Þjóðviljinn - 10.11.1990, Síða 2
FRÉTTIR
Grunnskólar
Innheimta efnisgjalda óheimil
Tillögur Svavars Gestssonar
menntamáiaráðherra eru þær
að sett verði í grunnskólalögin
skýr ákvæði um að nemendur
eigi ekki að bera kostnað af
námsgögnum í skyldunámi og
að óheimilt sé að innheimta svo-
nefnd efnisgjöld.
Menntamálaráðherra kynnti
tillögur ráðuneytis síns um við-
brögð við álitsgerð umboðsmanns
um kaup á námsgögnum og efnis-
gjöld á ríkisstjómarfundi í morg-
un. Tildrög þessa máls vom þau
að Jón Kristjánsson, faðir tveggja
unglinga í gmnnskóla í Reykja-
vík, leitaði til umboðsmanns Al-
þingis með fyrirspum þess efnis
hvort ekki bryti í bága við lög að
nemendum gmnnskóla væri gert
að greiða fyrir námsbækur og efn-
isgjöld.
í áliti sem umboðsmaður skil-
aði til menntamálaráðuneytisins í
september síðastliðnum kom
fram að hann teldi bæði inn-
heimtu efnisgjalda og greiðslna
fyrir námsgögn í skyldunámi
ólöglega. Eftir að menntamála-
ráðuneytinu barst álit umboðs-
manns leitaði það álits fleiri aðila,
m.a. Námsgagnastofnunar og
Sambands íslenskra sveitafélaga.
Svör þessara aðila höfðu borist
ráðuneytinu í byijun þessa mán-
aðar, og var niðurstaða þeirra í
öllum meginatriðum sú sama og
umboðsmanns. Guðrún Agústs-
dóttir aðstoðarmaður mennta-
málaráðherra sagði að ekki væru
til nein lagaákvæði sem heimil-
uðu eða bönnuðu innheimtu efit-
isgjalda. Innheimta þeirra hefði
viðgengist áratugum saman, aðal-
lega í Reykjavík. Árlega væri um
að ræða umtalsverðar upphæðir
sem rynnu til borgarinnar gegnum
efnisgjöldin. Eftir að umboðs-
maður Alþingis kvað innheimtu
þessara gjalda af skólabömum
óheimila skoðaði ráðuneytið mál-
ið vandlega. Þær tillögur sem
lagðar voru fyrir ríkisstjómina í
morgun vom einnig byggðar á
Framfærslan
Yfir viðmiðunarmörkunum
Framfærsluvísitalan í nóv-
ember er 0,8% yfir viðmið-
unarmörkunum, sem gert var
ráð fyrir í samningunum í
febrúar sl. Undanfarna tólf
mánuði hefur framfærsluvísi-
talan hækkað um 9,2% en und-
anfarna þrjá mánuði hefur hún
einungis hækkað um tæplega
1% og jafngildir sú hækkun
3,9% verðbólgu á heilu ári.
Framfærsluvísitalan í nóvem-
HF.T ,Ci ARRIJNTURINN
UPPLESTRARHÁTÍÐ á vegum háskólanema verður í Norræna húsinu
í dag. Ung skáld, reynd og óreynd, lesa upp ljóð sín frá kl. 15 og fram á
kvöld. Dagskráin verður í þremur hlutum með hléum á milli. Fyrst lesa
þau Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Börkur Gunnarsson, Gerður Krist-
ný, Jón Stefánsson, Þórarinn Torfason og ísak Harðarson. Eftir hlé
hefst annar hlutinn um kl. 16, og hefja þá upp raust sína þau Ferdinand
Jónsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Kristín Loftsdóttir, Kristján Þórð-
ur Hrafnsson og Ólöf Ýr Atladóttir. Þriðja og síðasta atrennan hefst
síðan væntanlega kl. 17,_en þá lesa Hafliði Helgason, Magnúx Gezzon,
Sigurður Ingólfsson, Úlfhildur Dagsdóttir og Guðmundur Brynj-
ólfsson. Allt áhugafólk um skáldskap er hjartanlega velkomið.
DÚKKUKERRAN sýnir leikritið um Bangsa á Dögum leikbrúðunnar í
dag og á morgun í Gerðubergi við Austurberg í Breiðholti. Sýningar
Dúkkukerrunnar hefjast kl. 15 báða dagana. Leikritið um Bangsa er æv-
intýraleikur um bónorðsfor hans í Tröllaskógi. Söngleikir eru vinsælir
þessa dagana. Leikfélag Kópavogs sýnir Skítt með’a eftir Valgeir
Skagfjörð í Félagsheimili Kópavogs annað kvöld kl. 20. Leikfélag
Keflavíkur frumsýndi söngleikinn Er tilgangur í gærkvöld. Höfundur er
ungur heimamaður að nafni Júlíus Guðmundsson. Tuttugu og tveir
leikarar taka þátt í sýningunni, sem fjallar um strák sem hættir í skóla og
ferðast um í leit að tilgangi lífsins. Sýning á Tilganginum er annað kvöld
kl. 20.30 í Félagsbíói. Listafélag Menntaskólans við Hamrahlíð frum-
sýnir i kvöld frægan austurrískan einþáttung eftir Wolfgang Bauer, sem
hlotið hefur heitið Seiðmagnað síðdegi í íslenskri þýðingu Þorvarðar
Helgasonar.
TÓNLEIKAR eru fyrirferðarmeiri þessa helgi en oft áður. Pólski píanó-
snillingurinn Valdemar Malicki heldur tónleika í Kirkjuhvoli við
Kirkjulund í Garðabæ í dag kl. 17. Valdemar ætlar að leika verk eftir
Mozart, Chopin, Liszt, Gershwin og fleiri mæt tónskáld. í tengslum við
sýninguna Undraheimur IBM heldur Sinfóníuhljómsveit íslands tón-
leika í Háskólabíói í dag kl. 15. Stjómandi er Páll P. Pálsson og ein-
söngvari Sólrún Bragadóttir. Efnisskrána völdu starfsmenn fyrirtækis-
ins, og flytur Sinfónían m.a. verk eftir Mozart, Jón Nordal og Dvorak.
Tónlistardagar Dómkirkjunnar standa nú yfir. I dag kl. 17 heldur
Marteinn H. Friðriksson dómorganisti orgeltónleika í kirkjunni. Og á
morgun frumflytur kórinn verk eftir austur-þýska tónskáldið Sigried
Thiele, sem sjálfúr stjómar tónleikunum. Signý Sæmundsdóttir mun
syngja í lögum eftir Jón Leifs og Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á
selló í verkum eftir Bach. Að auki mun Hörður Áskelsson leika orgel-
verk eftir Pál ísólfsson. Tríó Reykjavíkur heldur aðra tónleikana í tón-
leikaröð Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, á
morgun kl. 20. Fmmflutt verður verk eftir Pál Pampichler Pálsson, sem
hann samdi sérstaklega fyrir Tríó Reykjavíkur. Tríó í H-moll eftir
Brahms og tríó eftir Ravel verður einnig á efnisskrá tónleikanna.
Kammerhljómsveit Akureyrar heldur fyrstu tónleika vetrarins á morg-
un kl. 17 í Samkomuhúsinu á Akureyri. Á tónleikunum verður leikin
Saga dátans og Pulcinella svítan eftir Stravinsky. Þá flytur sveitin enn-
fremur Konsert fyrir slagverk og litla hljómsveit eftir Milhaud.
vinnslu gagna um kaup á náms-
gögnum og innheimtu efhisgjalda
í gmnnskólum um allt land, sem
ráðuneytið lét safna. Tillögumar
verða síðan notaðar til gmnda-
vallar nýjum gmnnskólalögum
sem lögð verða fyrir þingið á
næstunni, sagði Guðrún Ágústs-
dóttir. í könnun þeirri sem Guð-
rún minntist á kemur fram að efh-
isgjöld hafa verið innheimt alls
staðar á landinu. Eftir að umræð-
an um lögmæti innheimtu efnis-
gjalda hófst hafa flestir skólar, að
beiðni menntamálaráðuneytisins,
haldið að sér höndum í þessum
efnum. I könnuninni kemur fram
að ekkert efnisgjald hefúr verið
innheimt í skólum landsins á
þessum vetri ef frá em taldir
gmnnskólar Reykjavíkur,
Reykjaness og Vesturlands. Guð-
rún Agústsdóttir kunni enga skýr-
ingu á þessu, og sagði skólayfir-
völd á viðkomandi stöðum verða
að svara því hvers vegna inn-
heimtu efnisgjalda hefði ekki ver-
ið hætt. BE
Styrkur
auglýstur
í ffétt í Nýju Helgarblaði í
gær var sagt að Norræna lista-
miðstöðin í Sveaborg í Helsinki
auglýsti eftir áhugamönnum um
þátttöku í starfi Norrænu list- og
listiðnaðamefhdarinnar. Það er
ekki rétt, heldur auglýsir nefndin
sfyrki til þessa verksviðs og skal
senda umsóknir til Nordisk
Konstcenfrum, c/o Staffan
Carlén, Sveaborg, SF-00190
Helsinki, sími (9)0-668143. Þá
hefur verið ákveðið að fram-
lengja umsóknarfrestinn til 20.
nóvember.
ber var 0,7% hærri en í október.
Bensínhækkunin vegur þar
þyngst, en 10,4% hækkun á bens-
ínlítranum olli rúmlega 0,4%
hækkun framfærsluvísitölunnar.
1,7% hækkun á fatnaði olli tæp-
lega 0,2% hækkun og verðhækk-
un ýmissa annarra vöm- og þjón-
ustuliða olli um 0,2% hækkun, en
á móti vó lækkun fjármagns-
kostnaðar um 0,1%.
-Sáf
Llkan af Islenska sýningarsvæðinu I Tókýó.
Útflutninzsráð
Islandskynnmg i Japan
Islandskynning verður hald-
in í Tókýó dagana 14.-20.
þessa mánaðar. Kynningin er
haldin í tilefni af ferð frú Vig-
dísar Finnbogadóttur forseta
íslands til Japans til að vera við
krýningu japanskeisara. Tvö
japönsk fyrirtæki kosta Island-
skynninguna að mestu leyti, en
36 fyrirtæki af íslands hálfu
taka þátt í henni með einum eða
öðrum hætti.
Gert er ráð fyrir að tugir þús-
unda Japana skoði sýninguna, en
að auki er búist við umtalsverðri
umfjöllun fjölmiðla um land og
þjóð, frú Vigdísi Finnbogadóttur
og kynninguna sjálfa, sem verður
með fjölbreyttum hætti.
Meðal þess sem Tókýóbúum
verður boðið upp á er tískusýning
á íslenskum fatnaði, málþing þar
sem forseti íslands flytur ávarp,
sýningu þar sem kynntar verða
sjávarafurðir og fleira. Einnig
verður kynning á bókmenntum og
tónlist, kvikmyndin Nýtt líf verð-
ur sýnd, og ísland kynnt Japönum
sem ferðamannaland. En ferðalög
Japana hafa aukist til muna á und-
anfomum ámm. Þann 16. nóvem-
ber verður síðan vígt svonefnt Is-
landshús í borginni, en það er ná-
kvæm eftirlíking af Höfða, þar
sem frægur fúndur var haldinn
um árið. - BE
Erlend fiárfesting
Vantar erlendan banka
g er farinn að hallast að því
meir og meir að við þurfum
hér góðan erlendan banka til að
koma á raunverulegri sam-
keppni,“ sagði Steingrímur
Hermannson um ný drög að
frumvarpi um erlendar fjár-
festingar í atvinnurekstri á ís-
landi í samtali við Þjóðviljann í
g*r. ,
„Eg held að þessi samtrygg-
ing bankakerfisins eftir einhverri
formúlu gangi ekki upp,“ sagði
forsætisráðherra, en bætti þó við
að samkvæmt frumvarpsdrögun-
um tækju slíkar breytingar nokk-
um tíma. Engin ein löggjöf er til
um erlendar fjárfestingar og er í
drögunum lagt til að rýmka heim-
ildir útlendinga til ljárfestinga á
íslandi nema i fiskveiðum og
vinnslu og er bankakerfið eitt af
því sem opna á betur fyrir útlend-
ingum.
Sú stefna hefur verið tekin i
drögunum að tryggja betur en er í
gildandi lögum yfirráð okkar yfir
því sem em grundvallarhagsmun-
ir, en opna þá meira á öðmm svið-
um, sagði Steingrímur. En hann
sagði drögin fara millileið milli
þeirra sem vildu opna landið al-
veg fyrir fjárfestingum útlendinga
og hinna sem vilja halda fast í fyr-
irvara sem fyrir hendi em, og taldi
hann þetta skynsamlega leið.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði að með drög-
unum væri ekki verið að opna um
of fyrir útlendingum, heldur þvert
á móti væri verið að setja hlutina
inn í ramma eðlilegrar löggjafar
útfrá hagsmunum íslands með
skýmm hætti. „Það er ekki með
þessu verið að galopna allar gáttir
án allrar skynsemi,“ sagði Ólafúr
og benti á að núna gætu útlend-
ingar komið inní fiskvinnslu og
útgerð með einkennilegum hætti
og að með frumvarpinu sé verið
að koma í veg fyrir að þessi
gmndvallaratvinnugrein geti flust
í hendur útlendinga.
Forsætisráðherra taldi nauð-
synlegt að frumvarpinu fylgdi
annað lagafrumvarp um hringa-
myndun og einokun. Steingrímur
taldi þetta nauðsynlegt bæði hér
innanlands og líka til að koma í
veg fyrir að einn erlendur aðili
gæti fengið yfirgnæfandi aðstöðu
í íslensku efnahagslífi.
Steingrímur sagðist vera sátt-
ur við þá millileið sem valin hafi
verið, en vildi taka ffarn, að því
færi víðsfjarri að það væri verið
að galopna allt í þessum drögum.
Enn hafi ekki reynt á það hvort
samstaða sé um drögin í ríkis-
stjóminni.
Ólafúr Ragnar taldi að menn
hefðu ágætt vitni um það þessa
dagana að íslandsbanki þyrfti á
samkeppni að halda, en hann var
sammála forsætisráðherra að það
væri af hinu góða að erlendir
bankar gætu opnað hér útibú til að
keppa við íslensku bankana. En
hann sagði að í frumvarpinu væri
opnað á fjárfestingar í greinum
þar sem við getum notið góðs af
samvinnu við útlendinga vegna
tækni- og markaðsþekkingar og
fjármagns sem þeir myndu þá
koma með með sér.
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra taldi sig í hópi
þeirra manna sem vildu fara var-
lega, en hann sagði lagasetningu
tvímælalaust betri en þann losara-
gang sem er á hlutunum núna.
„Ég er í þeim hópi manna sem
vill fara varlega og tryggja með
rækilegum hætti forræði íslend-
inga yfir auðlindum lands og
sjávar; en í öllum aðalatriðum þá
get ég vel sætt mig við þá megin-
stefnu sem ffumvarpið tekur og er
alveg á því að það þarf að setja
nútímalegri ákvæði varðandi
þessa hluti,“ sagði Steingrímur J.
og bætti við að hann setti spum-
ingarmerki við erlenda eignarað-
iid í íslenskum bönkum. Hann
taldi eðlilegra að erlendir bankar
fengju heimild til að setja hér upp
útibú og að áfram yrðu takmörk
sett við þeim hlut sem útlendingar
gætu keypt í íslenskum bönkum.
-gpm
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. nóvember 1990