Þjóðviljinn - 14.11.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.11.1990, Blaðsíða 9
MINNING Kórverk íslensk kirkjutónlist Frá tónleikum Mótettukórs Hallgrlmskirkju fyrir nokkrum árum. Nýveriö kom út hljómdiskur kórsins: Islensk kirkjutónlist. Mynd: C.Langensie- pen. Mótettukór Hallgrimskirkju hefur í samvinnu við Ríkisútvarp- ið nýlega gefið út hljómdisk með islenskri kirkjutónlist. Á diskinum er að finna nokkra þekkta sálma séra Hall- grims Péturssonar við útsetningar sem ekki hafa heyrst áður. Auk þess flytur kórinn trúarleg verk eftir tónskáldin Hjálmar H. Ragn- arsson, Jónas Tómasson, Þorkel Sigurbjömsson, Gunnar Reyni Sveinsson og Hörð Áskelsson, en sá síðastnefndi er jafnffamt stjómandi kórsins. Hljóðritanir þessara verka hafa ekki verið gefnar út áður. Sigrún Hjálmtýs- dóttir sópran syngur einsöng með kómum á diskinum. Tónlistinni á hljóðrituninni má skipta í þrennt: Nýjar útsetn- ingar á gömlum sálmalögum við texta Hallgríms Péturssonar, fjög- ur kórverk sem byggja á hefð- bundnum kirkjutextum, og að síð- ustu tveir ffumsamdir íslenskir sálmar. BE Mynd: Jim Smart Ágúst Petersen Kveðja frá Félagi íslenskra myndlistarmanna Einn helsti og traustasti liðs- maður okkar í Félagi íslenskra myndlistarmanna er genginn á vit feðra sina. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Ágústar Petersen örfáum orðum. Hann var kominn af léttasta skeiði, er hann hóf nám í Myndlistarskólanum í Reykja- vík, sem þá nefhdist Fristunda- málaraskólinn, og átti reyndar að- ild að stofnun hans. Það má vissu- lega telja Ágústi það til gildis, að hann skyldi gera sér grein fyrir því, að ekki nægði áhuginn og „talentið" eitt, heldur þyrfti að afla sér menntunar á þessu sviði sem öðrum. Ágúst nýtti sér vel tilsögn góðra listamanna, svo sem Þorvaldar heitins Skúlasonar, án þess að glata í nokkru sterkum sérkennum sínum í myndsköpun- inni. Hann hafði óvenjugott Iita- og formskyn, sem að sjálfsögðu er aðal hvers málara. Gústi var góður félagi og ffamganga hans öll einkenndist af bamslegri einlægni og eldlegum áhuga á myndlistinni. Hans verð- ur sárt saknað í hópnum. Eftirlifandi eiginkonu og ætt- ingjum votta ég samúð. Hafsteinn Austmann, formaður Félags íslenskra myndlistarmanna. Auglýsendur athugið! Jólagjafahandbók Þjóöviljans kemur út 11. desember í 40 þús. eintökum og verður borin út á höfuðborgarsvæðinu. Að auki til áskrifenda um land allt. Auglýsendur, sem hafa áhuga á að koma auglýsingu í handbókina, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild sem allra fyrst og eigi síðar en 5. desember. þlÓÐVILIINN Simar 681310 og 681331 AUGLÝSINGAR AUGLÝSINGAR AUGLÝSINGAR tÁ>PAS^n ^Sli A Til sölu vélageymsla, ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagiö I Reykjavlk Borgarmálaráð Fundur f borgarmálaráði Alþýðubandalagsins í Reykjavík I flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105,1 dag, miðvikudaginn 14. nóv- ember, kl. 17.15. Kristln Jón Friðrik Ólafur Ragnar Steingrfmur Svanfrlður Leiö íslands til markaösbúskapar 500 daga áætlun Þjóðlffs Birting boðartil opins stjórnmálafundarfimmtudaginn 15. nóvem- ber I Arsal Hótel Sögu og hefst hann kl. 20.30. Forystumenn I (slenskum stjórnmálaflokkum, þau Friðrik Sop- husson, Kristín Einarsdóttir, Jón Sigurðsson, Ólafur Ragnar Grlmsson og Steingrlmur Hermannsson ræða um áætlunina og segja álit sitt á henni. Eftir framsöguræðurnar verða pallborðsumræður með fyrirspurn- um úr sal, sem höfundar áætlunarinnar, þeir Guðmundur Ólafs- son hagfræðingur og Jóhann Antonsson viðskiptafræðingur taka þátt I. Fundarstjóri verður Svanfríður Jónasdóttir. Laugardagsfundur ABR Málefni unglinga Laugardaginn 17. nóvember nk. kl. 10 fyrir hádegi verður félags- fundur að Hverfisgötu 105. Á fundinum verður rætt um hvert stefnir I málefnum unglinga I Reykjavfk I dag og hvaöa leiðir séu til úrbóta. Myndi t.d. unglingahús f miöbænum verða til bóta? Framsögur og umræður. Félagar, fjölmennið á fundinn og takið þátt f umræðum. Seleyri við Borgarfjörð Kauptilboð óskast í vélageymslu Vegagerðar ríkisins á Seleyri við Borgarijörð, sem er stál- grindarhús, utanmál 14,2x16,2 m. Skemman, sem er klædd með bárujárni, selst til niðurrifs og brottflutnings og er til afhending- ar nú þegar, og skal kaupandi Ijarlægja allt efni að undanskildum steyptum undirstöðum fyrir 31. desember 1990. Skemman er til sýnis í samráði við Guðmund Finnsson eða Elís Jónsson, Vegagerð ríkisins, Borgarnesi, sími: 93-71320. Skrífleg tilboð óskast send skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þann 15. nóvember 1990. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því, að eindagi launaskatts fyrir október er 15. nóv. n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaaa. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykiavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Skálanum fimmtudaginn 15. nóv- ember kl. 20.30. Umræöuefni verður um framboðsmál á Reykjanesi vegna kom- andi alþingiskosaninga. Félagar, fjölmennum á fundinn. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Umræðufundur Umræðufundur um málefni aldraðra á Akureyri verður fimmtu- daginn 15. nóvember kl. 20.30, hjá Sigrúnu, Hamarstíg 35. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta. Laugardagsfundur A.B.R. 17. október kl. 10. f.h. f Risinu Hverfisgötu 105 Málefni unglinga Laugardaginn 17. nóvember n.k. kl. 10 f.h. verð- ur haldinn opinn fundur að Hverfisgötu 105. Á fundinum verður rætt um hvert stefnir í málefn- um unglinga í Reykjavík í dag og hvaöa leiðir Sniólaua séu til úrbóta. Myndi t.d. unglingahús í miðbæn- ‘ y um vera til bóta? Snjólaug Stefánsdóttir uppeld- isfræðingur mætir á fundinn og opnar umræðuna. Félagar! Fjölmennið á fundinn og takiö þátt I umræðum. Alþýðubandaiagið I Reykjavík Æskulýðsfylkingin I Reykjavfk Alþýðubandalagiö f Reykjavík Æskulýðsfylkingfn f Reykjavfk Fjármálaráðuneytið Miðvikudagur 14. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.