Þjóðviljinn - 06.11.1990, Page 12

Þjóðviljinn - 06.11.1990, Page 12
þjómnuiNN Þriðjudagur 6. nóvember 1990 209. tölublað 55. árgangur ■ SPURNINGIN ■ Hvað finnst þér um það að sjónvarpsstöðvar rjúfi dag- skrá með auglýsingum? Emil Karlsson stýrimannsnemi: Ég horfi nú sama og ekkert á sjónvarp. Aðeins á fréttir og veður þar sem engar auglýsing- ar rjúfa dagskrána, enn sem komið er. Aðstandendur sýningar Þjóðskjalasafnsins, Björk Ingimundardóttir og Áslaug Jónsdóttir úr sýningarnefndinni; Magnús H. Ólafsson arkitekt, sem að- stoðaði við uppsetningu, og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Mynd: Kristinn. Þióðskjalasafn Haraldur Guðmunds- son verslunarmaður: Mér finnst það alveg afleitt og getur verið afar óþægilegt. Sigurlaug Hauksdóttir húsmóðir: Alveg óþolandi. Þetta rífur mann frá efninu því það liggur við að hver auglýsingin komi á fætur annarri og þá aðallega á Stöð 2 Ingibjörg Gunnarsdóttir húsmóðir: Mér finnst það alveg hræðilegt, þar sem þessar auglýsingar geta eyðilagt fyrir manni við- komandi dagskrá. RAFRÚN H.F. Smiðjuvegí 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Skföl Í800ár r j A sýningunni kennir margra grasa, m.a. Iteyndarskjöl um ungar stúlkur í ástandinu og undirskrift Jóns Hreggviðssonar C orseti íslands, Vigdís Finn- " bogadóttir, opnaði á iaugar- daginn sýningu Þjóðskjalasafns Islands á skjölum safnsins. A sýningunni má sjá skjöl úr íslandssögunni í 800 ár, en Þjóð- akjalasafn var stofnað 1882 og varðveitir öll skjöl frá stofnunum og embættum rikisins. Safnið fær skjölin afhent þegarþau eru orðin 30 ára. Nýlega fékk safnið afhent skjöl frá menntamálaráðuneytinu sem mælast ekki í hillumetrum heldur i þúsundum hillumetra, en í ríkisgeiranum er af nógu að taka. Hiliukílómetrar Skjalaforðinn sem varðveittur er í Þjóðskjalasafni er nú nálægt 22 hillukílómetrum, eða 22.000 hillumetrar og búist er við að aðr- ir 10 hillukílómetrar bætist við ffam að aldamótum. A sýning- unni eru til sýnis einir 15 hillu- metrar og svo geta sýningargestir ímyndað sér afganginn. Þannig getur framkvæmdagleði ríkis- valdsins á tímum góðæris oft valdið talsverðum þrengingum í skjalasöfnum löngu síðar, segir í sýningarskrá. Leyndarskjöl Á sýningunni kennir margra annarra grasa. Þar má t.d. finna pakka af skjölum sem erfmgjar Jóhönnu Knudsen gáfu safninu og er hnýtt utan um pakkann og hann innsiglaður. Jóhanna hafði eftirlit með ungum stúlkum á styijaldarárunum 1940-44. Henni var falið af stjómvöldum að hafa eflirlit með ungum ólögráða stúlkum sem lögðu lag sitt við hermenn. Það var árið 1961 sem erfingjar Jóhönnu gáfu safninu skjöl hennar um þessar stúlkur með því skilyrði að pakkinn yrði ekki opnaður fyrr en eftir 50 ár eða 30. september 2011. Það kom fram hjá Ólafi Ás- geirssyni þjóðskjalaverði þegar hann kynnti blaðamönnum sýn- inguna að það væri helst vegna persónulegra upplýsinga sem skjöl á Islandi væm leyndarmál. Geymist misvel Á sýningunni má einnig sjá hvemig mismunandi pappír stenst tímans tönn. Gömlu skinn- handritin em best og pappír unn- inn úr hör og bómullartuskum endist líka mjög vel, en fax papp- ír og endumnninn pappír getur eyðst á ótrúlega stuttum tíma, sér- staklega ef birtan er mikil. Einnig má sjá á sýningunni hvemig unn- ið er að viðgerðum á skemmdum skjölum. Elsta skjal safnsins í frumriti er Reykholtsmáldagi en út frá máldaganum og sögu Snorra Sturlusonar, sem þar er getið, má rekja gilda þætti í þjóðarsögunni, einsog segir í sýningarskránni. Máldaginn er eignaskrá Reyk- holtskirkju, en það er víst svo að eignarétturinn er einn sterkasti þátturinn í samskiptum manna. Og var jarðeign á sínum tíma grundvöllur auðs, valds og upp- hefðar. Geta eignarheimildir haft gildi langt ffam í tímann. Og því mikilvægt að hafa safh sem safii- ar slíkum skjölum. Elsti hluti Reykholtsmáldagans er síðan 1185 og er elsta frumbréf á nor- rænu sem varðveist hefur. Jón Hreggviðsson Eins má á sýningunni sjá eig- inhandarundirskrift Jóns Hregg- viðssonar þar sem hann lofar bót og betrun. Einnig á safhið merki- legt frímerkjasafh, t.d. nokkur merki sem hvergi eru til annars- staðar. Þá eru á sýningunni skjöl og heimildir um réttarríki og stjómarfar. Dómskjöl eru varð- veitt ffá alþingi hinu foma til vorra daga og má sjá á sýningunni konungsbréf ffá 16. öld með eig- inhandamndirritun konunga sem og forsetabréf íslenska lýðveldis- ins. Sýningin stendur til 30. nóv- ember og er haldin í Bogasal Þjóðminjasafhs Islands. -gpm Sími641012

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.