Þjóðviljinn - 06.11.1990, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 06.11.1990, Qupperneq 2
FRETTIR Vextir Dagsbrúnar verður saknað r r Asmundur Stefánsson: Þjónar ekki hagsmunum verkalýðshreyfingarinnar ef Dagsbrún selur hlut sinn í Islandsbanka. Valur Valsson: Vaxtaákvörounin lœkkar vaxtamun II alur Valsson bankastjóri ís- ® landsbanka segir það miður að Verkamannafélagið Dags- brún ætli að hætta viðskiptum við bankann. Dagsbrún hafi verið góður viðskiptavinur og verði saknað. En Dagsbrún ákvað á félagsfundi á sunnudag að hætta öllum viðskiptum við bankann. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins og fulltrúi ASI í bankaráði íslandsbanka sagðist vel skilja að Dagsbrúnar- menn væru óánægðir með þau vaxtakjör sem giltu í dag. Ákvörðun Islandsbanka fæli í sér samræmingu á óverðtryggðum lánskjörum og verðtryggðum. Það mætti þó segja eins og Dags- brún, að réttara hefði verið að lækka verðtryggðu vextina. „Eg er alveg sammála því að það hefði verið rétta svarið,“ sagði Ás- mundur. Forsendur til þessa eru hins vegar varla fyrir hendi, að sögn Ásmundar. Þegar íslandsbanki hefði hækkað vexti 1. júní hefði hann verið í minnihluta á móti þeirri ákvörðun og áður fengið málinu frestað í maí. Þá hefði ver- ið lagt fram yfirlit á fúndinum sem sýndi að 600 milljónir hefðu farið út af sérkjarareikningum bankans yfir á ríkisskuldabréf og verðbréfamarkaði. Það hefði því verið álit bankaráðs að við því yrði að bregðast með vaxtahækk- unum bæði innláns- og útláns- megin. Ásmundur sagði nauðsynlegt að taka á verðtryggðu vöxtunum. Það yrði að gerast með því að taka á fjármagnsmarkaðanum öll- um og skoða hvaða áhrif einstak- ir þættir eins og lánsfjáröflun rik- issjóðs og húsbréf hefðu á mark- aðnum. Ef Dagsbrún gerir alvöru úr að selja sinn hlut í bankanum, sagði Ásmundur ljóst að það myndi veikja stöðu verkalýðs- hreyfingarinnar innan bankans. Hann teldi að þeim hagsmunum sem Dagsbrún bæri fyrir brjósti yrði ekki vel þjónað með þeim hætti. „Ég held að okkar ítök i ís- landsbanka hafi skipt mjög miklu máli,“ sagði Ásmundur. Það hefði td. sést í viðræðum aðila vinnu- markaðarins og bankanna í vetur, þegar Islandsbanki hafði um margt forystu fyrir bönkunum. Is- landsbanki hefði einnig verið fyrstur til að lækka vexti í febrú- ar, mars og apríl, ma. annars vegna þeirrar afstöðu Ásmundar, að tryggja að það gerðist á réttum tíma. Forseti ASI minnti einnig á að þátttaka verkalýðshreyfingarinn- ar í Islandsbanka hefði verið ákveðin ma. vegna þess að menn hefðu talið rétt að hún tæki þátt í þeim umskiptum sem væru að Dalvík Rykspúandi malbikunarstöð Okkur var gert viðvart um mikinn reykjarmökk frá malbikunarstöðinni á laugar- daginn. Það er ekki rétt að það hafi verið olía í reyknum, en hið rétta er að þarna var um að ræða ryksalla og gufu. Við munum fylgjast með stöðinni, en skiptum okkur ekki af henni frekar nema eitthvað komi upp á, segir Valdimar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Eyjafjarðar, í samtali við Þjóðviljann. Malbikunarstöð er nú starf- rækt utan við_ Dalvík vegna mal- bikunar í Ólafsfjarðargöngum. Ibúar á svæðinu gerðu heilbrigð- iseftirlitinu viðvart á laugardag- inn vegna kolsvarts reykjarmakk- ar sem kom frá stöðinni þegar verið var að þurrka möl. Snjór varð svartur á nokkru svæði um- hverfis stöðina. Talið er að vélar hafl verið illa stilltar, en bætt hefúr verið úr því að sögn Valdimars. Hægt er að koma í veg fyrir rykmengun ffá malbikunarstöðv- um að verulegu leyti með pokas- ium, en þessi stöð er ekki búin slíkri síu. Valdimar segir i samtali við Þjóðviljann að ekki séu gerðar kröfúr um pokasíu í malbikunar- stöðvum þegar þær standa utan við þéttbýli. Hann segist búast við að mal- bikunarstöðin verði farin að viku liðinni. -gg gerast í bankakerfmu. Þar væri verið að ganga í hagræðingarstarf sem talað hefði verið um í ára- tugi, en ekki framkvæmt fyrr en nú. _ I samtali við Þjóðviljann sagði Valur Valsson þessa ákvörðun Dagsbrúnar ekki hafa áhrif á ákvörðun bankans um hækkun vaxta í síðustu viku. Sú ákvörðun hefði verið tekin að vel yfirveguðu ráði og ekki að tilefn- islausu. Menn hefðu haft áhyggj- ur af því, að lækkun verðbólgu síðustu vikna reyndist aðeins tímabundin. Eftir hækkunina væru vextir Islandsbanka hins vegar þeir sömu og þeir voru ffá april til september, enda verð- bólgustigið ekki ósvipað og þá. Valur sagði ffamlag bankans til þjóðarsáttar vera minni vaxta- mun og lægri þóknunartekjur en á síðasta ári. Heildarvaxtamunur hefði lækkað úr 5,4% 1989 hjá fjórbönkunum sem stofnuðu Is- landsbanka, í 3,5% á þriðja árs- fjórðungi þessa árs. Vaxtaákvörð- unin í síðustu viku hefði síðan í for með sér enn ffekari lækkun vaxtamunar, þannig að hann yrði 3,3% síðustu mánuði ársins. Að sögn Vals munu þóknana- tekjur íslandsbanka einnig lækka að raungildi um 5% á þessu ári. íslandsbanki teldi því, að hann hefði tekið myndarlega þátt í þjóðarsáttinni og á þann hátt sem að var stefnt í kjarasamningum. -hmp Svavar Gestsson menntamálaráðherra opnaöi I gær myndlistasýningu I húsnæöi ráöuneytisins við Sölvhóls- götu 4. Á sýningunni sýna tveir myndlistarmenn verk unnin á þessu ári. Það eru Sigrlður Rut Hreinsdóttir sem sýnir vatnslitamyndir og Guðjón Bjarnason sem sýnir málverk og skúlptúra. Mynd Kristinn. Dagsbrún Stjórn mótframboðsins tilbúin Sammála stjórn Dagsbrúnar í Islandsbankamálinu Mótframboðið til stjórnar Dagsbrúnar hefur sett saman lista að stjórn. Listinn verður formlega lagður fram nokkrum vikum fyrir stjórnar- kosningarnar, sem fara fram í janúar. Stjóm mótframboðsins skipa Jóhannes Guðnason, trúnaðar- maður hjá Fóðurblöndu Sam- bandsins, en hann er jafnffamt formaður listans. Varaformaður listans er Jóhannes Sigursveins- son byggingaverkamaður. Þórir Karl Jónasson er gjaldkeri og jafnffamt framkvæmdastjóri list- ans, en hann starfar hjá Pósti og síma. Ritari er Óskar Ólafsson sem starfar hjá Fóðurblöndu Ew- os. Fjármálaritari er Einar Sig- urðsson, fyrrverandi formaður verkamannafélagsins Dímons. Meðstjómendur era Páll Þorgríms Jónsson, starfsmaður hjá Islensku bergvatni, og Jónas Guðmunds- son frá Rikisskipum. Talsmenn listans segjast vilja leggja meiri áherslu á félagslega þáttinn en nú er gert og vilja skarpari kjarabaráttu. Þá segjast þeir sammála núverandi stjóm Dagsbrúnar í afstöðunni til vaxta- hækkana íslandsbanka. Sáf Á myndinni sést Jóhann Páll afhenda Öriygi Hálfdánarsyni forseta SVFÍ bikarinn í viðurvist forstjóra félagsins, skólastjóra og starfsmanna Slysa- varnaskólans. Utskrift úr Jarðhitaskólanum Ellefu nemendur frá sjö lönd- um útskrifuðust úr Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík í lok október. Þetta var 12. starfsár Jarðhitaskólans en námstíminn var sex mánuðir. Sfyrkþegamir komu frá Búlgaríu, Costa Rica, Egyptalandi, Júgó- slavíu, Kenya, Nicaragua og Ug- anda. Alls hafa 93 styrkþegar ffá 20 þróunarlöndum útskrifast úr Jarðhitaskólanum síðan hann tók til starfa 1973, en auk þess hafa liðlega 30 dvalist hér við nám í skemmri tíma. Sæbjargarbikar gefinn Jóhann Páll Símonarson sjó- maður hefúr afhent Slysanvarafé- lagi íslands fagran bikar til efl- ingar áhuga sjómanna um ffæðslu og þjálfún um björgunar- og ör- yggismál. Forseti Slysavamafé- lags íslands, skólastjóri og leið- beinendur Slysavamaskóla sjó- manna, Sæbjargar, munu árlega velja það skip og þá skipshöfn sem sýnt hefúr sérstakan áhuga í námi og starfi að öryggismálum. Hér er um farandbikar að ræða sem veitist í fyrsta skipti á Sjó- mannadaginn 1991 og að síðustu árið 2000, en eflir það verður hann í vörslu Slysavamaskóla sjómanna. Basar í Kópavogi Kvenfélag Kópavogs gengst fyrir basar félagsins sunnudaginn 11. nóvember. Félagskonur era vinsamlegast beðnar að skila bas- armunum í kvöld í kvenfélags- herberginu milli kl. 20 og 22. Einnig hægt að skila munum á laugardag 10. nóvember ffá kl. 13 til 17 Stórbókamarkaður Bókavörðunnar í gær hófst árlegur stórbóka- markaður Bókavörðunnar í Hafn- arstræti 4 í Reykjavík. Markaður- inn stendur í 6 daga og alls verða til sölu rúmlega 30 þúsund bækur. Innbundnar íslenskar bækur kosta 200 kr., óinnbundnar 100 kr. og allar erlendar bækur kosta 50 kr. Upplýsingaskylda stjórnvalda Umræðufundur um upplýs- ingaskyldu stjómvalda verður í fundarsal Þjóðskjalasafns Is- lands, Laugavegi 162, í dag kl. 15.30. Á fúndinum verða pall- borðsumræður um meðferð og aðgang að skjölum hins opinbera en pallborðið skipa Jón Sveins- son aðstoðarmaður forsætisráð- herra, Ólafúr Ásgeirsson þjóð- skjalavörður, Þorleifúr Friðriks- son sagnffæðingur og Amar Páll Hauksson fféttamaður. Stjómandi verður Magnús Guðmundsson skjalavörður Háskóla íslands. Norskir tónlistaimenn Norsku hljóðfæraleikaramir Trals Mörk, selló, og Leif Ove Andsnes, píanó, koma fram á fyrstu tónleikum Tónlistarfélags- ins í íslensku óperunni, sem haldnir verða í kvöld og hefjast kl. 20.30. Listamennimir eru meðal þekktustu tónlistarmanna í heimalandi sínu og hafa báðir unnið sér ffægð á alþjóðlegum vettvangi þótt ungir séu. Að- göngumiðasala við innganginn. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.