Þjóðviljinn - 14.11.1990, Qupperneq 1
Miðvikudagur 14. nóvember 1990 — 215. tölublað 55. árgangur
Sorphirða
Sérstakur sorpskattur
Sorphirðu- og endurvinnslunefnd umhverfisráðherra: Neytendur borgi sorphirðukostnað
sérstaklega samkvœmt reikningi. Neytendur geti skilið umbúðir eftir í verslunum. Eyðingargjald verði
lagt á vörur. Skilagjald á bíla. Endurvinnsla verður að borga sig
Sorphiröa er mjög kostnaðarsöm. Nefnd á vegum umhverfismálaráöherra telur rétt að neytendur veröi látnir greiða sérstaklega fyrir sorphiröuna (
framttðinni. Mynd Kristinn.
Neytendur verði Iátnir borga
reikninginn vegna sorp-
hirðu sérstaklega svo fólk geri
sér grein fyrir kostnaði vegna
hennar. Umhverfisgjald verði
lagt ofan á verð ýmissa vara
sem eru umhverfinu hættuleg-
ar. Sett verði lög sem heimila
fólki að skilja umbúðir eftir í
verslunum.
Þetta eru nokkur atriði í hug-
myndum að tillögum sem ræddar
hafa verið í nefnd umhverfisráð-
herra um sorphirðu og endur-
vinnslu. Hugmyndimar verða
kynntar á ráðstefnu sveitarfélaga
og fleiri aðila um sorp- og skolp-
mál sem hefst á morgun.
Pétur K.. Maack, formaður
nefndarinnar, segir i samtali við
Þjóðviljann að nefhdin kynni
þessar niðurstöður á ráðstefnunni
til þess að fá viðbrögð, en að hún
muni skila endanlega af sér upp
úr áramótum.
í hugmyndum nefndarinnar er
gert ráð fyrir að sveitarfélög komi
á fót 3-15 byggðasamlögum sem
verði kjölfesta í sorphirðumálum.
Þannig er ekki gert ráð fyrir að
hvert sveitarfélag fyrir sig eyði
sorpi, heldur verði sorp flutt milli
staða til eyðingar.
Nefhdin telur að setja verði
reglugerð um umhverfisgjald á
þær vörur sem innihalda hættuleg
efni. Hún vill jafnframt að tryggt
verði að gjaldið renni allt til
þeirra sem annast söfnun, mót-
töku og forgun.
Þá telur nefndin að setja eigi
lög um skilagjald á bíla.
Að sögn Péturs K. Maack er
sérstök áhersla lögð á að sérúr-
gangur blandist ekki neyslu- og
framleiðsluúrgangi, en nefndar-
menn hafa rætt um að endur-
vinnsla verði rekin frá hreinu við-
skiptalegu sjónarmiði.
- Endurvinnsla verður að fá
að þróast. En ef það er ódýrara að
urða sorpið á að gera það. Skipu-
leg endurvinnsla af hálfu ríkisins
skilar engu. Það sannar reynslan
því miður, segir Pétur.
Hins vegar eiga sveitarfélög
að geta skyldað einstaklinga og
fyrirtæki til þess að skila sorpi
flokkuðu.
Sú hugmynd hefúr einnig ver-
ið rædd i nefndinni að ríkið greiði
um 100 miljónir króna á ári næstu
flmm árin til þess að aðstoða
byggðasamlög við að koma sorp-
hirðu í betra horf.
-gg
Síld
Gatt-viðrœðurnar
Aukið frjálslyndi boðað
Boð íslands: Dregið verði úr útflutningsbótum ogþœr á endan-
um aflagðar. Aukið frelsi í innflutningi
Island býðst til að lækka út-
flutningsbætur á landbún-
aðarvörum um 65 prósent að
raunvirði í stighækkandi áföng-
um fram til ársins 1996. Þetta
kemur fram í tilboði íslendinga
í svo nefndum Úrúgvæ-viðræð-
um GATT, en lokasprettur við-
ræðnanna stendur nú yfir.
Utanríkisráðherra fól í gær
fastafulltrúa ísland f Genf að
leggja fram tilboðið, en í því er
einnig lýst yfir að ísland sé tilbú-
ið eftir 1996 að lækka útflutnings-
bætur enn frekar með það mark-
mið i huga að afnema þær með
öllu.
ísland býðst til að minnka
stuðning við landbúnaðarfram-
leiðsluna um 25 prósent í stig-
hækkandi áfongum fram til ársins
1996 og hyggst nota til viðmiðun-
ar grunnstig AMS- útreikning-
anna svo kölluðu fyrir árið 1988.
AMS mælir heildarstuðning ríkis
við atvinnugrein og er grunnstigið
sá stuðningur sem ætlast er til að
hverfi. í AMS-tölunum fyrir Is-
land fyrir árið 1988 kemur fram
að þá var stuðningurinn 7.276
miljónir kr. miðað við grunnstig-
ið. Þvi býðst ísland til þess að
skera stuðninginn niður um tæpa
tvo miljarða eða 1.819 miljónir
kr. auk niðurskurðar á útflutn-
ingsbótum.
Lýst er yfir i inngangi tilboðs-
ins að það sé gert með fyrirvara
um tilboð annarra ríkja og áskilur
ísland sér rétt til breytinga. Þar
kemur fram að íslendingar leggja
mikla áherslu á hagsmuni sem
ekki eru viðskiptalegs eðlis,
nefnilega að landið geti framleitt
næg matvæli til að sinna innan-
landsþörf sem og varðandi upp-
byggingu á landsbyggðinni.
I tilboðinu segir að innflutn-
ingur á landbúnaðarvörum til
landsins sé ftjálslegur en boðist er
til að auka það frjálslyndi varð-
andi innflutning unninna mjólk-
urvara og kjöts, nema hvað hægt
verði að setja skorður á magn inn-
flutnings vegna öryggiskrafna um
heilbrigði og vegna legu landsins.
Enn verður bannað að flytja inn til
landsins lifandi búfénað, nýmjólk
og hrátt kjöt, bæði nýtt og frosið,
og bent er á að íslenskum búfén-
aði sé sökum langvinnrar einangr-
unar hætt við sjúkdómum ýmiss-
konar. -gpm
Skellur fyrir
sjómenn
Óskar Vigfússon: Mjög efins um að Sovétmenn kaupi
meira en fimmtíu þúsund tunnur af saltsíld. Þýðir
helmings tekjutap fyrir sjómenn
Eg hef það nú einhvern veginn
á tilfinningunni að Sovét-
menn muni fyrr eða síðar
standa við þennan samning um
kaup á fimmtíu þúsund tunnum
af saltsíld. Hinsvegar er ég mjög
efins um að þeir kaupi meira og
það þýðir að sfldarsjómenn
munu missa allt að helming
sinna tekna, sem er stórkostlegt
brot á þjóðarsáttinni, segir Ósk-
ar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands.
Óskar er nýkominn heim frá
Moskvu þar sem hann var einn
þriggja síldarútvegsmanna sem
þangað fóru til viðræðna við Sov-
étmenn um saltsíldarkaup á yfír-
standandi vertíð. Hann sagði að
samninganefhdin hefði getað þok-
að saltsildarmálinu upp eftir
stjómstiganum í kerfmu þar ytra
og framhaldið væri nú í höndum
sovésku ríkisstjómarinnar.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika á
sölu saltsíldar til Sovétríkjanna
var í gær búið að salta í um fimm-
tíu þúsund tunnur fyrir Norður-
landa-, Kanada- og Bandaríkja-
markað.
Góð síldveiði hefúr verið á
gmnnslóð við Suðausturland og í
gær var Ingvi Rafh og áhöfii hans
á Guðmundi Kristni að landa á Fá-
skrúðsfirði 150-160 tonnum af
ágætissíld sem fékkst á 8-6 faðma
dýpi, fjórar sjómílur vestan við
Hvanney. -grh