Þjóðviljinn - 10.11.1990, Síða 4

Þjóðviljinn - 10.11.1990, Síða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÞINGLYNDI ÞJÓÐVIUINN Hvenær eru friðartímar? Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra lét þess getið í umræðum á Alþingi um utanríkismálaskýrslu ut- anríkisráðherra, að hann hefði hreyft hugmyndum í rík- isstjórninni um það, með hvaða hætti bandaríski herinn yrði á brott héðan. Hann hefði áhuga á því að setja í málið nefnd allra flokka sem kæmust að samstöðu um öryggismál sem byggði einkum á þeirri augljósu stað- reynd, að heimurinn væri breyttur og forsendur fyrir til- veru hernaðarbandalaga í meira lagi rýrar orðnar. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra heldur því að vísu fram í DV í gær að Ólafur Ragnar hafi ekki lagt fram neina formlega tillögu um þetta efni. En hvern- ig sem þeim formlegheitum er varið má vænta þess, að þessi umræða sé nú komin vel af stað. Og er það vel: það hefur satt að segja staðið upp á ráðherra íslenskrar ríkisstjórnar að draga í raun ályktanir af þeim miklu breytingum sem orðið hafa í alþjóðlegum samskiptum með því að erkióvinurinn sovéski er ekki til lengur sem slíkur og Varsjárbandalagið varla nema nafnið tómt. Það hefur komið ( hlut Sjálfstæðismanna ýmissa og Morgunblaðspenna að andæfa því að menn dragi þá ályktun af þróun mála að tími herstöðva á íslandi sé lið- inn. Á þeim vettvangi hafa menn verið iðnir við að vitna í þá fulltrúa „samsteypu herstjóra og iðnaðar" í Banda- ríkjunum sem eiga beinna hagsmuna að gæta í óbreyttu ástandi. En þar hafa menn hrakist á milli þess að segja að Gorbatsjov væri ekki alvara í afvopnunarmálum og svo þess nú síðast, að Sovétríkin verði áframt öflugt herveldi, þótt fyrri fjandskapur sé upp gufaður, og allur varinn góður. Þetta er utanríkisráðherra enn að daðra við í sinni skýrslu, auk þess sem hann flækir málin í vangaveltum um það hvort íslendingar eigi að halla sér að Bandaríkjunum eða Evrópubandalaginu í öryggis- málum. En hvort sem er: í margnefndri skýrslu heyrist ávæningur af því sama og einatt hefur heyrst í Morgun- blaðinu á undanförnum mánuðum: menn eru að leita sér að rökum fyrir því að engu sé skynsamlegt að breyta í herstöðvamálum hér á landi. Og hvernig sem þau rök eru tínd til, þá er í þeim svo mikið tómahljóð, að menn hljóta að skilja þau sem viðleitni til að breiða yfir það sem menn í raun hugsa: Þeir óttast mikinn niðurskurð á umsvifum erlends hers eða brottför hans héðan vegna þess að þar með mundu margir missa gildan spón úr sínum aski. Það er því fróðlegt að í umræðunni á Alþingi skyldi það vera einn af eldri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem af einna mestri einbeitni gagnrýndi utanríkisráð- hera fyrir að sitja fast í viðjum kalda stríðsins sem var. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði á þá leið, að engu væri iíkara en menn hefði gleymt því sem þeir gáfu sér í upphafi Nató, að hér ætti ekki að vera erlendur her á friðartímum. Nú væri meiri ástæða en nokkru sinni fyrrtil að fagna friði, og þá talaði utanríkisráðherra enn um að verkefni Varnarliðsins myndu ekki minnka. Hér væri, sagði Þorvaldur Garðar, það boðað, að herliðið erlenda hefði alltaf sama hlutverki að gegna, hvort heldur frið- vænlegt væri eða ekki „sem þýðir að því verður haldið varanlega í landinu á hverju sem gengur". Hér er í rauninni sneitt bæði að utanríkisráðherra og þeim tilhneigingum sem áður voru nefndar og hafa sett svip sinn á mörg skrif í Morgunblaðinu. Og er það gott og þarft að Ijármálaráðherra, Kvennalistaþingkona og einn af lífsreyndari þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi með sínum ræðum á þingi einskonar vísi að breiðri samstöðu gegn þeim varhugaverðu tregðulög- málum sem hér eru að verki. ÁB ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garöar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ölafur Gíslason, Sævar Guðbjörnsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigríður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradótir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvlk. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1Í00 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.