Þjóðviljinn - 27.11.1990, Side 3
FRETTIR
AB Vesturland
Skúli lengi
ætlað að hætta
Skúli Alexandersson: Hugsaði í kosningabar-
áttunni1987 að hætta við jyrsta tœkifæri. Jó-
hann Ársælsson: Þetta leggst ágætlega í mig
Skúli Alexandersson þing-
maður Aiþýðubandalagsins
á Vesturlandi gaf þá yfirlýsingu
um helgina að hann gæfl ekki
kost á sér í áframhaldandi þing-
mennsku. „Það gerði ákvörðun
mína auðveldari að ég hafði
grun um að Jóhann Ársælsson
myndi ekki segja nei við fyrsta
sætinu,“ sagði Skúli.
Uppstillinganefrid og stjóm
kjördæmisráðs tók þá ákvörðun
eftir yfirlýsingu Skúla að bjóða
Jóhanni fyrsta sætið sem hann
þáði.
Skúli sagðist hafa haft það
nokkuð lengi í huga að sitja ekki
lengur á þingi en þetta kjörtíma-
bil. „Fyrsta hugmynd mín um að
hætta var þegar ég kom suður í
kosningabaráttunni 1987 og fann
fyrir því að hópur manna sem
vom meðmæltir framboði okkar á
Reykjuanesi vom á fullu við að
gera sem minnst úr framboði
flokksins í Reykjavík. Og þá
hugsaði ég það að hætta við fyrsta
tækifæri,“ sagði Skúli en hann tel-
ur líka tími til kominn að skapa
sér svolítið fri. En hann hefúr set-
ið á þingi í 12 ár auk þess að hafa
áður verið varaþingmaður Jónas-
ar Amasonar.
„Þetta leggst ágætlega í mig,“
sagði Jóhann Ársælsson skipa-
smiður á Akranesi. Jóhann hefur
starfað að félagsmálum lengi, set-
ið í bæjarstjóm Akraness í 12 ár
og verið varaþingmaður kjörtíma-
bilið 1983 til 1987.
„Þetta hefúr komið notalega
að manni. Það hafði verið nefnt
við mig að ég gæfi kost á mér í
fyrsta sætið, en ég hafði ekkert
leitt hugann að því alvarlega. Það
var ekki fyrr en Skúli Alexanders-
son ræddi við mig fyrir nokkm og
tjáði mér að hann myndi ekki gefa
kost á sér í fyrsta sætið en sfyðja
mig í sætið að ég fór að hugleiða
þetta í alvöru. Það hversu hávaða-
laust þetta hefúr gengið fyrir sig
ætti að tryggja góðan baráttuanda
hjá Alþýðubandalaginu á Vestur-
landi í komandi kosningum,“
sagði Jóhann.
Stefnt er að fundi kjördæmis-
ráðs Alþýðubandalagsins á Vest-
urlandi eftir hálfan mánuð þar
sem tillaga uppstillinganefndar
verður kynnt.
-Sáf/gpm
Kiarnavopnatilraunir
Stórveldin
fallist á bann
2000 þingmenn skora á leiðtoga
Sovétríkjanna, Bretlands og
Bandaríkjanna að fallast á al-
gjört bann við tilraunum með
kjarnavopn. Rúmur helmingur
íslenskra þingmanna sama
sinnis. Sendinefnd undir for-
sæti Ólafs Ragnars afhenti Gor-
batsjov áskorunina í Moskvu í
gær
Sendinefúd alþjóðaþing-
mannasamtakanna Parliamentari-
ans Global Action, undir forsæti
Ólafs Ragnars Grímssonar fjár-
málaráðherra, afhenti í Moskvu i
gær Mikhaíl Gorbatsjov, forseta
Sovétríkjanna, áskomn nimlega
2000 þingmanna viðs vegar úr
heiminum um bann við tilraunum
með kjanavopn.
Sendinefndin er í London í
dag þar sem hún afhendir stað-
gengli forsætisráðherra Breta,
Margrétar Thatcher, samskonar
áskomn. Á morgun afhendir
sendinefndin George Bush
Bandarikjaforseta sömu skilaboð
í Whasington.
Kjarasamninpar
Sjómenn undirrituðu
Sjómenn og útvegsmenn
undirrituðu nýjan kjarasamning
á laugardag og var sá samningur
í flestum atriðum einsog kjara-
samningur farmanna og LÍU.
Olíuverðstengingin er sú sama
og tímakaupshækkanir hlutfalls-
lega þær sömu en auk þess em í
samningnum atriði sem ekki em sí
samningi farmanna, tafabætur í
siglingum og að sjómenn fá greitt
ákveðið fyrir hvert tonn sem er
landað i gama til sölu erlendis.
-Sáf
Undirskriftasöfúunin fór frarn
í tengslum við ráðstefnu 118 rikja
um algjört bann við tilraunum
með kjamavopn, sem ffam fer í
janúar nk. Yfir 2000 þingmenn í
nær 50 löndum, þar á meðal rúm-
ur helmingur íslenskra alþingis-
manna, skrifúðu undir áskorunina
þar sem skorað er á þjóðarleiðtog-
ana að gangast inná algjört bann
við tilraunum með kjamavopn og
að þeir sjái til þess að slíkar til-
raunir fari ekki fram í rikjum
þeirra þangað til niðurstöður hafi
fengist á ráðstefnunni.
Bann við tilraunum með
kjamavopn hafa lengi verið á
stefnuskrá þingmannasamtakanna
PGA. Eftir 10 ára hlé á viðræðum
kjamorkuveldanna um slíkt bann
virðist loksins vera að rofa til og
líkur em á að tillaga þessa efnis
verði staðfest á ráðstefnunni í
janúar.
í afvopnunarsamningi stór-
veldanna frá 1963 var kveðið á
um bann við tilraunum með
kjamavopn á höfunum og í and-
rúmsloftinu, en heimilaðar neðan-
jarðar. Aðildarriki að þessum
samningum em nú 118 að tölu.
Samkvæmt endurskoðunar-
ákvæðum í samningnum verður
að kalla til ráðstefhu aðildarríkj-
anna berist breytingartillaga frá
þriðjungi þeirra ríkja sem skrifað
hafa undir samninginn.
Fyrir fmmkvæði þingmanna-
samtakanna settu árið 1987 sex
ríki slíka tillögu fram og síðan
hefúr yfir þriðjungur aðildarríkja
samningsins lýst yfir stuðningi
við algjört bann við tilraunum
með kjamavopn.
-rk
Fundur sem haldinn var um álsamninginn fer fram á að málið verði kannað nánar af óvilhöllum aðilum og að
þjóðinni verði gefinn kostur á að tjá sig um það í atkvæðagreiðslu.
Spá verulegu
tapi af álveri
* Byggf er á of bjartsýnum
spám um álverð.
* Reiknað er með of mikilli
afkastagetu áivers.
* Framleiðslukostnaður
Landsvirkjunar er yfirleitt van-
metinn.
* Raunvextir verða hærri en
reiknað er með í áætlunum
Landsvirkjunar.
* Skattar af áiveri verða
ekki eins miklir og stjórnvöid
hafa lýst yfir.
* Erlendar skuldir þjóðar-
innar munu aukast úr 40 í 53
prósent af landsframleiðslu.
Þetta er meðal þess sem kom
fram í máli Ragnars Ámasonar
prófessors á fundi um fyrirhugað-
an álsamning. Ragnar komst að
þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun
og þjóðarbúið í heild muni hafa
vemlegt tap af fyrirhuguðum
samningi um raforkusölu til ál-
vers á Keilisnesi miðað við nú-
verandi forsendur.
Til fundarins á Hótel Borg var
boðað af einstaklingum sem
leggjast gegn byggingu álvers á
íslandi. I ályktun fúndarins er
skorað á stjómvöld að láta óvil-
halla aðila kanna hagkvæmni
samningsins fyrir íslendinga,
kynna niðurstöðumar og leyfa al-
menningi svo að tjá sig um málið
í þjóðaratkvæðagreiðslu. I þessu
felst mikið vantraust á meðferð
stjómvalda á málinu, enda kom
það skýrt fram á fúndinum að
fundarmenn treysta ráðamönnum
ekki til þess að gæta hagsmuna Is-
lendinga gagnvart hinum erlendu
álfyrirtækjum.
Bjartsýnar spár
Fundarboðendur telja mengun
frá álveri meiri en réttlætanlegt er
og halda því ffam að Islendingar
muni tapa á viðskiptunum við fyr-
irtækin þijú sem standa að Atlant-
al.
Ragnar Amason sagði á fund-
inum að i fyrirhuguðum álsamn-
ingi væri gert ráð fyrir að álverð
yrði yfir 1800 dollurum á tonnið.
Hann telur þetta of bjartsýna spá
og benti á að meðaltalsverð síð-
ustu þrjátíu ára hefur verið 1760
dollarar á tonnið, en meðalverð
síðustu tíu ára hefur verið 1590
dollarar.
Hann telur að í forsendum
samningsins sé gert ráð fyrir allt
of mikilli afkastagetu álvers, eða
98 af hundraði.
Landsvirkjun hefur gefið sér
að raunvextir af lánum vegna
virkjanaframkvæmda verði 5,5 af
hundraði, en að sögn Ragnars
hafa raunvextir verið hærri á und-
anfomum ámm. Til að mynda
segir hann að Landsvirkjun greiði
sjö prósent vexti af lánum sínum,
en hann telur raunhæft að gera ráð
í BRENNIDEPLI
Þegar allt kemur
til alls
r
telur Ragnar Arnason
að álver á Keilisnesi
muni aðeins greiða
rúmlega 14-15 mills
á hverja kílóvattstund
rafmagns,
en að kostnaður
Landsvirkjunar á
hverja einingu
muni verða
19-20 mills
fyrir því að raunvextir verði sex
af hundraði.
Skattar ofmetnir
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra hefúr lýst yfir því
að Atlantal muni greiða 20 mil-
jarða króna í skatta til ríkisins á
næstu 20 árum, en Ragnar hefúr
komist að annarri niðurstöðu.
Hann bendir á að álverið mun
ekki greiða skatta fyrstu níu árin
og telur að núvirði skattgreiðslna
á samningstímanum nemi aðeins
um sjö miljörðum króna. Reyndar
efast hann um að skattgreiðslur
verði svo háar og nefnir í því sam-
bandi að spár um skattgreiðslur
ÍSAL hafi ekki staðist.
- 50 miljarða fjárfesting í
hefðbundnum atvinnuvegum
myndi skila hærri heildarsköttum,
sagði hann á fúndinum.
Hins vegar bendir hann á að
fjárfesting á bak við hvert starf í
álveri og störf því tengd verði á
bilinu 60-80 miíjónir króna.
- Það er ekki verið að fjár-
festa í þessu til þess að skapa at-
vinnu, sagði Ragnar.
Þegar allt kemur til alls telur
hann að álver á Keilisnesi muni
aðeins greiða rúmlega 14-15
mills á hveija kílóvattstund raf-
magns, en að kostnaður Lands-
virkjunar á hveija einingu verði
19-20 mills. Miðað við útreikn-
inga Landsvirkjunar og stjóm-
valda hefur verið gert ráð fyrir að
álverið muni greiða 18,3 mills á
hveija kílóvattstund.
Stenst ekki samanburö
Kristín Halldórsdóttir, for-
maður Ferðamálaráðs, sagði á
fúndinum á Hótel Borg að ókostir
við álver yfirgnæfðu kostina al-
gerlega.
Hún álítur að íjárfesting á bak
við hvert starf sé of mikil og störf-
in of fá. Á hinn bóginn spáir hún
því að bygging álvers og virkj-
anaframkvæmdir muni valda
skyndilegri þenslu á vinnumark-
aðnum.
Meðal ókosta álvers nefúdi
Kristín einnig landshlutanag,
aukningu erlendra skulda og
mengun.
- Jafnvel lítil mengun er of
mikil mengun. En þetta virðist
vera eina bjargráð stjómmála-
manna, sagði Kristín.
Sterkustu rökin gegn álveri
telur hún þó vera þau, að hægt
verði að ná mun betri árangri í at-
vinnumálum með öðrum hætti en
byggingu álvers.
Ferðaþjónusta hefur að henn-
ar mati mikla vaxtarmöguleika og
alla þá kosti sem álver hefúr ekki:
* Tekjur af ferðaþjónustu em
þegar orðnar vemlegt hlutfall af
gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
* Átvinnugreinin er mannafl-
afrek og kostnaður við hvert starf
er ffemur lítill.
* Störf í ferðaþjónustu dreif-
ast um land allt.
* Þau henta konum vel, em
fremur þrifaleg og byggjast á
samskiptum við fólk.
- Samanburðurinn verður all-
ur ferðaþjónustunni í hag, sagði
Kristín.
-gg
ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3