Þjóðviljinn - 30.10.1990, Blaðsíða 12
þJÓÐVILJINN
Þriðjudagur 30. október 1990 204.tölublað 55. árgangur
VESTMANNA-
EYJAR
alla daga
ARNARFLUG
INNANLANDS hf.
Reykjavíkurflugvelli - Sími 29577
SPURNINGIN
Hefurðu fengið stöðumæla-
sekt?
Linda Sigurðardóttir
verslunarmaður:
Nei, það hef ég ekki fengið 1
langan tíma. Ég reyni ávallt að
passa mig í þeim efnum því ég
veit fátt hvimleiðara en að fá
þessa sektarmiða á bílglugg-
ann.
Hjördís Jónsdóttir nemi:
Nei, ég hef aldrei nokkurn tíma
fengið þessa sektarmiða. Það
er vegna þess að ég legg bíln-
um aldrei við stöðumæla.
Jón Elías Jónsson
bóndi:
Nei, ekki síðustu þrjú árin. Það
er til nóg af bílastæðum þar
sem hægt er að leggja bílnum í
langan tíma og ganga síðan
þangað sem maður ætlar.
Tómas Ingi Tómasson stutt-
buxnasali:
Nei, aldrei. Ég á nefnilega ekki
bíl.
RAFRÚN H.F.
Smiðjuvegi 11 E
Alhliöa
rafverktakaþjónusta
Kiarvalsstaðir
„Kaupandi einskisnýtra hluta“
Sýning á munum frá menningarheimi eskimóa í vesturhluta Alaska opnuð síðastliðinn laugardag
Síðastliðinn laugardag var
opnuð að Kjarvalsstöðum
sýning á vegum Menningar-
stofnunar Bandaríkjanna og
Menningarmálanefndar
Reykjavíkur á listmunum eski-
móa frá Alaska. Sýningin er
farandsýning og hingað koniin
frá Smithsonian-safninu í
Washington.
Sýningin nefnist: Inua - and-
leg veröld eskimóa í Alaska.
Flestum mununum á sýningunni
safnaði maður að nafni Edward
W. Nelson sem ferðaðist kom-
ungur um Alaska í indíánabáti og
hundasleða á síðustu öld við veð-
urathuganir og náttúruskoðun.
Hann hreifst mjög af dýralífi
svæðisins, og ekki síður af eski-
móunum og menningu þeirra.
Gripunum var komið fyrir i
geymslum Smithsonian-safnsins
þar sem þeir söfnuðu ryki þar til
kona neftid Ann Stevens rakst á
þá árið 1978. Henni þótti nauð-
synlegt að mönnum yrði gefinn
kostur á að njóta þessara fogru og
merku muna og stakk upp á sýn-
ingu á þeim. Veg og vanda af sýn-
ingunni höfðu þau William Fitz-
hugh, sem er staddur hér á landi,
og Susan Kaplan. Hún var opnuð
árið 1982 í Washington.
I fféttatilkynningu og bæk-
lingi um sýninguna segir frá
ýmsu forvitnilegu um lifnaðar-
hætti eskimóa, og ffá Edward W.
Nelson.
Nelson þessi þótti meira en
lítið fúrðulegur meðal eskimó-
anna fyrir það að hann keypti af
þeim notuð klæði, verkfæri og
aðra muni, sem hann hafði engin
not fyrir.
Þessa hluti flutti hann með sér
til Washington, og voru þeir nær
tíu þúsund að tölu þegar söfhun-
aráráttu hans linnti. Segir sagan
að eskimóum í einu þorpinu hafi
orðið mjög skemmt þegar Nelson
átti þar eitt sinn leið um, og kona
nokkur spurði eftir honum sem
kaupanda einskisnýtra hluta.
Ilát, verkfæri, vopn og klæði
eskimóanna voru fagurlega
Bæði karlar og konur báru skartgripi til að fegra sig. Mest áberandi voru
varaskraut. Eftir þvl sem karlmennirnir eltust varð skartið sem þeir
hengdu neðan ! munnvik sín stærra og íburðameira. Konur báru hins
vegar smágerðara skraut úr beini nærri miðjum munninum.
skreytt með viðhöfn og fyrirhöfn.
Eskimóamir sem bjuggu við Ber-
ingshaf trúðu því að hver einasti
hlutur ætti sér anda - inua, sem
væri nauðsynlegur hluti af upp-
byggingu heimsins. Þeir bám
virðingu fyrir öndunum, og heiðr-
uðu þá með því að búa til hluti
sem inuamair höfðu velþóknun á.
Slæmt veður og léleg veiði var
túlkuð sem refsing andanna
vegna þess að þeir höfðu verið
móðgaðir. Kom fyrir að veiði-
maður sá rétt sem snöggvast
mannlegt andlit á fuglsvængi eða
í auga dýrs og vissi hann þá að
hann hafði séð anda þess, eða
inua.
Hvert ár vom haldnar fjórar
hátíðir: Beiðna-hátíðin (Pe-
tugtaq), hátíð hinna dauðu
(Merr’aq), blöðmhátíðin (Nak-
aciuq) og boðshátíðin (Kelek/Itr-
uka’a). Beiðna-hátíðin styrkti
fjölskyldubönd með því að menn
skiptust á umbeðnum gjöfum.
Hátíð hinna dauðu tryggði að hin-
ir látnu hefðu nægan mat og fatn-
að á næsta tilverastigi. Andi hins
látna var talinn setjast að í þeim
sem var nefndur eftir honum, og
því vom gjafimar sem safnað var
fyrir hátíðina gefnar nafnanum. Á
blöðmhátíðinni vom hlandblöðr-
ur allra sela sem veiðst höfðu á
árinu blásnar upp, málaðar og
hengdar upp í karlahúsinu (qasg-
ig), þar sem öll hátíðarhöld fóm
fram. Alla hátíðina var öndum
selanna, sem taldir vom búa i
blöðmnum, borinn matur og
drykkur, söngvar vom sungnir og
dansar stignir til að gleðja þá. Eft-
ir fimm daga hátíð vom blöðmm-
ar teknar niður og þeim sökkt nið-
ur um gat á ísnum svo að sálir sel-
anna gætu snúið aftur til lands
selanna og endurfæðst. Væm sál-
ir selanna ánægðar með ftam-
komu eskimóanna snem þær aftur
til að láta veiða sig á ný. Síðasta
hátíð ársins var boðs-hátíðin. Þá
var lítið orðið um mat, en samt
var öndunum boðið að deila með
fólkinu því sem til var.
Enn búa eskimóar við Ber-
ingshaf í sömu byggðum og þegar
Nelson var þar á ferð. En gömlu
veiðiaðferðimar hafa vikið fyrir
skotvopnum og gamlar helgiat-
hafnir fyrir kristinni trú. Nú leit-
ast þessar þjóðir við að varðveita
arfleifð sína með því að skrá nið-
ur munnlegar frásagnir, endur-
vekja hefðbundna dansa og halda
upp á hátíðimar sem sagt var ftá
hér að ofan.
Sýningin á Kjarvalsstöðum er
opin alla daga ftá kl. 11 til 18, og
lýkur 2. desember. BE
Myndskreyting og trúarleg tákn á pípu úr beini.
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA | UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 • 0 5.837.853
o Pujsr/>'N cLm áaföL, ,jj "Tj 311.095
o ’ l O. 4af5 161 6.666
4. 3af 5 6.073 412
/'i0;
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
10.035.345 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - lukkulIna 991002