIFEM, sem er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna fyrir konur. Á fundinum verður félagið og lög þess kynnt. Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri og Bjöm Dagbjartsson fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar halda fyrirlestur um þróunarverkefni íslendinga í Suð- vestur-Afríku. Rarik-kórinn flyt- ur nokkur lög og Helga Thorberg verður með upplestur. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.