Þjóðviljinn - 10.11.1990, Síða 13

Þjóðviljinn - 10.11.1990, Síða 13
Útvarpsleikhúsið: RÓSA eftir Peter Barnes. Þýðandi: Úlfur Hjörvar. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Hljóðritun: Georg Magnússon. Leikari mánaðarins er nýlegur þáttur í dagskrá Útvarpsleikhúss- ins. Listamaðurinn sem hlaut þarm heiður í nóvember var Krist- björg Kjeld. Hún flutti einleik eftir Peter Bames. Eintal Rósu er ,eitt af sjö eintölum sem hann skrifaði fyrir BBC og voru þau flutt í röð 1981. Þá fór Glenda Jackson með ein- talið á minnisstæðan hátt. Síðan hefur Bames skrifað tvítöl og Kjeld þrítöl fyrir BBC og væri full ástæða til að flytja þessi verk í út- varpinu. Fyrir flutninginn á einleikn- um var stutt viðtal við Kristbjörgu sem var um margt ffóðlegt þótt vel hefði spyijandi mátt kynna sér feril hennar betur. Kristbjörg kom til starfa við Þjóðleikhúsið meðan hún var enn við nám og fyrstu þrjú árin sem hún starfaði þar vom henni falin fimm hlutverk, þijú þeirra veigamest. Fyrstu tíu árin sem hún var við Þjóðleikhús- ið vann hún alfarið með þrem leikstjórum, fyrst Baldvin Hall- dórsyni, þá Gunnari Eyjólfssyni og undir það síðasta með Bene- dikt Ámasyni. Aðspurð um að- stöðu leikara og hvort einhver væri til staðar í leikhúsinu sem ynni að þroska leikaranna minnt- ist hún hvorki á leikstjóra sína heilan áratug né Guðlaug Rósin- krans sem bar hag hennar meira fyrir bijósti en margra annarra leikkvenna í þann tíma. En svona leikur tíminn mat fólks á ævinni. Ljóst var á svörum hennar um leik að leikhugsun hennar er ótrú- lega nærri innlifun. Hún er þannig í beinu áframhaldi af menntun þeirra leikstjóra sem ólu hana upp. Ekki kunni spyrillinn slík skil á sögu listakonunnar að spurt væri um hlut Kristbjargar að stofnun Grímu þar sem fyrstu teikn eru að leikhúsfólk vilji kanna nýjar brautir frá þeirri hefð sem ríkti í leikhúsi okkar. Ekki spurði hann heldur um hlut Kristbjargar í fyrstu hóp- vinnuverkunum, sundurslitinn leikstjóraferil eða bein vinnu- brögð svo gagn væri að. Eftirtekt- arverð var minning hennar um Val Gíslason í þeirri skírslu sem hún hlaut ung stúlka í Önnu Frank sem styður tilgátuna um að leikur hennar mótist af innlifunartækni. Væri óskandi að spyijendur í við- tölum sem ku eiga að fylgja þess- um mánaðarlega lið væru betur að sér um feril þeirra sem við er rætt og kunni sér hóf í því að hlaða þá lofi augliti til auglitis. Það kemur engum vel. Megin Kristbjargar hefur allt- af verið þokki hennar sem konu, skap og raddmýkt, þótt hún hafi lengi beitt rödd sinni í klemmu á hærri nótum og með meiri sfyrk. Flutningur hennar á tali Rósu tókst ekki nema miðlungi vel. Hana skorti þau háðhvörf sem ganga ljósum logum í eintalinu og eru reyndar eitt helsta stílbragð Bames. Rósa var mædd í stað þess að vera kaldhæðin, hofmóð- ug í stað þess að greina aðstæður sínar. Fyrir bragðið var reiði hennar mæða og samúð hennar víl. Og sá skilningur á eðli og er- indi textans gerir eintalinu ekki þau skil sem em sæmandi. Örfá orð um þýðingu sem var bókleg og snauð af talmálslegum einkennum. I mínum huga em „council house/flat“ bæjarblokkir og bæjaríbúð en ekki „borgarhús“ og „borgaríbúð“ og þannig tala þeir sem búa við tilstyrk hins op- inbera í húsnæði. pbb Menntamálaráðunevtiö Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn ( framhaldi af lyktum handritamálsins hafa dönsk stjórnvöld ákveðið að veita íslenskum fræðimanni styrk til handritarannsókna við stofnun Árna Magnússonar (Det arnamagnæ- anske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar og nemur nú um 15.500 dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar. Umsóknarfrestur er til 7. des- ember n.k. Nánari upplýsingar um styrkinn og tilhögun umsó,kna fást í menntamálaráðuneyt- inu, Stofnun Árna Magnússonar á jslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla íslands. Menntamálaráðuneytið, 8. nóvember 1990 Lóðaúthlutun Kópavogskaupstaður auglýsir lóðir í „Digra- neshlíðum" (þ.e. sunnan Digranesvegar og austan Bröttubrekku) til úthlutunar. Um er að ræða 42 einbýlishúsalóðir, 14 lóðir fyrir parhús, 4 raðhúsalóðir og 40 íbúðir í sam- byggðum tvíbýlishúsum. Gert er ráð fyrir að hefja megi byggingarfram- kvæmdir í ágúst 1991. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingar- skilmálar svo og umsóknareyðublöð liggja frammi á tæknideild Kópavogskaupstaðar að Fannborg 2, 3. hæð, frá þriðjud. 13. nóv. n.k. kl. 9.00-15.00. Umsóknum skal skila á sama stað. Umsóknarfrestur er til 27. nóv. 1990. Bæjarstjórinn í Kópavogi Húseign á Tálknafirði Kauptilboð oskast í vélaverkstæðishús við Strandveg á Tálknafirði samtals 428 rúmm. að stærð. Brunabótamat er kr. 3.201.000,-. Húsið verður til sýnis í samráði við Stefán Skarphéðinsson sýslumann, Patreksfirði (sími: 94-1187). Tilboðseyðublöð eru afhent á staðn- um og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Skrifleg tilboð óskast send skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík, fyrirkl. 11.00 þann 21. nóvember 1990. INIMKAUPASTOFNUIM RIKISINS ________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK ______ t" Ólafsvíkurvegur um Mýrar 1990 ''/V/Æ m Vegagerð ríkisinsóskareftirtilboðum í ofan- ' greint verk. Lengd kafla 7,4 km, fyllingar 60.000 rúmm., skeringar 8.000 rúmm., burðariag 43.000 rúmm. og klæðing 45.000 fermetrar. Verki skal lokið 15. ágúst 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík- isins ( Borgarnesi og Reykjavik (aðalgjald- kera) frá og með 13. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 26. nóvember 1990. Vegamálastjóri *- Innritun, starfsþjálfun fatlaðra Hafin er móttaka umsókna fyrir vorönn 1991. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember. Fostöðumaður veitir nánari upplýsingar og tek- ur á móti umsóknum í síma 29380. Skriflegar umsóknir sendist Starfsþjálfun fatl- aðra, Hátúni 10a. Forstöðumaður viðurkenningardeildar Löggildingarstofunnar Vegna aukinna og breyttra verkefna Löggild- ingarstofunnar er nú unnið að endurskipulagn- ingu hennar, en stofnuninni er nú m.a. ætlað að taka að sér viðurkenningu (accreditation) á vottunar- og prófunarstofum í samræmi við Evrópustaðla EN 45 Oxx. Leitað er eftir starfsmanni til þess aö byggja upp og veita forstöðu viðurkenningardeild Lög- gildingarstofunnar. Hann þarf að hafa háskóla- próf í verkfræði eða skyldum greinum auk reynslu í skipulagningu og stjórnun á gæða- kerfum. Leitað er að manni, sem hefur góða framkomu og á auðvelt með samskipti við aðra, jafnt innanlands sem utan. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda til viðskiptaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík eigi síðar en föstu- daginn 14. desembern.k. Upplýsingar um starfið veitir Finnur Svein- björnsson, viðskiptaráðuneytinu, í síma (91)609436. Viðskiptaráðuneytið, 6. nóvember 1990 091104.saf Auglýsendur athugið! ^ Jólagjafehanctoók Þjóöyiíjans kemur út 11. desember í 40 þús. eintökum og verður borin út á höfuöborgarsvæöinu. Aö auki til áskrifenda um land ailt. Auglýsendur, sem hafa áhuga á að koma augiýsingu í handbókina. vmsamlegast hafi samöand við auglýsingadeild sem allra fyrst og eigi síöar en 5. desember. oÞioðviljinn VIV Símar 681310 og 681331 ALÞÝÐUB AND AL AGIÐ Alþýðubandalagið I Kópavogi Opið hús Opið hús í Þinghóli laugardaginn 10. nóvember kl. 10 til 12. Elsa S. Þorkelsdóttir bæjarfulltrúi og Svanhildur Skaptadóttir full- trúi ABK I umhverfisráði verða með heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið I Akureyri Aðalfundur bæjarmálaráös Aðalfundur bæjarmálaráðs verður haldinn mánudaginn 12. nóv- ember kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1. Kosin ný stjórn bæjarmálaráðs. 2. Rætt um stöðuna I bæjarmálum, meirihlutasamstarfið og starf- ið framundan. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið I Kópavogi Spilakvöld Þriggja kvölda keppni hefst í Þinghóli, Hamraborg 11, þriðju hæð, mánudaginn 12. nóvember kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjómin Laugardagsfundur ABR Málefni unglinga Laugardaginn 17. nóvember nk. kl. 10 fyrir hádegi verður félags- fundur að Hverfisgötu 105. Á fundinum verður rætt um hvert stefnir [ málefnum unglinga í Reykjavfk í dag og hvaða leiöir séu til úrbóta. Myndi t.d. unglingahús í miöbænum verða til bóta? Framsögur og umræður. Félagar, fjölmennið á fundinn og takið þátt í umræðum. Alþýðubandalagiö t Reykjavík Æskulýðsfylkingin f Reykjavík Leið íslands til markaðsbúskapar 500 daga áætlun Þjóðlífs Birting boðartil opins stjórnmálafundar fimmtudaginn 15. nóvem- ber í Arsal Hótel Sögu og hefst hann kl. 20.30. Forystumenn I (slenskum stjórnmálaflokkum, þau Friðrik Sop- husson, Kristin Einarsdóttir, Jón Sigurðsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Hermannsson ræða um áætlunina og segja álit sitt á henni. Eftir framsöguræðumar verða pallborðsumræður með fyrirspurn- um úr sal, sem höfundar áætlunarinnar, þeir Guðmundur Olafs- son hagfræðingur og Jóhann Antonsson viðskiptafræðingurtaka þátt í. Fundarstjóri verður Svanfriður Jónasdóttir. Laugardagur 10. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.