Þjóðviljinn - 30.10.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.10.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Hafrannsóknastofnun Veðjað á Grænlandsgöngu Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur ákveðið, á grundvelli til- lagna Hafrannsóknastofnunar, að leyfilegur hámarksafli þorsks fyrir fiskveiðitímabilið 1. janúar til 31. ágúst á næsta ári, verði 245 þúsund tonn, en 300 þúsund tonn yfir allt árið. Heildarafli þorsks er byggður á þeirri forsendu að ganga komi frá Grænlandi. En eins og kunnugt er var fiskveiðiárinu breytt með lögum um stjómun fiskveiða á Alþingi í vor, þannig að eftirleiðis hefst það 1. september ár hvert. Að öðru leyti er gert ráð fyrir þvi að heildarþorskaflinn i ár verði um 325 þúsund tonn. Þá er útlit fyrir að ýsuafli fari í fyrsta sinn ffam úr þeim mörkum sem sett hafa verið og verði um 68-70 þúsund tonn í ár. Hafrannsókna- stofnun hefúr lagt til að ýsuafli næsta árs verði miðaður við 50 þúsund tonn en 38 þúsund tonn fyrir fiskveiðitímabilið janúar-ág- úst. Veruleg aukning hefúr orðið í ufsaveiðum og er gert ráð fyrir að aflinn verði hátt í 100 þúsund tonn í ár en var 80 þúsund tonn i fyrra. Leyfilegur heildarafli af ufsa verður um 90 þúsund tonn á næsta ári og þar af verði veidd 65 þúsund tonn á fiskveiðitímabilinu ffá 1. janúar til 31. ágúst. Heildarafli karfa á þessu ári er áætlaður að verði um 95 þúsund tonn. Leyfilegur heildarafli þessa árs var um 80 þúsund tonn og er lagt til að sama magn verði veitt á næsta ári. Af þvi verði um 55 þús- und tonn veidd til ágústloka. Þá er gert ráð fyrir að heildar- grálúðuaflinn verði um 35 þúsund tonn í ár, samanborið við 58 þús- und tonn árið á undan. Lagt er til að heildarafli í grálúðu verði 30 þúsund tonn á næsta ári og þar af verði 27 þúsund tonn veidd fyrir ágústlok. Þá leggur Hafrann- sóknastofúun til að hámarksafli úr skarkolastofninum verði 10 þúsund tonn á næsta ári eða 6.300 tonn til loka ágúst. Ferðamálaráð Hundruð milj- óna hafa týnst Náttúruverndarþing: Ferðamálaráð fái tekjur sínar óskertar. Magnús Oddsson, settur ferða- málastjóri: 500 miljónir hafa týnst á leiðinni frá Keflavík til skrifstofu Ferðamálaráðs Náttúruverndarþing sam- þykkti að skora á Alþingi og ríkisstjórn að láta tíu pró- sent af tekjum fríhafnarinnar í Keflavík renna nú þegar óskert til Ferðamálaráðs. Að sögn Magnúsar Oddssonar, setts ferðamálastjóra, vantar 500 miljónir á að ráðið hafi fengið það fé sem því ber samkvæmt lögum. Framsókn Óbreytt forysta Efstu sæti framsóknarmanna á Austurlandi, Norðurlandi vestra og á Suðurlandi verða óbreytt í næstu kosningum. For- val var á Suðurlandi, en kjör- dæmisþingin fyrir norðan og austan röðuðu á hina listana. Þingmennimir Jón Helgason og Guðni Ágústsson urðu efstir á Suðurlandi, Jón í fyrsta sæti og Guðni í annað. Hinsvegar féll Unnur Stefánsdóttir úr þriðja sæt- inu í það fjórða og Þuríður Bem- ódusdóttir hafhaði í því þriðja. Á Norðurlandi vestra valdi kjördæmisþingið þingmennina Pál Pétursson og Stefán Guð- mundsson í fyrsta og annað sæti. Næstu tvö sæti verða líka óbreytt frá síðustu kosningum, en þau skipa Elín L. Líndal og Sverrir Sveinsson. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, verður í fyrsta sæti Framsóknarflokksins á Austur- landi og Jón Kristjánsson alþing- ismaður i öðm sæti rétt einsog i síðustu kosningum. Jónas Hall- grímsson var valinn í þriðja sæti, en Karen Erla Erlingsdóttir er ný í fjórða sætinu á Austurlandi. -gpm Árið 1976 vom sett lög sem kveða á um að tíundi hluti tekna firíhafnarinnar í Keflavík skuli renna til Ferðamálaráðs og var verð á vömm þar jafhffamt hækk- að um tíu af hundraði. I máli Magnúsar Oddssonar á ráðstefhu um byggðamál sem haldin var í Borgamesi nýverið kom hins vegar ffiam að mikið vantar á að þetta hafi gengið eftir. „Er skemmst ffiá því að segja að einhvers staðar á Ieiðinni frá Keflavík til skrifstofu Ferðamála- ráðs hafa tapast um 500 miljónir á núvirði á þeim 14 ámm sem liðin em ffiá því þessi lög vom sett,“ sagði Magnús. Ferðamál og umhverfi vom meginviðfangsefni Náttúruvemd- arþingsins um helgina. í sam- þykkt þingsins um tekjur Ferða- málaráðs kemur ffiam að það vill að minnst helmingur af tekjum þess verði varið til vemdarað- gerða á fjölsóttum ferðamanna- stöðum. Náttúmvemdarráð hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna fjölgunar ferðamanna á landinu og átroðnings á náttúm landsins af þeirra völdum. Eins og kom fram i Þjóðvilj- anum um helgina sagði Eyþór Einarsson af sér embætti for- manns Náttúruvemdarráðs, en umhverfismálaráðherra hefúr skipað Amþór Garðarsson líf- ffiæðing í hans stað. Bima Bjam- leifsdóttir hefúr verið skipuð varaformaður ráðsins. Þingið kaus jafnffiamt ráðs- menn og þeir em nú eflirtaldir: Þórunn Reykdal lífffiæðingur, Jón B. Jónsson yfirverkfræðingur vegagerðarinnar, Einar E. Sæ- mundsen landslagsarkitekt, Gísli Már Gíslason lífffiæðingur, Ingvi Þorleifsson lífffiæðingur og Bryn- dís Brandsdóttir jarðeðlisffiæðing- ur- -gg Wngniari sjéifr / .koo.h.o*’"’""'1*0'' . i'*X> ■: .>a‘.rifxiqfo .u• W^fSfSUffXSOXM *»“'/ ti*gsf<nivfinNi ,<i* Friðrik Sophusson þingmaöur Reykviki tí. "J" • >>»»»«,» I í** Þkt. prtOjöOOU l<l„ 2?"'* - a8 Kosningaskrífsiof? bjorns bjarnasonar Gffurfegir fjármunir fóm í auglýsingar fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins f Reykjavfk, en ekki hlutu menn kosningu (réttu hlutfalli við auglýsingamennskuna. Sigur lögfræðinganna Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins voru haldin í ijórum kjördæmum um helgina. Mest áberandi var prófkjörið í Reykjavík en íhaldið ætlar sér þar stóran hlut í komandi kosningum. Davíð Oddsson hlaut góða kosningu einsog menn bjuggust við. Friðrik Sophusson lenti í öðm sæti og getur verið nokkuð ánægður með sinn hlut þótt hann hafi verið i fyrsta sæti við síðustu kosningar. Hann bendir á að hann hafi aldrei áður fengið jafh mörg atkvæði í prófkjöri. Bjöm Bjamason kom mjög sterkur út í þriðja sætinu og hafði betur en Birgir Isleifúr Gunnarsson á síð- ustu tímum talningarinnar, en Birgir ísleifúr hafnaði í fjórða sæti og má vel við una. Hvorki hann né Davíð auglýstu sig upp fyrir kosningamar og virðist sem útkoma í prófkjörinu sé ekki í réttu hlutfalli við magn auglýs- inga. Þannig lentu ungu mcnnim- ir svo kölluðu, Guðmundur Magnússon, Ólafúr ísleifsson og Hreinn Loffisson í 13. til 15. sæti þrátt fyrir að þeir lögðu sig mikið fram við að ná árangri og aug- lýstu töluvert; en til málsbóta hafa þeir að þeir bitust allir um sömu atkvæðin. Mesta fallið hlaut Guðmund- ur H. Garðarsson, úr fimmta sæt- inu sem hann var í við síðustu þingkosningar í það 12. sem er ekki einu sinni bindandi. Gamla kempan Eyjólfúr Konráð Jónsson kom sterkur út í fimmta sæti. En Ingi Bjöm Al- bertsson, sem síðast var kosinn á þing fyrir Borgaraflokkinn, haln- aði í sjötta sæti, ef til vill mikið til á atkvæðum íþróttasinnaðra sjálf- stæðismanna. Einnig hann getur vel við unað því margir spáðu honum mun minna fylgi. Það virðist sem miklar auglýsingar þessara tveggja hafi skilað sér. Það er síðan ekki fyrr en í sjö- unda sæti sem er að finna konu á lista fiokksins en þar hafnaði Sól- veig Pétursdóttir, og því ekki hægt að segja að konur í flokkn- um geti vel við unað. Lára Mar- í BRENNIDEPLI Það er síðan ekki fyrr en í sjöunda sæti sem erfinna konu á lista flokksins en þar hafnaði Sólveig Pét- ursdóttir, og því ekki hœgt að segja að konur í flokknum geti vel við unað grét Ragnarsdóttir lenti svo í ní- unda sæti en Geir H. Haarde hafnaði á milli þeirra tveggja og féll úr ömggu sjötta sætinu í hugsanlegt baráttusæti. Guðmundur Hallvarðsson lenti í 10. sæti og Þuriður Páls- dóttir í því 11. En 11 efstu sætin em bindandi. I prófkjörinu fékk Davíð 4543 atkvæði í fyrsta sætið og Friðrik fékk 1601 atkvæði. Það vekur hinsvegar athygli að Ingi Bjöm fékk 407 atkvæði í fýrsta sæti og Guðmundur Hallvarðs- son fékk 358 atkvæði í fyrsta sæti. Þeir fá fleiri atkvæði í fýrsta sæti en nokkur fýrir utan efstu mennina tvo. Það bendir til þess að íþróttafólk hafi stutt Inga Bjöm og að verkalýðsarmurinn hafi stutt Guðmund dyggilega - í fýrsta sætið. Þannig er komin einhver skýring á stóm tapi Guð- mundar H. Garðarssonar en hann höfðaði til sama fólks og nafni hans Hallvarðsson. Annars hafa margir bent á að stærstan sigur hafi lögffiæðingar unnið í þessu prófkjöri því fimm efstu menn em allir lögfræðingar sem og þó nokkrir fýrir neðan þá. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son stefndi á fyrsta sætið á Vest- fjörðum en lenti í því fjórða. Matthías Bjamason varð efstur. Þorvaldur sagði að ekki nokkur maður reiknaði með því að hann tæki sæti á listanum effiir þetta. En hann sagðist ekki ætla að hætta í pólitík. Aðspurður hvort hann ætlaði þá í sérffiamboð svar- aði hann að hann hefði nú ekki hugsað neitt út í það en að það væri góð hugmynd þótt ekki væri gefið að fallkandídatar byðu ffiam sér. Einar K. Guðfinnsson varð í öðm sæti. Reyndar fékk hann fleiri atkvæði alls en Matthías eða 1051 á móti 921; en Matthías fékk fleiri atkvæði f lýrsta sæti eða 515. Guðjón H. Kristjánsson lenti í þriðja sæti. Á Suðurlandi fékk Þorsteinn Pálsson 2481 atkvæði af 3034 í fyrsta sætið. Hinsvegar féll Egg- ert Haukdal í þriðja sæti úr öðm og Ámi Johnsen kom í staðinn. Reyndar hafði Eggert áður boðist til að fara í þriðja sætið ef ekki yrði af prófkjörinu - svo hann getur ágætlega við unað þótt Ámi hafi fengið töluvert fleiri atkvæði en hann. Ámi fékk 2023 atkvæði í annað sætið, en Eggert fékk ekki nema 1013 f annað sætið. Það munaði reyndar ekki miklu að hann félli í fjórða sætið. Hann vissi hvað hann var að gera þegar hann vildi sleppa prófkjörinu. Á Austurlandi lenti alþingis- maðurinn Kristinn Pétursson í þriðja sæti á effiir verkalýðsfor- kólfmum og fjölflokkamannin- um Hrafnkeli Á. Jónssyni. Egill Jónsson varð efstur. Kristinn kom inn á þing fýrir Sverri Her- mannsson þegar hann gerðist bankastjóri Landsbankans. Hrafnkell hefúr farið ffiam fýrir Alþýðubandalagið, auk þess að hafa boðið ffiam sér til bæjar- stjómar á Eskifirði. -gpm ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.