Þjóðviljinn - 30.10.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Stefnuskrá
Alþýðu-
bandalagsins
Aðalfundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins var
haldinn um síðustu helgi og sætti nokkrum tíðindum.
Merkust þessara tíðinda og þau sem vafalaust verður
lengst eftir tekið er samþykkt um að fella úr gildi hina op-
inberu stefnuskrá flokksins, sem samþykkt var haustið
1974.
Stefnuskrár eiga fyrst og fremst að skýra afstöðu
flokka til þeirra grundvallaratriða sem stjórnmálin fjalla
um, jafnt til innlendra sem erlendra málefna. Þær eru
aftur á móti sjaldnast til daglegrar umfjöllunar í flokks-
starfi og í tímans rás breytist umhverfið sem flokkarnir
starfa í, þótt ekki sé af annarri ástæðu en þeirri að sumt
af því sem heyrði framtíöinni til þegar stefnuskrá var
samþykkt er veruleiki dagsins í dag.
Stefnuskrá Alþýðubandalagsins er afurð síns tíma og
samin í Ijósi aðstæðna eins og þær voru fyrir hálfum öðr-
um áratug. Margt hefur breyst. Alþýðubandalagið hefur
setið í ríkisstjórnum, tekið virkan þátt í stjórnun sveitar-
félaga og flokksfélagar hafa látið að sér kveða í starfi
verkalýðssamtakanna. Þannig hefur flokkurinn og
flokksmenn lagt fram þýðingarmikinn skerf til þjóðfé-
lagsþróunarinnar og reist starf sitt á þeim grundvallarat-
riðum sem flokkurinn byggir á og staðfest voru í stefnu-
skrá.
Hugmyndir manna um þann sósíalisma sem leyst
gæti allan vanda hafa skiljanlega breyst. íslenskir sósí-
alistar og vinstri menn hafa aldrei verið bundnir af einni
formúlu um það þjóðfélag sem þeir vildu skapa. Þeir
hafa allar götur frá því á dögum Nýsköpunarstjórnarinn-
ar, sem tók við völdum haustið 1944, beitt sér fyrir hag-
nýtum lausnum á vandamálum samtímans, og jafnan
sneitt hjá þeim blindgötum sem oftrú á fræðikenningar
getur leitt menn í. Nýsköpunarstjórnina mynduðu Sjálf-
stæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur. í
vinstri stjórninni frá 1956-1958 sátu fulltrúar Framsókn-
arflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Frá 1971-
1974 voru Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Sam-
tök frjálslyndra og vinstri manna saman í ríkisstjórn og
síðan hefur Alþýðubandalagið átt aðild að ríkisstjórnum
með öllum flokkum nema Kvennalistanum og Bandalagi
jafnaðarmanna.
Þær þrjár ríkisstjórnir sem hér eru sérstaklega til-
greindar hafa hver með sínum hætti haft mikil og varan-
leg áhrif. Nýsköpunarstjórnin lagði grunninn að nútíma
atvinnulífi með kaupum á fjölda nýtísku togara og hún
hugsaði meira um að dreifa þeim um landið en hverjir
yrðu hinir formlegu eigendur. Á tímum hennar voru sett
fræðslulög sem urðu hornsteinn skólastarfs í landinu í
áratugi. Fyrri vinstri stjórnarinnar verður minnst fyrir
upphafið að nýrri stórsókn í landhelgismálum, það var
hennar verk að færa landhelgina út í 12 mílur og hin
næsta braut múrinn fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu með
útfærslu í 50 mílur. Hún lagði jafnframt grunninn að ný-
skipan í heilbrigðis- og tryggingamálum og fyrir hennar
tilverknað hófst skuttogaraöld á íslandi.
Á miðstjórnarfundi var samþykkt því nær samhljóða
að fella stefnuskrána frá 1974 úr gildi. Ný stefnuskrá
mun verða til á næstu misserum og taka til þeirra grund-
vallaratriða sem varða sjálfa tilvist flokksins, hún á að
vísa veginn inn í framtíðina og létta þannig verkin í þeirri
glímu sem aldrei verður lokið: að efla sjálfstætt þjóðríki
á íslandi sem byggir á lýðræði og efnahagslegum, fé-
lagslegum og menningarlegum jöfnuði.
hágé.
Hvað sem annars má um prófkjör segja skila þau ekki mikiili fjölbreytni...
Góð prófkjör
og vond
Svo voru það
prófkjörin.
Það er ekki úr
vegi að minna á það
að fyrir nokkrum ár-
um sameinuðust
Sjálfstæðisflokkur
og Alþýðuflokkur
um þá kenningu, að
prófkjör og helst op-
in væru upphaf lýð-
ræðis. Allir þeir sem
einhverja fyrirvara
höfðu á þeirri aðferð
við að setja saman
framboðslista voru
stjómlyndir, íhalds-
samir forræðis-
hyggjumenn og gott
ef ekki laumustalín-
istar.
Svo líður ffam
tíminn og það renna
á menn ýmsar grím-
ur. Til dæmis höfðu
Sjálfstæðismenn hér
í Reykjavík ekki
prófkjör fyrir borg-
arstjórnarkosning-
amar í vor. Þá höm-
uðust Alþýðu-
flokksmenn mjög á
því, að þar fæm
flokkseigendur,
fjandsamlegir lýð-
ræði, eitthvað annað
væri nú Nýr vett-
vangur með galopið
prófkjör. Svo líða fáeinir mánuðir
og dæmið snýst við. Það em
Sjálfstæðismenn sem efna til
prófkjörs, en Alþýðuflokksmenn
em búnir að snúa við blaði eins
og dæmi úr Reykjaneskjördæmi
sanna: Þar er ekki boðið upp á að
menn hlynntir flokknum kjósi um
það hvort þeir vilja hafa iðnaðar-
ráðherra eða bæjarstjórann í
Hafnarfirði sér til oddvita - með
þeirri röksemd að þau læti gætu
skaðað flokkinn.
Þaö sem hentar
hverju sinni
Og hefði því einhvemtíma
verið haldið fram, að hér væri
verið að fóma lýðræðinu fyrir
flokkshagsmunina. En það gera
menn ekki lengur. Það er búið að
hafna bæði hjátrú og vantrú á
prófkjömm í íslenskri pólitík
(eins og flestum öðmm skoðun-
um). Allir vita að það er flokks-
forystan á hveijum stað sem ræð-
ur því hvort prófkjör er haft eða
ekki, og ákvörðunin fer eftir því
hvað talið er hagstætt þeim sem
mestu ráða. Hinsvegar em menn
ekki búnir að venja sig af því enn
að þenja sig niður i rass í hvert
skipti með stórum fúllyrðingum
um það, að það sem ákveðið er á
hveijum tíma sé lýðræðið besta
og sannasta.
Einlít hjörð
En hvað um það: er hægt að
draga nokkrar ályktanir af próf-
kjömnum? Eldci er það neitt sem
heitið getur. Úrslitin hér í Reykja-
vík sýna helst þetta hér: í fyrsta
lagi að prófkjör em undarlega
óhagstæð konum og þeirra ffam-
gangi í pólitík (sömu sögu er að
segja af prófkjörum úti á landi). í
öðm lagi dugir prófkjör hér i
Reykjavík vel til þess að koma
þeim að sem koma skal að (Davíð
og Bimi), en það dugir ekki til að
efla þá ímynd Sjálfstæðisflokks-
ins að hann sé allsheijarsamnefn-
ari fyrir flesta hópa samfélagsins.
Listinn verður í raun fúrðu einlit-
ur og einhæfur, af honum er
feiknasterkur lögfiræðilegur
flokkseigendakeimur, sem gæti
reynst kjósendum erfiður í maga
- ef öðmvísi stæði á.
Góður, betri, bestur
Morgunblaðsmenn em, eins
og allir vita, geffiir fyrir að láta
sem þeim komi Sjálfstæðisflokk-
urinn ekki sérlega mikið við.
Nema hvað: þegar prófkjörsslag-
ur stendur í þeim flokki þá verður
blað allra landsmanna nær ólæsi-
legt fyrir sakir lofgreina um hina
og þessa Sjálfstæðismenn sem
vilja sýna þegnskap og fóma sér
til starfa á Alþingi.
Sú lesning (ásamt með aug-
lýsingum) er reyndar einkenni-
lega náttúmlaus. Stundum finnst
manni að allar greinamar séu um
sama manninn (eða konuna):
þann sem er einarður baráttumað-
ur Sjálfstæðisstefnunnar, sem vill
bæta hag bama og kvenna, aldr-
aðra og fyrirtækja, semja upp á
flott kjör við Evrópubandalagið,
að því ógleymdu að öll munu
þingmannsefnin efla „traust at-
vinnulíf á gmndvelli einkaffam-
taksins“.
Satt best að segja minnir þessi
greinasyrpa einna helst á umræð-
ur um sovéskar bókmenntir seint
á dögum Stalíns. Þá var búið að
slá því fóstu að ekki gæti lengur
verið um árekstra að ræða í sov-
éskum skáldskap milli góðs og
ills, hetju og þijóts, vegna þess
hve samfélagið væri gott og fólk-
ið
þar með. Einu andstæðumar
sem eftir væri að lýsa væm þær
sem skapast á milli góðra manna
og enn betri manna. Prófkjörið í
Sjálfstæðisflokknum er einmitt
þannig: Það er milli ágætra ein-
staklinga og enn betri í þessum
góða heimi sem væri enn betri ef
allir hefðu vit á að vera Sjálfstæð-
ismenn.
Síldarraunir
Vendum okkar kvæði í kross:
Morgunblaðið skrifaði á dögun-
um leiðara um „hmn á sovéska
síldarmarkaðinum“. En eins og
menn vita hefúr það nú ffam
komið sem sjá mátti fyrir: að af-
nám miðstýringar í sovéskum ut-
anríkisviðskiptum kippti fótum
undan mörgu í viðskiptum íslend-
inga við Sovétríkin. Þar við bætist
svo efnahagskreppa mikil og
gjaldeyrisvandræði. Morgunblað-
ið segir reyndar:
,,Af hruni sovéska hagkerfis-
ins leiðir, að þar er ekki lengur til
neinn gjaldeyrir, jafnvel ekki fyr-
ir nauðþurftum eins og sild og
fiski.“
Og telur blaðið það helst til
ráða að leita samninga t.d. um
síldarsölu við einstök lýðveldi en
ekki Sovétríkin sjálf.
Þetta er því miður óraunsætt
tal. „Síld og fiskur" (skemmtilegt
annars að Islendingar vilja ekki
telja síldina með fiski) em ekki
„nauðþurftir“ í Sovétrikjunum.
Ekki í þeim skilningi að þar detti
mönnum í hug að bæta úr mat-
vælaskorti með innflutningi á ís-
lenskum fiskafurðum, sem era
náttúrlega miklu dýrari en t.d.
matvæli sem kaupa mætti fyrir
slikk úr offfamleiðslubirgðum
Evrópubandalagsins. Altént er
það ljóst, að hvort sem það em
Sovétríkin sem heild eða einstök
lýðveldi sem glíma við mikinn
gjaldeyrisskort, þá munu þau í
innkaupum láta flest annað koma
á undan síld meðan hann er við
lýði. Þetta verðum við víst að
horfast i augu við. AB
ÞJÓÐVIUINN
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Bergdls Ellertsdótfir, Dagur
Þorieifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson,
Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már
Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.),
Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Nanna Sigurdórsdóir,
Ólafur Glslason, Þröstur Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigríður Sigurðardóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir,
Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar:
Síðumúla 37, Rvík.
Sími: 681333.
Símfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. október 1990