Þjóðviljinn - 10.11.1990, Qupperneq 7
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er á beininu
Hljótum að
leita eftir valdi
Landsfundur Kvennalistans var haldinn um síö-
ustu helgi. Þar var því lýst yfir aö Kvennalistinn
vill í ríkisstjórn, útskiptareglu flokksins var breytt
þannig aö konur geta setiö tvö kjörtímabil og
boðuö var alveg ný stefna í vaxtamálum þar sem
gengist var inná að hækka megi útlánsvexti
byggingarsjóðanna fái láglaunafólk vaxtabætur á
móti. Stuttu eftir síðustu kosningar rauk fylgi list-
ans upp, en hefur dalaö aftur núna, og er þaö
komið niöur fyrir kosningafylgiö.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat í sex ár í borgar-
stjórn, fyrst fyrir Kvennaframboðið og síöan
Kvennalistann. Hún hefur veriö orðuð við fyrsta
sæti flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar í vor.
Hún er á beininu í dag.
Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir. Mynd: Jim Smart.
Hvernig skýrir þú hina
rniklu fylgisaukningu Kvenna-
listans samkvæmt skoðana-
könnunum á fyrri hluta kjör-
tímabilsins og hrun hennar á
síðari hluta þess?
Ég vil nú í fyrsta lagi ekki
kalla þetta fylgishrun, því það
sem mælist sem 30 prósent aukn-
ing í skoðanakönnunum má ekki
taka sem fylgi. Það er vísbending
um ákveðnar breytingar sem eru
að eiga sér stað, en maður má
ekki gefa sér að þetta sé fylgi sem
maður hafl. Núna erum við
komnar aðeins undir kosninga-
fylgið, og það er það sem við
hljótum að miða við. Auðvitað er-
um við ekkert sáttar við það, og
ég er alveg sannfærð um að það
verður ekki útkoman hjá okkur í
kosningunum. En mér datt aldrei í
hug að trúa því, að við værum
með 30 prósent fylgi. Það hefði
verið til marks um meiri viðhorfs-
breytingu en ég hef orðið vör við.
En viðhorfsbreytingin getur orð-
ið.
En hver er skýringin á því
að þið eruð komnar niður fyrir
kosningafylgið í skoðanakönn-
unum?
Þessi umræða um að Kvenna-
listinn hafi ekki viljað axla
ábyrgð með því að taka ekki þátt í
ríkisstjóm í þessi tvö skipti sem
okkur stóð það til boða hefur náð
eyrum margra. En það era fyrst
og fremst pólitískir andstæðingar
okkar sem hafa haldið því fram að
Kvennalistinn hafi ekki þorað eða
viljað axla ábyrgð, og þeim hefur
orðið ágengt. Þetta er önnur skýr-
ingin. Hin skýringin er sú að það
er mjög erfitt að vera i stjórnar-
andstöðu með jafn stórum flokki
og Sjálfstæðisflokknum. Þetta
sést á fjölmiðlum, þegar þeir fara
af stað til að fá fram gagnrýni á
stjómarathafhir þá fara þeir alltaf
til Sjálfstæðisflokksins. Og tala
við forystu Sjálfstæðisflokksins
líkt og þeir séu í forystu fyrir
stjómarandstöðunni. Við höfum
aldrei fallist á það að Sjálfstæðis-
flokkurinn tali fyrir okkar hönd.
Ef við föram aftur að þessu
með ábyrgðina þá hef ég lýst því
yfir að i fyrra skiptið sem við
stóðum andspænis ríkisstjómar-
þátttöku 1987 þá var Kvennalist-
inn búinn að sitja eitt kjörtímabil
á þingi og var einfaldlega ekki til-
búinn til að fara inní ríkisstjóm og
ég held að það hefði ekki orðið
okkur til góðs. 1988 gátum við
ekki farið inní þá ríkisstjóm með
þessi bráðbirgðalög á bakinu. Við
hefðum auðvitað getað gert það
með því að gefa eftir öll okkar
prinsíp. En mér finnst það eigi að
sýna kjósendunum þá ábyrgð og
virðingu að ganga ekki þvert
gegn því sem sagt hefur verið í
kosningabaráttu. En slíkt er ekki
talið ábyrgt í stjómmálaumræðu í
dag. Er það eitt ábyrgt að setjast í
ráðherrastóla þegar þeir bjóðast?
Þér finnst ekki að ykkur
hafl brugðist bogalistin útaf
þessu ferli i skoðanakönnun-
um?
Nei, en ég held að okkur hafi
kannski bragðist bogalistin gagn-
vart fjölmiðlum. Við höfum ekki
kunnað að notfæra okkur þau
tækifæri sem hafa boðist og það
hefur kannski oft verið stirt á
milli Kvennalistans og fjölmiðla.
Þar er margt sem spilar inní. Við
höfum verið ósáttar við fféttamat
fjölmiðla og hvemig þeir taka á
málum, og við höfum gagnrýnt
það og það hefur skapað stirt
samband.
Samþykktir landsfundarins
virðast færa Kvennalistann
nær hinum hefðbundnu stjórn-
málaflokkum, þýðir það ekki
að sérstaða hans sé horfin og
brestir komnir í tilverugrunn-
inn?
Að hvaða leyti?
Til dæmis hugmyndir um
ríkisstjórnarþátttöku, breyt-
ingar á útskiptareglunni.
Við höfum aldrei hafnað rík-
isstjómarþátttöku þó við höfum
ekki tekið þátt í tveimur ríkis-
stjómum sem myndaðar vorú
1987 og ‘88. Það leiðir af þátt-
töku i stjómmálum, á þingi og í
borgarstjóm, að maður hlýtur að
leita eftir valdi til að koma hug-
myndum sínum og hugsjónum í
framkvæmd. Við höfum aldrei
ætlað okkur eingöngu að fara inn
sem andófsafl, þó það megi segja
að Kvennalistinn hafi orðið til
sem slíkt. Það sem við töldum
þörf á að gera í ályktun lands-
fundarins var að hnykkja á því, að
við værum og hefðum alla tíð ver-
ið tilbúnar til að ræða ríkisstjóm-
arþátttöku.
Afhverju breyttuð þið út-
skiptareglunni?
Vegna þess einfaldlega að
umræðan um útskipti hefur verið
okkur mjög erfið. Við höfum
fengið mikla gagnrýni að utan á
þessa reglu sem er mjög skiljan-
legt. Við eram náttúrlega ennþá
með útskiptareglu, því konur
mega sitja hámark átta ár. Það
stendur. Það, í sjálfu sér, að skipta
út konum er erfitt út á við. Því
þegar einhver er kominn inn og
þykir hafa staðið sig vel, og er
orðinn þekkt andlit, þá vill fólk
hafa viðkomandi áfram. Þetta
hefur svo orðið til þess að menn
hafa setið tvo til þijá áratugi í
þingsætum. I þá gildra viljum við
ekki falla. Utskipti á miðju kjör-
tímabili era mjög erfið bæði fyrir
þær sem fara út og þær sem koma
inn. Þannig að við höfum komist
að þeirri niðurstöðu að þetta kosti
okkur of mikið.
Er ekki með því verið að
lýsa vantrausti á þær konur
sem hafa komið inn á miðju
kjörtimabili?
Alls ekki. Við viðurkennum
hvað það getur verið erfitt fyrir
þær að koma inn. Þetta er ekki
bara spumingin um það að missa
þekktar konur útaf þingi sem hafa
staðið sig vel, heldur líka það, að
það er erfitt fyrir þessar nýju kon-
ur að koma alltíeinu inná þingið á
miðju kjörtímabili. Það er náttúr-
lega samfella í vinnunni á þingi,
og það er þvi erfiðara að kynna
sig á þingi á miðju kjörtímabili.
Almenningur er vanur því að það
komi nýir þingmenn inn í byrjun
kjörtímabils, sem og fjölmiðlar.
Var ekki kúvending ykkar í
vaxtamálum vanhugsuð þar
sem í ljós kom að hún leysir
ekki vanda byggingarsjóð-
anna?
Jú, það má segja það. Við
hefðum líklega ekki tekið þessa
ákvörðun um vaxtahækkun ef við
hefðum gert okkur grein fyrir því,
að auknar vaxtagreiðslur leiða til
þess að lánstíminn lengist. En það
er svo sem ekki hægt að lá okkur
það frekar en öðram stjómmála-
flokkum. Þessi umræða um
vaxtahækkun kom upp fyrir ári,
og þá datt engum í hug að þetta
væri svona. Það er ekki bara
Kvennalistinn, heldur allir stjóm-
málaflokkar sem hafa fallið í
þessa sömu gryfju. Að því leytinu
til er þetta vanhugsað. Ymsir
myndu líka telja það vanhugsað
að koma með hugmyndir um
vaxtahækkun svona rétt fyrir
kosningar. Pólitískt séð er það
sjálfsagt ekki heppilegt og kann-
ski ekki líklegt að verða okkur til
framdráttar. En það er hinsvegar
miklu heiðarlegra að segja það
fyrir kosningar, heldur en að taka
þátt í vaxtahækkun eftir kosning-
ar, einsog sjálfsagt ýmsir aðrir
hefðu gert. En það má ekki
gleyma því, þegar verið er að tala
um vaxtahækkun, að vaxtabætur
eiga að koma á móti og eyða
hækkuninni hjá láglaunafólki og
fólki með meðaltekjur.
Hugmyndin er þá að ríkið
leysi vanda byggingarsjóðanna
með því að niðurgreiða lánin til
þeirra sem hafa lág laun?
Já, það era miklu sanngjam-
ara að ríkið komi inn og greiði
niður vexti hjá þeim sem era með
lágar tekjur eða meðaltekjur,
heldur en að ríkið sé að greiða
niður vexti hjá öllum óháð eign-
um og tekjum einsog það er núna,
þ.e.a.s. hjá þeim hóp sem fékk lán
fyrir vaxtahækkunina í fyrra.
Nú opnið þið greinilega fyr-
ir ríkisstjórnarsamstarf, kallar
það ekki á breytt vinnubrögð
forystu Kvennalistans og að
hlutverk grasrótarinnar
minnki?
Auðvitað, ef að til þess kemur
að við förum í ríkisstjóm, þá mun
það hafa áhrif á Kvennalistann og
að einhveiju leyti breyta vinnu-
brögðunum. Það þýddi það að
ákveðnar konur yrðu meira í
sviðsljósinu, sem sagt ráðherrar,
og þær yrðu að taka ákvarðanir án
þess að geta alltaf borið sig saman
við grasrótina. Þá verðum við að
treysta því, að við höfum ákveðna
útfærða stefnuskrá og að þær
vinni á grundvelli þeirrar stefiiu-
skrár, rétt einsog þær gera á þingi.
Þær geta ekki alltaf farið með öll
mál sem upp koma á þingi aftur í
grasrótina, og það sama á við um
s veitarstj ómarmál.
Hvert er óska- ríkisstjórn-
armynstrið?
Ékki neitt öðra fremur. Ríki-
stjómarsamvinna ræðst af niður-
stöðum kosninga, hún ræðst af
því hver okkar styrkur verður efl-
ir kosningar og hver styrkur ann-
arra flokka verður. Og eins hvað
menn geta komið sér saman um í
ríkisstjómarviðræðum. Það hlýtur
að ráðast af því hveiju við fáum
framgengt í ríkisstjóm konum til
hagsbóta - og engu öðru.
Muntu gefa kost á þér í efsta
sæti listans í Reykjavík verði
farið fram á það við þig?
Ég er ekki endanlega búin að
gera upp hug minn, en ég er alveg
tilbúin til þess að hugleiða málið.
Hinsvegar er mér það ekkert
keppikefli að verða í fyrsta sæti.
Auðvitað, þó ég sé alveg tilbnúin
til þess að hugleiða það, þá hrýs
mér dálítið hugur við því vegna
þess að ég hef ekki verið á þingi,
og ég hef fylgst með landsmálun-
um einsog hver annar leikmaður
sem getur ekki gefið allan sinn
tíma í það að lesa gögn og skýrsl-
ur og fylgjast með umræðum um
þingmál. Það myndi þýða fyrir
mig talsvert mikia vinnu, en ég
veit að ég mun geta sett mig inn í
þessi mál á ekki allt of löngum
tíma.
-gpm
Laugardagur 10. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7