Þjóðviljinn - 10.11.1990, Blaðsíða 15
« >
Y « 4 . 4 4 . *
• v • \
* k * »
• « » « » <»*»»»»
• «44*44. 1 «.
f 4 4 >
KVIKMYNDIR
Heillandi„fjölskyldu“mynd
LAUGARÁSBÍÓ
Rckin að heiman (Where the Hcart is)
Leikstjóri: John Boorman
Handrit: John og Telsche Boorman
Kvikmyndatökumaður: Peter Su-
schitsky
Aðallcikarar: Dabney Coleman, Uma
Thurman, Joanna Cassidy, Susan
Amis, Crispin Glover, Christopher
Plummer, Sheila Kelley, David Hew-
lett.
Árið 1987 gerði leikstjórinn
John Boorman myndina „Hope
and Glory“ sem var byggð á
æskuminningum hans úr seinni
heimsstyrjöldinni. Þessi óvenju-
lega lýsing á venjulegri íjöl-
skyldu í stríðshrjáðri London
rakaði að sér verðlaunum enda
var hún alveg sérstaklega yndis-
leg. Það er þvi með þó nokkurri
eftirvæntingu að maður fer að
sjá nýjasta affek þessa leikstjóra,
sem í þetta skiptið fékk dóttur
sína til að skrifa með sér handrit-
ið, því að hann vildi byggja per-
sónumar í Rekin að heiman á
sinni eigin Qölskyldu, en flytja
hana ífá írlandi til Manhattan
New York.
Dabney Coleman leikur
niðurrifsmanninn Stewart
McBain sem á og rekur niður-
rifsfyrirtækið American Demo-
lition. Hann og kona hans (Jo-
anna Cassidy) eru vel stæð og
eiga þrjú ofdekruð, fulltíða böm
sem vilja ekki flytja að heiman,
Cloe, Daphne og Jimmy. Cloe
(Susan Amis) er listakona sem
tjáir sig með trompe l’oeil að-
ferðinni (felumálverkinu). Hún
málar fyrst gríðarstórar myndir,
svo málar hún lifandi fólk inní
myndimar, síðan tekur hún ljós-
mynd af öllu saman. Jimmy
(David Hewlett) er tölvufrík og
er að reyna að selja tölvuleik þar
sem lítill karl með túrban reynir
að komast klakklaust út úr Taj
Majhal höllinni á meðan hún
hrynur niður í kringum hann.
Daphne (Uma Thurman) er
hvorki listræn né snillingur í eðl-
isfræði, hún er bara ofsalega fal-
leg og fúll af hugsjónum (bjarg-
ið hvölum, ósonlagi osffv.).
Dag einn fær heimilisfaðir-
inn nóg af heimtuffekum böm-
um sínum, gefúr þeim gamalt
hús sem hann fær ekki að rífa
niður og bannar þeim að koma
heim aftur. Þau verða náttúrlega
alveg örvingluð og segja ásak-
andi að hann geti ekki spillt
þeim alla ævi og hætt því svo
þegar honum sýnist. En eftir að
þau hætta að kvarta og kveina
bjarga þau sér náttúrlega og fá
allskonar fólk til að koma og
leigja hjá sér, t.d. tískuteiknar-
ann Lionel (Crispin Glover) og
rónann Skít (alveg furðanlega
góður Christopher Plummer).
Svo gerast allskonar óvænt-
ir atburðir sem leiða til þess að
pabbinn fer á hausinn og fjöl-
skyldan sameinast á ný. Því að
mórallinn er að peningar séu
einskis virði ef maður á engan
að, og að jafnvel á þessum sið-
ustu og verstu timum sé lífið
fúllt af töfrum, hvort sem það
em dúfur í hatti eða víraðir
tölvuleikir.
Þetta er óvenjuleg og ævin-
týraleg mynd og lengi vel vissi
ég ekkert hvemig ég átti að
bregðast við henni. Því bæði
samtöl, persónur og söguþráður
em all-absúrd, en á endanum féll
ég gjörsamlega fyrir henni. Hún
gæti verið lýsing á því sem
myndi gerast ef Lér konungur
ræki bömin sín að heiman á
Jónsmessunótt á Manhattan árið
1990. Leikaramir em næstum
því undantekningarlaust æðis-
legir (ég var ekki nógu ánægð
með Cassidy í hlutverki mömm-
unnar), sérstaklega krakkamir,
þau em svo falleg og óvenjuleg
að stundum em þau eins og álfar
úr öðrum heimi.
Sviðið er töffandi. Það er
vinkona Boorman-fjölskyldunn-
ar, Timna Woolard, sem málar
öll trompe l’oeil málverkin og
það em þau ásamt búningunum
(múslinkjólum og rifnum galla-
buxum) sem gera þessa mynd að
algjöm augnakonfekti.
I lok myndarinnar, þegar
Boorman segir algjörlega skilið
við raunvemleikann, fylgir mað-
ur honum eftir heillaður, því að
þótt þessi mynd sé kannski húm-
búg þá er hún bæði fallegt og
skemmtilegt húmbúg.
Sif
Alvöru mafíósar
BÍÓBORGIN
Góðir gæjar (Goodfcllas)
Leikstjóri: Martin Scorsese
Handrit: Martin Scorscsc & Nicholas
Pileggi eftir bók Pileggis „Wiseguy".
Aðalleikarar: Robert De Niro, Ray Li-
otta, Joe Pesci, Lorraine Bracco,
Paul Sorvino
Amerískir kvikmyndagerð-
armenn virðast vera með mafíu-
dellu um þessar mundir. Sean
Penn ætlar að þreyta frumraun
sína sem leikstjóri með glæpa-
myndinni „State of Grace“, Co-
en-bræðumir em búnir með
„Miller’s Crossing", „Guðfaðir-
inn 111“ er á leiðinni og síðast en
ekki síst er Scorsese búinn að
gera kvikmyndina Góða gæja um
mafíuna eins og hún er í alvör-
unni! Hann byggir handritið á
bókinni Wiseguy sem lýsir lífi
glæpamannsins Henry Hill alveg
frá því að hann er smástrákur og
sendist fyrir stórmafiósana í
hverfmu, og þangað til hann er
orðinn fúllgildur meðlimur,
morðingi, þjófúr og eiturlyfja-
sali.
Scorsese hefur væntanlega
ætlað sér að gera eins raunsæja
mynd og hægt væri af lífinu inn-
an maflunnar og það er svakalegt
að sjá hversu mikil völd mafían
hefur í Bandaríkjunum, þeir virð-
ast geta keypt allt og alla. Glæpa-
kóngamir em heimskar karl-
rembur sem hafa ekkert að segja
nema lélega brandara um hvemig
þeir drápu hina og þessa. Hér er
ekkert af fjölskyldurómantíkinni
sem einkenndi Guðfoður-mynd-
imar. Þessum mönnum er sama
um allt, þeir drepa sér til
skemmtunar og yndisauka. Enda
drýpur blóð úr hverjum mynd-
ramma og Scorsese, sem er mað-
ur smáatriðanna, lætur mynda-
vélina líða hægt yflr sundurbarða
og klessta mannslíkamana, fryst-
ir kannski allt i smástund til að
áhorfandinn geti virt óhugnaðinn
betur fyrir sér. (Afsakið meðan
ég æli.)
Myndina prýða góðir leikar-
ar. Ray Liotta leikur aðalhlut-
verkið, Henry Hill, og gerir það
vel, ég sé hann allavegana ekki
fyrir mér í hlutverki skrifstofú-
blókar næstu árin. Joe Pesci leik-
ur Tommy De Vito og er svo leið-
inlegur og viðbjóðslegur að hann
á skilið að fá verðlaun fyrir. Ro-
bert De Niro er eins góður og
hann er vanur að vera.
Góðir gæjar minnir að
mörgu leyti á myndina Scarface,
þær eiga t.d. sameiginlegt að í
tvo og hálfan tíma ganga stór-
stjömur um, drepa hver aðra og
segja „Fuck“. Og þrátt fyrir góð-
an leik og kvikmyndatöku við
undirleik Rolling Stones þá verð-
ur þetta þreytandi til lengdar.
Scorsese skefur ekkert utan
af því hvað mafíósamir eru mikl-
ir skíthælar, en ömgglega finnst
fjölmörgum þetta vera lýsing á
draumastarfmu. Glæponamir
vaða í peningum og fá allt sem
þeir vilja. Ef einhver mótmælir
þeim er sá sami umsvifalaust
drepinn. Mig skyldi ekki undra
þótt það fjölgaði í mafíunni eftir
sýningu þessarar myndar.
Sif
haskólabio
Pappírs Pési ***
Ari Kristinsson kemur hér meö alveg
ágaeta barnamynd. Papplrs Pési er
skemmtileg flgúra (Islenskur E.T.?)
og krakkarnir alveg einstaklega
krakkalegir. Lítil vinkona mín sagði aö
myndin væri alveg sérstáklega
skemmtileg af þvl aö nún kenndi svo
skemmtileg prakkarastrikl! Drlfiö ykk-
ur með bömin um helgina.
Sif
Vinstri fóturinn
(My left foot)****
Algjörlega yndisleg mynd sem maður
getur eRki annaö en falliö fyrir, nokk-
urskonar óöur til llkamshluta. Daniel
Day Lewis sýnir manni I hlutverki
Christy Brown aö vinstri fótur er allt
sem maður þarf til aö vera sjarmer-
andi og sexy.
Sif
Cinema Paradiso
(Paradlsarblóið)****
Það er I rauninni fáránlegt aö vera aö
gefa svona mynd stjörnur, þvl hún er
langt yfir alla stjörnugiöf hafin. Svona
mynd er aðeins gerð einu sinni og
þessvegna má enginn sem hefur hiö
minnsta gaman af kvikmyndum
missa af henni.
LAUGARÁSBÍÓ
Skjálfti (Tremours)**
Þetta er hryllingsmynd sem er ekkert
hryllileg. I staö þess er hún stundum
dátdið fyndin og oft spennandi. Það
eru Fred Ward og Kevin Bacon sem
leika aöalhlutverkin. Myndin fær svo
eina aukastjörnu fyrir hressa kven-
hetju sem parf bara einu sinni að
bjarga úr llfsháska.
Á bláþræöi (Bird on a Wire) *
Gibson og Hawn leika hér gamalt
kærustupar sem er á flótta undan
bæði bofum og löggum (minna má
þaö ekki vera). Þau passa hræöilega
illa saman og það hefur sýnileg áhrif
á leik þeirra.
Handritiö er ósköp ómerkilegt, en þaö
er reynt aö flikka upp á þaö með því
aö láta aöalleikarana vera berrass-
aða annað veifiö.
Sif
BfÓBORGIN
Hvíta valdið
(A dry white season)***'
Hvíta valdiö er unnin upp úr skáld-
sögu eftir suöurafrlska rithöfundinn
André Brink og lýsir þvl hvernig hvltur
s.a. kennari kemst til meövitundar um
hvernig fariö er meö svertingia I
heimalandi hans. Leikurinn er frabær
hvar sem á hann er litiö, sérstaklega
eru þær fáu mínútur sem Brando er á
tjaldinu æöislegar. Missiö ekki af hon-
um.
Sif
Hrekkjalómarnir 2
(Gremlins 2) **
Litlu skrlmslin eru komin aftur á kreik,
I þetta skiptiö I stórhýsi á Manhattan.
Ég var full af fordómum I garö þessar-
ar myndar og langaöi ekkert á hana
og það kom mér pessvegna á óvart
hvað ég skemmti mér vel. Það er fullt
af góöum bröndurum og tæknibrell-
urnar eru frábærar þótt þær séu aö-
eins og margar.
Sif
REGNBOGINN
Sigur andans
(Tnumph of the spirit)*
Þaö skal tekiö fram eins og skot aö
enginn sigur andans er sjáanlegur I
þessari mynd. Hún er kolsvörf og
átakanleg. Leikurinn er fantagóöur,
sérstaklega er Willem Dafoe ahrifa-
mikill I hlutverki grlsks gyðings I út-
rýmingarbúðum nasista I seinni
heimsstyrjöldinni.
Sif
I slæmum félagsskap
(Bad Influencer**
Stórgóöur tryllir meö Rob Lowe og
James Spader I aðalhlutverkum.
Þeir sem lita Lowe homauga fyrir all-
ar lélegu myndimar sem hann hefur
leikið I ættu að gefa honum sjens þvl
hér sýnir hann að hann getur meira
en brosað fallega. Djöfullinn er ennþá
á lífi og býr I Los Angeles!
STJÖRNUBÍÓ
Nýneminn (Freshman)**
Brando er hér með skopstælingu á
frægasta hlutverki slnu, Guöföðum-
um. Og þessi skopstæling er uppi-
staöa myndarinnar. Brando er gæoa-
leikari og Broderick er sætur strákur
en það neldur ekki uppi dampinum I
tvo tíma. Því miöur.
Slf
I DAG
ÞJOÐVILJINN
FYRIR 50 ÁRUM
„Friður kemur ekki til mála fyrr
en barizt hefur verið til úrslita,"
segir Hitler. Meðan Hitler hélt
æsingaræðu slna I Munchen
dundu brezkar sprengjur á borg-
inni. Barátta hinna undirokuðu
þjóða gegn brezka og þýzka aft-
urhaldinu harðnar. Þriðji ind-
verski sjálfstæöisleiötoginn
dæmdur til fangelsisvistar. And-
úðin gegn Þjóðverjum vex I hin-
um herteknu löndum. Eiga utan-
rlkismál Islands að verða einka-
mál Thórsaranna? Ihaldið
heimtar að skipt sé um þjóna
Breta.
10. nóvember
laugardagur. 314. dagur ársins.
3. vika vetrar hefst. Sólarupprás
I Reykjavlk kl. 9.39 - sólariag kl.
16.43.
Viðburðir
Goðafossi sökkt á Faxaflóa
1944. Inntaka Islands I Samein-
uðu þjóðirnar samþykkt einróma
á allsherjarþinginu. Verslunar-
mannafélag Suðumesja stofnað
1953.
DAGBOK
APOTEK
Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúöa vikuna 9. til 15. nóvember er I
Breiðholts Apóteki og Apóteki
Austurbæjar.
Fyrmefnda apótekiö er opiö um helgar
og annast næturvörslu alla daga kl. 22
til 9 (til 10 á frldögum). Siöarnefnda
apótekiö er opiö á kvöldin kl. 18 til 22
virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22
samhliða hinu fyrmefnda.
LÖGGAN
Reykjavík « 1 11 66
«4 12 00
tr 1 84 55
«5 11 66
Garöabær. « 5 11 66 tr 2 32 22
Slökkviið og sjúkrabðar Reykjavik « 1 11 00 KÓDavoaur. tr 1 11 00
Seitjarnarnes Hafnarfjöröur. « 1 11 00 « 5 11 00 tr 5 11 00
Akureyri « 2 22 22
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn-
arnes og Kópavog er i Heilsuvemdar-
stöö Reykjavikur alla virka daga frá ki.
17 til 8, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir,
símaráöleggingar og tímapantanir i
« 21230. Upplýsingar um lækna- og
lyfjaþjónustu eru gefnar I slmsvara
18888. Borgarspitalinn: Vakt virka
daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki
hafa heimilislækni eða ná ekki til hans.
Landspítalinn: Göngudeildin er opin
frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspít-
alans er opin allan sólarhringinn,
« 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-
an, a 53722. Næturvakt lækna,
™ 51100.
Garöabær: Heilsugæslan Garöaflöt,
« 656066, upplýsingar um vaktlækni
«51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á
Læknamiðstöðinni, « 22311, hjá
Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og
helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985-
23221 (farsími).
Keflavik: Dagvakt, upplýsingar i
« 14000.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna,
«11966. ^ ^
SJUKRAHUS
Heimsóknartímar: Landspitalinn: Alla
daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-
spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til
19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir
samkomulagi. Fæðingardeiid Land-
spltalans: AÍIa daga kl. 15 til 16, feðra-
tlmi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar-
heimiii Reykjavíkur v/Eiríksgötu: Al-
mennur timi kl. 15-16 alla daga, feðra-
og systkinatími kl. 20-21 alla daga.
Öldrunarlækningadeild Landspital-
ans, Hátuni 10B: Alla daga kl. 14 til 20
og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19,
um helgarkl. 14 til 19:30. Heilsu-
vemdarstöðin viö Barónsstig: Alla
daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30.
Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til
16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim-
sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17
alla daga. St. Jósefsspítali Hafnar-
firöi: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til
19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl
15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús
Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16
og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla dagakl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15
til 16 og 19:30 0120.
ÝMISLEGT
Rauða kross húsið: Neyöarathvarf
fyrir unglinga, Tjarnargötu 35,
« 91-622266, opiö allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svaraö er I upplýsinga-
og ráögjafarsíma félags lesbia oa
homma á mánudags- og fimmtuaags-
kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum
tímum.« 91-28539.
Sálfræðlstööin: Ráögjöf f sálfræöi-
legum efnum, « 91-687075.
Lögfræöiaðstoð Orators, félags
laganema, er veitt i slma 91-11012 milli
kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opiö virka daga
frákl. 8til 17, «91-688620.
„Opiö hús" fyrir krabbameinssjúk-
linga og aðstandendur þeinra ! Skóg-
arhlíö 8 áfimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmis-
vandann sem vilja styðja smitaða og
sjúka og aðstandendur þeirra I « 91-
22400 og þar er svarað alla virka daga.
Upplýsingar um eyðni: « 91-622280,
beint samband viö lækni/hjúknmar-
fræöing á miövikudögum kl. 18 til 19,
annars simsvari.
Samtök um kvennaathvarf: « 91-
21205, húsaskjól og aöstoö viö konur
sem beittar hafa veriö ofbeldi eða oröiö
fyrir nauögun.
Kvennaráðgjöftn Hlaðvarpanum,
Vestur-götu 3: Opiö þriöjudaga kl. 20 til
22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl.
20 til 22, « 91-21500, sfmsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröiö
hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500,
slmsvari.
Vinnuhópur um sifjaspellsmál:
« 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Stigamót, miðstöö fyrir konur og böm
sem orðið hafa fýrir kynferðislegu
ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar,
Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91-
626878 allan sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
« 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt i
« 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
« 652936.
GENGIÐ
9. nóvember1990 Sala
Bandaríkjadollar.........54,71100
Steriingspund..........107,18000
Kanadadollar............46,85100
Dönsk króna...............9,57220
9,80730
15,32710
Franskurfranki 10,90280
1,77660
Svissneskur franki 43,59360 32,46400
36,61980
Itölsk l’irá 0,04869
Austurrlskur sch.............5,20680
Portúgalskur escudo......... 0,41560
Spánskur peseti..............0,58030
Japanskt jen................0,42041
Irskt pund..................98,16300
KBOSSGÁTA
m
7
12
16
21
17
■ 4 5 n
■ ■
■ * 10 11
13 ■
■ “
18 ■
■ 20
Lárétt: 1 stoð 4 svipur
6 skemmd 7 ganga 9
birta 12 maðkar 14 plp-
ur 15 hratt 16 reifan 19
afturenda 20 þekkt 21
sterkir
Lóðrétt: 2 súld 3 mjög
4 erfiöa 5 hljóöi 7 vikna
8 gaffall 10 peningar
11 sparsamur 13 sam-
koma 17 svif 18 keyri
Lausn á siðustu
krossgátu
Lárétt: 1 óþo! 4 skær 6
afl 7 báru 9 óvit 12 ön-
ugi 14 ráö 15 tál 16
Uröur 19 afti 20 nauð
21 stian
Lóðrétt: 2 þjá 3 laun 4
slóg 5 æöl 7 borgar 8
rööuls 10vitran 11 tal-
aöi 13 urö 17 rit 18
Una
Laugardagur 10. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15