Þjóðviljinn - 06.11.1990, Page 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
ÞJÓÐVIUINN
Erlent
fjármagn
Þess er vænst að lagt verði í dag fyrir ríkisstjórn laga-
frumvarp um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri
á íslandi, reyndar vonum seinna. Fimm ár eru síðan Al-
þingi samþykkti ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórn
að láta endurskoða gildandi lög um fjárfestingu erlendra
aðila í atvinnurekstri á íslandi. Aldrei var hins vegar
mælt fyrir frumvarpi sem lagt var fram 1987- ‘88, og
skýrsla frá forsætisráðherra á síðasta þingi um erlendar
fjárfestingar hér á landi var naumast rædd.
Bráðnauðsynlegt er að mörkuð sé sem fyrst skýr, ís-
lensk stefna í þessum málefnum, að lagafyrirmæli og
reglur séu óyggjandi og unnt sé að fá yfirlit yfir magn og
eðli erlendra fjárfestinga, en öll þessi mál hafa verið í
þoku.
Ýmsir hafa tilfinningalegan ímugust á hvers konar er-
lendum fjárfestingum hérlendis. Röksemdir þeirra
byggjast stundum á vanþekkingu um eðli fjárfestinga,
viðskipta og þjónustu í samtímanum. ísland er nú eina
ríkið innan OECD sem heldur í fyrirvara um aukið frelsi í
Ijármagnsflutningum. Sú andstaða við erlent fjármagn
sem byggist einvörðungu á því að afsal nauðsynlegra,
íslenskra yfirráða felist í aðlögun að viðskiptaháttum nú-
tímans byggist á verulegri sjálfsblekkingu. íslendingar
eru rígbundnir og mjög skuldsettir vegna erlends láns-
fjármagns til framkvæmda. Sá klafi er hlutfallslega
þyngri á okkur en mörgum öðrum þjóðum og skerðir
svigrúm okkar, tækifæri og frelsi með ákveðnum hætti.
Ein rökin fyrir því að íslendingar aðlagi sig fjármagns-
kerfum umheimsins eru þau, að mjög getur dregið úr
lánsfjárþörf atvinnulífsins og erlendum lántökum með
auknu frelsi í fjármagnsflutningum hingað. Við það ætti
helsi erlendra skulda að slakna á íslensku þjóðinni og
frelsi hennar, sjálfsákvörðunartaka og raunverulegt for-
ræði að geta aukist. íslendingar hafa sjálfir fjárfest í sí-
auknum mæli erlendis undanfarið og gagnkvæmnisregl-
ur hljóta að eiga að gilda á því sviði að einhverju marki.
Aðrir óttast að ítök útlendinga geti vaxið okkur yfir
höfuð, ekki endilega vegna þess að við veitum þeim að-
stöðu hérlendis, heldur einkanlega ef form- og eðlis-
breytingar verða í framtíðinni innan þeirra viðskipta-
svæða og bandaiaga sem við kunnum að hafa gert
bindandi samninga við. Ef til vill eru mestu hætturnar
einmitt fólgnar í gildrum af því tagi og fátt brýnna en var-
ast þær.
Nokkuð ákveðin vissa er fyrir því að óboðið, erlent
tjármagn sé komið inn í íslenskt hagkerfi eftir ýmsum
leiðum. Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri Seðla-
bankans, lýsti því yfir á kynningarfundi um frumvarps-
drögin fyrir bankamenn í gær, að útlendingar hefðu
reynt - og að einhverju leyti tekist - að troða hér inn fæt-
inum með ólöglegum hætti, einkum í tengslum við fisk-
iðnað, útgerð og útflutning.
Alþýðubandalagið mótaði nýlega afstöðu sína til
þessara mála í stjórnmálaályktun miðstjórnarfundar á
Akureyri 28. okt. sl., þar sem einn af fimm höfuðáherslu-
punktunum tjallar um alþjóðlega aðlögun hagkerfis og
atvinnulífs með þessum hætti: „Lykill að blómlegri fram-
tíð felst í greiðum og beinum samskiptum við umheim-
inn og mikilvægt er að íslendingar taki með fullri reisn
þátt í örri alþjóðlegri þróun í viðskiptum, menningu og
stjórnmálum." Síðar í ályktun miðstjórnarinnar segir um
breytingar í utanríkisviðskiptum og alþjóðasamstarfi: „Á
sama tíma hefur átt sér stað þróun í átt til óheftari fjár-
magnsflutninga í heiminum. Island mun með margvís-
legum hætti aðlaga sig þeirri þróun.“
Lagafrumvarpið um Ijárfestingar erlendra aðila mun
eflaust taka efnisbreytingum í meðförum Alþingis. En
meginstefnuatriði þess eru brýnt nauðsynjamál.
ÓHT
Kirkjuþing. ^ jrmm
Biskupinn kominn i politík
Kirkiuþinq
Biskup óánægður með skerðingi
Ólafur Skúlason: Höfðum áhyggjur af þvi þegar nefskaltur var lagður niður að JJármálayfirvöld freistuðust til að taki
skatthlut kirkjunnar. Anægður með stjómarskrártryggt samband ríkis og kirkju
Biskupinn yflr íslandi, Ólaf-
ur Skúlason, lýsti óánægju
slnnl, I setningarræóu kJrkju-
þings á þriöjudag, með aö ríkiö
skilaöi ekki innheimtuhlut
kríkjunnar í skðttum til kJrkJ-
unnar. Ólafur sagðl Þjóövlijan-
im aö ekki vserí um aö ræða
ramlag rfkisins til kirkjunnar,
eldur hlut hennar ( skatt-
jimtunni. En þetta fyrí’'*"
ag'var sett i **'
nefsk*~
við svo heppin að lánsíjárfrum-
varpið er lagt fram um leið og
frumvarp til fjárlaga“, sagði Ólaf-
ur. Fjárveitingavaldið ætlaði aftur
að skerða greiðslur til kirkjunnar
en í fyrra hefðu menn talið aö
þctta ætti aðeins að gera I br**-
eina skipti og
birðar
V;eis
-iixr og
- ao fá væri öll
,-ui, myndu fjármálayfir-
v/iU hugsa scm svo að þetta væri
ilt of mikið og freistuðust til að
jka af upphæðinni. Nú hefði
pctta því miður komið fram.
— aO
m .. nvar fólk setur
„jurdag," sagði Ólafur. En
nann ætlaðist til þess að þcir sem
hefðu áhuga og áhyggjur af þess-
um málum, ræddu þau við þing-
menn sína og þingmannsefni. Það
væru mörg mál sem réðu þvf
hvaða þingmenn fólk styddi. „En
þvl aðeins myndi ég styðja ákveð-
inn stjómmálaflokk oe stinmm-
kirkju. íslendingar væru
oft hefði farið hrollur um h
tilhugsunina að einhver
riskur sjónvaipsprestur i
að leggja einhver reiðinnæ
I að snúa öllum íslendinj
þcss boðskapar scm sjó
prestar væru frægir fyrir
fjármagnsins. Sér þætti þai
styrkur fyrir kirkju og þj
að menn reyndu að^hafa s
og samband á sem állra st>
máta. „Það er ma. þess vej
þetta eru mér svo mikii vo:
Eg txeysti þeim mönnu
halda um stjómvölin til
veg kirkjunnar góðan
aldrei fundið annað þegar
við þá," sagði Ólafur.
Biskupinn sagði orð ;
verið túlkuð mjög hör
hefðu gctað verið harðar
orð vætu l raun aðeins
vegna þess að hann hefði i
við menn sem hann bæri ti
fundiö skilning á hlutverl
Ólafur Ragnar Grimsson: Nýtt að biskupinn yfir íslandi segifólki livað það á að kjósa
Deilt um tekjur
kirkjunnar
Hörð orð hafa farið milli bisk-
ups og fjármálaráðherra út af fjár-
málum kirkjunnar. Eins og marg-
tekið er ffam í fféttum er það mál
svo vaxið, að áður voru sérstök
gjöld innheimt til kirkjunnar sem
síðar voru felld inn í staðgreiðslu-
kerfi skatta. Nú hefur annað árið í
röð verið ákveðið með fjárlaga-
dæmi að skerða þennan hlut
kirkjunnar í skattheimtunni. Bisk-
up mótmælir þessu eindregið á
kirkjuþingi. Fjármálaráðherra
segir að kirkjan verði að axla sinn
hluta erfiðleika í þjóðfélaginu.
Biskup segir að það hafi verið
gert. Fjármálaráðherra hefur uppi
efasemdir um siðferði kirkjunnar.
Biskup segir eðlilegt að þeir
sem áhyggjur hafa af þessari þró-
un ýti við þingmönnum og þing-
mannsefnum. Fjármálaráðherra
segir að með þessu sé biskup að
vísa kjósendum á Sjálfstæðis-
flokkinn. Sem er vitanlega út í
hött og meira en furðulegt að for-
maður Alþýðubandalagsins skuli
með slíkum hætti skemmta þeim
sem alltaf hafa svo viljað vera láta
að Guð væri Sjálfstæðismaður.
Orð standa
ekki
Þetta mál er hluti af öðru
stærra. Það viðurkennir reyndar
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, í laugar-
dagspistli nú um helgina. Þar seg-
ir hann m.a:
„Það er að vísu ekki nýtt af
nálinni að lögbundin framlög til
margvíslegra framkvæmda séu
skert með sérstökum heimildar-
ákvæðum, til eins árs í senn. Allir
stjómmálaflokkar sem tekið hafa
þátt í ríkisstjóm bera ábyrgð á
slíkum aðhaldsaðgerðum".
Þorsteinn telur að skerðing
tekjustofna Þjóðkirkjunnar sé ut-
an við slík fordæmi. En þar má
reyndar ekki miklu muna. Fjár-
málayfirvöld hafa, eins og fram
var tekið, gengið og ganga áfram
í tekjustofha og sjóði sem hátíð-
lega hafði verið um samið að færi
til tiltekinna nauðsynja: hvort
sem væri til lífeyrissjóða, þjóðar-
bókhlöðu, vinnueftirlits, svo
nokkur dæmi séu nefhd. Þetta er
náttúrlega af opinberri hálfu alltaf
réttlætt með tilvísun til þess að ill
nauðsyn bijóti lög.
Og þessi praxís, sem enginn
mun kannast við að hafa byijað á,
hann er orðinn svo útbreiddur,
svo fastur hryggjarliður í fjárlaga-
dæmum, að hægt og bítandi
hleðst upp stórmikill siferðis-
vandi í samfélaginu. Sá vandi er í
stuttu máli fólginn í þessu hér: ef
ríkið gengur á undan í því að
ganga á gefín orð og samninga,
hvað þá með alla hina?
Þeir menn sem mótmæla
þessum praxís verða ekki kveðnir
í kútinn með því að segja sem
svo, að þeir vilji ekki vera með í
að axla byrðamar. Þeir hafa miklu
meira til síns máls en svo. Og þar
með biskup og kirkjuþingsmenn.
Kirkjan og hinn
þétti leir
Vitanlega er það svo sérstakur
vandi fyrir kirkjuna að þurfa að
standa í orðaskaki út af fjármál-
um. Menn vilja helst ekki leyfa
henni það. Allir mega óátalið hafa
uppi kjarakröfur af ýmsu tagi -
líka sérfræðingar í læknastétt,
aflaménn á frystitogurum og flug-
menn, svo nokkur alþekkt dæmi
séu nefnd. En detti einhverjum
presti í hug að minna á kjör sinn-
ar stéttar eða stofnunar, þá hefja
menn upp mikil óp og hneykslan
rétt eins og guðsmenn hafi nú
svikið sína köllun og sest við hlið
víxlaranna í musterinu eftir að
Kristur var farinn og þeir búnir að
reisa við sín borð.
Það væri vitanlega leiðinlegt
ef kirkjan byrsti sig aldrei út af
neinu öðru en tekjustofnum. Þann
háska þarf hún vitanlega að varast
eins og eld brennandi. En kirkj-
unnar menn verða að hafa sæmi-
legan rétt á við aðra til að þæfa
hinn þétta leir, fyrst þeir em ekki
staddir í klaustri heldur í heimi
sem tekur mið af þessum sama
leir. Ekki síst þegar um það er að
ræða (eins og í þessu dæmi hér)
að ekki er deilt um launakjör
prestanna sjálfra heldur um fjár-
muni til ýmissa verkefna kirkj-
unnar.
Þjóðkirkjan og aðrir
kostir
Að þessu þurfa menn að
hyggja með rósemd hugans. Líka
vegna þess sem nú skal á minnst:
I samtali við Þjóðviljann um
þetta mál kom Olafur biskup
Skúlason að þjóðkirkjufyrir-
komulaginu íslenska og bað því
þrifhaðar. Þetta fyrirkomulag hef-
ur sína galla rétt sem annað skipu-
lag, en það hefur þá ótvíræðu
kosti að menn losna undan mörgu
sem fylgir því að trúarlíf leysist
upp í harðsnúna og fjárfreka sam-
keppni hinna einstöku kirkju-
deilda og safnaða um sálimar.
Biskup gat þess einmitt í fyrr-
greindu viðtali að hann hugsaði
til þess með hrolli ef t.d. einhver
bandarískur sjónvarpsprestur
kæmi með gilda sjóði til að hræra
í sálum íslendinga. Og mætti við
bæta: til að hafa svo af þeim sem
allra mest fé með ógeðfelldum
hætti eins og sífellt er gert þar
vestra þar sem trúarþörfum er
skotið undir markaðslögmálin
eins og öllu öðra. ÁB
ÞJOÐVIUINN
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur
Þorleifsson, Ellas Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson,
Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.LJim
Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), ðlafur
Gíslason.Sævar Guðbjömsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigrlður Sigurðardóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Útbrelðslu- og afgrelöslustjóri: Hrefna
Magnúsdóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir,
Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýslngar:
Siðumúla 37, Rvlk.
Simi: 681333.
Símfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: ðddi hf.
Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
\
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. nóvember 1990