Þjóðviljinn - 30.10.1990, Blaðsíða 7
MIÐSTJORNARFUNDUR ALÞYÐUBANDALAGSINS
Stiórnmálaályktun
Kvótaleiga er möguleiki
Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins: Arangur í GATT viðræðum þjónar hagsmunum íslendinga. Töluverð áhætta í
orkusölusamningi við Atlantsál. Aðild að EB kemur ekki til greina
Amiðstjórnarfundi Alþýðu-
bandalagsins um síðustu
helgi var samþykkt umfangs-
mikil stjórnmálaáiyktun. í upp-
hafi hennar er farið yfir árang-
urinn af stjórnarsamstarfinu,
þar sem ma. hefði tekist að
koma verðbólgunni á svipað
eða lægra stig en í nágranna-
löndunum, viðskiptahalli lækk-
aður verulega og bæði nafn-
vextir og raunvextir hefðu
lækkað.
I kaflanum um sjávarútvegs-
mál segir að mikilvægast sé að
auka arðsemi í greininni, lækka
tilkostnað og treysta undirstöðu
greinarinnar til frambúðar. Mið-
stjómarfundurinn áréttar að fiski-
miðin séu sameign allrar þjóðar-
innar. Fundurinn telji að skoða
eigi tillögur um kvótaleigu, í
tengslum við þá stefnu Alþýðu-
bandalagsins að byggðarlög ráð-
stafi kvótanum. Fyrsta skrefið í
þá átt að fiskur af Islandsmiðum
verði seldur á íslenskum markaði
í stað erlendra, sé að koma á fót
fjarskipta- og gólfmörkuðum sem
viðast um landið. Erlendum fiski-
skipum verði einnig heimilað að
selja fisk á íslenskum mörkuðum
og kaupa þjónustu á Islandi.
Varðandi stefnuna í landbún-
aðarmálum segir í stjómmála-
ályktuninni, að smáskammta-
lækningar fyrri ára hafi ekki skil-
að viðunandi árangri. Brýnt sé að
endrskoða búvömlögin, þannig
að hefðbundin landbúnaðarfram-
leiðsla mótist af matvælamarkaði
innanlands. Eitt mikilvægasta
verkefnið sé að koma á svæða-
skipulagi á næstu ámm, samfara
aðlögun að markaðanum. Ekki sé
skynsamlegt að gera ráð fyrir inn-
flutningi á hefðbundnum land-
búnaðarvörum á næstu árum, en
breyta eigi framleiðslustyrkjum í
td. byggðastyrki og veita aðhald
með hægu afnámi
útflutningsuppbóta. Þá beri að
styrkja nýbreytni, meðal annars í
ferðamannaþjónustu, skórækt og
fleira.
Miðstjómarfundurinn segir
algert grundvallaratriði fyrir
breytingar í atvinnuvegum og
heilbrigða byggðaþróun að halda
áffam af þrótti samgöngubótum
sem hafnar em. Bundið slitlag
eigi að koma á alla helstu vegi og
Myndatexti: Margar og heitar ræður vom fluttar á miðstjómarfundinum. Flestir vom þó sennilega sammáia um
að ræða séra Baldurs Vilhelmssonar hafi verið sú skemmtilegasta, þar sem hann fór yfir tilvist hreyfingarinn-
ar í nútlð og framtfð, og lagði meðal annars til að hafin yrði kengúmrækt I landinu og menn hættu að rækta re-
finn í eigin brjósti. Mynd: -hmp
halda verði áffam endumýjun
flugvallanetsins. Fundurinn fagn-
ar tækni sem gert hefur kleift að
ráðast í gerð jarðganga og bygg-
ingu brúa, sem í einu vetfangi
hafi sett afskekktar byggðir í
þjóðbraut og opnað nýjar leiðir í
atvinnumálum. Stórframkvæmd-
um í samgöngumálum verði að
fylgja almenn byggðaáætlun.
Hagvöxtur og lífskjarabati
ffamtíðarinnar byggir óneitanlega
á nýtingu fallvatnanna eins og
fiskstofnanna, að áliti miðstjóm-
arinnar. Orkusala til erlendra stór-
iðjufyrirtækja komi til greina að
uppfýlltum skilyrðum um hagnað
af raforkusölu, mengunarvamir
og íslenska lögsögu. Þó beri að
leggja áherslu á ímynd landsins
sem matvælaframleiðslulands og
gæta ítmstu varkámi við samn-
inga um stofnun stórfyrirtækja.
I stjómmálaályktuninni er
vikið að yfirstandandi samning-
um við Atlantsál. Skattasamning-
urinn er sagður mikilvægur
áfangi og sigur í rúmlega 20 ára
baráttu flokksins. Hins vegar sé
ljóst að töluverð áhætta felist í
drögum að orkusölusamningi og
leita verði leiða til að draga úr
henni með ákvæðum um lág-
marksverð og rétt til endurskoð-
unar samnings. Þá telur fundurinn
einnig koma til greina að stofna
sérstakt áhættufyrirtæki utan um
orkusöluna.
Hér hefur aðeins verið stiklað
á stóm í stjómmálaályktuninni. í
henni er að auki ma. fjallað um
lífskjör, mennta- og menningar-
mál og byggðaþróun, þar sem
sagt er nauðsynlegt að styrkja
byggðakjama vítt um landið.
Styrkjaþurfi samráð og samstarf í
einstökum hémðum, td. með
sameiningu sveitarfélaga.
í kafianum um ísland og um-
heiminn segir að mikilvægt sé að
kerfi ffíverslunar í alþjóðavið-
skiptum nái að þróast og dafna og
árangur í GATT viðræðunum
þjóni hagsmunum íslendinga. Þá
sé mikilvægt að fá tollfrjálsan að-
gang að mörkuðum EB og lækk-
un styrkja fiskvinnslu í aðildar-
löndunum sé mikilvægur. Mið-
stjómin telur að stefna Alþýðu-
bandalagsins um að sækja ekki
um aðild að EB, sé enn i fullu
gildi, þar sem hún feli í sér ffam-
sal á hluta af stjómarfarslegu full-
veldi þjóðarinnar og opni náttúm-
auðlindir fyrir ágangi erlendra
auðfélaga.
-hmp
Ólafur Ragnar Grímsson
Breytingatímar gefa tækifæri
r
Olafur Ragnar Grímsson: Endurskoða þarf markmið flokksins í Ijósi breytinga í heiminum.
Hægri hluti Alþýðuflokksins óhæfur til forystu fyrir jafnaðarmönnum
Aaðalfundi miðstjórnar Al-
þýðubandalagsins á Akur-
eyri um síðustu helgi ríkti meiri
sátta- og samstarfsvilji en oft
áður innan flokksins. í fram-
söguræðu sinni við upphaf
stjórnmálaumræðna á fostu-
dag, sagði Ólafur Ragnar
Grímsson formaður flokksins,
þau tvö ár sem liðin væru frá
síðasta aðalfundi hafa verið
áhrifamikil. Endurskoða þyrfti
markmið flokksins í Ijósi þeirra
miklu breytinga sem átt hefðu
sér stað í heiminum. Það væri
mikilvægt fyrir stjórnmála-
flokk að hafa dug til að fara yf-
ir þessa þróun og skoða hvað
væri mikilvægast fyrir framtíð-
ina.
í komandi kosningum koma
kjósendur til með að spyija sig
hverjir eru líklegastir til að veija
þann árangur sem náðst hefur í
Miðstiórnarfundur
Stefnuskráin ómerk
r
Alyktað um að yngja á framboðslistum flokksins
MMiðstjórnarfundur AI-
þýðubandalagsins sem
haldinn var á Akureyri um síð-
ustu helgi, samþykkti ályktun
þar sem segir að flokkurinn
muni ekki taka mið af stefnu-
skrá flokksins frá 1974 í kom-
andi kosningum.
Runólfur Agústsson lagði
fyrst fram tillögu þar sem sagði að
„miðstjóm Aðþýðubandalagsins
Iýsti því yfir að flokkurinn tæki
ekki lengur mið af stefnuskrá
sinni, samþykktri á landsfundi
1974. Teldist hún því úr gildi fall-
in“.
Miðstjómarfulltrúar vom al-
mennt sammála málfiutningi
Runólfs um að margt í stefnu-
skránni samrýmdist ekki sam-
þykktum flokksins og hefði ekki
staðist tímans tönn. Hjörleifur
Guttormsson var hins einn þeirra
sem sagðist þó telja að margt í
stefnuskránni væri enn í fullu
gildi,.
Olafur Ragnar Grimsson for-
maður flokksins lagði siðan fram
málamiðlunartillögu á sunnudag,
sem var samþykkt samhljóða.
„Miðstjóm Alþýðubandalagsins
áréttar að á landsfundinum 1989
vom lögð fram drög að nýrri
stefnuskrá flokksins, sem ber
heitið „Lýðræði og Jöfnuður“,“
segir í ályktun Olafs Ragnars.
Þessi nýja stefhuskrá væri nú til
umfjöllunar í flokksfélögum og
yrðu lögð fyrir næsta landsfund.
„Miðstjómin lýsir þess vegna
yfir að í komandi kosningum mun
flokkurinn ekki taka mið af
stefhuskránni frá 1974, enda hef-
ur Alþýðubandalagið i áraraðir
byggt störf sín og stefnuáherslur á
samþykktum landsfunda og ann-
arra stofnana flokksins, sem í
reynd hafa komið í stað skjalsins
frá 1974,“ segir í ályktuninni.
Þá var einnig samþykkt álykt-
un um endurnýjun í efstu sætum
ffamboðslista fyrir næstu kosn-
ingar. Þar skorar miðstjómin á
kjördæmisráð flokksins að beita
sér fyrir sem mestri endumýjun
við röðun í efstu sæti á framboðs-
listum flokksins fyrir næstu kosn-
ingar. Miðstjóm telji nauðsynlegt
að breytingar verði á skipan í
efstu sæti sem víðast um land.
Viðbótartillaga frá Bimu Þórðar-
dóttur um að það sama gildi um
ráðherraefni flokksins, fari flokk-
urinn aftur í rikisstjóm, var felld.
-hmp
efnhagsmálum og stuðla að ný-
sköpun í efnahags-, mennta- og
menningarmálum, að mati for-
mannsins. Verkefnin eflir kosn-
ingar yrðu ekki hefðbundin bar-
átta við verðbólgu, viðskiptahalla
og svo framvegis. Núverandi rik-
isstjóm hefði afsannað þá kenn-
ingu Sjálfstæðisflokksins að
vinstriflokkar réðu ekki við efna-
hagsmálin.
Þrátt fyrir deilumar við
Bandalag háskólamenntaðra
starfsmanna, sagði Ólafur Ragnar
samskiptin við samtök launafólks
þrátt fýrir allt betri en þau hefðu
verið í tíð fyrri vinstristjóma.
Æskilegt hefði verið að þetta ætti
við öll samtök launafólks, en deil-
an við BHMR ætti sér langan að-
draganda og mistök hefðu verið
gerð á báða bóga. Það breytti því
þó ekki að 98% launafólks væm í
samtökum sem náð hefðu góðu
samstarfi við rikisstjómina. AI-
þýðubandalagið gæti með stolti
borið þetta stjómarsamstarf við
hvaða stjómartímabil sem væri.
Enda gæti flokkur sem ekki gæti
horft til eigin verka með stolti,
ekki ætlast til þess að aðrir veittu
honum brautargengi. Það færi þó
víðsíjarri að allt hefði verið gert.
Það verk sem Alþýðubandalagið
hefði ætlað sér væri í raun nýhaf-
ið.
Ólafur Ragnar sagði Atlants-
hafsbandalagið hafa glatað til-
vemgmnni sínum, en reyndi samt
að leita hans hjá Saddam Hussein.
Hann sagði hrun kommúnismans
í Austur-Evrópu sýna, að kenn-
ingar sem taldar hefðu verið
ódauðlegar hefðu ekki staðist tím-
ans tönn. Þetta ætti einnig við um
fijálshyggjukenninguna. I þeim
efnum nægði að líta til ástandsins
í efnhagsmálum eftir stjóm Reag-
ans í Bandarikjunum og Thatch-
ers í Bretlandi. „Þessir tímar ættu
að gefa okkur óþijótandi tækifæri
til að koma á framfæri jafhaðar-
hyggju flokksins,“ sagði Ólafur
Ragnar.
Formaðurinn sagði forystu
Alþýðuflokksins reyna að koma
því inn hjá þjóðinni að hann væri
eini jafnaðarmannaflokkurinn í
landinu. Það vissu hins vegar allir
að hreyfing jafnaðarmanna hefði
verið tvíklofm og stundum þrí-
klofin á íslandi. Hægrisinnaði
hluti Alþýðuflokksins gæti aldrei
verið í forystu fyrir róttækri jafn-
aðarmannastefhu.
Ólafur Ragnar kom víðar við í
ræðu sinni og sagði ma. það sam-
komulag sem náðst hefði um
skattamál gagnvart væntanlegu
álveri, vera mikilvægan þátt varð-
andi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn-
ar. Nú þegar væri viðurkennt að
þau erlendu íyrirtæki sem kynnu
að starfa á Islandi eigi í einu og
öllu að lúta íslenskum dómstólum
og íslenskri löggjöf. Þá ræddi for-
maðurinn einnig um utanríkismál.
Hann sagði þörf á nýrri utanrikis-
stefnu, þar sem Island tæki fullan
þátt í mótun hugmynda um sam-
eiginlegt öryggiskerfi fyrir alla
Evrópu, að þeim ríkjum meðtöld-
um sem áður hefðu verið í Var-
sjárbandalaginu og utan hemaðar-
bandalaga.
-hmp
Þriðiudaqur 30. október 1990 bJÓnvu iimm 7