Þjóðviljinn - 14.11.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.11.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Bandaríkin-Persaflóadeila Stjórnin ráðfæri sig við þingið Krafist að Bush geri því grein fyrir markmiðum sinum í Persaflóadeilu og að það ræði hugsan- lega stríðsyfirlýsingu á hendur Irak Richard Lugar, öldunga- deildarmaður frá Indiana og einn áhrifamestu manna repúblíkana á Bandaríkjaþingi, hvatti í gær Bush forseta til að kveðja þingið sarnan til að ræða ástand og horfur í Persaflóa- deilu og sérstaklega hugsanlega stríðsyfirlýsingu Bandaríkj- anna á hendur írak. Þessi áskorun Lugars er Iögð fram með hliðsjón af því, að nú „liggur í Ioflinu" að Bandarikja- stjóm sé staðráðin í að gera hem- aðarárás á írak ef það sleppi ekki Kúvæt. Að vísu er ekki gert ráð fyrir að strið skelli á við Persaflóa á næstunni, þar eð talsverðan tíma mun taka Bandaríkin að flytja liðsauka á svæðið og gera aðrar ráðstafanir til undirbúnings fyrir sókn. Lugar, sem er í hinni valda- miklu utanríkismálanefnd öld- Bændur mótmæla Þúsundir evrópskra bænda, flestir svissneskir en einnig margir frá Þýskalandi og Frakklandi, mótmæltu í gær í Genf fyrirætlun- um um að lækka opinbera styrki til landbúnaðar, en bændur óttast að þær ráðstafanir muni koma hart niður á kjörum þeirra. Mótmæl- endumir, sem sumir voru á hestum og dráttarvélum, höfðu uppi mynd af Sam frænda (óopinberu tákni Bandaríkjanna) og er hann þar með evrópskan bónda uppi í sér. Bandaríkin, Ástralía, Brasilía, Argentína og fleiri ríki leggja fast að Evrópubandalagsríkjum að draga stórlega úr styTkjum til land- búnaðar. Nígerar á vettvang Stjóm Vestur-Afríkuríkisins Níger hefúr ákveðið að senda 480 hermenn, alla þjálfaða á Saharas- öndum, í fjölþjóðlega hennn sem safnað hefur verið gegn írak. Er Níger annað Afríkuríkið, sem þetta ákveður, hitt er Senegal sem þegar hefúr 500 manna lið í Saúdi- Arabíu. Yfir þessu nígerska liði verður ofursti að nafni Amadou Seyni. Samkvæmt vissum heim- ildum er helsta „hemaðarafrek" hans til þessa að hann lét í mars s.l. hermenn undir sinni stjóm skjóta á skólaböm í mótmælagöngu. Voru nokkur þeirra drepin. ungadeildarinnar og var áður for- maður hennar, segir það skipta meginmáli að Bush geri þinginu grein fyrir markmiðum sínum í Persaflóadeilu og fái umboð þingsins til að ná þeim. Hann kvaðst álíta að Saddam Hussein íraksforseti hefði ekki tekið víg- búnað Bandaríkjanna gegn Irak alvarlega hingað til og m.a. þess- vegna væri nauðsynlegt að þingið tæki til umræðu hugsanlega form- lega yfirlýsingu stríðs á hendur honum. Einnig væri heppilegt að heimurinn fengi að vita að Bush hefði þingið á bakvið sig í öllu sem hann gerði í deilunni. Þessi tillaga Lugars virðist öðmm þræði vera svar við vax- andi gagnrýni í Bandaríkjunum á stefúu Bush í Persaflóadeilu. Síð- ustu daga hafa forustumenn demókrata á þingi og biskupar kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkj- unum lagt fast að forsetanum að fara þvi aðeins í stríð að fúllreynt hafi verið áður að írak sleppi ekki Kúvæt með friðsamlegu móti. Fomstumenn demókrata segja að ef Bush grípi til vopna án þess að ráðfæra sig við þingið fýrst muni það rýra mjög traust það er þjóðin beri til hans. Bandaríkjaþing var sent heim í október án þess að stjómin léti það vita hvort leitað yrði samþykkis þess áður en hem- aðaraðgerðir væm hafhar við Persaflóa, ef til þeirra kæmi. En samkvæmt stjómarskrá er það í verkahring þingsins að lýsa yfir stríði fyrir hönd Bandaríkjanna. Bandarískur almenningur virðist einnig hafa vaxandi áhyggjur af gangi mála í Persa- flóadeilu og kemst einn frétta- skýrandi svo að orði að fyrst nú sé fólki þar almennt að verða ljóst, að vemlegar líkur séu á að Banda- ríkin lendi í stríði austur þar. Nið- urstöður skoðanakönnunar á veg- um blaðsins USA Today benda til þess að rúmur helmingur Banda- ríkjamanna sé að vísu ánægður með frammistöðu forseta síns í Persaflóadeilu, en samkvæmt nið- urstöðum könnunar gerðrar í ág- úst vom þá 82 af hundraði forset- ans megin í þessum málum. Reuter/-dþ. r Italía Páf i í krossför gegn Camorru Skorar á stjórnmálamenn að ástunda heiðarleika og atvinnurekendur að tileinka sér hugrekki Dæmigerö maflumorö - tveir menn hafa veriö skotnir til bana I bfl. Jóhannes Páll páfi annar er nú á fimm daga ferðalagi um Napólí og nágrenni og kalla fréttamenn það krossferð gegn Camorrunni, mafíunni á þeim slóðum. í gær flutti páfi ávarp í Aversa, skammt norður af Na- pólí, og fordæmdi þá sérstak- lega ofbeldi Camorrunnar gegn ólöglegum innflytjendum frá Norður-Afríku. Páfi sagði við áheyrendur sína að Norður-Afríkumennimir væm bræður þeirra og bæri því að auð- sýna þeim gott viðmót og skiln- ing. Fjöldi Afh'kumanna hefúr allra síðustu ár komið yfir til Ital- íu frá Afríku sjóleiðina, án leyfis ítalskra yfirvalda, og er nú fjöldi ólöglegra innflytjenda þarlendis orðinn mikill og meiri en i nokkm öðm landi Vestur-Evrópu. Margir Afríkumanna þessara hafa ráðið sig í vinnu í landbúnaðinum en þar með komist í klær mafiuætt- bálkanna, sem ráða miklu í at- vinnulífi í Napólí og nágrenni og viðar á Suður-Ítalíu. Mikið er um að liðsmenn Camormnnar mis- þyrmi verkamönnum þessum. í ferðinni hefur páfi þrásinnis fordæmt Camormna fyrir hryðju- verk hennar og hvatt stjómmála- menn og atvinnurekendur til stað- festu gegn glæpasamtökum þess- um. Það sem af er árinu hafa yfir 160 manns verið drepnir á Napól- ísvæðinu í iilindum milli mafiu- fjölskyldna um áhrifasvæði og ráð yfir eiturlyíjasölu og smygli. Meðal drepins fólks í erjum þess- um em allmörg böm og hefur komið fyrir að önnur böm hafi verið látin myrða þau. í ávörpum síðustu daga hefúr páfi undanbragðalaust sagt við stjómmála- og embættismenn svæðisins að þeir eigi að ástunda heiðarleika og koma á ný lögum yfir svæðið. Hefur hann þar með gefið í skyn, að ærlegheit ráða- manna þar séu ekki upp á marga fiska og Iög lítilsvirt. Við atvinnu- rekendur hefúr Jóhannes Páll sagt að þeir verði að tileinka sér hug- rekki og hvika hvergi fyrir hótun- um Camorrunnar. Einn helsti gróðavegur hennar er að kúga fé af atvinnurekendum gegn „vemd“ og mega þeir atvinnurek- endur, sem frábiðja sér „vemd- ina“, búast við hinu versta af glæpalýðnum. Þessi krossfor páfa þykir nokkmm tíðindum sæta og und- anbragðalaus fordæming hans og fleiri háttsettra ítalskra kirkju- höfðingja undanfarið á mafíunum þykir benda til þess að kaþólska kirkjan hyggist beita sér eindregið gegn glæpasamtökum þessum, sem em ríki I ríkinu á ítallu. Hingað til hefúr kaþólska kirkjan sem heild þótt fara til þess að gera vægt í sakimar gegn mafíunum, enda þótt einstakir biskupar og lægri klerkar hafi oft beitt sér gegn þeim. Reuter/-dþ. r Iraskur liðhlaupi Saddam lét drepa 126 herforingja I'r raskur höfuðsmaður, er leitað hefur hælis sem flóttamaður í Týrklandi, sagði fréttamönnum í gær að íraksforseti hefði látið taka af Hfi um 120 herforingja við upphaf innrásarinnar í Kú- væt og sex hershöfðingja skömmu síðar. Dauðasök þeirra flestra í augum einræðis- herrans verið sú að þeir hefðu verið mótfallnir þvi að innrás yrði gerð í emírsdæmið. Áður höfðu stjómarerindrekar í Bagdað og egypskir fréttamenn látið hafa eftir sér að um 120 menn í Iraksher hefðu verið tekn- ir af lífi fyrir að hafa verið á móti innrásinni. Iraksstjóm segir að þetta sé ósatt. Höfuðsmaðurinn, sem er ara- bi, kom yfir _ landamærin inn í Tyrkland frá írak 5. sept. ásamt um 130 öðmm flóttamönnum og eru flestir þeirra liðhlaupar úr íraska hemum. Að höfuðsmann- inum frátöldum eru þeir allir af tyrkneskum ættum eða kristnir. Höfuðsmaðurinn segist hafa verið sendur til Kúvæt 11. ágúst og verið þar í herdeild nálægt landamærum Saúdi-Arabíu. Hann segist hafa strokið vegna þess að hann hafi ekki viljað beijast við „íslamska bræður“ sína. Hann segir ennfremur að meðan hann var þar syðra hafi Kúvæt verið eins og sláturhús, hermönnunum hafi verið sagt að drepa alla, sem veittu þeim einhveija mótstöðu. Hann segist vita að hundruð óbreyttra kúvætskra borgara hafi verið drepnir og mörgum konum nauðgað af íröskum hermönnum. Herforingi þessi segir baráttu- móð íraska hersins ekki mikinn, enda sé hermönnunum illa séð fyrir mat og vatni. Reuter/-dþ. Bandaríkjamenn velkomnir Nguyen Vanh Linh, aðalritari víetnamska kommúnistaflokksins, sagði fyrir fáum dögum í viðtali við japanska sjónvaipsmenn að Bandaríkjunum og Japan væri ekki nema velkomið að nota flotastöð- ina í Cam Ranh, þar eð Sovét- menn, sem haft hafa afnot af stöð- inni undanfarið, væru á forum það- an. Hin opinbera ftéttastofa Viet- nams skýrði frá þessum ummælum aðalrítarans á sunnudag. Nýsjálendingum sleppt David Lange, fyrrum forsætis- ráðherra Nýja Sjálands, tilkynnti í gær að stjóm íraks hefði lofað hon- um að láta lausa alla nýsjálenska gísla þarlendis, 17 talsins. Lange, sem var leiðtogi nýsjálenska Verkamannaflokksins og sagði af sér embætti forsætisráðherra í fýrra, er einn allnokkurra fýrr- og núverandi framámanna sem lagt hafa leið sína til Bagdað til bjargar mönnum þeim er írakar hafa í gísl- ingu. Óskað eftir Evrópuher Talsmenn kristilegra demó- krata og Kristilega sósíalsam- bandsins, stjómarflokka í Þýska- landi, og fransks bróðurflokks þeirra létu í gær í ljós ósk um að Evrópubandalagið kæmi sér upp eigin Qölþjóðlegum her, þar á meðal sérþjálfúðum liðssveitum til vemdar „lögmætum evrópskum öryggishagsmunum,“ sérstaklega í Miðjarðarhafslöndum og Austur- löndum nær. Sögðu talsmennimir að Persaflóadeilan hefði leitt í ljós að „Evrópa væri enn ófær um að koma fram sem Evrópa“ og þar með brýna nauðsyn þess að EB- ríki samræmdu stefúu sína í örygg- ismálum. Sovésk samsteypustjórn? Borís Jeltsín, Rússlandsforseti, sagði í gær að þeir Gorbatsjov Sovétríkjaforseti hefðu í meginat- riðum komist að samkomulagi um að mynda samsteypustjóm fýrir Sovétríkin og myndi Jeltsín út- nefna menn í sum ráðherraembætt- anna í þeirri stjóm. Talsmaður Gorbatsjovs sagðist aðspurður ekki vita til þess að þetta hefði ver- ið ákveðið. 21 fórst 21 blökkumaður, þar af fimm böm, fómst er fólksflutningavagn lenti út af vegi skammt frá Jóhann- esarborg í Suður-Afnku í gær. Þar- lent slysavamaráð segir að 80 af hundraði allra dauðsfalla í umferð- inni þar í landi verði er litlar rútur, sem blökkumenn nota, lendi í árekstrum eða út af vegum. KauphöllíMoskvu Kauphöll var opnuð i Moskvu á mánudag og er hún fýrsta þess- konar stofnunin þarlendis frá því að byltingin var gerð 1917. Er er- lendum fyrirtækjum og bönkum boðið að vera þar með. Gráúlfur með heróín ítalska lögreglan fann í gær 32 kíló af heróíni, sem smyglað hafði verið inn í landið, og handtók 36 ára gamlan Tyrkja sem bjó í íbúð í Mílanó þar sem eitrið fannst. Lög- regla segir hinn handtekna vera í Iiði Gráúlfa, en svo nefnast hægri- sinnaðir tyrkneskir öfga- og hryðjuverkamenn sem vom at- hafnasamir á áttunda áratug. Olíuverð lækkar Olíuverð fer lækkandi á heims- markaði vegna þess að ekki er bú- ist við að til stríðs komi við Persa- flóa næstu mánuði. í fyrradag var í New York spáð 31,87 dollumm á tunnu af hráolíu í desember og var það rúmlega tveggja dollara verð- fall frá deginum áður. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövlkudagur 14. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.