Þjóðviljinn - 27.11.1990, Side 4

Þjóðviljinn - 27.11.1990, Side 4
ÞJOÐVIUINN Málgagri sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Lífeyris- réttindi Launamunur milli vinnandi fólks er afar milli á (slandi. Af misháum launum greiðir fólk síðan í lífeyrissjóði til að tryggja sér eftirlaun að starfsdegi loknum. Markmiðið er að sjá til þess að vinnandi fólk fái eftirlaun í hlutfalli við þær tekjur sem aflað var á meðan það var á vinnumark- aði. Um þetta fyrirkomulag má deila, og heyrst hafa raddir um að allt eftirlaunafólk ætti að fá sömu eftirlaun. Þetta myndi væntanlega í aðalatriðum leiða til þess að flestir eftirlaunaþegar hefðu svipaðar tekjur, kjaramis- munurinn kæmi þá fram í mismunandi eignum sem skapast hefðu af ævistarfinu. Ekki er líklegt að í bráð verði þjóðarsátt um svo róttæka breytingu á eftirlauna- kerfinu enda myndi hún hafa í för með sér margvíslega röskun og breytingu á högum hinna betur settu. Þrátt fyrir að ekki yrði gengið svo langt til tekjujöfnun- ar sem hér hefur verið nefnt verður varla undan því vik- ist til frambúðar að búa svo um hnúta lífeyriskerfis og al- mannatrygginga að allir þegnar þjóðfélagsins geti áhyggjulaust farið á eftirlaun í fyllingu tímans, og það sem skiptir ekki minna máli: fái nokkurnveginn sambæri- leg réttindi fyrir framlag sitt til lífeyrissjóðanna á meðan það er á vinnumarkaði. Á hinu síðarnefnda er mikill mis- brestur. Eitt hróplegasta dæmið um þennan mismun er á milli ófaglærðs launafólks annars vegar og hálaunaðra emb- ættismanna hinsvegar, ekki síst stjórnmálamanna. Fyrir greiðslur í lífeyrissjóði öðlast greiðandinn rétt til lífeyris síðar, en samanlagðar greiðslur atvinnurekenda og launþega nema yfirleitt 10% af launum. Fyrir hvert ár sem ófaglærður verkamaður er á vinnumarkaði og greiðir til lífeyrissjóðs fær hann rétt til 1,45% af launum í eftirlaun, þingmaður fær 3,33% og ráðherra 6% fyrir hvert ár sem hann hefur verið ráðherra. Þetta felur í sér að eftir 12 ára greiðslu til lífeyrissjóðs á verkamaður rétt á 17,4% af launum í eftirlaun, en þingmaður, sem jafn- framt hefur verið ráðherra helminginn af tímanum, á rétt á 76% af launum, en báðir hóparnir hafa greitt sama hlutfall af launum til lífeyrissjóðs. Ofan á þetta bætist svo sú staðreynd að lífeyrissjóður þingmannsins eða ráð- herrans borgar ekki nema hluta af lífeyrinum, ríkissjóður ábyrgist og greiðir mikinn hluta hans beint til eftirlauna- þegans, iðgjaldið hrekkur með öðrum orðum hvergi nærri til þess að standa undir þeim lífeyri sem sama ið- gjald veitir rétt til. í annan stað blasir við að lífeyrir er tvískattaður, fyrst með því að skattar eru greiddir af þeim tekjum sem fara í greiðslu lífeyrisiðgjaldsins þegar teknanna er aflað og aftur þegar viðkomandi fer að fá greiddan lífeyri úr sjóðnum. í þessu efni kemur enn að því máli sem nýlega var hreyft í leiðara Þjóðviljans að tekjur af vöxtum eru ekki skattlagðar eins og tekjur af vinnu. Mikill hluti þeirra tekna sem lífeyrissjóðirnir hafa til að greiða lífeyrinn fæst með ávöxtun þeirra í ríkisskuldabréfum eða á ann- an sambærilegan hátt. Sjóðfélagi er því að taka út vexti af því fé sem hann hefur sparað með því að greiða til sjóðsins. Hefði hann sjálfur keypt ríkisskuldabréfin eða ávaxtað fé sitt á sambærilegan hátt hefði hann engan skatt greitt. Hér hefur aðeins verið drepið á fáein atriði sem sýna að þörf er á miklum lagfæringum á lífeyriskerfinu á næstu árum ef það á að tryggja stærri og stærri eftir- launahópum þolanleg lífskjör. Er þá geymt til betri tíma að fjalla um þessa spurningu sem oft hefur heyrst und- anfarin misseri: stefnir að óbreyttu í gjaldþrot lífeyris- kerfisins? Og ef svo er, hvaða leiðir eru færartil að koma í veg fyrir það og tryggja um leið sæmilegan lífskjara- jöfnuð eldri kynslóðarinnar innbyrðis. hágé. Við höfum staðið í orða- hnippingum við Morgun- blaðið út af bjartsýni og hagvexti. A föstudaginn var þessari þörfu iðju haldið áfram í Staksteinum með því að vitna í skýrsl- ur um feikna- lega mengun í Austur-Evr- ópu og var lát- in uppi um leið sú spá, að markaðsbú- skapur í þeim löndum muni bæði auka hagvöxt og umverfis- vemd. Síðan segir í Stak- steinum: „Gengur sú skoðun þvert á kenningar vinstrisinna hér á landi sem síðast var haldið fram í forystugrein Þjóðviljans í gær, að markaðsbú- skapur og hagvöxtur stangist á umhyggju fyrir umhverfmu“. Óbomir eru ekki á mancaði Hér er rangt með farið. I umrædd- um leiðara var eina ferðina enn minnt á að það hefúr haft háska- Ieg áhrif á náttúm og auðlindir að hagvöxtur hefur hingað til verið reiknaður út án þess að tekið sé tillit til meðferðar viðkomandi þjóðfélaga á mold, vatni, lofti og gróðri. Því var svo fram haldið að markaðsbúskapur leysti ekki þennan vanda af sjálfu sér. Hér er um að ræða svipuð viðhorf og komu fram í viðtali, sem Þjóðvilj- inn birti í síðasta helgarblaði við bandaríska blaðamanninn og um- hverfísmálasérfræðinginn Lloyd Timberlake. En hann var einmitt spurður að því, hvort ekki væri hægt að virkja markaðslögmálin til að hindra rányrkju. Svar hans var á þá leið, að það mætti gera að vissu marki, en „takmarkanir markaðshyggjunnar sjást best á því, að ókomnar kynslóðir eiga ekki hlutdeild í þessum markaði“. Það sem vantar Sannleikurinn er vitanlega sá að þegar einungis er að því keppt að framleiða sem mest með sem minnslum tilkostnaði í peningum og takmarkið er hámarksgróði, þá vantar í það kerfi þá kurteisi sem stefnir að því sem kallað er „sjálf- bær þróun“. En þar er átt við þró- un sem ekki gengur á náttúruauð- lindir jarðar með þeim hætti að lífsskilyrði ófæddra kynslóða séu skert. Þetta hefur margsinnis sannast í sögu umhverfísvemdar- umræðunnar allrar. Rómantísk íhaldssemi! Þegar hún fór af stað voru þeir sem á vaðið riðu einatt taldir ut- anveltubesefar, rómantískir sér- vitringar sem hefðu andúð á fram- P . forum (svipaðar nafngiftir og Morgunblaðsmenn hafa verið að gefa „grænum“ íslenskum vinstri- sinnum). Talsmenn „atvinnulífs- ins“, þeas stórfyrirtækjanna, iðn- aðarins, voru lengi hinir fúlustu. Þeir sögðu að ef markaðsfjand- samlegir náttúruvemdarmenn hefðu sitt fram mundi þurfa að loka svo og svo mörgum fyrirtækjum, iðnað- ur viðkomandi þjóðar yrði ekki samkeppnisfær, tekið væri fyrir hagvöxt, atvinnuleysi mundi magnast.(Og það var hið síðast- nefhda sem gerði ýmsa verklýðs- sinna tvístígandi_ í umhverfis- vemdarmálum.) I framhaldi af þessu hafa víða um lönd farið fram hatrömm upplýsingastríð, þar sem þeir með „grænu“ hugs- animar hafa reynt að finna högg- stað á sjálfshóli iðnfyrirtækja, sem reyna að sanna að hjá þeim sé allt í besta umhverfisvemdar- lagi. Fólkið tókviðsér Svo em það ekki markaðslögmál sem slík, heldur sú staðreynd, að það tekst að vekja almenning til vaxandi skilnings á umhverfis- vandanum sem fær t.d. iðnfyrir- tækin og þá gróðafúsu til að breyta um aðferð. Þeir verða varir við að almenningur tekur (af beiskri reynslu náttúrlega) æ meira mark á hinu óhagsýna tali umhverfisvemdarmanna. Og þá komast þeir einnig að því, að það getur borgað sig að sýna lit í um- hverfismálum, gefa til þeirra mála fé, hreinsa upp fúla pytti kringum verksmiðjur, koma blómabeðum ínn í auglýsingamar og svo fram- vegis. En vel á minnst: Þetta er oft mest á yfirborðinu, partur af að skapa sér jákvæða imynd. Um leið og þau sömu fyrirtæki reyna að draga sem mest lappimar þegar komið er að dýrum mengunar- vömum hjá þeim sjálfum. Ef þau barasía ekki flytja mengunina til einhvers fátæks þriðjaheims- lands, þar sem neyð og atvinnu- leysi em svo mikil, að enginn þorir að gera mengunarvamakröf- ur á hendur erlendum fjárfesting- araðilum. Dæmi Austur-Evrópu Það er rétt hjá Staksteinum að umhverfisvemdarmál em orðin stórmál í stjómmálum Austur- Evrópu. En einkavæðing og markaðsbundið verðmyndunar- kerfikoma því máli lítið við. Þessi þróun tengist bæði háska- legu ástandi á ýmsum svæðum og svo blátt áfram málfrelsinu, lýð- ræðinu. Aður þögguðu stjómvöld í skjóli valdseinokunar og fjöl- miðlaeinokunar niður í umhverf- isvemdarmönnum, héldu upplýs- ingum leyndum osfrv. Nú hafa menn fengið málið og beita því og ekki síst á þessu sviði. Það er reyndar merkilegt til þess að vita, að aðdragandi glasnost í Sovét- ríkjunum var sá, að rithöfúndar og vísindamenn rifu glufúr á rit- skoðunina með ádrepum sínum um glæpsamlegar framkvæmdir sem valdið höfðu miklum spjöll- um á náttúrunni. Ekkert gerlst af sjálfu ser Hvorki stjómmálamenn í at- kvæðaleit, ríkisskriffinnar í fram- kvæmdaham né heldur kapítalísk- ir forstjórar bregðast af sjálfsdáð- um rétt við umhverfisvandanum. Ef ekki er herjað á þá alla með öflugri gagnrýni, með því að virkja almenningsálitið, þá munu þeir láta sér fátt um finnast (nema gjalda málstaðnum einhverja varaþjónustu öðru hvom). Þeir munu hugsa um eigin hag til skamms tíma: Syndaflóðið kemur eftir minn dag, sagði Lúðvík fimmtándi. ÁB. ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvaemdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdls Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elias Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir(pr), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gislason, Sævar Guðbjömsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiöslu- og afgreiöslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýslngar: Siðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.