Þjóðviljinn - 10.11.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.11.1990, Blaðsíða 5
Heimur batnandi fer Já án gagnrýni og nei án umhugsunar Stjómmál á Islandi eru oftar en ekki hneppt í fjötra ómerkilegrar þrætu um efhahagsmál. Stundum hellast yfir þjóðina löng tímabil þar sem stjómmálamenn hafa ekkert að segja henni annað en hvemig leysa skuli þetta eða hitt efnahagsvanda- málið; í einn tíma verða vextir að hitamáli, þrætur um halla á ríkissjóði taka við af karpi um fastgengisstefnu og rifrildi um viðskiptahalla og skuldir við útlönd þykja sjálfsagt krydd í endalausar stælur um lög- mál hins ftjálsa markaðar. Hvort sem mönnum þykir það ljúft eða leitt heíur markaðshyggjan náð mikilli út- breiðslu, heilu kynslóðimar hugsa á nótum hennar. Mörgum vinstri sinnum og sósíal- istum gengur erfiðlega að fóta sig í þessum nýja hugsunarhætti. Annars vegar fara þeir sem halda að þeir hafi höndlað nýjan stór- asannleik, þeir tengja markaðshyggjuna við nýja alþjóðahyggju og segja: við eigum að demba okkur út í slaginn, sameinast hin- um stóm heildum þar sem frelsið ríkir. Hin gömlu gildi em orðin úrelt, við lifiim í heimi þar sem kaup og sala em í hásæti, annað leysist af sjálfu sér. Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af sósíalismanum, hann er einfaldlega dauður. Þeir sem hæst tala á þessum nótum halda því fram að ef Islend- ingar helli sér ekki út í hina alþjóðlegu markaðshringiðu af fullum þrótti sé þeim beinlínis voðinn vís, þeirra hlutskipti verði fátækt og ræfildómur með sultardropum á nefi. Á hinn bóginn em svo þeir sem segja: Frelsi markaðarins er bara frelsi fyrir hina ríku. Peningar em afl þeirra hluta sem þeir auðugu ætla sér að koma í kring en það er ævinlega hið sama, að sanka að sér meiri auðæfum. Hinir snauðu verða snauðari og hinir ríku ríkari. Þess vegna verðum við á móti öllu því sem tengja má við markaðs- hyggjuna. Mönnum er auðvitað nokkur vorkunn þegar þeir tapa áttum í umróti tímans og hneigjast til að taka við án gagnrýni eða segja nei án umhugsunar. Það er auðvitað ekkert vit í að láta markaðsöflin ein ráða ferðinni, en það er heldur ekki ástæða til að snúa sér undan og segja að óathuguðu máli: þetta er ekkert fyrir okkur. Og svo er það hugmyndin um að sósíalisminn sé dauður, hann hafi hrapað fyrir björg frá Evrópu austur um til Kyrrahafs. Satt er það að stjómkerfi þeirra landa sem kenndu sig við sósíalismann er hmnið en gmndvallar- hugsunin um félagslega ábyrgð, samhjálp og samvinnu sem felst í hugmyndafræði sósíalista er fjarri því dauð. Félagslegt ör- yggisnet verður aldrei byggt upp af hinum ftjálsa markaði og ennþá síður stefnir hann að efnahagslegum jöfhuði. Mestu eyðsluseggir jarðarinnar Eins og gefur að skilja em breytingam- ar í Evrópu flestum ofarlega í huga þegar um þetta er fjallað. Það blasir við hveijum manni að vesturhluti álfunnar er að sam- einast. Hugsunarháttur Evrópubúa er ör- ugglega að breytast um leið. Enda þótt hvatinn að breytingunum hafi upphaflega komið frá stórauðvaldinu og í hönd fari uppskemhátíð stórfyrirtækjanna með þeim afleiðingum að raunvemlegt vald yfir Iífs- kjömm þjóðanna þjappast á æ færri hend- ur, þá er líka ýmislegt jákvætt á ferðinni. Þannig er verkalýður Evrópu með vissum hætti að sameinast, samtök launamanna um alla álfuna bera nú saman bækur sínar á annan hátt en áður og það kemur í Ijós að nota má hagstæða þróun í einu landi til að lyfta undir í öðru. Það er til að mynda lær- dómsríkt fyrir íslendinga að átta sig á því að félagsmálasáttmáli Evrópu tekur í mörgum atriðum frarn íslenskri félags- málalöggjöf, og við sem héldum að við væmm best á því sviði eins og öðmm! Þar sem áður var girðing og múr em að komast á eðlileg landamæri í margvísleg- um skilningi. Vestan megin em auðug iðn- vædd ríki en handan landamæranna er iðn- aður í molum, í báðum hlutunum býr að mestu leyti vel menntað fólk. Lífskjara- munurinn milli vel settrar miilistéttar í Vestur- Evrópu og hins breiða fjölda aust- an megin er mikill og það er hann sem skiljanlega stingur í augu. Vandamálin sem fylgja fátækt, félagslegu öryggisleysi og atvinnuleysi em af sama toga og af þeim vandamálum er meira en nóg, líka þar sem ríkidæmið er mest. Hvemig mál þróast í Austur-Evrópu er auðvitað óljóst en margt bendir til að þjóð- imar muni koma á hjá sér nýju hagkerfi, ekki áfalla- eða átakalaust, en án vemlegra blóðsúthellinga. Öðm máli gegnir um Sov- étríkin. Þar hafa losnað úr læðingi kraftar sem líklegast er að leiði til enn meiri bar- daga og blóðfóma en hingað til. Því er haldið fram að efnahagskerfið sé gersam- lega komið að fótum ffarn, framleiðsla og dreifing er í molum sem leiðir til versnandi lífskjara samfara þjóðemis- og trúar- bragðadeilum. Staðbundin átök geta auð- veldlega leitt til meiriháttar styijaldar i landinu og það er talandi tákn um þá merkilegu mótsögn sem blasir við okkur Vesturlandabúum að Gorbatsjof fékk frið- arverðlaun Nóbels á sama tíma og óffiðar- blikumar verða sífellt dekkri heima hjá honum. Framleiðslurisamir í vestri sjá nú fyrir sér geysistóran markað í austri þar sem þeir geta selt allt milli himins og jarðar. I þess- ari afstöðu felst í rauninni ný ógn fyrir heiminn. Vesturlandabúar eru mestu eyðsluseggir jarðarinnar og ef allir sambýl- ingar þeirra i heiminum höguðu sér eins, væmm við búin að vera. Fari svo að þeir breiði lifsstíl sinn austur um öll Sovétríkin, að ekki sé nú talað um Kína og afganginn af heiminum, þá verður vissulega mikið að gera við að framleiða allt sem vantar, en það verður heldur ekki lengi gert að klára bæði hráefni og orku sem til þeirrar fram- leiðslu og neyslu þarf. Að gefnu tilef rii Satterþað að stjórnkerfi þeirra landa sem kenndu sig við sósíalismann er hrunið en grundvallarhugsunin um félagslega ábyrgð, samhjálp og samvinnu sem felst í hugmyndafræði sósíalista er fjarri því dauð. Skapandi pólitík Að breiða neysluþjóðfélag Vesturlanda um allan heiminn er ekki skapandi pólitík, heldur hið gagnstæða. Tækifærið sem Vesturlandabúar hafa er á hinn bóginn ákaflega heillandi. Þeir ráða nú yfir tækni og búa yfir þekkingu sem getur gert þeim kleift að umskapa ekki einungis Evrópu heldur stóran hluta heimsins á hvom veg- inn sem er, til eyðingar eða björgunar. Velji þeir leið björgunar með því að einbeita kröflum sínum að betri umgengni við heiminn, er ekki víst að ferðafélagamir, Japanir og Bandaríkjamenn, rói með þeim. Til að beina þróuninni á rétta braut, þar sem saman fer félagslegt öryggisnet og þolanleg skipting auðæfanna i heiminum, þarf að halda fram gildum samhjálpar og samstöðu, sem að sönnu em ekki ný af nál- inni og ekki í tísku eins og sakir standa, vegna þess að markaðsöflin hafa engum slíkum skyldum að gegna. Líkumar á því að komið verði á Evr- ópsku efnahagssvæði fara minnkandi og við tekur að ná samkomulagi við Evrópu- bandalagið. Evrópa er orðin stærsti mark- aður fyrir íslenska ffamleiðslu og tengslin við Evrópu eiga að fara vaxandi, en á þeim forsendum sem við setjum sjálf. Þannig eigum við að aðlaga fjöldamargt í þjóðlíf- inu að Evrópu, einfaldlega til þess að okk- ur vegni betur, en við höfum enga þörf fýr- ir að ganga í Evrópubandalagið. Islending- ar verða ekki ömggir um að geta lifað líf- inu hér á þann hátt sem þeir kjósa eða nýtt auðlindimar á réttan hátt, nema því aðeins að þeir ráði ferðinni í þeim efnum algerlega sjálfir. Þannig verða þeir að hafa fyllsta svigrúm til að geta snúið viðskiptum sínum annað ef þau verða óhagstæð í Evrópu. Að aðlaga ýmsa þætti þjóðlífsins að Evrópu þýðir að við bjóðum upp á jafn góða menntun, félagslegt þjónustukerfi okkar verði að minnsta kosti jafn gott, ffarn- leiðsluvörur okkar taki mið af kröfum sem gerðar em í Evrópubandalaginu, við verð- um með sambærilegar reglur og kröfur á mörgum sviðum og svo ffamvegis. Þetta verk verðum við að vinna af fyllsta mynd- ugleik og i samræmi við okkar eigin þarfir. Það er skapandi pólitík þar sem við ráðum sjálfir framvindunni með eðlilegu tilliti til þess sem er að gerast í umheiminum. Islendingar era varla hálfur dropi í því mikla hafi en þeir eiga alla möguleika á að vera réttu megin á vogarskálinni og þeir hafa miklum skyldum að gegna í samfélagi þjóðanna. Þeir ráða yfir tiltölulega hreinu landi og hafsvæði sem samanlagt er marg- falt stærra en það svæði sem margar millj- ónaþjóðir ráða yfir. Þeir eiga mikla orku í landi og gríðarlegan mat í sjónum. Nýting þessara auðlinda verður í framtíðinni mæli- kvarði á það hvort landsmenn hafi rekið skapandi pólitík, hafi tekið þátt í umsköpun heimsins til batnaðar eða skemmt sér á dansleiknum í Hruna. hágé. (ef rétt er á haldið) Laugardagur 1ft nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.