Þjóðviljinn - 14.11.1990, Side 3
FRETTIR
Vesturlandskonur
Nær 5 prósent
atvinnuleysi
4,8 prósent atvinnuleysi kvenna á Vesturlandi í
október. 115 konur á á Akranesi á atvinnuleysis-
skrá. Mikið atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum,
Austurlandi og á Norðurlandi
Nær fimm prósent kvenna á
Vesturiandi voru á atvinnu-
leysisskrá í síðasta mánuði, en
atvinnuleysi kvenna er einnig
mjög mikið á Suðurnesjum,
Austurlandi og á Norðurlandi.
Atvinnuleysi á landinu öllu var
14 af hundraði meira í október
en í september.
Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu frá vinnumálaskrifstofu
félagsmálaráðuneytisins.
Þar kemur fram að atvinnu-
leysi á landinu öllu nam 1,1 af
hundraði í október, en það var
mun meira meðal kvenna en
karla. 1,1 prósent atvinnuleysi
jafngildir því, að um 1500 manns
hafi verið á atvinnuleysisskrá all-
an mánuðinn.
Minnst er atvinnuleysið á
Vestfjörðum, eða 0,2 af hundraði,
en mest á Vesturlandi og Norður-
landi eystra, 2,3 prósent.
Sem fyrr segir er atvinnuleysi
mun meira meðal kvenna en
karla. Atvinnuleysi kvenna nam
1,6 af hundraði, en 0,8 prósent
karla voru á atvinnu í október.
Atvinnuleysi er hlutfallslega
langmest á Akranesi og þar jókst
atvinnuleysi um nær þriðjung frá í
september. Þar eru 115 konur á
atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið
stóð nokkum veginn í stað á höf-
uðborgarsvæðinu, en jókst nokk-
uð á Akureyri. Þar voru 174 á
skrá í október, en 152 í septem-
ber. Umtalsvert atvinnuleysi er
enn á Seyðisfirði. -gg
AB Suðurlandi
Margrét efst
Margrét Frímannsdóttir al-
þingismaður varð efst í
fyrri hluta forvals Alþýðu-
bandaiagsjns á Suðurlandi, en
Ragnar Óskarsson bæjarfull-
trúi Vestmannaeyjum fylgdi
fast á eftir. Hlutu þau bæði yfir
80% tilnefninga.
Töluverður munur var á þeim
tveim og hópi manna sem komu
næstir, en þar á meðal var Unnar
Þór Böðvarsson, kennari í Bisk-
upstungum, sem skipaði þriðja
sæti listans í siðustu alþingiskosn-
ingum.
Að sögn Hilmars Gunnars-
sonar formanns kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins á Suðurlandi
verður seinni umferð forvalsins
dagana 23. og 24. nóvember.
Stefht er að þvi að kjömefnd komi
saman 25. nóvember og raði end-
anlega á listann.
-Sáf
Húsbréf
Hærri vextir
Akveðið var í gær að gefa út
nýjan flokk húsbréfa uppá
þrjá miljarða króna og hækka
vexti bréfanna úr 5,75 prósent-
um í 6,0 prósent.
Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra sagði ástæðuna
fyrir hækkuninni vera að færa
vextina til samræmis við vexti
annarra skuldabréfa og eins til að
minnka affollin og tryggja að ekki
komi til hækkunar á fasteigna-
verði. Hún benti á að Seðlabank-
inn hefði mælt með 6,5 prósenta
vöxtum en að stjóm Húsnæðis-
stofnunar hefði ákveðið sex pró-
sentin.
Hún sagði að við vaxtahækk-
unina fæm afíoll bréfanna niður
fyrir 10 prósent en affollin em nú
um 11,7 prósent. Einnig er líklegt
að þetta liðki fyrir sölu bréfanna,
en nú á t.d. Landsbankinn mikið
af óseldum húsbréfum. Jóhanna
taldi að lífeyrissjóðimir ættu að
kaupa mun meira en þeir gera því
þeir fengju ekki hagstæðari
ávöxtunarkost neinsstaðar ann-
arsstaðar.
-gpm
r
Isaíjörður
Harkaleg lending
egar flugvélin var yfir flug-
brautinni skall hún harka-
Iega niður og við það rifnaði af
Revkiavík
Óbreytt
útsvar
Borgarráð ákvað í gær að
Reykvíkingar skuli greiða 6,7 af
hundraði tekna sinn í útsvar á
næsta ári, en það er sama hlutfall
og i ár. Ibúar annarra sveitarfélaga
greiða allt að 7,5 prósentum í út-
svar. Sveitarfélögum ber að
ákveða útsvarshlutfall næsta árs
fyrir 1. desember.
stéldrag hennar sem er úr
gúmmíi. Maður kipptist auðvit-
að til í sætinu en allir farþegar
héldu þó ró sinni,“ sagði Páll
Sigurðsson lögregluþjónn sem
var farþegi í áætlunarflugi
Flugleiða til ísafjarðar í gær.
Páll sagði að vélin hefði ofris-
ið í lendingu og trúlega hefði það
verið vegna misvinda í Skutuls-
firði þegar vélin kom inn til lend-
ingar, en hvasst var að austan þeg-
ar óhappið gerðist. Páll sagði að
aðflugið inn fjörðinn hefði verið
mjög erfitt því vélin hefði titraði
öll og skolfið.
Fokker-flugvélin var þéttsetin
farþegum sem vom að koma frá
Reykjavík og hélt hún stuttu
seinna for sinni áfram suður, eins
og ekkert hefði í skorist.
grh
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Óhætt mun vera að fullyrða að engin lognmolla sé (kringum þessa herramenn um þessar mundir. Óskar Via-
fússon t.v. setur sautjánda þing Sjómannasambandsins I dag og þeir Guðjón A. Kristjánsson, formaður FFSi,
og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, virðast eiga annasama daga framundan við að ná ásættanlegri lausn
I kjaradeilu yfirmanna á fiskiskipum við útvegsmenn. Mynd: Jim Smart
Jafnt skal yf ir alla ganga
Eg skil afskaplega vel af-
stöðu Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands þar
sem samningar hafa verið gerð-
ir við félaga þeirra fyrir vestan
sem ekki eiga að ná til annarra
aðildarfélaga FFSÍ. Það finnst
mér alveg forkastanlegt. Það á
jafnt yfir alla að ganga og að
þessu leyti setjum við okkur al-
gjörlega upp að hlið yfirmanna
á fiskiskipum,“ sagði Óskar
Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands Islands.
í dag hefst sautjánda Sjó-
mannasambandsþing en þau eru
haldin á tveggja ára fresti. Rétt til
setu á þinginu hafa um fimmtíu
þingfulltrúar af öllu landinu að
undanskildum sjómannafélögum
á sunnanverðum Vestfjörðum
sem ekki eru aðilar að Sjómanna-
sambandinu heldur láta sér nægja
að vera aðilar að Alþýðusam-
bandi Vestfjarða. Þingið stendur í
þijá daga og lýkur á fostudag.
Aðalmál þingsins verða eins
og svo oft áður kjaramál og ör-
yggismál sjómanna sem að þessu
sinni verða rædd í skugga yfirvof-
andi verkfalls hjá yfirmönnum á
fiskiskipum. Yfirmennimir hafa
boðað verkfall á hádegi þriðju-
daginn 20. nóvember næstkom-
andi eða eftir tæpa viku, hafi ekki
náðst samkomulag við útvegs-
menn fyrir þann tíma. Þá verða
öryggismálin einnig fyrirferða-
mikill þáttur á þinginu nú sem
endranær enda sá málaflokkur
sem ekki er hægt að afgreiða í eitt
skipti fyrir öll.
Samiö á Vestf jörðum
Öll aðildarfélög Sjómanna-
sambands íslands að Sjómannafé-
lagi ísfirðinga imdanskildu hafa
haft lausa samninga ffá áramótum
og eitt af aðalverkefnum þingsins
verður að móta stefnu þess i
kjaramálum. Þar sem Skipstjóra-
og stýrimannafélagið Bylgjan á
Vestíjörðum hefur samið við Út-
vegsmannafélag Vestfjarða og sá
samningur verið samþykktur með
þorra greiddra atkvæða hjá fé-
lagsmönnum Bylgjunnar er ljóst
að ekki mun koma til verkfalls
þar vestra. Það vofir hins vegar
yfir meðal annarra aðildarfélaga
yfirmanna á fiskiskipum og komi
það til ffamkvæmda eflir tæpa
viku, verður sjálfhætt hjá undir-
mönnum sem vafalaust verður
sagt upp með hefðbundnum hætti.
Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafélag Reykja-
víkur, segir að boðað verkfall yf-
irmanna á fiskiskipum, á hádegi á
þriðjudag í næstu viku, sé tíma-
skekkja. Mörg skip séu langt
komin með að fiska upp í kvóta
sína og ennfremur sé stutt til ára-
móta. Að mati Guðmundar hefði
verið miklu nær af hálfu forystu-
mana FFSÍ að boða til verkfalls
þann 20. janúar á nýbyijuðu fisk-
veiðiári, sem er miklu betri tími
til verkfallsátaka en í endaðan
nóvember.
Guðmundur Hallvarðsson
segir að deila yfirmanna á fiski-
skipum hljóti að leiða til þess að
félög undirmanna geri efnislega
sömu kröfur á hendur útvegs-
mönnum og þeir. Hann segir að
afstaða sjómanna til kjaramála sé
raunar tvíþætt: Annarsvegar þeir
sem telja að þjóðarsátt aðila
vinnumarkaðarins hafi markað
brautina og svo hinir sem telja að
sjómenn séu lægra settir en aðrir í
réttindamálum og á þau mið eigi
í BRENNIDEPLI
Óskar Vigfússon for-
maður Sjómannasam-
bandsins segir að
undirmenn áfiski-
skipum styðji yfir-
menn heilshugar í
kröfu þeirra á hendur
útvegsmönnum að
jafnt skuli yfir alla
ganga
að sigla í komandi samningavið-
ræðum við útvegsmenn.
Um þrjá kosti að velja
Eins og kunnugt er féllst for-
mannaráðstefha Farmanna- og
fiskimannasambandsins ekki á að
mæla með við sína félagsmenn
því tilboði sem samninganefnd
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna gerði þeim á sátta-
fúndi síðastliðinn laugardag.
Eins og þeim málum háttar í
dag, þriðjudag, er fátt eitt sem
bendir til þess að deiluaðilar nái
saman fyrir boðaðan verkfalls-
dag, sem er eftir tæpa viku. Verði
verkfall stöðvast allur flotinn
nema sá vestfirski og auglýstar
vinnslustöðvanir hjá fiskvinnsl-
unni koma þá til framkvæmda
tæpum hálfúm mánUði seinna eða
þann 3. desember næstkomandi.
Að mati Guðjóns A. Krist-
jánssonar, formanns Farmanna-
og fiskimannasambands Islands,
er aðeins um þijá kosti að ræða í
stöðunni: í fyrsta lagi að LÍÚ
bjóði þeim Vestfjarðasamkomu-
lagið eins og það liggur fyrir. I
öðru lagi að lagfæra olíuverðs-
tengingu skiptahlutar enn frekar
en gert hefúr verið og í þriðja lagi
að fara í verkfall. Guðjón A. segir
að ef til þess komi muni málið
vafalaust taka allt aðra stefnu en
verið hefúr og þá sé hætt við því
að ffam komi sú krafa að sjómenn
losi sig alfarið við olíuverðsteng-
ingu skiptahlutar, eins og sumir
talsmenn yfirmanna hafa áður ýj-
að að.
Mistök fyrir vestan
Kristján Ragnarsson, formað-
ur Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, segir að sú afstaða
formannaráðstefnu FFSÍ að hafna
tilboði útvegsmanna, hafi orðið
sér mikil vonbrigði. Hann segir
að útvegsmenn séu alveg bit á því
ef til verkfalls komi út af tíma-
kaupinu sem sé undantekningar-
greiðsla í launakerfi yfirmanna.
Kristján sagði jafnffamt að
ákveðin mistök hefðu átt sér stað í
samningum við Bylgjuna með
tímakaupið en skipstjómarmenn
vestra fá nú í tímakaup sem nem-
ur 0,6% af kauptryggingu. Höfðu
áður 395 krónur á tímann á sama
tíma og aðrir skipstjómarmenn
innan FFSÍ fá 318 krónur. Krist-
ján segir að enginn ágreiningur sé
við vélstjóra um tímakaupið en
hinsvegar vilji skipstjórar og
stýrimenn fá það sama og þeir
sem vélstjórar vilja ekki.
Ingimar Halldórsson, formað-
ur Útvegsmannafélags Vest-
íjarða, sem leiddi samningavið-
ræðumar við Bylgjuna sagði það
vera álit þeirra íyrir sunnan að
gerð hafi verið mistök í tímakaup-
inu, en vildi að öðm leyti ekki tjá
sig um það.
Erfitt úrlausnar
Seinnipartinn i gær hafði rík-
issáttasemjari ekki boðað deilu-
aðila til fundar og er ekki búist
við að næsti sáttafúndur verði fyrr
en á morgun, fimmtudag. Guð-
laugur Þorvaldsson sagði í gær að
staðan í deilunni væri afar erfið
og ómögulegt að spá nokkm um
lausn hennar.
Kristján Ragnarsson, formað-
ur LIÚ, sagði að deiluaðilar stæðu
nánast í sömu sporum og þeir
gerðu áður en þeir komu til fúnd-
ar hjá sáttasemjara síðastliðinn
laugardag, en þá var hún í hnút.
Guðjón A. Kristjánsson segir
að það sé algjör grandvallar- og
sanngimiskrafa af þeirra hálfú að
fá sambærilega lausn sinna mála
og útvegsmenn sömdu um við fé-
laga þeirra fyrir vestan.
Deila yfirmanna við útvegs-
menn var rædd á ríkisstjómar-
fúndi í morgun þar sem forsætis-
ráðherra upplýsti ríkisstjómina
um gang mála. Sjálfúr hafði hann
verið i símasambandi við for-
mann FFSÍ á mánudag þar sem
Guðjón var staddur á foimanna-
ráðstefnunni vestur á Isafirði.
Þetta mun vera í annað skiptið
sem forsætisráðherra hefúr beint
samband við deiluaðila til að for-
vitnast um gang mála, því í síð-
ustu viku gekk samninganefnd
FFSI á fúnd Steingríms að hans
ffumkvæði þar sem þáverandi
staða málsins var rædd.
-grh