Þjóðviljinn - 21.11.1990, Síða 3

Þjóðviljinn - 21.11.1990, Síða 3
FRETTIR Lánsfiárlög Erlendar skuldir lækka Ort vaxandi sparnaður inn- anlands á undanfornum ár- um hefur lagt grunninn að inn- lendri fjármögnun ríkisjóðs án þess að hafi verið þrengt að öðr- um aðilum á lánamarkaði, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir lánsfjárlögum í efri deild Alþingis í gær. Hann benti á að hrein láns- fjáröflun ríkissjóðs myndi lækka á árinu 1991 þrátt fyrir útgáfu húsbréfa sem ríkissjóður bæri ábyrgð á og að erlendar skuldir ríkissjóðs myndu lækka á árinu 1991 annað árið í röð. Samkvæmt lánsfjárlögunum eru heildarlántökur opinberra að- ila og sjóða áætlaðar 39,2 mil- jarðar kr. Þar af er áætlað að afla 32,6 miljarða kr. innanlands og 6,6 miljarða erlendis. „Heildar- lánsfjárþörf A-hluta fjárlaga er áætluð 11,9 miljarðar la. fyrir ár- ið 1991 og lækkar um hálfan mil- jarð ffá yflrstandandi ári,“ sagði Olafur. Hann benti á að söluátaki ríkissjóðs á skuldabréfum hafi verið hætt og vextir þeirra lækkað úr 6,85-7,05 prósentum í 6-6,2 prósent. Hann benti einnig á vin- sældir áskriftakerfisins þar sem greiða má ríkisskuldabréf með greiðslukortum og að áætlað hefði verið að selja bréf fyrir 6,6 miljarða kr. í ár og að því marki væri þegar náð. Olafur sagði að 8000 manns notfærðu sér áskriftarkerfi að rík- isskuldabréfum og að það og hinn mikli spamaður innanlands væri hlutlaus dómur peningamarkað- arins um ágæti efnahagstefnunnar síðustu tvö ár. Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjfl., sagði að samfara því að skuldir rikisins minnkuðu hækk- uðu skuldir heimilanna og skuldir atvinnuveganna fæm minnkandi. Hann sagði að hugmyndaauðgi Ólafs fælist í aukinni skattheimtu og að ríkisstjómin stefndi að því að gera heimilin í landinu sem og atvinnuvegina gjaldþrota með skattheimtu og ofstjómum. „Ég mundi gera allt þveröfugt við þig,“ sagði Eyjólfur við Ólaf. Ólafur svaraði þessu með því að skuldir heimilanna hefðu hækkað vegna þess að staðið væri í fjárfestingum, en atvinnuvegim- ir tækju minna að láni vegna þess að þeir era að styrkja eiginfjár- stöðu sína. Þetta er dæmi um bata í efnahagslifinu, telur Ólafur. Hann gagnrýndi síðan Eyjólf fyr- ir að vilja minnka skatta án þess að benda á hvar ætti að skera nið- ur og eggjaði hann til að benda á hvar ætti að skera. Eyjólfur vildi hvergi skera, heldur auka tekjur ríkissjóðs með því að minnka skatta og auka þannig umsvif fyr- irtækja sem myndi skila sér í auknum skattekjum þó prósentan væri minni. Ólafur sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði gert öfugt við sig þegar flokkurinn var í stjóm og það hefði þýtt 30 pró- sent verðbólgu, a.m.k. 10 prósent raunvexti, hækkun skatta og auk- in útgjöld og einnig hafi gífurleg- ur halli á fjárlögum verið íjár- magnaður með erlendum lántök- um þegar Sjálfstæðisflokkurinn stjómaði. -gpm Húsnæðismál Má loka hvoru kerf inu sem er Húsnæðismálin eru í upp- námi og ríkisstjórnin þarf að ræða þessi mál og mun gera það,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra við Þjóð- viljann í gær, en Jóhann Rúnar Björgvinsson þjóðhagfræðing- ur hefur fylgst með störfum starfshóps þriggja ráðuneyta um húsnæðismálin og lagt mat á niðurstöðurnar fyrir mennta- málaráðuneytið. Svavar taldi Alþvðuflokkurinn Ámi á Suðurland Árni Gunnarsson alþingis- maður hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Alþýðu- flokksins á Suðurlandi. Hann sagði að ástæður þess að hann flytti sig úr Norðurlandskjör- dæmi eystra væru einungis per- sónulegar. Ámi sagðist eiga miklar og sterkar rætur á Suðurlandi og að hann færi ekki útí þetta með annað í huga en að ná sæti, en Alþýðu- flokkurinn fékk ekki mann kjörinn á Suðurlandi í síðustu kosningum. Kjördæmisráð hefur ekki tekið ákvörðun um uppröðun á lista eða hvort haldið verður prófkjör. Ami sagðist vera tilbúinn í hvað sem væri en að hann léti kjördæmisráð- ið algerlega um að taka ákvörðum um prófkjör eða uppröðun. -gpm nauðsynlegt að ræða þessi mál sérstaklega í ljósi þess að Fram- sóknarflokkurinn virtist ekki sammála formanninum og for- sætisráðherra i þvi hvort loka ætti kerfinu frá 86, en Stein- grímur Hermannsson hefur Iýst sig fylgjandi lokun. Jóhann telur mun sterkari rök fyrir lokun 86-kerfisins þurfa að koma frá starfshópnum sem kynnti niðurstöður sínar fyrr í mánuðinum. Hann segist vera sammála hópnum um að óheppi- legt sé að halda úti tveimur kerf- um. En hann bendir á að allt eins má loka húsbréfakerfinu og halda 86- kerfinu með því að hækka vextina uppí það sama og í hús- bréfakerfinu og halda núverandi vaxtabótakerfi. Jóhann gagnrýnir að ekki skuli tekið mið hjá starfshópnum af affollum húsbréfa og gagnrýnir þá niðurstöðu að húsbréfakerfið þurfi ekki meira en 9,4 miljarða kr. frá fjármagnsmarkaði miðað við 14 miljarða sem koma að jafn- aði ffá lífeyrissjóðunum nú. Og hann telur ósanngjamt að bera kerfin tvö saman með lágum vöxtum 86- kerfisins óbreyttum. Hann segir í greinargerð sinni að nauðsynlegt sé að kanna mun bet- ur útfærslu húsbréfakerfisins hér á landi og hugsanleg áhrif þess á bæði efhahagslíf og hagstjóm. -gpm Aldraðir í húsnæðishraki Tæplega 700 manns af þeim sem sótt hafa um húsnæði ætl- að öldruðum á vegum Reykjavíkurborgar teljast hafa brýnan forgang. Af þeim bíða rúmlega 200 manns eftir hjúkrunarrými. 60 af hundraði þeirra sem teljast hafa brýn- an forgang og vantar íbúðir með einhvers konar þjónustu búa ekki í eigin húsnæði og hafa vart tök á þvi að festa kaup á þjón- ustuíbúðum, segir í bókun borgarfulltrúa Nýs vettvangs á fundi borgarstjórnar frá 15. þessa mánaðar. Þessar upplýsingar komu ffam í svari Öldr- unarþjónustudeildar við fyrirspum Kristínar Á. Olafsdóttur í borgar- stjóm ffá 25. september sl. - Þessar tölur sýna svart á hvítu hversu al- varlegt ástandið er í húsnæðismálum aldr- aðra í Reykjavík, segir Kristín. - Það vantar geysi- lega mikið upp á að borgin geti boðið þau úrræði sem brýn þörf er fyrir. Sárast er að geta ekki boðið veiku fólki nokkrar úrbætur. Hjúkmnarheimili það sem borgin er að byggja í samvinnu við fleiri aðila í Grafarvogi verð- ur ekki tilbúið fyrr en 1994, ef áætlanir stand- Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld", sagði f auglýsingu Happdrættis DAS um árið. Mikið virðist vanta_upp á að Reykjavlkurborg búi eldri borgurum sínum upp á öryggi og áhyggjuleysi f húsnæðismálum f ellinni. Mynd: Kristinn. ast. Að auki fær borgin þar ekki nema 80, í mesta lagi 90, rými. Það er því ljóst að mikið vantar upp á að allt eldra fólk hafi tryggt húsnæði. Söluíbúðir engin lausn Gunnar Klængur Gunnarsson hjá Öldrunarþjónustudeild Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur kvaðst sammála því, að það vant- aði sérstaklega íbúðir fyrir þá sem ættu verðlitlar eða engar íbúðir fyrir. Hann sagði hins vegar að fjölgun umsókna um hjúkrunar- rými ætti sér þá skýringu að að- eins væm nokkur ár síðan borgin fór að bjóða slík rými. - Ég tel að ástandið sé ekki eins slæmt og margir vilja vera láta, ef möguleiki er á þvi að fjölga valkostum í húsnæði aldr- aðra þá myndi það laga ástandið ansi mikið, t.d. ef þeim sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að kaupa yrði boðið upp á kaup- leiguíbúðir. I því húsnæði sem nú er verið að byggja við Lindargötu verður boðið upp á leigu- og hlut- deildaríbúðir. Verst er ástandið hjá því fólki sem bíður eftir hjúkrunanými, og þar er engin lausn i sjónmáli fyrr en eftir nokkur ár. Það fólk býr nú heima hjá sér og fær heimilis- hjálp, -hjúkrun, matarpakka, og er með öryggishnapp. Áðrir liggja inni á almennum sjúkrahúsum og taka upp pláss þar, en ekki er hægt að útskrifa það. Sumir hafa verið sendir út á land, enn aðrir em á hinum ýmsu stofnunum okkar, en fá þar ekki næga þjón- ustu. Eitt af því sem Kristín fór ffam á í fyrirspum sinni var að fá I BRENNIDEPLI Um 700 einstaklingar á biðlista Öldrunarþjónustu Félagsmálastofnunar Reykjavíkur geta ekki lengur búið við nú- verandi aðstæður. upplýsingar um það eftir hveiju mat Öldrunarþjónustunnar færi þegar umsóknir væm flokkaðar. Stofnunin flokkar umsóknir í: al- mennar umsóknir, forgangsum- sóknir og umsóknir sem hafa brýnan forgang. Skilgreiningar taka með- al annars mið af núverandi hús- næðisaðstæðum umsækjanda, fé- lagslegum aðstæðum, þjónustu sem viðkomandi nýtur á heimili sínu, heilsufari og áætlaðri þjón- ustuþörf. Þeir sem skilgreindir em hafa brýna þörf, og teljast nú vera um 700 manns, geta ekki lengur búið við núverandi aðstæður þrátt fyrir innfangsmikla þjónustu ell- egar em í húsnæðishraki. - U.þ.b. 140 manns af þeim sem em í brýnustu forgangsröð eftir íbúð með mismunandi þjón- ustu búa ekki í eigin húsnæði eða búa hjá ættingjum, segir Kristín Á. Ólafsdóttir. - Það þýðir ekki að bjóða þessu fólki söluíbúðir, borgin verður að eiga meira af leiguíbúð- um fyrir aldraða. Eina úrræði borgarinnar í framboði á leigu- húsnæði frá því að Seljahlíð var vígð skömmu fyrir kosningar 1986 hefur verið að festa kaup á stökum íbúðum í nágrenni þjón- ustumiðstöðva og eymamerkja þær öldmðum. Einnig má geta þess að ef það markmið á að nást að aldraðir geti búið eins lengi og unnt er heima hjá sér í stað þess að fara á stofh- anir, þá verður að auka heima- þjónustu og ýmis stuðningsúr- ræði. Heimilishjálp verður t.d. einnig að vera fyrir hendi á kvöld- in og um helgar. Þörf er byltingarkenndra breytinga á heimilsþjónustu fyrir aldraða. I september í fyiTa bað ég um úttekt á biðlistum Öldmnarþjón- ustudeildar. Á rúmu ári telst mér til að þeim hafi fjölgað um 100 í þeim hópi umsókna sem flokkast undir brýnan forgang. Þess ber og að gæta að einstaklingar á biðlista era fleiri, þar sem hluti innsókna er ffá hjónum. Borgarfulltrúar Nýs vettvangs létu einnig bóka að athyglisvert væri að upphæð sú sem varið er í byggingu ráðhúss í ár er 13 miljón krónum hærri en samtals er varið til framkvæmda við dagvistunar- heimili bama, stofnanir aldraðra, heilbriðgismál, æskulýðsmál og menningarstofhanir. í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið er í hús- næðismálum aldraðra hlýtur það að teljast einkennileg forgangs- röð. BE ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.