Þjóðviljinn - 10.11.1990, Qupperneq 6
VIÐHORF
(Að) kjaft(a 0 æði
Þjóðviljinn birti viðtal við Ól-
af Ragnar Grimsson siðastliðinn
laugardag. Umræðuefnið var
miðstjómarfundur Alþýðubanda-
lagsins á Akureyri og pólitísk sýn
formannsins. Margt er þar miss-
agt, en ekki hirði ég um að tína
nema fátt eitt til, einkum þarsem
orðum er vikið að mér á einkar
smekkvísan hátt svo sem for-
manninum einum er lagið.
„Breiða miðjan“
Fyrst ber að nefna stoltið yfir
árangri flokksins í ríkisstjóm sem
formaðurinn vill deila með hinni
„nýju og breiðu miðju“, miðju
sem reyndar taldi ekki nema um
30 manns á Akureyrarfundinum
af miðstjóm með um 110 atkvæð-
isbæra félaga. Stoltinu get ég ekki
deilt og veldur þar margt.
Birna Þórðardóttir blaðamaður skrifar
Ég get ekki verið stolt af for-
ystumönnum sem tala tungum
tveim, eflir því hvort þeir verma
ráðherrastóla eða ekki. Ég er ekki
stolt af mönnum sem segjast veija
samningsrétt en ógilda kjara-
samninga. Ég er ekki stolt af
mönnum sem segjast tryggja fé-
lagsleg réttindi, en skera niður
greiðslur í atvinnuleysistrygg-
ingasjóð.
Ég er ekki stolt af stjóm sem
viðheldur matarskatti. Ég er ekki
stolt af stjóm sem opnar allar
gáttir fyrir erlent fjármagn og er-
lendar fjárfestingar. Ég er ekki
stolt af auknum möguleikum til
skattfijálsra fjármagnstekna um
leið og ekki er sagt færi á hátekju-
skattþrepi.
Ég er ekki stolt af mönntim
sem segjast fara í stjóm tilað
bjarga landsbygðinni, en gera
ekkert raunhæft í atvinnuupp-
byggingu á þeim stöðum sem eru
að leggjast í rúst. Ég er ekki stolt
af mönnum sem segjast fara í
stjóm tilað forðast álver, en sjá
engan annan atvinnumöguleika.
Ég er ekki stolt af mönnum sem
segjast stefna á samfelldan skóla-
dag, en fækka kennslustundum
hjá sex ára bömum, og ég er ekki
stolt af hugmyndum um skóla-
gjöld.
Ég er ekki stolt af mönnum
sem sjá setu sinni best borgið með
þvi að deila og drottna og kynda
undir úlfiið og tortryggni á milli
langskólagenginna og þeirra sem
skemmri skólagöngu hafa að
baki. Ekkert af þessu vekur mér
stolt.
„Raunveruleika-
bandalagið“
Raunveruleikabandalag er
bjargarorðið ffá Akureyrar- fund-
inum. „Flokkurinn er kominn
með fætuma á jörðina," segir for-
maðurinn og hættur „óraunhæfu
hjali“.
Það má véra að raunveruleiki
Ólafs Grímssonar felist í að pen-
ingamir arti sig sem best á fjár-
magnsmarkaðnum; að „óraun-
hæft hjal“ felist í kröfum um
þjóðfélag þar sem einstaklingam-
ir hafa færi á að ákvarða eigin til-
vist og tilvistarmöguleika, þjóð-
félag þar sem þegnamir allir geta
lifað mannsæmandi lífí, þjóðfélag
þar sem samfélagsleg og sameig-
inleg ábyrgð er ríkjandi. En þá er
okkar raunvemleiki ekki sá sami.
Raunveruleika, þar sem stórir
hópar launamanna geta ekki
ffamfleytt sér þrátt fyrir óskert
vinnuframlag, tek ég ekki þegj-
andi. Raunveruleiki þar sem böm
ganga sjálfala, vegna þess að
samfélagið neitar ábyrgð, er rang-
látur. Raunvemleiki, sem dæmir
mörg hundruð manneskjur til lít-
ilsvirðingar atvinnuleysis mánuð-
um saman, er óþolandi. Raun-
vemleiki, sem neitar gömlu fólki
um nauðsynlega aðhlynningu, er
siðlaus. Ólafúr Grímsson minnist
ekki á þennan raunvemleika,
vegna þess að honum er efst i
huga að klekkja á einstaklingum
innan Alþýðubandalagsins og
sitja jafnframt sem fastast í þeim
ráðherrastóli sem enginn hefúr
kosið hann til. í raun er ,yaun-
vemleikabandalagið“ stefna
þeirra, sem sitja vilja í stjómar-
stólum hveiju sem þarf að fóma.
„KjafMN
eg hufjar6rar“
Þá er komið að ,Jcjattæðinu“ í
Bimu Þórðardóttur og „hugarór-
um“ hennar sem Ó. Grímsson kýs
að nefna svo í viðtalinu: „Birna
Þórðardóttir, sem gekk út af mið-
stjómarfúndinum, sagði í ræðu:
„Þessi ríkisstjóm hefúr lagt hina
skipulögðu verkalýðshreyfingu í
rúst“. Hvílíkt kjaftæði" Hér ger-
ist fjármálaráðherrann einkar
málefhalegur.
Lesendum til glöggvunar fer
hér á eftir umræddur kafli úr ræðu
minni á Akureyri:
„Það versta við setu Alþýðu-
bandalagsins í núverandi ríkis-
stjóm er þó, að flokkurinn hefúr
að miklu leyti rústað eigin til-
vemgrundvelli, sem hefúr byggst
á hinni skipulögðu verkalýðs-
hreyfingu - þegar búið er að
bijóta hana niður þá er ekkert eft-
ir. Og það hefúr verið gengið
fram í því að bijóta verkalýðs-
hreyfmguna niður kjaralega, fé-
lagslega og ekki síst siðferðiíega.
Ekki einungis að ríkisstjómin hafi
sett lög á eigin samninga og á
dómsúrskurð, heldur tókst henni
líka að ógilda alla sjálfstæða kjar-
abaráttu. Hver endist til að vera í
spomm sisífosar og velta stöðugt
upp steini kjarasamninga sem síð-
an er sparkað í með einu bráða-
birgðalagasparki?
En ríkisstjóminni tókst líka að
sundra samtökum launafólks enn
meira en áður var, og var þó
sundrungin ærin fyrir. Með
bráðabirgðalögðunum skaut hún
sér á bakvið hluta verkalýðsfor-
ystunnar og kröfúr hennar um
lagasetningu. BSRB- forystan
mótmælti vissulega bráðabirgða-
lögunum og ýmsir forystumenn
innan ASI, t.d. innan miðstjómar
ASÍ, lýstu einnig yfir andstöðu
við lagasetningu. Én því miður
gekkst hluti verkalýðsforystunnar
inná það, að kjarasamningar ann-
arra væm ógiltir á þennan hátt -
og hvað verður nú hægt að segja
þegar okkar samningar verða
næst ógiltir? Það er nefnilega
enginn munur að ógilda kjara-
samninga pínulítið eða heilmikið,
annaðhvort em þeir í gildi eða
ekki. Hvemig mun ASÍ t.d. geta
óskað eftir samstöðu frá öðrum -
verði ráðist á félaga þess með
lagasetningu eða öðm? Þessi
gjörð ríkisstjómarinnar er hin
versta allra, því hún eyðileggur
ffamtíðarmöguleika launafólks.“
Þetta nefnir formaðurinn
„kjaftæði“ og „hugaróra“. Ég
vildi óska að satt væri, en ansi er
ég hrædd um að vopn launafólks
bíti lítt í bili. Launafólk gengur nú
enn einu sinni þá gönguna að hver
sé sjálfúm sér næstur. Einka-
samningur og einkapot er kjörorð
dagsins, eins og ætíð þegar gerðir
em kjarasamningar sem ekki er
unnt að lifa af. Þetta veldur trún-
aðarbresti meðal launafólks. Eflir
sitja síðan stórir hópar á töxtun-
um, fyrst og fremst konur, sem
verða að reyna að næla í auka- og
yfirvinnu sé þess kostur. Félags-
legar afleiðingar þess eigum við
eftir að upplifa í vandamálum
bama okkar. Siðferðilega er
hreyfingin brostin vegna þess að
hluti hennar hefúr tekið þátt í að
vefa okkar eigin fjötra.
Ólafúr Grímsson segir að
andstætt „hugarómm" mínum
hafi ríkisstjómin „með raunvem-
leikatengslin“ náið samstarf við
yfir 90% verkalýðshreyfingarinn-
ar og vísar þar til þjóðarsáttarinn-
ar. A Akureyri kvað hann þúsund-
ir hafa tekið þátt í afgreiðslu þjóð-
arsáttarinnar. Ekki er svo. Ef ein-
ungis em tekin dæmi af tveimur
stærstu verkalýðsfélögum lands-
ins, þá fór atkvæðagreiðsla í
Dagsbrún þannig að já sögðu 216
en 179 sögðu nei, af 3.500-4.000
aðalfélögum. Hjá Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur sögðu
774já en 171 nei. A kjörskrá vora
tæp 10.000 og allsheijaratkvæða-
greiðsla viðhöfð sem stóð í tvo
daga. Raunvemieikinn er einfald-
lega sá, að félagar verkalýðs-
hreyfingarinnar sjá ekki mögu-
leika til þess að leita annarra leiða
en lagðar em upp af forystusveit-
inni hveiju simi. Ólafiír Gríms-
son getur að sjálfsögðu hreykt sér
yfir þeim vanmætti. En vonandi
verður drambið þar falli næst.
Það er ef til vill vegna þess
sem viðtali Þjóðviljans við Ólaf
Grimsson lýkur á þeirri yfirlýs-
ingu um eiginn árangur og ágæti
síðustu þijú árin, að það sé „ekki
endilega sjálfgefið að menn þurfi
að vera á Alþingi til að ná þessum
árangri“. Allur er varinn góður ef
ekki næst öraggt sæti, þrátt fyrir
að margt sé kjaftað i æði.
Ólafúr Grimsson segir að
milli sín og mín „geti engin sam-
leið verið í flokki". Þótt uppflosn-
aðir Framsóknarmenn séu ekki
mín pólitíska uppáhaldstegimd,
læt ég ekki Ólaf Grímsson ráða
mínum pólitíska dvalarstað.
7. nóvember 1990
Birna Þórðardóttir
6 Sl€)A—■ ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1990